Skessuhorn - 11.04.2006, Qupperneq 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL 2006
Rekstur Akraneskaupstaðar betri
en reiknað var með
Byggðakvóti á
Snæfellsnes
SNÆFELLSNES: Sjávarút-
vegsráðherra hefur í samráði við
Byggðastöfhvm ráðstafað hluta
þess byggðakvóta sem ætlaður er
miimi byggðarlögum sem háð
eru veiðum og vinnslu bolfisks
og lent hafa í vanda vegna sam-
dráttar í sjávarútvegi. Það er
Fiskistofa sem úthlutar kvótan-
um samkvæmt ákvörðun ráð-
herra. Til byggðarlaga á Snæ-
fellsnesi var að þessu sinni út-
hlutað 455 þorskígildistonnum
sem skiptist á 25 slapa og báta.
Mest kemur í hlut Gullhólma
SH-201 eða tæp 109
þorskígildistonn og Þórsnes II
SH-109 fær úthlutað tæpu 91
tonni. -hj
Gerð hringtorgs
boðin út
HVANNEYRI: Vegagerðin hef-
ur boðið út gerð hringtorgs á
Hvanneyri. Torgið verður á mót-
um Hvanneyrarvegar, Túngötu
og Skólabrautar. Tilboð verða
opnuð 25. apríl og skal verkinu
að fullu lokið 1. sept. 2006. -hj
Minni afli í mars
GRUNDARFJÖRÐUR: Tals-
vert minni afla var landað í
Grundartangahöfh í mars á þessu
ári í samanburði við síðasta ár.
Afli í mars á þessu ári var 1.967
tonn samanborið við 2.634 tonn í
mars árið 2005 og 1.946 toxm
árið 2004. 539 tonnum af gáma-
fiski var landað, en af einstökum
tegundum var mest landað af
þorski, ýsu og karfa, eða 404 til
440 tonnum af hverri tegund fyr-
ir sig. -mni
Ingibjörg
í slaginn
AKRANES: Framsóknarmenn á
Akranesi hafa skipað ffam-
kvæmdastjóm til undirbúnings
kosningabaráttunni sem nú fer í
hönd fyrir sveitarstjómarkosn-
ingamar í lok maí. Formaður
stjórnarinnar er Ingibjörg
Pálmadóttir fv. alþingismaður og
ráðherra. Hún mun verða kosn-
ingastjóri og stýra baráttunni
næstu vikumar, segir í tilkynn-
ingu frá ffamboði Framsóknar-
manna á Akranesi. -mm
Kanna hug til
íþróttahúss
AKRANES: Undanfama daga
hefur á vef Akraneskaupstaðar
verið spurt: „Hvemig firmst þér
nýja íþróttahúsið koma út?“ Svo
virðist sem skoðun meirihluta
bæjarbúa sé heldur neikvæð
gagnvart mannvirkinu, en þegar
388 höfðu kosið var meirihlutirm
eða 52,6% sem svömðu því til að
sér finndist það koma illa út.
11,1% vora hlutlausir en 36,3%
sögðu það koma vel út. Nú er
búið að loka þaki fjölnota
íþróttahússins en beðið eftir efiú
til að klæða á stafiia hússins
þannig að það verði fokhelt.
-ww
Rekstur Akraneskaupstaðar og
stofnana hans var jákvæður um
rúmar 28 milljónir króna á síðasta
ári samkvæmt ársreikningi sem
verður til fyrri umræðu á bæjar-
stjórnarfundi í næstu viku. Er þessi
niðurstaða betri en gert var ráð fyr-
ir í fjárhagsáætlun en þar var gert
ráð fyrir að niðurstaðan yrði jákvæð
um rúmar 21 milljón króna.
Skatttekjur bæjarfélagsins námu
rúmum 1.505 milljónum króna en
voru tæpar 1.469 í áætlun. Framlög
jöfnunarsjóðs voru rúmar 221
milljón króna eða mun hærri en í
áætlun sem var rúmar 187 milljónir
króna. Aðrar tekjur námu rúmtun
406 milljóniun króna en í áætlun
var gert ráð fyrir tæpum 495 millj-
ónum króna. Samtals voru því
rekstrartekjur rúmar 2.133 milljón-
Bæjarstjórn Borgarbyggðar tók
ársreikning bæjarfélagsins og stofn-
ana þess til seinni umræðu á bæjar-
stjórnarfundi í síðustu viku. Var
reikningurinn samþykktur sam-
hljóða. Eins og ffam hefur komið í
frétt Skessuhorns var afkoman
nokkru betri en gert var ráð fyrir
samkvæmt fjárhagsáætlun.
