Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2006, Qupperneq 6

Skessuhorn - 29.03.2006, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 Karfí fíakaður á þrísldptum vöktum Önnum kafnar í snyrtingunni. Þessar pökkuSu í erg og gríð og höfðu hara gaman af. Karfaveiðiskipin voru öll í höfn í Grundarfirði um síðustu helgi. Frá vinstri Hringur, Helgi og Harðbakur, en þau lönduðu samtals 241 tonnum í síðustu viku. Hjá Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði er nú unnið við karfa- flökun á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn. Efrir það eru flökin snyrt og þeim pakkað á átta tímun- um, segir Móses Geirmundsson verkstjóri. „Við erum með þetta um 40 manns í vinnshmni og afköstin hafa verið um 40 - 45 tonn á dag að ------------------------------------ jafhaði en farið mest upp í 50 tonn. Afköstin fara nú svolítið efrir stærð- inni á karfanum,“ sagði Móses og bætir því við að þetta séu afbragðs afköst hjá starfsfólkinu. Flökin eru síðan fryst í 6 kg pakkningum og seld mest til Þýskalands og einnig á Frakklandsmarkað. „Eftirspurnin hefur farið vaxandi og verðin verið hagstæðari upp á síðkastið svo við höfum varla tmdan að framleiða," bætir Móses við. Auk togaranna Hrings og Helga sem fyrirtækið á og gerir út landar Akureyrartogar- inn Harðbakur EA karfa til vinnsl- unnar að jafnaði einu sinni í viku. GK Hann Paivel rétt gafsér tíma til að líta upp frá flökunarvélinni. Atök rnn skipan lista Framsóknarflokksins á Akranesi Talsverð átök urðu í Framsóknar- flokknum á Akranesi við samþykkt á framboðslista flokksins fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar í vor. Efa- semdir eru um að löglega hafi verið staðið að samþykkt listans. Einn þeirra sem gerð var tillaga um til setu á listanum hafnaði sætinu. Forsaga málsins er sú að á sínum tíma var skipuð uppstillingarnefhd sem skila skyldi tillögu að skipan framboðslistans. Formaður hennar var Valdimar Þorvaldsson. Fundur var haldinn þann 18. mars þar sem tillaga uppstillingarnefndar var lögð ffam. Samkvæmt henni var gerð tillaga um bæjarfulltrúana Guðmtmd Pál Jónsson og Magnús Guðmundsson í fyrstu tvö sæti list- ans og var það samþykkt. I þriðja sæti gerði nefndin tillögu um Guðna Tryggvason varabæjarfull- trúa. Fram kom breytingartillaga um að Margrét Þóra Jónsdóttir varabæjarfulltrúi skipaði sætið. Gengið var til atkvæða og hlaut Margrét Þóra 10 atkvæði en Guðni 9 atkvæði. Eftír að þessi niðurstaða lá fyrir var fundi frestað svo kanna mætti hug annarra á listanum til þessarar breytingar. Var stjórnum Fram- sóknarfélags Akraness og félags ungra framsóknarmanna falið að ganga frá endanlegri tillögu að skipan listans og leggja fyrir félags- fund. Lauk stjórnin við þá vinnu og var að nýju boðað til fundar í gær- kvöldi. Svo virðist sem búist hafi verið við átakafundi því Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins var fenginn til þess að stýra fundinum. A fundinn mættu um fjörtíu manns eða mun fleiri en á fyrri fundinn. Samkvæmt heimildum Skessu- homs gerðu stjórnir félaganna til- lögu um að niðurstaða fyrri fundar, að Margrét Þóra skipaði þriðja sæt- ið, stæði. I upphafi fundarins í gær- kvöldi lagði Valdimar Þorvaldsson ffam tillögu um að greidd yrðu at- kvæði að nýju um þriðja sætið. Taldi Valdimar að þar sem listinn hefði ekki verið