Skessuhorn - 29.03.2006, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006
^&CNUHu^il
Námskeið um
byggingu hrossa
Nú á vordögum mun Endur-
menntunardeild Landbúnaðarhá-
skóla Islands, í samvinnu við Félag
hrossabænda, bjóða upp á nám-
skeið sem fjallar um byggingu kyn-
bótahrossa. Markmið námskeiðsins
er að veita ítarlega fræðslu um þau
atriði sem horft er til þegar metnir
eru eiginleikar byggingar hrossa og
hvernig þessir eiginleikar eru
metnir. Einnig verður farið yfir
reglur kynbótasýninga og það
hvernig best er að stilla hrossi upp
fyrir byggingardóm. Námskeiðið
byggir að hluta til á fyrirlestrum en
aðal áherslan verður lögð á verk-
legar æfingar. Boðið verður upp á
námskeiðið á tveimur stöðum á
landinu nú í vor; 8. apríl á Miðfoss-
um í Borgarfirði og svo 6. maí í
reiðhöllinni á Sauðárkróki. Allar
nánari upplýsingar um námskeiðið
má fá á heimasíðu skólans
(www.lbhi.is) eða hjá Þorvaldi
Kristjánssyni í síma: 433-5024.
Það er eitt af markmið Endur-
menntunardeildar Landbúnaðar-
háskólans, í samvinnu við Félag
hrossabænda, að bjóða upp á úrval
námskeiða í framtíðinni um hrossa-
rækt og allt sem við kemur íslenska
hestinum. Það er því horft björtum
augum til þessa skemmtilega verk-
efnis.
MM/Ljósm: MHH
Opinn dagur á Hesti
í Borgarfirði
Landbúnaðarháskólinn á
Hvanneyri verður með opinn dag í
kennslu- og rannsóknafjárhúsun-
um að Hesti laugardaginn 1. apríl
frá kl. 13 til 17. A opna deginum
verða kynnt rannsóknaverkefni í
sauðíjárrækt á vegum Lbhí og sam-
starfsaðila auk fyrirhugaðra verk-
efna á komandi misserum. Þá verða
lambhrútar sem eru í afkvæma-
rannsókn kynntir með nýstárlegum
hætti og auk þess verða ýmsar
hressilegar uppákomur yfir daginn.
Skólinn hefur auk þess fengið til
liðs við sig fjölmörg fyrirtæki og
stofhanir sem verða jafnframt með
kynningar á vörum og þjónustu
fyrir sauðfjárbændur á þessum
opna degi. Eru allir sauðfjárbændur
og annað áhugafólk um sauðfjár-
rækt hvatt til að fara í heimsókn að
Hesti og kynna sér starfsemi skól-
ans í sauðfjárrækt auk þess að fá
kynningu á ýmsum vörum og þjón-
ustu fyrir búgreinina.
MM
Kynningarfundur um framtíð
Gamla mjólkursamlagshússins
Síðastliðinn föstudag kynnti fyr-
irtækið Sólorka, eigandi Gamla
mjólkursamlagshússins við Skúla-
götu í Borgarnesi, fyrirhugaða end-
urgerð og mögulega starfsemi
Listamiðstöðvar í húsinu. Páll
Björgvinsson, arkitekt er í forsvari
fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum
við húsið. „Við ætlum okkur að
skapa úr þessu gamla og virðulega
húsi verðmæti og ætlum því nýtt
ffamtíðarhlutverk og veglegan sess
í atvinnu- og menningarlegu tilliti í
Borgarnesi," sagði Páll meðal ann-
ars. Hann sagði að húsið og starf-
semi í því hafi gegnt lykilhlutverki í
ein 70 ár í atvinnulífi Borgnesinga
og vegna sögu þess og þeirrar stað-
reyndar að Guðjón Samúelsson,
fyrrum húsameistari ríkisins hafi
hannað húsið væri það fyrir margt
mjög merkileg bygging sem beri að
varðveita.
