Skessuhorn - 11.04.2006, Qupperneq 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL 2006
Ibúafundur í
Lyngbrekku
í kvöld
Bæjarstjórn Borgarbyggðar
og Sýslumaðurinn í Borgarnesi
boða til almenns íbúafundar í fé-
lagsheimilinu Lyngbrekku í
kvöld, 11 apríl klukkan 21:00.
Þar verður rætt um slökkvistarf
vegna sinueldanna sem brunnu á
Mýrum 30. mars til 2. apríl s.l. A
fundinum munu fulltrúar frá
slökkviliði Borgarbyggðar,
slökkviliði Borgarfjarðardala og
lögreglunni fara yfir aðkomu
þessara aðíla að slökkvi- og
bj örgunarstörfrnn. Tilgangur
fundarins er því fyrst og fremst
að fara yfjr málin og draga lær-
dóm af þeirri dýrkeyptu reynslu
sem siökkvilið, lögregla og ekki
síst íbúar hlutu í mestu sinu-
brunum Islandssögunnar.
MM
Til minnis
Við minnum á guðsþjónustur
sem haldnar verða um páskana
víðs vegar í kirkjum á Vestur-
landi.
Ojc3 Ve?nrhorfúr
í dag og á morgun er gert ráð
fyrir norðaustlægum áttum 5
til 10 m/s en þurrt og bjart
veður sunnan- og hér vestantii.
Á föstudaginn langa verður
suðaustan átt með slyddu en á
laugardag og páskadag er útlit
fyrir suðvestlægar áttir með
vætu og hægt hlýnandi veðri.
Spijrnin^ vikunnar
í síðustu viku var spurt inn á
vef Skessuhorns: „Hljópst þú 1.
apríl?" Um 17% þeirra sem
svöruðu létu plata sig og sögð-
ust hafa hlaupið, en töluvert
fleiri eða um 83% svöruðu
neitandi spurningunni. Þá má
spyrja sig hvort hefðin sé á
undanhaldi eða hvort fólk láti
einfaldlega ekki eins auðveld-
lega gabba sig og áður. Túlki
nú hver fyrir sig.
í næstu viku spyrjum við:
„Ætlar þú í ferðalag
um páskana"
Svaraðu án undanbragða á
www.skessuhorn. is
Vestlendinjiyr
vikifnnar
ÍIMl
Vestlendingur vikunnar að
þessu sinni er hin hæfileikaríka
söngkona frá Akranesi, Helga
Ingibjörg Guðjónsdóttir, sem
sigraði fyrir hönd FVA
Söngvakeppni framhaldsskóla
sem haldin var um síðustu
helgi. Skessuhorn óskar henni
og FVA til hamingju með sigur-
inn.
Sjá viðtal við söngfuglinn á bls 8.
Lóðum undir par- og raðhús
úthlutað í Skógahverfi
Bæjarráð Akraness úthlutaði á
fimmtudag lóðum undir parhús og
raðhús í fyrsta áfanga Skógahverfis.
Um er að ræða 5 parhúsalóðir á
einni og tveimur hæðum og 6 rað-
húsalóðir fyrir hús á einni og tveim-
ur hæðum. AIls bárust 33 umsóknir
um parhúsalóðir og 48 umsóknir
um raðhúsalóðir. Sigurjón Skúlason
ehf., Trésmiðjan Akur ehf., og Tré-
smiðja Þráins E. Gíslasonar hf.
fengu úthlutað lóðum undir 31 hús
við Almskóga, Seljuskóga, Beyki-
skóga og Viðjuskóga og Smellinn hf.
fékk úthlutað lóð undir tvö hús við
Seljuskóga.
í bókun bæjarráðs kemur ffam að
grundvöllur úthlutunarinnar sé
heimilisfesti iyrirtækjanna á Akra-
nesi og áralöng starfsemi í bygging-
ariðnaði þar. Skilyrði úthlutunar-
innar er að fyrirtækin selji ekki lóð-
imar til þriðja aðila heldur skili þeim
til endurúthlutunar ef þau hyggjast
ekki nýta þær. Var bæjarstjóra falið
að ganga frá sérstöku samkomulagi
við fýrirtækin um lóðimar. HJ
Nýjar íbúðir á Hellissandi og í Rifi
Síðastliðið sumar voru gerðir
grunnar á Hellissandi og í Rifi und-
ir tíu íbúðir. Verktakinn, eða eig-
andinn sem stóð fyrir þessum ffarn-
kvæmdum, hvarf svo á braut og eff-
ir stóðu grunnamir án húsa. Nú
fyrir skömmu var síðan annar verk-
taki sem tók við verkinu og mætti á
svæðið með efni í tvö hús við Kefla-
víkurgötu og tæki til hífingar. Þeg-
ar veður leyfði var hafist handa við
að reisa fyrsta húsið og er því nú
lokið og búið að klæða þak. Það má
því búast við að á grunnana frá því í
fyrra komi tíu myndarlegar íbúðir á
Eldri kona í andlegu
áfalli efirir árekstur
Nokkuð harður tveggja bíla
árekstur varð um fimmleytið sl.
fimmtudag við hringtorgið við
Olísnesti. Fólksbiffeið sem ekið var
af Kalmansbraut og inn í hring-
torgið var ekið inn í hlið annars
fólksbíls sem kom af Esjubraut.
Okumaður þeirrar bifreiðar, sem
var eldri kona, var flutt á Sjúkrahús
Akraness með minni háttar meiðsh
en að sögn lögreglu varð hún fyrir
andlegu áfalli við áreksturinn. Oku-
maður hins bflsins slapp ómeiddur.