afgreiddur í heild á fyrri fundi væri skipan hans í heild opin. Féllst fundurinn á þessa tillögu Valdimars. I framhaldinu lagði hann til að atkvæðagreiðsla um þriðja sætið yrði endurtekin og var það gert. Hlaut Guðni 21 atkvæði en Margrét Þóra 17. Þremur fund- armanna var meinuð þátttaka í at- kvæðagreiðslunni þar sem reglur kveða á um að félagsmenn geti ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslum fyrr en viku efrir inngöngu í flokkinn. Eftir að niðurstaða atkvæða- greiðslunnar lá fyrir hafhaði Jóna Adolfsdóttir sæti á listanum en gerð hafði verið tillaga um að hún skip- aði 11. sæti listans. Gerð var tillaga um að Margrét Þóra skipaði 8. sæti listans og þáði hún það. Þegar átök- in um þriðja sætið vora að baki og Margrét Þóra hafði tekið áttunda sæti listans var hann borinn upp í heild sinni og samþykktur með þorra greiddra atkvæða gegn tveim- ur. Framsóknarmenn sem Skessu- horn ræddi við efrir fundinn vildu ekkert láta hafa eftir sér undir nafhi um þau átök sem áttu sér stað á fundunum tveimur og dagana á milli þeirra og því síður hvort þessi átök myndu draga einhvern dilk á efrir sér. Flestir þeirra sem rætt var við töldu að þarna hefðu tekist á sjónarmið yngra fólks, sem vildi breyttar áherslur, og þeirra sem mótað hafa stefhu þá sem unnið hefur verið eftir undanfarin ár. Sumir sögðu að þarna hefði flokk- urinn í raun gengið gegn eigin sam- þykktum og ábendingum um kynja- hlutföll og hafnað því að bæta stöðu kvenna á listanum. Er þar vísað til þess að á flokksþingi árið 2005 hafi verið samþykkt tillaga um að við röðun á ffamboðslista skuli hlutfall kynja vera sem jafnast og að árið 2007 verði hvorki hlutur karla né kvenna í trúnaðar- og ábyrgðar- stöðum á vegum flokksins lakari en 40%. Aðrir segja að þarna hafi í raun tekist á stuðningsmenn tveggja varabæjarfulltrúa sem unrúð hafa ötullega á vettvangi flokksins undanfarin ár. Ekki sé ástæða til að kvíða afleiðingum þess því báðir þessir varabæjarfulltrúar hafi tekið sæti á listanum og Margrét Þóra hafi lýst því yfir á fundinum að eng- in eftirmál yrðu af átökunum af sinni hálfu. Ymsir fundarmenn sem rætt var við vora efins um að það stæðist al- menn fundarsköp að endurtaka at- kvæðagreiðslu með þessum hætti. Aðrir segja, eins og Valdimar, að á meðan listinn hafi ekki verið end- anlega afgreiddur sé hægt að breyta honum. HJ PISTILL GISLA Krónan Þegar ég lagðist til svefhs í gærkvöldi tæmdi ég buxnavasana þar sem buxur gærdagsins voru komnar í umalsverða þörf fyrir að eiga náin samskipti við þvotta- vélina á bænum, ágætis maskínu sem er af þýsku bergi brotin, þó það komi þessu máli ekkert við. Innihald buxnavasanna lagði ég á náttborðið en þar kenndi að vanda ýmissa grasa. Meðal ann- ars má hefha stjörnuskrúfjárn, vasahníf, vírspotta úr hljóðnema- snúru, kveikjara, minnismiða af ýmsum stærðum og gerðum, bindisnælu gullslegna, úrhjallinn minn með biluðu keðjunni, hulstur utan af myndbands- snældu og ýmislegt fleira fágæti. Einnig komu upp úr vasanum fá- einar krónur, þær fáu sem til- heyrðu mínu lögbúi eftir við- skipti gærdagsins. Þegar allt þetta var komið á náttborðið var orðin þar nokkur þröng á þingi. Segir síðan ekki meira af gögn- um þessum fyrr en ég vaknaði í morgun. Þá hafði sá fáheyrði at- burður átt sér stað að fýrrnefnd- ar fáeinar krónur höfðu hratað frarn