Páll flutti ítarlegt erindi um ferð
sem hann og Þorbergur Þórsson,
atvinnuráðgjafi hjá SSV fóru til
Danmerkur og Noregs til að kynna
sér rekstur listamiðstöðva sem þar
eru reknar. Hugmyndir eru uppi
um að Gamla mjólkursamlagið fái
hlutverk listamiðstöðvar sem feng-
ið hefur vinnuheitið Listnáman.
Viðskiptahugmynd Páls og félaga
hans gengur út á að húsið þjóni
hlutverki fjölþætts menningarhúss
og þar verði jafnvel rekið alþjóðlegt
og norrænt samstarf aðila á sviði
menningar og ferðamála. Þar geti
listamenn t.d. fengið aðstöðu til að
hafa svokallaðar opnar vinnustofur
þar sem gestir geta fylgst með lista-
mönntmum að störfum. I húsinu
verða auk þess 5 íbúðir sem lista-
menn geta fengið afnota af auk
sameiginlegra vinnustofa og verk-
stæða. Þá er hugmynd um að í hús-
inu verði nokkurs konar fjölnota
salur þar sem ýmis menningar-
tengd starfsemi fari ffam. Nefndi
Páll m.a. handverkshús eldri borg-
ara, menntasmiðju kvenna, nám-
skeiðahald og ýmislegt fleira í því
samhengi. Loks er ein hugmynd að
í hluta hússins og þá sennilega í
kjallara þess verði sett upp mjólkur-
iðnaðarsafn.
Yfir til þín;
Borgarbyggð!
Ekki eru síður stórt verk að koma
starfsemi af stað í húsinu heldur en
að hanna breytingar og endur-
byggja húsið. Páll segir í samtali við
Ljósmynd af módeli sem unnið hefur verið eftir hugmyndum arkitektanna um breyting-
ar á húsinu.
Skessuhorn að nú sé komið að
ákveðnum þáttaskilum í undirbún-
ingi verksins og fleiri aðilar þurfa
að koma að málum enda gríðarlega
kostnaðarsamt samfélagsverkefhi á
ferðinni sem ekki sé á færi einstak-
linga. I lok erindis síns á fundinum
beindi Páll orðum sínum til fundar-
manna og sveitarfélagsins Borgar-
byggðar sérstaklega: „Bjart er yfir
mögulegri ffamtíð menningar og
lista í Borgarnesi en fyrir þá sem
þegar hafa ekki gert sér grein fyrir
því þá er hér á ferðinni umfangs-
mikið og krefjandi samfélagsverk-
efni. Hér er líka komin ástæða þess
að öllum helstu aðilum innan
stjórna og menningar í Borgar-
byggð var boðið hingað til kynn-
ingar. Hingað til höfum við hjónin
sem stöndum á bak við Sólorku og
kaupin til bjargar Gamla mjólkur-
samlagshúsinu staðið ein og óstudd
og jafnframt ólaunuð að hug-
myndasmíðinni fyrir nýtt hlutverk
og tilgang þessa aldurshnigna húss í
bæjarmyndinni í Borgarnesi. Við
svo búið verður ekki lengur setið.
Okkar hlutverk sem áhugasamir
einstaklingar um bjartari mögu-
leika Borgarbyggðar innan menn-
ingarferðamennsku og lista og auk-
inna tækifæra eldri borgara og
kvenna í héraðinu er vonlaust og
óviðráðanlegt ef ráðamenn jafnt
sem listamenn sitja aðgerðarlausir
og áhugalausir hjá og engir styrkir
fást til framkvæmda. Það er undir
ykkur komið hvort undirtektir í
samfélaginu verða jákvæðar eða
ekki og hvort við hjónin höldum á-
ffam með þessar hugmyndir í sam-
vinnu við ykkur eða ekki. Eða hvort
íbúðirnar í Mjólkursamlaginu enda
á sölu sem venjulegar íbúðir strax
að endurgerð lokinni. Við hjónin
ætlum ekki að halda áffam að berj-
ast við þann draug í Borgarbyggð
sem ennþá situr í sömu sporum og
ergir sig yfir því að húsið var selt en
ekki rifið og talar um hugmyndir
okkar Sem hverja aðra dægurflugu
sem ekkert verður úr. Satt er það að
mörg ljón hafa verið á veginum síð-
an húsinu var bjargað og ffam-
kvæmdum hefur þar af leiðandi
seinkað um nokkra mánuði. Það
ætti samt ekki að koma verulega að
sök eða eyðileggja þá frábæru
möguleika sem við höfum séð fyrir
húsið svo framarlega sem íbúar og
ráðamenn Borgarbyggðar taka
höndum saman um að styðja þetta
ffamtak í hvívetna og efla trú sína á
möguleikum byggðarinnar sem
þeir hafa valið að kalla sína heima-
byggð með því að halda þar heimili
og ala þar upp börrún sín. Trú, von
og kærleikur er allt sem þarf og
metnaðarfull samstaða um að vilja
veg Borgarbyggðar sem mestan.
