Skessuhorn - 29.03.2006, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006
Aldís Amardóttir er glæsilegur fulltrúi
Vesturlands í keppninni um Ungfirú Island
Fegurðarsamkeppni Vesturlands
fór ffam í Bíóhöllinni Akranesi sl.
laugardagskvöld að viðstöddu fjöl-
menni og var keppnin hin glæsileg-
asta. Stúlkurnar, 10 talsins, voru all-
ar fallegar og glæsilega til hafðar.
Það var Aldís Arnardóttir, 19 ára
gömul Skagamær, sem var krýnd sú
fegursta að þessu sinni. Aldís var
einnig kjörin ljósmyndastúlka
keppninnar. Elísa Guðrún Elísdóttir
hafnaði í öðru sæti en þriðja sætið
hreppti Lilja Hlín Ingibjargardóttir.
Þá var Olöf Sigríður Magnúsdóttir
valin Sportstúlkan, Heiða Rós Ní-
elsdóttir fékk titilinn Oroblustúlkan,
Maren Lind Másdóttir var valin
Netstúlka keppninnar en hún var
einnig vinsælasta stúlkan að mati
keppenda. Skessuhorn fékk ný-
krýnda fegurðardrottningu í heim-
sókn til að forvitnast aðeins um hagi
hennar og ffamtíð.
Sigurinn kom
mér á óvart
„Það var virkilega skemmtileg
reynsla að taka þátt í svona keppni.
Hópurinn var líka svo góður og
samstilltur en við þekkjumst margar
úr skólanum og héðan af Akranesi,"
segir Aldís. Aðspurð um aðdraganda
að þátttöku hennar í keppninni seg-
ir hún Silju Allansdóttur ffam-
kvæmdastjóra keppninnar hafa kom-
ið til sín í febrúar og beðið sig að
taka þátt. „Mér leist bara vel á það
og ákvað að slá tdl. Mig langaði að
prófa að fara í svona keppni þó þetta
hafi aldrei verið neinn sérstakur
draumur minn og sé ég alls ekkert
eftír því. Urslitin komu mér samt
nokkuð á óvart og ég átti ekki von á
að vinna titilinn því við áttum allar
jafna möguleika,“ segir fegurðar-
drottningin.
Elísa Guðrún Elísdóttir, sem
hafhaði í öðru sæti í keppninni mun
ásamt Aldísi fara sem fulltrúi Vestur-
lands í keppnina um Ungffú Island
sem haldin verður í maí á Broadway.
„Eg og EHsa erum góðar vinkonur
svo þetta verður bara mjög gaman.
Hópurinn sem fer í þessa keppni
ætlar að hittast núna um helgina og
leggja línurnar að undirbúningi
hennar en svo byrjum við að æfa al-
veg á fúllu í byrjun maí. Ungffú ís-
land er miklu stærri keppni og vinn-
an sömuleiðis meiri en við erum
báðar vel stemmdar og tmdirbúnar
eftír Vesturlandskeppnina," segir Al-
dís. „Það verður svolítið öðruvísi að
taka þátt í þessari kepprú því við
þekkjum ekki hinar stelptnnar en
jafnffamt verðtn mjög spennandi að
fá að kynnast þeim öllum. Eg hef
verið að fylgjast með hinum keppn-
unum á landinu og kynnt mér þessi
andlit sem munu taka þátt í Ungfirú
Islandi. Þær eru allar mjög sætar en
ég verð að trúa því að ég hafi ein-
hverja möguleika á að vinna þann
titdll“ segir hún og brosir.
Fjölskyldan er stolt af
mér og styður mig
Aldís sem er í námi á félagsfræði-
braut við Fjölbrautaskóla Vestur-
lands hefur ekki miklar áhyggjur af
skólanum.“Ég verð í prófum þegar
æfingar standa yfir og þarf því bara
að nýta tímann vel núna og nota
páskafríið til að lesa en í versta falli
þyrfd ég að fá að breyta eitthvað
próftöflunni," segir hún áhyggju-
laus.
Aldís mun klára stúdentspróf
næsta vor og stefnir hún þá á há-
skólanám. „Eg hef áhuga á svo
mörgu, en fjölmiðlaffæði, landffæði,
lífffæði og næringarffæði get ég
nefht meðal þess sem ég gæti hugs-
að mér að læra. Þó er ég ekki búin að
ákveða neitt og mun því tíminn einn
leiða það í ljós hvar ég enda. Kærast-
irm minn er að fara í nám við Há-
skólann í Reykjavík í haust og það
getur vel verið að við flytjmn þangað
á endanum,“ segir Aldís sem vel get-
ur hugsað sér að búa í höfúðborg-
inni. Hún er fædd og uppalin á Sel-
fossi en hefur búið hjá kærasta sínum
á Akranesi í hálft annað ár. „Eg kann
mjög vel við mig á Skaganum og
mér líður mjög vel hér. Það kemur
samt oft fyrir að maður sakni vin-
anna og fjölskyldunnar og þau sjá
svolítið eftir mér, en vita að ég hef
það gott og það skiptir öllu máli.
Fjölskyldan mín er mjög stolt af mér
og styður mig í þessum fegurðar-
keppnum og ég er þakklát fyrir það,“
segir Aldís.
Aldís og Haukur.
Frá vinstri: Elísa Guðrún, Aldís og Lilja Hlín.
Kærastinn krýndi mig
Þess má geta að kærasti Aldísar,
Haukur Armannsson, var Herra
Vesturland 2004 og lenti í öðru sæti
í keppninni um Herra Island sama
ár. Það er því óhætt að segja að þetta
myndarlega par hafi eitthvað sam-
eiginlegt. „Það var einmitt kærastinn
minn sem afhenti mér sprotann við
krýninguna og um leið kyssti mig og
óskaði mér til hamingju,“ segir hún
og fer ekki leynt með hvaða hug hún
ber til hans. „Þetta var allt svo
skemmtilegt og ég fékk fullt að flott-
um verðlaunum eins og kjól að eigin
vali ffá Prinsessunni, skartgripi frá
Dýrfinnu, úr frá Guðmundi B.
Hannah og margt fleira. Eg hef
fengið góð viðbrögð ffá flestum og
það er ffábært ef fólk samgleðst
manni en maður heyrir stundum
neikvæða umfjölltm og ég nenni
ekki hlusta á það. Eg vil koma á
framfæri þökkum til allra þeirra sem
studdu mig og keppnina í heild,
þetta væri ekki hægt án þeirra, segir
Aldís ánægð að lokum.
KÓÓ/
Ljósm. Hilmar
Oroblu stúlkan var Heiöa Rós Níelsdóttir.
Heiöur Halljreðsdóttir fegurðardrottning Vesturlands 2005 krýndi Aldísi.
Maren Lind Másdóttir var valin Net-
stúlka keppninnar en bún var einnig vin-
sælasta stúlkan að mati keppenda.
Ólöf Sigríður Magnúsdóttir var valin
Sportstúlkan.