Eins og sjá má á myndinni hefur
höggið verið verulegt, en lögregla
segir engan grun leika á hraðakstri.
Ekki er vitað nánar um tildrög
slyssins, en málið er enn í rann-
sókn. KÓÓ
Húbyggingin í Keflavíkurgötunni á Hellissandi.
komandi vordögum. Verktakinn kvæmdum nú er BKR ehf. úr
sem stendur fyrir þessum fram- Kópavogi.
MM
Heilbrigðisnefiid krefst
upplýsinga frá Laugafislri
Heilbrigðisnefnd Vesturlands
hefur gefið Laugafiski hf. frest til
20. aprfl til að skila greinargerð eða
skýrslu um árangur rannsókna sem
unnið hefúr verið að undanfarið ár.
Eins og fram kom í Skessuhomi
fyrir skömmu hafa íbúar í nágrenni
við fyrirtækið krafist þess að starfs-
leyfi þess verði ekki framlengt
vegna lyktarmengunar sem ffá því
stafar og telja að fullreynt sé að
hægt sé að komast hjá mengun.
Heilbrigðisnefndin fjallaði um
kröfu íbúanna á fundi fyrir skömmu
og þar kom fram að nú ætti að vera
lokið rannsóknaferli sem hófst
snemma árs 2005 og átti að ljúka í
lok febrúar 2006. Þá kom ffam í
umfjöllun nefndarinnar að henni
hefði ekki verið kynntur árangur
rannsóknanna nema þegar sérstak-
lega hefði verið efrir því leitað og
því var fyrirtækinu veittur áður-
nefndur ffestur. HJ
Dóranærri
sokkin í
Ólafsvík-
urhöfii
Báturinn Dóra BA-24 fylltist af
sjó sl. miðvikudagsmorgun þar
sem hann lá við bryggju í Olafsvík-
urhöfn. Slökkvilið Snæfellsbæjar
var kallað út og náði með snarræði
að bjarga bátnum frá því að
sökkva.
Af vefsnb.is
*>\**‘“*1
Nýja Baldri
seinkar
vegna veðurs
STYKKISHÓLMUR: Nýr
Baldur mun ekki hefja áætlunar-
siglingar á Breiðafirði á morgun
eins og ætlunin var. Skipið er nú
lagt af stað ffá Hollandi en hefur
verið óheppið með veður á leið-
inni og því seinkar heimkom-
unni. Er nú tahð að skipið komi
ekki til Stykkishólms fyrr en á
laugardaginn í fyrsta lagi. Ef vel
gengur gæti skipið því hafið áætl-
unarsiglingar á laugardag en að
öðrum kosti verður fyrsta ferðin
á annan dag páska. -hj
Athafhalóðum
úthlutað
AKRANES: Bæjarráð Akraness
úthlutaði í síðustu viku fimm at-
hafnalóðum til fyrirtækja við
Kalmansvelh og Smiðjuvelh. Þar
sem fleiri en einn umsækjandi var
um lóðina nr. 7 við Kalmansvelli
var fulltrúi sýslumanns fenginn
til þess að draga út nafn umsækj-
enda og kom nafh Sigurjóns
Skúlasqnar ehf. upp. Til vara var
Bjarmar ehf. valið. Lóð nr. 11 við
Smiðjuvelli fengu HM pípulagn-
ir og til vara Biffeiðastöð ÞÞÞ.
Lóðirnar nr. 13 og 15 við
Smiðjuvelli fékk Biffeiðastöð
ÞÞÞ og lóðinni nr. 30 við sömu
götu var úthlutað til íslandspósts
hf. -hj
FMB eignast
87% í Fisk-
✓
markaði Islands
SNÆFELLSNES: FMB ehf.,
sem fyrir skömmu gerði yfir-
tökutilboð í hlutafé Fiskmarkaðs
íslands hf., hefur nú eignast
86,62% hlutafjár í félaginu að því
er tilkynnt var til Kauphallar ís-
lands á mánudag. Eins og fram
hefur komið í fféttum Skessu-
horns hefur verið óskað eftir af-
skráningu félagsins úr Kauphöll-
inni. -hj
Hangið á bíl
AKRANES: Lögreglan á Akra-
nesi mældi hraða eins ökuþórs
138 km/klst á Akrafjallsvegi við
Skógræktina í liðinni viku. Þá
voru 10 ökumenn stöðvaðir eftir
að hafa mælst vel yfir hámarks-
hraða þó að sá fyrst nefndi hafi
átt met vikunnar. Einn ökumað-
ur var handteldnn um helgina
grunaður um ölvun við akstur. Þá
hafði lögreglan afskipti af ungum
ökumanni eftir að hann hafðí
ekið um götur bæjarins með þrjár
stúlkur hangandi utan á bflnum.
Hættulegur leikur og fékk öku-
maður vænt tiltal. -mm
Kjördeild
á Höiða lögð
niður?
AKRANES: Yfirkjörstjórn
Akraness hefur lagt til við bæjar-
stjóm að kjördeild sem verið hef-
ur á Dvalarheimilinu Höfða
verði lögð niður. Því verði þrjár
kjördeildir í bæjarfélaginu í stað
fjögurra. Jafnffamt hefur jrfir-
kjörstjóm farið þess á leit við
sýslumann að veitt verði þjónusta
með utankjörfundarkosningu á
dvalarheimilinu tímanlega fyrir
kjördag.