Skessuhorn


Skessuhorn - 22.02.2006, Side 10

Skessuhorn - 22.02.2006, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR 2006 ^aunuki' Straumi hleypt á fyrstu kerin í stækkun Norðuráls Straumi var hleypt á fyrstu kerin í stækkun álvers Norður- áls á Grundartanga á miðviku- daginn í liðinni viku. A næstu vikum mun kerjum verksmiðj- unnar fjölga um 260 og fram- leiðslugetan eykst úr 90 þús- und tonnum í 220 þúsund tonn á ári. Um leið verður starfs- mönnum fyrirtækisins íjölgað um 160 og verða þeir þá ríflega 350 að tölu. Má ætla að við stækkunina aukist útflutnings- tekjur Islands um 16 milljarða króna á ári. Logan W. Kruger, forstjóri Century Aluminium, móðurfé- lags Norðuráls, sagðist í ávarpi vera mjög ánægður með hvern- ig stækkun álversins hefur tek- ist. Sagði hann allar tímaáætl- anir og kostnaðaráætlanir hafa staðist. Fjárfesting fyrirtækisins í þessari stækkun er um 30 milljarðar króna. Hann sagði þennan góða árangur meðal annars byggjast á frábæru sam- starfi Norðuráls, orkufyrir- tækja, Landnets og íslenskra hönnuða. Einnig hrósaði hann verktökum, innlendum sem er- lendum og einnig þeim bönk- um sem komu að fjármögnun verksins. Eins og áður hefur komið fram í Skessuhorni er í undir- búningi ffekari stækkun Norð- uráls og í kynnisferð um svæð- ið sögðu forráðamenn Norður- áls að stefnt væri að ljúka þeirri stækkun árið 2008. Að henni lokinni verður ársframleiðsla fyrirtækisins um 260 þúsund tonn af áli. HJ Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og og Logan W Kruger forstjóri Century Aluminium klippa á btyrðann og vtgja stcekkun verksmiðjunnar formlega. Logan W. Kruger.; forstjóri Century Aluminium og Ragnar Guðmunds- son, framkvœmdastjóri fjármálasviðs stinga saman nefjum. Albarrar koma úr kælingu. Segja meirihiutann skapa bænum skaðabótaskyldu Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins sem sitja í minnihluta bæjar- stjórnar Akraness saka meirihlut- ann um að mismuna aðilum með því skapa bænum hugsanlega skaða- bótaskyldu. Meirhlutinn sakar minnihlutann hins vegar um hringlandahátt. A fundi bæjarstjórnar Akraness í síðustu viku var til afgreiðslu sam- komulag bæjarins við Bílás hf. þar sem fyrirtækinu er úthlutað lóð við Smiðjuvelli. A lóðinni hyggst fyrir- tækið byggja hús undir starfsemi sína. Á fundinum lögðu bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins fram svohljóðandi bókun: „I vinnuregl- um við úthlutun á byggingalóðum á Akranesi, dagsettar 27. febrúar 2003, segir í grein 3.4. Annað: „Bæjarráði er í sérstökum tilvikum heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum, án undangenginna auglýsinga, þeg- ar sótt er um lóðir innan skipu- lagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum. Endanleg úthlutun getur þó ekki farið fram fyrr en að lokinni skipulagsvinnu, sé hennar þörf og að fengnu samþykki bæjarstjómar.“ Nú hefur það gerst tvívegis á skömmum tíma að aðilum hefur verið úthlutað lóð á svæðinu sem kallað er deiliskipulag Smiðjuvalla án undangenginnar auglýsingar. Á sama tíma hefur tveimur öðmm að- ilum verið tjáð að ekki sé unnt að úthluta þeim lóðum á þessu svæði með þeim rökum að deiliskipulagi svæðisins sé ekki lokið. Þegar því ljúki muni þessar lóðir verða aug- lýstar lausar til umsóknar. Með þessum misvísandi afgreiðslum meirihlutans teljum við undirrituð, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, að verið sé að mismuna aðilum og hugsanlegt sé að bærinn sé að skapa sér skaðabótaskyldu á grundvelli jafnræðisreglunnar í stjórnsýslu.“ Með bókuninni var lagt fram minnisblað frá fundi sem haldinn var, að ffumkvæði bæjarráðs, með umsækjendum um lóðir í grennd við Þjóðbraut. Þar kemur ffam að lóðir á svæðinu verði lausar til um- sóknar um leið og deiliskipulags- ferli svæðisins ljúki. Sveinn Kristinsson formaður bæjarráðs lagði fram svohljóðandi bókun: „Undirritaður vísar á bug bókun Sjálfstæðisflokksins um lóðaúthlutanir sem órökstuddu plaggi. Bókunin er enn eitt dæmið um hringlandahátt minnihlutans, sem virðist ekki muna á milli bæjar- stjórnarfunda hvemig hann greiðir atkvæði." Afgreiðsla bæjarráðs á samningn- um var hins vegar samþykkt með níu samhljóða atkvæðum. HJ

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.