Skessuhorn - 11.01.2006, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 11. JANUAR 2006
15
Skagamótið færist
fram um hálfan mánuð
Frá Skagamótinu sumaríð 2004. Hér eru heima-
menn í kröppum dansi við Víkinga. Ljósm: HS
Unglingaráð Knatt-
spyrnufélags ÍA hefur
ákveðið að Skagamótið
verði haldið dagana 23.-
25. júní í sumar. Þetta
mikla knattspyrnumót
yngri knattspyrnumanna
hefur dregið til sín fjöl-
marga gesti til bæjarins.
Undanfarin ár hefur mót-
ið farið fram aðra helgina
í júlí eða á sama tíma og
írskir dagar eru haldnir á
Akranesi. Ekki hafa allir
verið á eitt sáttir um þá
tímasetningu og kom sú
umræða meðal annars
fram í skýrslu sem undir-
búningshópur vegna
írskra daga sendi bæjar-
ráði Akraness fyrir
skömmu og sagt var ítar-
lega frá í Skessuhorni.
Það voru hins vegar tímasetn-
ingar annarra móta yngri flokka
sem urðu til þess að unglingaráð
ÍA tók ákvörðun um hina nýju
tímasetningu. Mótið er að þessu
sinni haldið með dyggum stuðn-
ingi Coke og KB banka. HJ
Gallerý Ozone
opnuð formlega
Stoltir eigmdur verslunarinnar Gallerý Ozone við Kirkjubraut ú Akranesi buðu starfs-
fo'lki, velunnurum, iSnaðarmönnum og öllum þeim sem d einhvem hútt hafa lagt hönd á
plóg við opnun nýju verslunarinnar íformlega opnunarveislu fýrir skömmu. He'r eru
þau Hugi og Elsa í nýju búðinni.
Kátt varyfir Magnúsi, Jóhönnu og Rósu.
Atvinna
Samkaup úrval Borgarnesi
Lagerumsjón
Vinnutimi 08:00 -18:00.
Starfið felst í að sjá um vörumóttöku og skipulag á lager,
vöruskil og pantanir. Pantanir og sala á stærri raftækjum
sem og móttaka raftækja til viðgerða.
Önnur tilfallandi störf í verslun .
Áfyliingar og pantanir
Vinnutími 8:00 -16:00
Starfið felst í almennum verslunarstörfu. Afyllingar, pantanir
og þrif. Viðkomandi þarf að geta leyst af við afgreiðslu.
Nánari upplýsingar veitir verslunarstjóri
á staðnum eða í síma 430-5530.
Pálmi íþróttamaður Akraness 2005
Pálmi Haraldsson knattspyrnu-
maður var valinn íþróttamaður
Akraness árið 2005. í öðru sæti
varð Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir
sundkona en hún hefur oft hamp-
að titlinum. Hólmsteinn Valdimars-
son frá Badmintonfélagi Akraness
hlaut þriðja sæti. Allir þeir sem til-
nefndir voru fengu viðurkenningu
fyrir góðan árangur í sinni íþrótta-
grein á líðandi ári. Þá var Karatefé-
lag Akraness valið félag ársins fyr-
ir öflugt og gott félagsstarf.
íþróttabandalag Akraness
stendur fyrir kjöri íþróttamanns
ársins. Það fer þannig fram að að-
ildarfélög ÍA tilnefna hvert um sig
íþróttamann ársins í sínu félagi.
Síðan fá tíu manns það verkefni að
gefa þremur af þessum einstak-
Allir fuiitrúar íþróttaféiaganna sem hluti tilnefningar.
Páimi Haraldsson íþróttamaður Akraness 2005.
lingum stig. Þessir tíu einstakling-
ar eru úr framkvæmdastjórn ÍA,
bæjarstjóri Akraness, full-
trúi frá KB banka, sem er
helsti styrktaraðili ÍA,
sviðsstjóri fræðslu-, tóm-
stunda- og íþróttasviðs,
rekstrarstjóri íþróttamann-
virkja og einn úr fjölskyldu
Helga Daníelssonar en
Helgi gaf á sínum tíma
verðlaunabikarinn, sem
fylgir þessari nafnbót.
