Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2006, Side 10

Skessuhorn - 11.04.2006, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 a>C33UhUK. ■Mret-Ji/ff/ ('(/'/(/i/t«r Fylling 1: Fjarlægið efstu skum- ina af eggi og skerið af hatt, saltrið og komið laxaneið fyrir ofan í eggi þannig að standi upp úr því eins og skraut. Skreytið með dillstöngli. Fylling 2: Veiðið 1/2 tsk af eggjarauðu uppúr eggi þegar hatt- ur hefúr verið skorinn af. Komið dálitlu af majónesi fyrir ofan í egg- inu ásamt fint söxuðum kóríander og saltið. Komið þar næst humar- hala fyrir í egginu. Fylling 3: Skerið ítalskt brauð eða franskbrauð í mjóar smttar ræmur, ristið í ólífuolíu á pönnu ásamt smá salti og hvítlauk. Veltið svo uppúr blöndu af tímían og ferskri steinselju og stingið 2 brauðstöng- um ofan í hvert egg. Fylling 4: Sjóðið græna ferska spergilstöngla „al dente“. Skerið 6 toppa af (ca. 5-6 cm). Rífið ögn af parmesnosti ofan í eggin og kom- ið svo einum aspastoppi fyrir ofan í hverju eggi. Egg páskanna Þessi uppskrift er í boði www.matarlist.is. Og hvað er meira við hæfi en að hafa ekta páskaegg í forrétt á páskunum, súkkulaðieggin geta þá verið í eft- irrétt í staðinn! Hefðin fyrir því að skreyta og gefa egg í tilefni páskanna er ævaforn. Rómverjar til foma mál- uðu eggin rauð og grófu í jörðu til að tryggja sér ff jósemi á meðan að Bretar geymdu eitt egg til næsta árs, en það átti að vera fyrir gæfu og góðu gengi á nýja árinu. Arið 1100 var hefðin fyrir því að menn skiptust á blessuðum eggjunum um páska orðin mjög útbreidd í Evrópu. Hefðarfólk tók einnig upp siðinn og fór að gefa egg úr gulli og dýrmætum steinum í til- efni páskanna. I upphafi 16. aldar hlaut Francesco 1. Frakklandskon- ungur eggjaskurn að gjöf sem innihélt áletrun. E.t.v. var þetta fyrsta eggið sem innihélt óvæntan glaðning og eins og við sjáum í dag á öllum fylltu súkkulaðieggjunum hefur sú hugmynd átt ómældrar vel- gengi að fagna allar götur síðan. Dýr- mætusm og falleg- ustu eggin era þó ættuð frá Rússlandi og eru þau mörg hver sett gimstein- um og úr gulli. Það ffægasta er líklega eggið sem Alexand- er þriðji lét lista- manninn Fabergé hanna handa keis- araynjunni. Það var gullegg sem iimihélt hænu úr gulli sem svo innhélt gullkórónu hlaðna gimsteinum. Páskaforréttaegg Linsoðin egg, sett í fallega eggjabikara (jafiivel heimatilbúna) fyllt með alls kyns góðgæti sem hugmyndaflugið segir til um, era fallegir, táknræn- ir og síðast en ekki síst gómsætir forréttir á há- tíðarborðið um páskana. Fyrir 6: 6 linsoðin egg (2 mín. fyrir lítil egg, 3 mín. fyrir miðl- ungs egg og 4 mín. fyrir stór egg) reyktur lax eða silungur ferskt dill ferskur kóríander 1 msk majónes 6 léttsoðnir humarhalar 6 grænir sperglar ítalskt brauð tímían steinselja ólífuolía hvítlaukur Sjötta sýning miðvikudaginn 12. apríl kl 21:00 (Jppselt Sjöunda sýning laugardaginn 15. apríl kl 21:00 Áttunda sýning mánudaginn 17. apríl kl 21:00 Síðasta sýning miðvikudaginn 19. aprfl kl 21:00 Skopleg stríðsádeila Siðus.tu sy#ning7fr > Sýnt í félagsheimilinu Brai^^ftngujlundarreykjadal m: ___i__: ___ i— i r o r r *_ .1 r- h a r Midapantanir í síma|5§'7 