Skessuhorn - 22.02.2006, Síða 30
30
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR 2006
SgBSSHWfMBH
Spuming
vikunnar
Hefur þú trú á
að það verði
breytingar í
sveitarstjórn í
komandi kosn-
ingum?
(Spurt í Stykkisbólmi)
Ingibjörg Benediktsdóttir:
Nei, e'g hef ekki trú á því.
Davíð Sveinsson:
Já, það stefnir allt í það.
Eyþór Lárentsínusson:
Nei, e'g vona ekki. Það er samt
aldrei að vita, það er svo mik-
ið til af vitleysingjum.
Gunnlaugur Lárusson:
Það verður allavega hart
barist, e'g hugsa það.
Guðrún Jóhannesdóttir:
Já, e'g held það, er ekki tími til
kominn?
Miklar framfarir
hjá Sundfélagi Akraness
Lið Sundfélags Akraness stóð
sig með glæsibrag á Gullmóti KR
sem haldið var í Laugardalslaug-
inni um helgina. Ragnheiður Run-
ólfsdóttir þjálfari segist afar stolt
af sínu fólki og að liðið hafi staðið
sig mjög vel, flestir sem bættu
tíma sína. Liðið átti menn í verð-
launasætum í nánast öllum grein-
um og vann flest boðsundin með
glæsilegri baráttu. „Við áttum
nokkra í hópi stigahæstu sunda-
manna mótsins. Þeir sem náðu
að vera í einu af þremur efstu
sætum í sínum aidurshóp eru
Rakel Gunnlaugsdóttir, Hrafn
Traustason, Salome Jónsdóttir
og Birgir Viktor Hannesson. Þau
náðu öll glæsilegum árangri auk
þess sem Salome og Birgir Viktor
bættu sig í öllum þeim greinum
sem þau syntu í. Það sama má
segja um nánast alla sem syntu í
12 ára og yngri hópnum," segir
Ragnheiður um kraftmikla og
duglega liðsmenn sína.
BG
Yngriflokkamót Skalla-
gríms nú styrkt af SPM
SPM, einkennisstafir Sparisjóðsins munu prýða nýja búninga knattspyrnudeildar Skaliagríms næstu árin. Frá undirritun
samkomutagsins, f.v. Bjargey Steinarsdóttir, Steinunn Ásta Guðmundsdóttir skrifstofustjóri, Einar Eyjólfsson, Svandís
Björk Guðmundsdóttir, Gísli Kjartansson sparisjóðsstjóri og Aðalsteinn Símonarson.
Knattspyrnudeild Skallagríms
og Sparisjóður Mýrasýslu skrif-
uðu undir samstarfssamning sín á
milli síðastliðinn mánudag. Aðal-
steinn Sfmonarson, formaður
knattspyrnudeildarinnar segir
samninginn koma til viðbótar við
mikinn stuðning sem Sparisjóður-
inn hefur veitt knattspyrnudeild-
inni sfðustu ár og áratugi. „Samn-
ingur deildarinnar við KB banka
var útrunninn og ekki náðist sam-
komulag um áframhaldandi sam-
vinnu í þessum málum. Með
samningnum hefur Sparisjóður-
inn keypt nafnið á hinu árlega
yngriflokkamóti Skallagríms sem
mun héðan (frá heita Sparisjóðs-
mótið, hét áður KB banka mótið.
KB banki mun þó að öllum líkind-
um halda áfram að koma til móts
við deildina á einn eða annan hátt
í framtíðinni," segir Aðalsteinn
Símonarson. BG
Andri val-
inn í U-21
landsliðið
Lúkas Kostic landsliðsþjálfari
landsliðs leikmanna undir 21 árs
hefur vaiið hópinn sem mætir liði
Skotlands í vináttulandsleik á Fir-
hill Stadium í Glasgow 28. febrúar.
Meðal þeirra sem valdir voru í liðið
er Andri Jútíusson leikmaður ÍA.
HJ
ÍA vann
fyrsta
leikinn í
deildar-
bikarnum
Um helgina hófst deildarbikar-
keppnin í knattspyrnu 2006. Þá
léku Skagamenn á móti KA í opn-
unaleik mótsins og fóru leikar
þannig að Skagamenn höfðu sig-
ur með 4 mörkum gegn engu
marki norðanmanna. Öll mörkin
komu í fyrri hálfleik og var það
ArnarB. Gunnlaugsson sem skor-
aði 3 fyrstu mörkin og því fjórða
bætti svo Dean Martin við. Þá
spilaði lið ÍA á móti Þór Akureyri
daginn eftir og endaði sá leikur
með jafntefli, þrjú mörk gegn
þremur. Þá skoruðu mörkin þeir
Ellert Jón Björnsson, Arnar B.
Gunnlaugsson og Andri Júlíus-
son.
Næsti leikur ÍA í deiidarbikarnum
er gegn Fram, sunnudaginn 26.
febrúar nk. í Egilshöllinni.
BG
Ölli fer í
Víking
Ágúst Örlaugur Magnússon hefur
gengið til liðs við knattspyrnufé-
lagið Víking og mun leika með lið-
inu á komandi leiktíð. Undanfarin
ár hefur Örlaugur verið talinn einn
efnilegasti leikmaður Skaga-
manna og er vissulega eftirsjá í
honum fyrir félagið.
BG
Vekjum ráðamenn til umhugsunar
Rafiðnaðarsamband íslands gætir
hagsmuna þeirra sem starfa í
raf- og tölvugeiranum
Rafiðnaðarsambandið er starfsgreina- og lands-
samband 10 aðildarfélaga, þeirra sem starfa í raf-
og tölvugeiranum: Rafiðnfræðinga, raftækna,
rafvirkja, rafveituvirkja, rafvélavirkja, rafeindavirkja,
símsmiða, sýningarmanna, fólks í margmiðlun,
tölvu- og kerfisumsjónarmanna, tæknifólks í raf-
iðnaði og rafiðnaðamema. Hvort sem þeir eru með
sveinspróf eða ekki. Rafiðnaðarsambandið á og
rekur Rafiðnaðarskólann.
Helstu verkefni Rafiðnaðarsambandsins
- Að veija starfsréttindi og störf félaga
- Að gera kjarasamninga og túlka þá
- Að tryggja félaga og fjölskyldur þeirra í
áföllum
- Að annast fræðslu og útgáfustarfsemi
- Að gefa félögum og fjölskyldum þeirra kost á
góðri aðstöðu til hvíldar í orlofi
Fylgstu með á rafis.is
RAFIDNAÐARSAMBAND
ÍSLANDS