Peir sem nú voru tilnefndir
eru:
Badmintonmaður ársins
2005: Hólmsteinn Valdimars-
son
Fimleikamaður ársins 2005:
Ester María Ólafsdóttir
Hestaíþróttamaður ársins
2005: Guðbjartur Þór Stefánsson
íþróttamaður Þjóts 2005:
Lindberg Már Scott
Kylfingur ársins 2005:
Stefán Orri Ólafsson
Karatemaður ársins 2005:
Guðrún Birna Ásgeirsdóttir
Keilumaður ársins 2005:
Magnús Sigurjón Guðmundsson
Knattspyrnukona ársins 2005:
Helga Sjöfn Jóhannesdóttir
Knattspyrnumaður ársins 2005: Pálmi
Haraldsson
Körfuknattleiksmaður ársins 2005:
Vésteinn Sveinsson
Sundmaður ársins 2005:
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir
Blakfélagið Bresi, Skotfélag
Akraness og Ungmennafélagið
Skipaskagi tilnefna ekki neinn í
kjörið að þessu sinni.
HJ/BG
Trimm 2006
Ný 8 vikna ÍA Trímm námskeið hefjast 16. janúar og standa til 10. mars.
Skráning fer fram í íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum (ekki í síma).
Nánari upplýsingar í síma 8951278 eða á www.ia.is
t
Námskeið 4 skipti í viku kr. 12.700
Námskeið 3 skipti í viku kr. 9.900
Námskeið 2 skipti í viku kr. 6.700
Námskeið 1 skipti í viku kr. 3.500
10 Tíma kort ÍA Trimm & Þrek kr. 4.800
Stakur tími kr. 800
Mælingar: Þeir sem áhuga hafa á vigtun, fitu- og ummálsmælingum geta sett sig í
samband við Ellu í síma 867 4310. Hver mæling tekur um 15 mín. og kostar kr. 500
• Innifalið í námskeiðsgjaldi er sund og gufa eftir trimmtímana.
• Fyllist námskeið þá ganga þeir fyrir sem skrá sig oftar í viku.
• Lágmarksfjöldi skráðra þátttakenda í tíma er 10 að öðrum kosti kann tímanum að vera aflýst.
• Námskeiðin fást ekki endurgreidd nema um veikindi sé að ræða og þá gegn framvísun vottorðs.
| íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum
Stundaskrá 2006
Morguntrimm 06:30 - 07:30 Elsa og Hugi Morguntrimm 06:30 - 07:30 EisaogHugi Morguntrimm 06:30 - 07:30 Elsa og Hugi
BodyPump 11:55 - 13:00 Matti BodyPump 11:55-13:00 Matti
Styrirur og þol 17:30- 18:30 HelgaMaría BodyPump 17:30 - 18:45 Matti Styrkurogþol 17:30 -18:30 Helga Maria BodyPump 17:30-18:45 Matti
Spinning 17:30 -18:30 Matti Spinning 18:30-19:30 Helga María Spinning 17:30 - 18:30 HelgaMaría _
Pallabrennsla 18:30 - 19:30 Halldóra Pallabrennsla 18:30 - 19:45 Halldóra Þrekhringur 18:45-19:45 Ýmslr þjálfarar
Fjölþjátfun 19:30-20:30 Ella Karlapúl /ala Slökkviliðiö 20:00 - 21:00 Ellý Fjölþjálfun 19:30-20:30 Ella Kariapúl /ala Slökkviiiðið 20:00-21:00 Ellý Laugardagur 10:00-11:15 BodyPump - Matti
Vegna anna getur Dean Martin því miður ekki verið með áður auglýsta BodyCombat tíma.
Hreyfing fyrír líkama og sál!