Við segjum því yfir til þín; Borgar-
byggð.“
A fundinn mættu um 60 manns.
Að lokinn kynningu gengu fundar-
menn af hótelinu og í samlagshúsið
gamla og fengu kynningu á fyrir-
huguðum framkvæmdum.
MM
A myndinni má sjá þátttakendur á námskeiðinu.
Námskeiði fyrir
dagforeldra lýkur
I síðustu viku lauk í Borgarnesi
námskeiði sem haldið var fyrir
væntanlega dagforeldra. Nám-
skeiðið hófst þann 6. febrúar og
hefur kennsla farið fram þrisvar í
viku. Samkvæmt reglugerð um
dagvistun í heimahúsum er nám-
skeið ef þessu tagi skilyrði fyrir
leyfi til dagvistunar. Það var Sí-
menntunarmiðstöð Vesturlands
sem stóð fyrir námskeiðinu og var
kennt í gegnum fjarkennslubúnað
frá Námsflokkum Hafnarfjarðar.
Meðal námsgreina á námskeiðinu
má nefna uppeldisfræði, þroska
barna, foreldrasamstarf og slysa-
varnir. Alls tók tíu konur frá Borg-
arnesi og Akranesi þátt í námskeið-
inu.
HJ
Mjög mikill samdráttur
í afla og aflaverðmæti
Mjög mikill samdráttur varð í árinu 2004 því 48,32% í magni skiptingu aflans milli helstu fiskteg-
lönduðum afla og aflaverðmæti á talið og 42,42% í verðmætum talið. unda og verðmæti þeirra:
Vesturlandi á síðasta ári miðað við Hér að neðan má sjá tölur yfir
árið á undan. Eins
og fram hefur
komið í fréttum
Skessuhorns hefur
þróunin verið í
þessa átt. Nú liggja
hinsvegar endan-
legar tölur fyrir
hjá Hagstofu Is-
lands. A Vestur-
landi var landað í
fyrra 65.894 tonn-
um af sjávarfangi
að verðmæti tæpar
2.453 milljónir
króna. Nemur
samdrátturinn frá
Afli í tonnum Aflaverðmaeti, 1.000 kr
2004 2005 % 2004 2005 %
Þorskur 16,393 17,081 4.20 1,748,254 1,551,050 -11.28
Ýsa 3,713 2,739 -26.23 236,456 115,639 -51.09
Ufsi 1,780 345 -80.62 94,992 10,955 -88.47
Karfi 4,429 4,004 -9.60 240,035 192,154 -19.95
Úthafskarfi 2,174 0 -100.00 149,165 0 -100.00
Grálúða 3,319 0 -100.00 769,638 0 -100.00
Síld 1,533 1,350 -11.94 57,419 56,741 -1.18
Norsk-íslensk síld 3,274 3,295 0.64 32,042 130,003 305.73
Loðna 49,762 30,081 -39.55 346,736 170,008 -50.97
Loðnuhrogn 678 1,318 94.40 39,525 39,134 -0.99
Kolmunni 36,361 0 -100.00 240,057 0 -100.00
Rækja 1,135 2,865 152.42 113,222 18,333 -83.81
Annar afli 2,950 2,816 -4.54 193,653 169,494 -12.48
Samtals 127,501 65,894 -48.32 4,261,194 2,453,511 -42.42