Skessuhorn - 22.02.2006, Side 14
14
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006
SKES;»ljH©BKj
Vilhjálmur forstöðumaður Kvíabryggju og Sigurrós kona hans hætta efirir aldarfjórðung í starfi:
Afþeirri kynslóð sem vinnur
mildð og þarf alltaf að vera að
Vilhjálmur og Sigurrós heima í stofii á Kvíabryggju.
Nú fer að líða að því að nýr for-
stöðumaður fangelsisins á Kvía-
bryggju við Grundarfjörð verði ráð-
inn þar sem núverandi forstöðumað-
ur, Vilhjálmur Pétursson hefur sagt
starfi sínu lausu ffá og með l.apríl
nk. Af því tilefni heimsótti blaða-
maður Skessuhorns, Vilhjálm og
konu hans Sigurrósu Geirmunds-
dóttur, til að forvitnast lítillega um
árin á Kvíabryggju og hvað taki við á
þessum tímamótum í lífi þeirra.
Gott að búa í Kópavogi
Hjónin, sem hafa búið á Kvía-
bryggju síðan 1981, munu flytja í
Kópavoginn þann 1. apríl en þegar
Vilhjálmur er spurður hvers vegna
Kópavogur hafi orðið fyrir valinu,
svarar hann brosandi: „Það er gott
að búa í Kópavogi! Er það ekki það
sem hann Gunnar Birgisson, bæjar-
stjóri segir alltaf, við verðum að trúa
honum.“
Þau hjónin hafa verulega gaman af
dansi og er það fyrsta verkefhi þeirra
þegar suður er komið að fara á dans-
námskeið. „Við erum í tveimur
dansklúbbum fyrir sunnan þar sem
við hittum reglulega önnur hjón
með sömu ástríðu. Það er virkilega
skemmtilegt og ntina verður enn
auðveldara fyrir okkur að mæta þeg-
ar við flytjum héðan. Að öðru leyti
ætlum við bara að slappa svoh'tið af
og njóta þess að vera til,“ segir Sig-
urrós.
HEKLA og KIAumboðið bjóða
um helgina upp á glæsilega bfla-
sýningu. HEKLA mtm kynna ffá
Mitsubishi Motors jeppana Pajero
og Pajero Sport, auk Outlander
jepplingsins. Frá Skoda verður
Skoda Octavia Combi 4x4 sýndur
og frá Volkswagen VW Passat
Ræktar kartöflur og
reykir fisk
Vilhjálmur, sem er ættaður ffá
Hjarðarbrekku í Eyrarsveit, vann
fyrir sér sem lögregluþjónn í
Grundarfirði áður en hann var
ráðinn sem fangavörður á Kvía-
bryggju árið 1971. Tíu árum
seinna fékk hann starf forstöðu-
manns og í kjölfarið fluttu þau
hjón frá Grundarfirði til Kvía-
bryggju en þá var skylda að for-
stöðumaður væri búsettur á svæð-
inu. Sigurrós fór að vinna sem
matráðskona í fangelsinu og sá til
þess að fangarnir fengju gott og
næringaríkt fæði. Hún segir fang-
ana yfir höfuð mjög ánægða með
matinn sinn og leggur mikla
áherslu á að þeir fái þá orku sem
þeir þurfa. „Eg var ein í eldhúsinu
í 18 ár, það var ekki fyrr en 1998 að
ég fékk manneskju á móti mér.
Fyrst um sinn var ég ekkert spennt
fyrir því að fara að vinna vaktir en
núna sé ég hvað það er dásamlegt
að eiga smá frí inn á milli. Við
erum bara af þeirri kynslóð, það
eina sem maður kann er að vinna
og vinna meira og við þurfum
alltaf að vera að. Hérna áður fyrr
ræktaði Vilhjálmur kartöflur og fór
á sjóinn að sækja fisk sem hann
verkaði; þurrkaði og reykti,“ segir
Sigurrós. „Við höfum aldrei verið
aðgerðalaus hérna á Kvíabryggju,“
bætir Vilhjálmur við.
með 2.0 lítra dísilvél.
KIA umboðið mun sýna og
kynna hinn vinsæla KIA Sorento
jeppa og KIA Sportage jeppling-
inn með nýrri 2.0 lítra dieselvél.
Sýningin verður á eftirtöldum
stöðum:
Föstudag ffá kl. 12-19 hjá sölu-
Ami var \dnsæll
„Hér hafa margir fangar farið í
gegn á mínum tíma. Þetta eru mikið
ungir strákar sem eru sendir hingað
en annars höfum við fengið allar
gerðir afbrotamanna, frá skjalaföls-
urum til morðingja og allt þar á
milli,“ segir Vilhjálmur. „Við höfum
eini sinni haft eina konu og það gekk
bara vel.“ Eins og flestir vita hefur
Kvíabryggja mikla sérstöðu hvað
varðar fangelsi á Islandi. Þar rfldr
meira frelsi meðal fanganna en í
öðrum fangelsum og menn geta far-
umboði HEKLU í Borgamesi.
Laugardag frá kl. 10-11:30 á
Hellissandi, 12-14 í Ólafsvík,
14:30-16 í Grundarfirði og í
Stykkishólmi ffá kl. 16:30-18:30.
Sýningarnar verða á bensínstöðum
á viðkomandi stað.