6866i©g 435 1316 Samkomulagið undirrituðu Magnús Guðmunsdson frá Landmælmum íslands, Þórhall- ur Ólafsson frá Neyðarlínunni, Jón Gunnarsson frá Slysavamarfélaginu Landsbj'órgu, Haraldur Johannessen ríkislögreglusljóri og Georg Lárusson frá Landhelgisgæslunni. Landupplýsingar við björgunarstörf Nýlega var undirritað sam- komulag milli Landmælinga Is- lands og Björgunarmiðstöðvarinn- ar í Skógarhlíð í Reykjavík um aukna notkun á landupplýsingum við björgunarstörf. Til þessa hafa venjuleg landakort verið notuð, en með samkomulaginu er stefnt að því að auka notkun á stafrænum kortum, gervitunglamyndum og öðrum landupplýsingum sem Landmælingar Islands hafa yfir að ráða. Gögnin munu þannig nýtast þeim sem kallaðir eru út vegna slysa, eldsvoða, löggæslu, leitar, björgunar og náttúruhamfara hvort sem er á landi, sjó eða í loffi. Samstarf þetta er þróunarverkefni í þágu almannaöryggis og stendur yfir í 6 mánuði. Þeir sem að samkomulaginu standa munu vinna að því að inn- leiða kort og aðrar stafrænar landupplýsinga ffá Landmælingum Islands til notkunar í gagnagrunn Neyðarlínunnar 112, Fjarskipta- miðstöðvar lögreglu, Vaktstöðvar siglinga, Samhæfingarstöðvarinnar og Slysavarnarfélagsins Lands- bjargar. Markmið þessa er að bæta og auka upplýsingar til viðbragðs- aðila auk þess sem viðbragðsaðilar skuldbinda sig að miðla til Land- mælinga Islands athugasemdum sem berast vegna gagnanna svo sem um ömefhi, vegi eða mann- virki. MM Þessi mynd var tekin afskipinu í Færeyjum og erþað nokkuó breyttfrá upphaflegu útliti. Mynd: Ljósmyndasafn Akraness. ... Kemur Höfrungur heim? Færeyska blaðið Sosialurinn sagði frá því í ffétt í gær að til standi að selja strandferðaskipið Barsskor til Islands. Skipinu var lagt fyrir nokkru og er í slæmu ásigkomulagi. Kristian Davidsen segir í viðtalið við blaðið að „hann er illa farin og má pumpast hvonn dag fyri ikki fara til botns.“ Þá kemm ffam að fyrirspurnir hafi komið um skipið og nokkur kauptilboð. Hins vegar hafi sú póli- tíska ákvörðun verið tekin að selja skipið á safn á Akranesi fyrir eina krónu. Endanleg ákvörðtm um söl- tma sé hins vegar í höndum Lög- þingsins. Skipið var smíðað á Akranesi árið 1929 og er 17,75 metrar að lengd og 4,24 metrar að breidd og hét þá Höfftmgur og var í eigu Haraldar Böðvarssonar þar til hann slitnaði frá bryggju í Lambhúsasundi 1946 og rak upp í kletta. Gert var við bátinn og hann seldur til Færeyja. Astvaldur Bjarnason var lengst skipstjóri á Höffungi. I Færeyjum var skipið notað til flutninga á pósti og farþegum til og ffá Klakksvík. Gísli Gíslason fyrrverandi bæjar- stjóri á Akranesi er einn þeirra sem unnið hafa að málinu á Akranesi. Hann segir það hafa verið áhuga- mál bæjaryfirvalda á Akranesi lengi að ná þessu söguffæga skipi heim. „Við sendum formlegt erindi af hálfu bæjarins í fyrra þar sem við óskuðum eftir því að fá að kaupa skipið. Það er því mjög ánægjulegt að heyra að frændur okkar skuli vera sammála okkur.“ Gísli segir engar ákvarðanir hafi verið teknar um með hvaða hætti skipið verður varðveitt eftir að það kemur til Akraness að nýju. HJ

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.