Við seinni umræðu í bæjarstjórn
lögðu meiri- og minnihluti bæjar-
stjómar ffam bókanir þar sem lýst
er þeirra skoðunum á ársreikningn-
um. I bókun meirihlutans kemur
fram að ársreikningurinn beri
glöggt merki þeirrar uppbyggingar
Gengið hefur verið frá fyrstu níu
sætunum á framboðslista Bæjar-
málafélag Frjálslyndra og óháðra á
Akranesi fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingarnar 27. maí nk. Listann leiðir
Karen Jónsdóttir, viðskiptafræðing-
ur, í öðra sæti er Magnús Þór Haf-
steinsson, alþingismaður og í því
þriðja er Rannveig Bjarnadóttir,
grunnskólaleiðbeinandi. Listinn í
heild sinni með öllum 18 nöfhun-
um verður kynntur á sumardaginn
fyrsta, þann 20. apríl nk.
Að sögn Magnúsar Þórs, tals-
manns listans er stefiian tekin á að
ná a.m.k. tveimur mönnum inn í
bæjarstjórn. „Við höfum fundið
fyrir geysilegum meðbyr imdan-
farna daga og hvatningu ffá al-
menningi á Akranesi til að stilla
ffam öflugum lista. Við teflum ffam
tiltölulega ungu fólki sem hefur
búið á Akranesi og ætlar sér að eiga
bjarta ffamtíð í bæjarfélaginu. Þetta
fólk á mikilla hagsmuna að gæta,
t.d. börn á leik- og grunnskólaaldri
og foreldra sem era í hópi eldri
borgara og þetta er fólk sem greið-
ir tiltölulega hátt útsvar til bæjarfé-
lagsins. Þessi hópur vill því eiga að-
ir króna í stað rúmlega 2.150 millj-
ónum króna í áætltm.
Laun og launatengd gjöld námu
rúmlega 1.405 milljónum króna í
stað rúmlega 1.250 milljónum
króna í áætlun. Launakostnaður
reyndist því 12,5% hærri en áætlun
gerði ráð fyrir. Annar rekstrar-
kostnaður var tæpar 690 milljónir
króna sem er 16% lægra en áætlun
sagði til um en þar var miðað við
tæpar 821 milljón króna. Afskriftir
námu tæplega 105 milljónum króna
en í áæltun var reiknað með rúmum
102 milljónum króna. Rekstraraf-
koma fyrir fjármagnsliði var því
neikvæð um rúmar 66 milljónir
króna í stað rúmlega 23 milljónum
króna í áætlun. Þá voru fjár-
magnstekjur rúmar 94 milljónir
króna eða ríflega tvöfalt hærri en í
sem átt hefur sér stað í Borgar-
byggð síðustu ár. Einnig segir að á
kjörtímabilinu hafi verið leitast við
að gæta hagræðingar í rekstri og
gæta aðhalds án þess að það komi
niður á þjónustu við íbúa. Það er
álit bæjarfulltrúa meirihlutans að
rekstur sveitarfélagsins hafi verið í
góðu jafnvægi og endurspegli já-
kvæðni og kraft samfélagsins.
I bókun minnihlutans kemur
ffam að tekjur hafi hækkað um ríf-
lega 100 milljónir króna á milli ára
og það hafi skipt sköpum í rekstri
sveitarfélagsins. Þá segir að það sé
áhyggjuefni að ekki hafi gengið sem
Þau skipafjögur efstu sœti listans.
komu að stjómun bæjarfélagsins og
finnst breytinga þörf,“ sagði Magn-
us Þór í samtali við Skessuhorn.
Efstu sæti listans skipa:
1. Karen Jónsdóttir, v 'ómstjómunar-
fræðingur (39)
2. Magnús Þór Hafsteinsson, fiski-
fræðingur og alþingismaður (41)
3. Rannveig Bjamadóttir,
grunnskólaleiðbeinandi (59)
áætlun sem var rúmar 44 milljónir
króna.
A árinu 2005 hækkuðu lífeyris-
skuldbindingar bæjarfélagsins um
og stofhana þess um rúmar 190
milljónir króna og vora í árslok
rúmar 1.327 milljónir króna. Lang-
tímaskuldir við lánastofhanir lækk-
uðu á árinu úr rúmum 871 milljón
króna í 685 milljónir króna. Skuld-
ir og skuldbindingar að ffádregnum
veltufjármunum vora í árslok 2005
tæpar 1.943 milljónir króna og
höfðu hækkað úr rúmum 1.911
milljónum króna. Þess má geta að í
árslok voru áhættufjármunir og
langtímakröfur bæjarins rúmar
3.567 milljónir króna og höfðu
hækkað úr rúmum 2.747 milljónum
króna.