(fréttatilkynning)
ið ffjálsir ferða sinna um land Kvía-
bryggju sem er um 35 hektarar að
stærð. „Fangamir héma vinna fyrir
sér meðal annars með því að beita
línu, fella net, gera við fiskikör og
smíða trébretti og era þetta yfirleitt
vinnusamir menn og var Arni John-
sen þar engin tmdantekning,“ segir
Vilhjálmur. „Hann er með eindæm-
um skemmtilegur maður, var alltaf
syngjandi og hafði góð áhrif á hina
fangana.“ Það fór ekki ffam hjá
blaðamanni að Vilhjálmur hugsar
hlýtt til hins þjóðþekkta einstaklings
úr Eyjum og hafði gaman af vera
hans á Kvíabryggju. „Hann á líka
heiðurirm að því að við fengum al-
mennileg rúm fyrir fangana. Ami
var óhress með gömlu rúmin og tók
það algjörlega að sér að berjast fyrir
úrbótum í þeim efnum. Hann var
frekar vinsæll og kom vel saman við
bæði fanga og starfsfólk.“
Hreppstjórinn hjálpaði
sttokuföngum
„Það er mikilvægt að föngum hér
sé sýnt það traust sem þeir eiga skil-
ið, þó þeir hafi brotið af sér. Eg er
sannfærður um að það sé ástæða þess
að allt hafi gengið áfallalaust fyrir sig
á mínum tíma, segir Vilhjálmur.
Þegar þeir fara í dagsleyfi hafa þeir
alltaf, nema einu sinni, skilað sér inn
fyrir tilskilinn tíma, en þá var fang-
inn veðurteptur og ekkert við því að
gera.“ Blaðamann lék forvimi á að
spyrja hvort fangar hafi gert tilraun
til flótta á þeim aldarfjórðungi sem
hann hefur stýrt fangelsinu. „Það
hefur einu sinni komið fyrir, það var
árið 1984 að mig minnir,“ segir VII-
hjálmur. „Þrír ungir fangar, með
langa dóma og sáu ekki fram á náð-
un, struku út um glugga að nætur-
lagi. Þeir komust áleiðis með hjálp
hreppstjórans á þeim tíma, sem var
grunlaus og leyfði þeim að sitja í, en
strokufangamir náðust fyrir sunnan
skömmu síðar. A þessum tíma stóð
enginn vörður næturvakt og gluggar
voru öðruvísi og því töluvert erfið-
ara að endurtaka leikinn í dag.“
Pláss fyrir fleiri fanga
Vihjálmur greinir frá fyrirhugaðri
stækkun á húsnæði fanga og verður
þá pláss fyrir 22 fanga í stað 14 sem
nú er. Viðbyggingin, sem verður til-
búin í september á þessu ári, mun
einnig hýsa nýtt bókasafn og
kennslustofu því með samstarfi
Kvíabryggju og Fjölbrautaskóla
Snæfellinga býðst föngum nú að
mennta sig í fjamámi. „Eg er nokk-
uð viss um að með fjölgun fanga
mtmu þessi persónulegu tengsl milli
fanga og starfsfólks rofna. Farsæl
starfsemi byggist á góðu starfsfólki
og mikilli nánd þeirra við fangana.
Ef ég væri fangastjóri á Litla Hrauni
yrði þetta örugglega fyrsta breyting-
in sem ég gerði á starfseminni,“ seg-
ir Vilhjálmur og vill meina að það
vanti allt þetta manneskjulega í sam-
skiptin þar á bæ. „Við erum innan
um fangana öllum stundum og þar
af leiðandi sjáum við öll vandamál
sem upp koma alveg um leið. Við
þurfum reyndar ekki að hafa miklar
áhyggjur af þeim héma, þetta eru
allt svo ljúfir strákar." Eins og ffam
hefur komið í Skessuhomi var gerð
leit að fikniefnum á Kvíabryggju fyr-
ir stuttu, en engin efni fundust
hvorki í fórum þeirra né þvagi. „Það
kom mér ekkert á óvart, við værum
löngu búin að taka eftir því ef þessi
eftfi væru í umferð hér á svæðinu,“
segir Vilhjálmur og má hann stoltur
vera.
Sonurinn er
líklegasti arftakinn
Þrír menn hafa sótt um stöðu for-
stöðumanns fangelsisins á Kvía-
bryggju og er annar sonur þeirra
hjóna, Geirmundur Vilhjálmsson,
meðal þeirra. Geirmundur hefur
starfað sem fangavörður á Kvía-
bryggju í þónokkum tíma og er
langlíklegasti arftakinn, að sögn Vil-
hjálms og Sigurrósar. Aðspurður um
ástæðu þess að sonurinn hafi fetað í
fótspor föður síns, segir Vilhjálmur
það algjöra tilviljun að málin hafa
þróast á þann hátt. „Launin eru
heldur ekki það góð að þau ein og
sér festi fólk í þessu starfi,“ segir Vil-
hjálmur.
Þau hjón eiga annan son sem
starfar sem smiður í Reykjavík. Vil-
hjálmtir er afar sáttur við feril sinn
þegar litið er til baka og kveðst ekki
vilja breyta neinu sem harm hefur
ffamkvæmt á sínum tíma sem fang-
elsisstjóri, jafnvel þó það byðist.
„Það verður ábyggilega viðbrigði
fyrir okkur að fara úr sveitinni í
menninguna en eftirsjá verður h'til.
Við hlökkum svo til að fara að dansa
að við getum vart beðið mikið leng-
ur,“ segja þau hjón að lokum.
Skessuhom óskar þeim heiðurshjón-
um velfamaðar í framtíðinni.
KÓÓ
- mi H Im *T r * ■ 11 - 1 f®r; 'pf w ■ - 1 * i 1 1 £ 1 ll 1 ■ I imm Im |
lú , ■ ",
- ,*v
J ’ -i
Algjörlega ógirt er kringjum fangelsió á Kvíabryggju ogþví sker það sigfrá öórum fangelsum hvað það varðar. Einungis einu sinni á
aldarfiórðungi hafafangar reynt að strjúka ogþá með aðstoð hreppstjórans!
Helda og Kia umboðið sýna
nýja bíla um helgina