Skessuhorn - 29.03.2006, Side 7
„.t.vMimi..;
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006
7
Vilja sam-
ræma
smalanir
Landbúnaðarnefnd Borgar-
byggðar vill að samræmd verði
smölun á milli afrétta og þegar
fé er í heimahögum skuli fjár-
eigendur leitast við að hafa það
í vörslu í sínu landi. Þetta kom
fram á fundi nefndarinnar á
dögunum þegar fjallað var um
ályktun aðalfundar Sauðfjár-
ræktarfélags Alftaneshrepps í
síðasta mánuði. Þar lýsti aðal-
fundurinn yfir áhyggjum sín-
um að ekki skuli hafa tekist að
hreinsmala á eðlilegum tíma á
vissum svæðum t.d. Ystu-
Tungu og víðar. Kom fram að
þegar fé gengur úti á þessum
svæðum getur það runnið yfir
á aðra afrétti og því töldu
menn ólíðandi að fé gangi úti
fram eftir vetri. Einnig kom
fram óánægja fundarmanna að
ekki skuli hafa náðst sam-
komulag við Dalamenn um
samsmölun til fyrstu réttar og
skoraði fundurinn á yfirvöld að
fylgja fast eftir að hreinsmalað
verði samkvæmt fjallskila-
reglugerð og minna jarðeig-
endur á að sinna skyldum sín-
um gagnvart smölun.
Alyktun Sauðfjárræktarfé-
lagsins var tekin fyrir í bæjar-
ráði Borgarbyggðar sem sendi
málið til umsagnar landbúnað-
arnefndar. Eins og áður sagði
vill nefhdin að samræmd verði
smölun milli afrétta og einnig
tók nefndin undir ályktun fjall-
skilanefndar Mýrasýslu frá 24.
febrúar s.l. þar sem óskað var
eftir því að Bæjarstjórn Borg-
arbyggðar gangist fyrir fundi
með sveitarstjórn Dalabyggðar
og þess freistað að samræma
smalamennskur milli sýsln-
anna þannig að tryggt sé að
samsmölun verði í fyrstu og
annarri leit skv. fjallskilareglu-
gerðum þ.e. leitum verði ekki
frestað eða færðar til nema
með samþykki beggja aðila.
HJ
Stefiit að þremur
bændamörkuðum í sumar
í framhaldi af ályktun formanna-
fundar hjá Búnaðarsamtökum
Vesturlands sl. haust hafa samtökin
ákveðið að stefna á að koma á fót
svokölluðum bændamörkuðum í
sumar, ef næg þátttaka fæst.
Bændamarkaðir af þessu tagi hafa
verið að ryðja sér til rúms víða um
land og notið vinsælda. Þar mynd-
ast oft góð stemning og eru mark-
aðirnir skemmtilegur hluti af lífi
bæði framleiðenda og neytenda,
eru tilbreyting og koma t.d. ferða-
þjónustunni vel. Skemmst er að
minnast markaðar sem íbúar
hreppanna sunnan Skarðsheiðar
stóðu fyrir sl. haust á Laxá en
þangað kom mjög margt fólk bæði
til sölu á ýmsum varningi og ekki
síður áhugasamir kaupendur.
„Með þessu framtaki vilja Bún-
aðarsamtök Vesturlands auka
möguleika lítilla framleiðenda á
því að koma vörum sínum á fram-
færi beint til neytenda og stuðla að
auknum tekjumöguleikum í
tengslum við hefðbundna mat-
vælaframleiðslu. Bændamarkaðir
geta einnig gert matarmenningu á
Vesturlandi sýnilegri,“ segir m.a. í
nýjasta fréttabréfi Búnaðarsamtak-
anna.
Gert er ráð fyrir að settir verði
upp 3 markaðir í sumar. Þeir hafa
ekki enn verið tímasettir eða stað-
settir. Þar geta smáir framleiðend-
ur leigt sér bás gegn vægu gjaldi og
selt sína framleiðsluvöru. Gerðar
verða kröfur til framleiðenda um
að þeir selji einungis gæðavörur
sem þeir framleiða sjálfir, eða
a.m.k. að hluta. Einnig þarf fram-
leiðandi eða einhver sem hefur
komið að framleiðslunni að selja
vöruna. Skoða þarf í tilfelli hvers
framleiðanda fyrir sig, hvort hann
uppfylli þær kröfur sem heilbrigð-
iseftirlitið gerir til framleiðenda á
slíkum markaði. Framleiðnisjóður
styrkir verkefnið og nánari upplýs-
ingar um það munu verða birtar á
heimasíðunni buvest.is eða verða
gefnar í síma 437-1215.
MM
Rektor
vill
sparkvöll
Runólfur Agústsson, rektur
Viðskiptaháskólans á Bifröst
hefur með bréfi til bæjar-
stjórnar Borgarbyggðar óskað
eftir því að komið verði upp
upphituðum gervigrasvelli á
Bifröst. I bréfinu staðfestir
hann vilja skólayfirvalda og
íbúa á Bifröst til þess að ráðist
verði í gerð slíks sparkvallar.
Telur hann að völlurinn myndi
nýtast fullorðnum, unglingum
og börnum, en engin aðstaða
er á staðnum til þess að leika
fótbolta eða aðrar boltaíþrótt-
ir.
Bæjarráð Borgarbyggðar
fjallaði um málið og fól bæjar-
verkfræðingi að ganga frá
skipulagsmálum við lóð leik-
skólans Hraunborgar áður en
hafist verður handa við gerð
sparkvallar á staðnum.
HJ
mftifi 11|
Breiðirmi, Akranesi sunndaginn 2. apríl klukkan 20:00
2. Stofnun félags
3. Kjör stjórnar
4. Önnur mál
Velferð - Nýsköpun - Umhverfi
www.xf.is