af náttborðinu og lent á gólfinu. Þar með hafði krónan fallið um heila fimmtíu sentí- metra á einni nóttu! Mér varð að sjálfsögðu hugsað til ummæla hæstvirts forsætisráð- herra ffá því deginum áður þegar hann lagði til að það yrði skoðað í fullri alvöru að taka upp evruna og kasta krónunni í staðinn. Eg tek heilshugar undir skoðanir ráðherrans, forsætis, í þessu máli enda er ég þess fullviss að ef ég hefði átt evrur þá hefðu þær ver- ið enn á sínum stað á náttborðinu þegar ég vaknaði í morgun. Evr- an mun nefnilega vera mun traustari gjaldmiðill en krónan, þessi ómerkilegi sveitagjaldmið- iU. I vikunni var það tilkynnt að tortryggnir og illa innrættir bankastjórar í útlenskum pen- ingamiðstöðvum treystu ekki ís- lensku bönkunum fyrir horn. Því fengju íslensku bankarnir gömlu skuldabréfin sín í hausinn aftur. Alveg ótrúleg ffamkoma hjá þessum bankastjórum sem greinilega hafa ekki hundsvit á peningum. Svo er búið að púkka upp á þetta lið með því að bjóða því í lax í Langá og ffían umgang á Goldfinger. Hámarks vanþakk- læti svo ekki sé meira sagt. Eg efast svosem ekki andartak um að íslenskir bankar nái á nýj- an leik að sannfæra erlenda spari- sjóði um að íslenskir bankar eru bestir í heimi og þó víðar væri leitað. Eg ætla rétt að vona það svo við getum haldið áfJam upp- kaupum á útlenskum fyrirtækjum og fyrirbærum. Ég er nefnilega búinn að hlakka svo mikið til að sjá íslenska skjaldarmerkið á Buckinghamhöll og annað við Niagarafossa og á fleiri góðum stöðum sem eflaust eru falir fyrir rétta upphæð. Þangað til þetta kemst í lag þurfum við venjulega og lítilfjör- lega fólkið að vísu að greiða eitt- hvað hærri vexti en það er hjóm eitt. Okkur er líka alveg sama þó bankaútibúum á landsbyggðinni sé fækkað og þjónustan minnkuð svolítið. Alheimsfrægð skiptir meira máli. Eg tel allavega ekki eftir mér að borga nokkrar krón- ur ef ég fæ í staðinn að sjá mynd- ir í Séð og heyrt af íslenskum bankastjórum í viðhafnar- stúkunni á Stamford Bridge. Þetta er nefinilega spurning um þjóðarstolt en ekki peninga. Hinsvegar má kannski velta því fýrir sér hvort það er ekki ágætt, ef menn ætla á annað borð að sigra heiminn, að byrja í tún- garðinum heima. Gísli Einarsson, fjármálaspekingur.

x

Skessuhorn

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1561-2821
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
27
Assigiiaat ilaat:
1290
Saqqummersinneqarpoq:
1998-Massakkut
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
03.07.2024
Samkvæmt samningi er 1. árs birtingartöf á Skessuhorni
Saqqummerfia:
Redaktør:
Gísli Einarsson (1998-2005)
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir (2008-2008)
Magnús Magnússon (2009-Massakkut)
Magnús Magnússon (2005-2007)
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Skessuhorn var sett á stofn í ársbyrjun 1998 og hóf rekstur sinn með útgáfu Vesturlandsblaðsins Skessuhorns sem komið hefur út vikulega allar götur síðan. Núverandi útgáfufélag tók við rekstrinum 2003. Lögð er áhersla á að skrifa fréttir um og fyrir íbúa á Vesturlandi.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar: 13. tölublað (29.03.2006)
https://timarit.is/issue/404099

Link til denne side: 6
https://timarit.is/page/7121081

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

13. tölublað (29.03.2006)

Iliuutsit: