Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2006, Síða 8

Skessuhorn - 11.04.2006, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL 2006 alUMHUi. j Söngelskur sigurvegari í Söngvakeppni framhaldsskóla Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir, 19 ára Skagamær kom, sá og sigraði fyrir hönd FVA í Söngvakeppni framhaldsskólanna sem haldin var á laugardaginn sl. Þar flutti hún lagið Ruby Tuesday efdr Rolling Stones, með íslenskum texta í þýðingu Olafs S. K. Thorvalds en hann leik- stýrði söngleiknum Vegasi sem skólinn setti upp fyrir skömmu. Skessuhorn fékk þessa hæfileikaríku söngkonu í heimsókn til að kynnast persónunni bak við röddina. „Þetta bar allt mjög fljótt að. Stjórnendur Nemendafélagsins komu til mín þegar tvær vikur voru til stefinu og báðu mig að keppa fyr- ir hönd skólans," segir Helga. „Það var enginn undankeppni haldin í skólanum og því var ákveðið að senda þetta atriðið úr söngleiknum okkar. Eg stefndi á að komast í 12 manna úrslit og allt umff am það var sigur fyrir mér. Eg var ekkert stressuð á sviðinu en þegar dóm- nefndin labbaði inn í salinn með úr- slitdn fann ég stressið hellast yfir mig,“ segir hún brosandi. „Keppnin var óvenju jöfn og það áttu allir möguleika en þegar annað og þriðja sætið var tilkynnt var ég búin að gefa upp alla von um að sigra. Það kom því verulega á óvart þegar Oli Palli kallaði upp nafnið mitt sem sigurvegara kvöldsins," segir Helga. „Eg fékk mikinn stuðning ffá fjölskyldunni og vinum mínum og þeir sögðu allan tímann að ég myndi vinna. Þetta var alveg ffábær reynsla og það er auðvitað alltaf gaman að vinna eitthvað," segir hún ánægð. Helga Ingibjörg hefur seinustu tvö ár tekið þátt í undankeppni FVA og lenti í verðlaunasætum bæði skiptin en ekki náð að sigra. „Mér finnst rosalega gaman að syngja og hef sungið meira og Lét af störfum eftir 23 ára starf á Höfða Bryndís Guðmundsdóttir lét af störfum hjá Dvalarheimilinu Höfða þann 2. apríl. Ekki er það í sjálfu sér fféttaefni nema fyrir þá staðreynd að Bryndís hefur starfað við heimilið í 23 ár eða megnið af þeim tíma sem heimilið hefur starf- að en það var tekið í notkun árið 1978. í fyrstu vann Bryndís við um- önnunarstörf á heimilinu en á seinni árum starfaði hún í eldhús- inu. Ibúar á Höfða færðu Bryndísi blómvönd í þakklætisskyni fyrir störf hennar, góða viðkynningu og elskulegheit eins og einn íbúinn orðaði það. HJ Frá afhendingu styrksins. Sparisjóðurinn styrkir leikskólastarfið Þorkell Logi Steinsson, útibús- stjóri Sparisjóðs Akraness afhenti fulltrúum leikskólanna þriggja á Akranesi peningagjöf að upphæð ein milljón króna nú fyrir helgi. Styrkurinn, sem veittur var í tilefni af opnun útibúsins, dreifist milli leikskólanna í hlutfalli við fjölda bama og styrkir þannig þær áhersl- ur sem settar hafa verið í hverjum þeirra. Þess má geta að Vallarsel leggur mikla áherslu á tónlist, Teigasel á stærðffæði en Garðasel hefur verið heilsuleikskóh þar sem hreyfing barnanna er í fyrirrúmi. Peningunum verður því ráðstafað í samræmi við þessar áherslur og stefnur. Fulltrúar leikskólanna vora himinlifandi og þakklátir fyrir þenn- an rausnarlegan styrk og allir vora þeir sammála um að þessi gjöf kæmi sér afar vel. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að styrkja leik- skólana og þar með efla þetta ffá- bæra starf sem þar hefur átt sér stað,“ sagði Þorkell í samtali við Skessuhom. „Við tókum þá ákvörð- un að gefa eitthvað til samfélagsins í staðinn fyrir að halda einhver rán- dýr veisluhöld í tilefni af opnun úti- búsins og það hefur skilað sér marg- falt til baka í viðbrögðum þeirra sem hlutu styrkinn,“ sagði Þorkell ánægður að lokum. KOO Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir. minna alla ævi. Eg hef verið 12 ára þegar ég söng fyrst fyrir ffaman fólk og það var á árshátíð í skólan- um mínum þegar ég bjó með for- eldram mínum vestur í Dölum,“ segir hún og bendir á að Dalameiin eigi heilmikið í sér. Þó söngurinn eigi allan hug hennar á hún önnur áhugamál, t.d. að fara á snjóbretti og slappa af með góðum vinum. Langar til Frakklands í nám Helga bjó um nokkurt skeið í Saurbæ í Dölum þegar faðir hennar vann þar í Kaupfélaginu, en hefur frá 13 ára aldri verið búsett á Akra- nesi. „Akranes og Dalir era mjög ólíkir staðir með kosti og galla hvor fyrir sig,“ segir hún og getur ekki sagt til um hvom staðinn hún kunni betur við. Helga Ingibjörg er á félagsffæði- braut og reiknar með að klára stúd- entspróf eftir eitt ár. Hún hefur áhuga á að mennta sig enn ffekar en hefur ekki ákveðið sig hvað það verður.“Mig langar rosalega mikið að fara til Frakklands í nám, hvort sem það verður tengt söng eða ekki, en annars gæti ég vel hugsað mér að læra ferðamálaffæði. Vinkona mín er búin að vera sem skiptinemi þar og segir að það sé alveg æðislegt en ég hef sjálf aldrei komið þangað.“ Aðspurð um hvað tæki við hjá henni, segist hún ætla að skreppa til Luxemborg um páskana og heimskækja vinkonu sínu þar sem er Au pair. „Eg fékk 50 þúsund krónur ffá Glitni í vinning og hef hugsað mér að nota hann úti og versla svolítið. Svo taka bara prófin við og að þeim loknum fer ég að vinna í jámblendinu á Grundar- tanga í sumar,“ segir hún glaðbeitt á svip. Helga vill að lokum koma þökkum á ffamfæri til þeirra sem studdu við bakið á henni og vill sér- staklega þakka Hrand, söngstjóra, Bjarka Þór, Salvari og Jóni Val fyrir stuðning sinn og hvatningu. KÓÓ Sinubmnar hafa bæði kosti og galla Ami Snæbjömsson í Hafnarskógi. Það era ekki margir sem rann- sakað hafa hagnýtt gildi eða skað- semi sinubrana, þó svo sina hafi verið brennd ffá upphafi íslands- byggðar. Arni Snæbjömsson, ráðu- nautur hjá Bændasamtökum íslands vann um árabil við rannsóknir og kennslu á Hvanneyri. Lokaverkefhi hans eða aðalritgerð til kandídats- prófs við framhaldsdeildina á Hvanneyri, var rannsóknarverkefh- ið: „iíhrif sinubruna á gróður og jarðvegshita," og stóð það yfir frá 1965 til 1969 í Hvanneyrarlandi. Um það leyti sem síðustu glæðurn- ar í einum mestu sinueldum Is- landssögunnar vora að deyja vestur á Mýram, var Arni tekinn tali þar sem hann var staddur ásamt konu sinni, Sigríði Héðinsdóttur í sum- arbústað fjölskyldvmnar í Hafnar- skógi undir Hafnarfjalli. Betri gróður til beitar Ami segir svo ffá: „Að brenna sinu er ævaforn siður víða um lönd, annarsvegar til að bæta land fyrir beit og rýma fyrir nýjum gróðri eða til að undirbúa jarðveg fyrir akur- yrkju. Þannig var þetta hefðbund- inn búskaparháttur bæði hér á ís- landi og erlendis. Tilraun mín var gerð á Hvanneyri, skipt var niður nokkram reitum, sumir brenndir en aðrir ekki til samanburðar. Þessu fylgdu síðan margs konar mælingar. Mældur var og talinn allur gróður í reitunum fyrir brennslu, mælt hita- stig og síðan endurtekið eftir brana. I þessari tilraun var verið að brenna land sem að mestu var vax- ið hálfgrösum og heilgrösum. Þama var ekki verið að brenna kjarr eða lyngmóa." Arni segir að við brennsluna hafi fjölgað heilgrösum sem era eftir- sóttari til beitar þar sem þau eru mun uppskerameiri grös. „Þarna er e.t.v. skýringin á þessum gamla sið að brenna sinu. Á ákveðinni land- gerð, meira í ætt við valllendi ffek- ar en móa, varð gróðurinn heppi- legri til beitar fyrir búfénað effir sinubrana. Hitastig varð hærra því einangran sinunnar á jörðu dró úr áhrifum sólar og birtunnar á vorin og svart landið sem líka varð opn- ara fyrir sólargeislanum, dró til sín hitann. Landið var því mun fljótara að taka við sér á vorin og varð fyrr grænt og skepnur sóttu því í það land. Köfnunarefnið í hinum brennda gróðri rauk hinsvegar í burtu, en askan sem varð til við branann sat eftir og er jú steinefna- áburður." Freðin jörð skilyrði Nú er það sem Árni hefur nefnt allt frekar jákvætt ef svo má segja, en er þá ekkert neikvætt við sinu- brana? ,Jú, vissulega. Á tilraun- areitunum sem brenndir vora, var örlítið af lyngi og tveir víðirannar, það fór hvoratveggja við tilraunina og var langan tíma að jafna sig. Það á því aldrei að brenna land þar sem er fjalldrapi, lyng einhvers konar eða runnagróður. Einnig er afar mikilvægt að jörð sé vel ffeðin þeg- ar brennt er, það er í raun algjört skilyrði til að dýralíf moldarinnar skaðist sem allra minnst og moldin brenni ekki, því það er stórskaðlegt fyrir lífríkið." Þannig segir Ami það ótvírætt að ef ekki eigi að nota land til beitar sé sinubrani óæski- legur. „Þá er mikilvægt að hafa í huga að brenna ekki land þegar nálgast fer þann tíma að fuglar í náttúra landsins hefja undirbúning hreið- urgerðar. Braninn þarf að vera af- staðinn og veðran lands þarf að hafa átt sér stað effir brtma til að fuglarnir vilji verpa þar. Sumar teg- undir fugla kjósa hreiðurgerð í sinubrúskum og fara því annað ef brennt hefur verið á landinu.11 En hvað með loftmengunina, hversu mikil er hún og í hverju er hún fólgin? „Rannsókn á þessum þætti var ekki innifalin í rannsókn- arverkefni mínu, en augljós er að gríðarleg loftmengun á sér stað við brtma af þessu tagi. En mengun af því tagi er tímabundin og því ekki varanleg og náttúran vinnur úr henni með tíð og tíma.“ Að lokum vill Árni leggja áherslu á að heimild til að brenna sinu þarf að sækja til sýslumanns á hverju

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.