Skessuhorn - 22.02.2006, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR 2006
Akveðin viðmiðunarmörk
Strætóferða vegna veðurs
Ökutæki boðuð
í skoðun
BORGARFJ ÖRÐUR: AIls
voru 27 ökumenn teknir fyrir of
hraðan akstur í umdæmi lög-
reglunnar í Borgarnesi í sl.
viku. Þá voru 14 ökumenn
boðaðir með ökutæki sín í
skoðun. Að sögn lögreglunnar
er verið að herða á því að menn
mæti tímanlega með ökutæki
sín í skoðun og verður framhald
á þeim aðgerðum á næstunni.
-kóó
Ný íbúðablokk
BORGARNES: PJ byggingar
á Hvanneyri mun innan
skamms hefja ffamkvæmdir við
byggingu fjölbýlishúss við Arn-
arklett 30 í Borgarnesi. Um er
að ræða fjögurra hæða fjölbýlis-
hús með 11 íbúðum, hannað af
Nýhönnun á Hvanneyri. I hús-
inu verða fjórar þriggja her-
bergja íbúðir, hver um 90 fer-
metrar að stærð og sjö fjögurra
herbergja íbúðir um 108 fer-
metra að stærð. Fjölbýlishúsið
verður byggt úr steinsteyptum
einingum frá Loftorku og verð-
ur lyfta í húsinu. Ibúðirnar
verða tilbúnar til afhendingar
um næstu áramót. -kó
Skýrsla um
íbúaþing
HVALFJÖRÐUR: Út er komin
skýrsla um niðurstöður íbúa-
þings íbúa hreppanna sunnan
Skarðsheiðar, sem fram fór á
Hlöðum á Ilvalfjarðarströnd 14.
janúar sl. I skýrslunni er saman-
tekt um þingið sjálft, dregnar
saman niðurstöður umræðu-
hópanna og að síðustu gerð grein
fyrir umræðum sem fram fóru í
vinnuhópunum. Skessuhom hef-
ur áður fjallað ítarlega um þingið
og einstaka niðurstöður þess, en
skýrsluna sem nú er komin út,
má finna í heild sinni á vefhum
hvalfjordtn.is -mm
Glæfraakstur
AKRANES: Alls vom 16 ein-
staklingar kærðir fyrir of hraðan
akstur af lögreglunni á Akranesi í
vikunni sem leið. Þar af einn sem
ók á 170 km hraða á Kjalarnesi
þar sem hámarkshraði er 90
km/klst. Atvikið átti sér stað á
sunnudaginn og var ökumaður
færður á lögreglustöð í beinu
framhaldi af mælingunni og
sviptur ökuleyfi til bráðabirgða.
Okumaður annarrar bifr eiðar var
stöðvaður í vikunni við hefð-
bundið eftirht þar sem grunur
lék á um að viðkomandi væri
með fíkniefhi á sér. Við leit í bif-
reiðinni fannst 1 gramm af hass-
blöndu sem ökumaðurinn viður-
kenndi að eiga. Lögreglan á
Akranesi hugði sérstaklega að
ökuréttindum í vikunni sem leið.
Atakið var Iiður í sameiginlegu
átaki lögregluliðanna á suðvestur
horni landsins. Þrír ökumenn
voru kærðir í kjölfarið, tveir
reyndust vera með útrunnin rétt-
indi og einn ökuþór virtist vera
ökuréttindalaus.
-mm
Um miðja síðustu viku gerði
nokkuð stíft rok hér á suðvestan-
verðu landinu. Veðurhæðin mæld-
ist upp í 40-50 metra á sekúndu á
vindasömum stöðum svo sem á
Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli á
miðvikudagskvöld og framan af
fimmtudegi. Af þessum sökum
lögðust ferðir strætó af frá Reykja-
vík á Akranes frá kvöldmatarleyti á
miðvikudag og fram á fimmtudag.
En hvað þarf vindur að ná mikl-
Bæjarstjórn Akraness samþykkti
á fundi sínum þann 14. febrúar sl.
reglur um sérstakar húsaleigubæt-
ur og gilda þær ffá 15. febrúar á
þessu ári. Þessar húsaleigubætur
eru ætlaðar þeim fjölskyldum og
einstaklingum sem ekki eru á ann-
Á mánudag rituðu fulltrúar
Hestamannafélaganna Skugga og
Faxa, Hrossaræktarsambands Vest-
urlands og Borgarbyggðar undir
viljayfirlýsingu um að standa saman
að uppbyggingu reiðhallar á félags-
svæði Skugga í Borgarnesi. Ráðgert
er að ffamkvæmdir fari af stað fljót-
lega og höllin verði risin og tilbúin
til notkunar fljótlega næsta vetur.
Borgarbyggð mun leggja 30
milljónir króna til verkefhisins og
sameiginlega munu hin félögin
leggja ffam 10 milljónir með vinnu
og fjárframlagi. Stofnað verður sér-
stakt hlutafélag í eigu áðurnefhdra
aðila sem mun eiga húsið. Loks
munu þessir aðilar sameiginlega
afla þess fjár sem þarf til að koma
húsinu í endanlegt horf. Nýverið
samþykkti ríkisstjórnin að leggja
270 milljónir til uppbyggingar
reiðhúsa á landsbyggðinni og hafa
Borgfírðingar góðar væntingar um
að fá stuðning úr þeim sjóði til
reiðhallarbyggingar í Borgarnesi
enda var staðurinn númer tvö í for-
gangsröðtm á effir Akureyri í tillög-
um nefndar landbúnaðarráðherra
sem fjallaði um byggingu reiðhalla
á landinu.
Kristján Gíslason, formaður
Stugga hefur stýrt undirbúnings-
vinnu þessara samstarfsaðila að
verkefhinu. Hann segir að tilkoma
um styrk til að Strætó aflýsi ferð-
um? Skessuhorn leitaði til Strætó
bs. um hvaða viðmiðunarreglur
væru í gildi. Niðurstaðan var af-
dráttarlaus hjá forsvarsmönnum
Strætó: Þegar mestu vindhviður
fara uppfyrir 30-32 m/sek á Kjal-
arnesi þá leggjast ferðir Strætó til
Akraness af. Með þessum reglum
er ákvörðunartaka um hvort ferðir
skuli farnar eða ekki tekin úr
höndum einstaka vagnstjóra, held-
an hátt færir um að sjá sér fyrir
húsnæði sökum lágra launa,
þungrar framfærslubyrðar eða
annarra félagslegra erfiðleika.
Húsaleigubæturnar er fjárstuðn-
ingur bæjarins til greiðslu húsa-
leigu á almennum markaði um-
reiðhallar í Borgarnesi verði bæði
hestaíþróttinni sem og ýmsu öðru
menningarlífi í héraðinu og á öllu
Vesturlandi til mikils framdráttar.
Fram kom að gert er ráð fyrir að
byggt verði límtréshús klætt ylein-
ingum ffá Límtré-Vírneti og verð-
ur húsið staðsett á félagssvæði
Skugga milli þjóðvegar og hring-
vallarins. Það er breytt staðsetning
miðað við fyrra skipulag en breyt-
ing á deiliskipulagi svæðisins hefur
nú verið staðfest af Skipulagsstofh-
un og því er ekkert að vanbúnaði að
hefja verkið.
Bjarni Marinósson, formaður
Hrossaræktarsambands Vestur-
lands segir að sambandið sé
ur fara þeir eftir veðurlýsingu
hverju sinni og styðjast þar við áð-
urnefnd viðmiðunarmörk. Mæl-
ingar á vindi fara fram í sjálfvirkri
veðurathugunarstöð á Kjalarnesi
og uppfærast á 10 mínútna fresti
og eru aðgengilegar á netinu.
Þannig hafa farþegar aðgang að
sömu upplýsingum og vagnstjórar
Strætó og geta hagað ferðaáætlun
sinni eftir því.
fram almennar húsaleigubætur og
er gert ráð fyrir í reglunum að að-
stæður umsækjenda séu metnar út
frá ákveðnum viðmiðum. Á vef
Akraneskaupstaðar má finna regl-
urnar í heild sinni.
tengiliður allra hestamannafélaga í
landshlutanum og vestur á firði að
þessu verkefni. Oll félögin á þessu
svæði, reyndar að undanskyldum
Dalamönnum, séu aðilar að
Hrossaræktarsambandinu. Bjarni
gat þess að nú væri mislangt á und-
irbúningsstigi bygging a.m.k. 8
misstórra reiðhúsa og reiðhalla í
landshlutanum, m.a. á þéttbýlis-
stöðum Snæfellsness, á félagssvæði
Dreyra á Akranesi, í Lundarreykja-
dal, Andakíl, Borgarhreppi og víð-
ar. Hann taldi því að öll aðstaða
hestamanna eigi eftir að breytast
mikið til batnaðar á næstu misser-
um á Vesturlandi bæði til sýningar-
halds og þjálfunar. MM
Beltin bjarga
BORGARFJÖRÐUR Bílbeltdn
björguðu erlendum hjónum er
bfll þeirra fór útaf í lausamöl og
valt ofaní vegskurð í Hvítársíðu
sl. laugardag. Sluppu hjónin ó-
meidd en kranabíl þurftí til að
fjarlægja stórskemmdan bílinn af
vettvangi. -kóó
Veitingasala í
Flatey
BREIÐAFJÖRÐUR: Hjónin
Guðmundur Lárusson og Aðal-
heiður St. Sigurðardóttir í
Stykkishólmi hafa mörg undan-
farin ár rekið veitingasölu á
sumrin í húsi sínu Jónshúsi í
Flatey á Breiðafirði og hefur
heitið Veitingastofan Vogur.
Hefur margur ferðalangurinn
glaðst þar við gott kaffibrauð
og þegið góðan málsverð. Nú
hafa þau hjón ákveðið að leggja
starfsemina niður ffá og með
sumrinu 2006 og nota húsið
sem sumarhús fjölskyldunnar.
Ferðamenn í Flatey þurfa þó
ekki að örvænta, því samkv.
upplýsingum frá Þorsteini
Bergssyni hjá Minjavernd verð-
ur veitingasala í hinu nýupp-
gerða Samkomuhúsi í Flatey í
fyrsta sinn í sumar og verður
hún síst lakari en sú sem verið
hefur. -reykholar.is
Laus kennslu-
stofa við
Garðasel
AKRANES: Bæjarráð Akraness
fól á síðasta fundi sínum Helgu
Gunnarsdóttur, sviðsstjóra
fræðslu-, tómstunda- og
íþróttasviðs að undirbúa upp-
setningu á lausri kennslustofu
við leikskólann Garðasel. I
minnisblaði sínu til bæjarráðs
hafði Helga bent á aukna þörf
fyrir dagvistarrými í bænum.
Brugðið er til þessarra úrræða
þar sem útlit er fyrir að ekki
verði hægt að anna eftirspurn
eftir dagvistarrými miðað við
óbreyttar aðstæður. -mm
Fíkniefnafræðsla
SNÆFELLSBÆR: Þriðjudag-
inn 28. febrúar efnir Grann-
skóli Snæfellsbæjar, í samvirmu
við Foreldrafélagið, Iþrótta- og
æskulýðsfulltrúa Snæfellsbæjar
og Forvarna- og tómstundafull-
trúa Rauða-Kross deildanna á
Snæfellsnesi, til fræðslufunda
með nemendum 8., 9. og 10.
bekkja skólans. Fjallað verður
um skaðsemi fikniefna, eflingu
sjálfsmyndar nemenda og gildi
forvarna og fræðslu til að
stemma stigu við útbreiðslu
fíkniefna. Það er samvinnu-
hópur Fræðslu- og forvarna-
deildar Lögreglunnar í Reykja-
vík og Marida samtakanna sem
annast fræðslu þessa. Síðar
sama dag, eða klukkan 18 hefst
fræðslufundur sömu aðila á sal
skólans í Ólafsvík fyrir foreldra
nemenda og annað áhugafólk
um aðsteðjandi vágest og
vanda.
-mm
MM
Reglur um sérstakar húsaleigubætur
MM
Svartolíuóhapp við haínarvogina
Svartolía úðaðist yfir talsvert svæði að
baki hafnarvogarinnar á Akranesi sl.
fimmtudag. Óhappið átti sér stað þegar
unnið var við að dæla olíu á milli tanka. Lok
á öðrum tanknum virðist ekki hafa virkað
sem skyldi og sprautaðist því olía upp.
Hvasst var og úðaðist olían því yfir nokkurt
svæði. Meðal annars yfir bifreið sem stóð
við hafnarvogina og einnig á bakhlið hússins
við hafharvogina. Mengunardeild Olíudreif-
ingar kom á staðinn og hreinsaði olíuna
upp. Ekki þurftí að takmarka umferð um
svæðið vegna óhappsins. HJ
Reiðhöll verður byggð
í Borgamesi á þessu ári
Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar. F.v. Gunnar Om Guðmundsson, formaöur Faxa,
Bjami Marinósson, formaður Hrossaræktarsambands Vesturlands, Kristján Gíslason,
formaður Skugga og Páll S Brynjarsson, bœjarstjóri í Borgarbyggð.
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla mi&vikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriöjudögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriöjudögum.
Blabib er gefiö út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverö er 1000 krónur með vsk. á mánuöi en krónur 900
sé greitt meö greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr.
SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 alla virka daga
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Fréttaritari: Bryndís Gylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is
Umbrot: Gubrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is