skyldi að hagræða og draga úr
kostnaði og að enn eitt árið hafi
Sjálfstæðisflokkurinn og Borgar-
byggðarlisti hækkað álögur á íbúa í
formi skatta og þjónustugjalda til
að brúa bil í rekstri. Þá kemur fram
sú skoðun að dapurlegt sé að þrátt
fyrir gengdarlausa eignasölu hafi
brýnt verkefni eins og framkvæmd-
ir við grannskóla þurft að sitja á
hakanum. Þá sé einnig sorglegt að á
uppgangstímum imdanfarið skuli
rekstrarstaða sveitarfélagsins ekki
vitna um meira aðhald en rauntölur
sýna.
4. Samundur Tryggvi Halldórsson,
verkamaður (45)
5. Kristinn Jens Kristinsson,
öryrki (33)
6. Guðbjörg R Asgeirsdóttir, skrif-
stofukona (42)
7. Sigurjón Runólfsson,
verktaki (44)
8. Elías Olafsson, sjómaður (36)
9. Asgeir Valdimar Hlinason,
múrari (42)
MM
Akranes
styrkir framboð
AKRANES: Bæjarráð Akraness
hefur samþykkt að styrkja hvert
ffamboð við bæjarstjórnarkosn-
ingamar í vor um 200 þúsund
krónur. Ef öll þau ffamboð koma
fram sem boðuð hafa verið verða
þau fimm talsins og heildarkostn-
aður bæjarins því ein milljón
krónur vegna styrkveitingarinnar.
-hj
Rýmri
opnunartími
AKRANES: Bæjarráð Akraness
hefur faflist á fyrir sitt leytri ósk
Jósa ehf., sem rekur Café Mörk,
um rýmri opnunartlma í dymbil-
viku og um páskana. Oskað var
eftir að opið yrði til kl. 03 aðfar-
amótt skfrdags, til kl. 04 aðfar-
amótt laugardags fyrir páska og til
kl. 04 aðfaramótt annars í pásk-
um. -hj
Sjúkrasjóði breytt?
AKRANES: Að undanfömu hef-
m verið rætt um að gera breyting-
ar á sjúkrasjóði Verkalýðfélags
Akraness og hefur lögmaður fé-
lagsins meðal annars unnið að
breytingum á reglugerð sjóðsins.
Þetta kemur fram á vefsíðu félags-
ins. Meðal þeirra hugmynda sem
ræddar hafa verið eru að félags-
menn sem eiga við veikindi að
stríða haldi 80% af heildarlaunum
sfnum effir að greiðsluskylda at-
vinnurekenda lýkur. -hj
Bingó og dans
SNÆFELLSNES: Foreldrafélag
Laugargerðisskóla í Eyja- og
Miklaholtshreppi hélt páskabingó
6. aprí sl. Það voru að sjálfsögðu
páskaegg í vinninga en bingóið er
liður í fjáröflun foreldrafélagsins.
Það varður kennt fram að hádegi í
Laugargerðisskóla á sumardaginn
fyrsta. Eftir hádegi þann dag
munu nemendur sýna dans undir
leiðsögn Asrúnar Kristjánsdóttir
danskennara en hún hefur komið
og kennt dans einu sinni í viku
síðan á áramótum. Að danssýn-
ingu loldnni mun taka við tónlist-
ardagur Steinunnar og svo munu
nemendur 4. og 6. bekkja sýna
leikrit um landnám Islands sem
þau hafa samið ásamt kennara sín-
um. Það er óhætt að segja að það
muni vera margt að sjá og heyra í
Laugargerðisskóla á sumardaginn
fyrsta. -þsk
Með 14% norsk-
íslensku síldarinnar
AKRANES: Sjávarútvegsráð-
herra hefur með reglugerð ákveð-
ið að íslenskum skipum verði
heimilað að veiða 153.817 lestir af
norsk-íslenskri sfld á árinu 2006.
Það er tæplega 4 þúsund lestum
minna en leyfilegur heildarafli
ársins 2005. Af þessari úthlutun
nú fá skip í eigu HB-Granda út-
hlutað 21.694 lestum eða rúmlega
14% heildaraflans. Af öðrum
skipum má nefha að Bjami Olafs-
son AK fékk úthlutað 3.619 lest-
um.
-hj
HJ_
Sldptar skoðanir um ársreikning
Borgarbyggðar
HJ
Bæjannálafélag Frjálslyndra
og óháðra á Akranesi
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skílafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 1000 krónur með vsk. á mánuði en krónur 900
sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr.
SKRiFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DACA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Fréttaritari: Bryndís Cylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is
Umbrot: Cuðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhom.is