Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2006, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 29.03.2006, Blaðsíða 12
Stefna Alcoa Fjarðaáls er að fjárfesta til framtíðar í öflugu þekkingarsamfélagi bæði innan og utan fyrirtækisins. Nú þegar hefur fyrirtækið lagt um 140 milljónir króna til samfélagsmála. Slík fjár- festing skilar sér í verðmætum mannauði sem aftur styrkir samfélagið enn frekar. Starfsmenn eru hvattir til að sinna samfélagsmálum og Fjarðaál greiðir styrki með þeim starfsmönnum sem vinna í þágu góðgerðarsamtaka. Þannig á samfélagið allt að njóta góðs af. Nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Þjálfun starfsmanna getur verið margþætt. Sálfræðingurinn og fræðslustjórinn, Steinþór Þórðarson, er hér ásamt leiðbeinanda á reykköfunaræfingu f Kanada. Hluti af mannauðs- og samfélagsteyminu, við Upplýsingamiðstöð Fjarðaráls, með álverið í baksýn. Aðalheiður Vilbergsdóttir með son sinn, Birki Inga Óskarsson. Aðalheiður stýrir skrifstofu Fjarðaáls á Reyðarfirði. Kyn og aldur Starfsmenn Fjarðaáls eiga að endurspegla og efla samfélagið. Æskilegt er að kynjahlutfall verði sem jafnast og öll störf í álverinu henta jafnt konum sem körlum. Jafnframt er stefnt að góðri aldursdreifingu og eðlilegri endurnýjun í fyrirtækinu. Ferli og teymi í álverinu í Fjarðabyggð verður unnið samkvæmt verkferlum í sjálfstýrðum teymum með víðtæk verksvið. í teym- unum verða leiðtogar sem styðja liðs- menn og sjá til þess að þeir búi yfir nauðsyntegri þekkingu. Kjarnateymum verður skipt upp í álframleiðslu, málm- vinnslu og framleiðsluþróun. Stoðteymi og þekkingarsetur veita kjarnateymum stuðning. Stöðugt verður leitast við að styrkja teymin og bæta verkferlin. Teymin munu sjálf koma að ráðningu nýrra liðsmanna þegar störf losna. Fjölbreytni og fjölhæfni Öll störf í álverinu eru fjölbreytt og munu allir starfsmenn takast á við ólík viðfangs- efni. Að auki verður árlega boðið upp á nokkur starfsþjálfunartækifæri, þar sem áhugasamir starfsmenn fá þjálfun og reynslu á nýjum starfsvettvangi í 12 mánuði. Slík starfsþjálfun verður til dæmis á sviði öryggis-, umhverfis, mannauðs- og gæðamála. Menntun og reynsla Margvísleg og spennandi störf verða í boði hjá Fjarðaáli. Við ætlum að mynda sam- hentan hóp fólks með fjölbreytta menntun og reynslu. Tæplega 40% starfs- manna verða með háskóla- menntun eða iðnmenntun. Öll störf í fyrirtækinu verða góð störf.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.