Skessuhorn - 11.04.2006, Qupperneq 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006
§g!Sj§UII©BKl
A myndinni sést Sproti SH-51 dragajakob Einar SH-101 að landi í Stykkishólmi. I
baksýn má Já Hannes Andrésson SH-747 semþessa dagana standar hörpuskelsrann-
sóknir í Breiðarfirði.
Jakob Einar
dregiim að landi
Báturinn Jakob Einar SH-101
var dreginn stjórnvana að landi í
Stykkishólmi 6. apríl síðastliðinn.
Sigurjón F. Einarsson skipstjóri á
Jakobi Einari sagði í samtali við
fréttaritara að engin hætta hafi
verið á ferðum þar sem skipverjar
hafi verið á veiðum skammt frá
Stykkishólmi þegar þeir fengu færi
í skrúfuna og nærstaddur bátur
hafi strax dregið þá í land.
Jakob Einar er ríflega 20 rúm-
lesta bátur sem stundar veiðar á
beitukóngi frá Stykkishólmi.
Beitukóngur er veiddur í þar til
gerðar gildrur en þeir skipverjar á
Jakobi Einari eru með um 3000
gildrur sem þeir vitja um reglu-
lega. Sigurjón segir aflabrögð í
vetur hafa verið þokkleg, þetta sé
fyrsti veturinn sem veiðar hafi ver-
ið samfelldar allan veturinn.
Reyndar hefur botninn dottið úr
veiðunum nú í apríl og ætla skip-
verjar á Jakobi Einari að taka því
rólega út mánuðinn og byrja svo
veiðarnar af krafti aftur í maí.
JTA
Sinubrunar verði
bannaðir
Þrír þingmenn Samfylkingar-
innar, þau Jóhann Arsælsson, Þór-
unn Sveinbjarnardóttir og Asta
Ragnheiður Jóhannesdóttir, hafa
lagt fram á Alþingi frumvarp til
breytinga á lögum um sinubrenn-
ur og meðferð elds á víðavangi. Ef
frumvarpið verður að lögum verð-
ur bannað að brenna sinu. Þó ætla
megi að frumvarpið komi nú fram
í kjölfar sinubrunans mikla á Mýr-
um var samhljóða frumvarp flutt
fyrir nokkrum árum en hlaut þá
ekki afgreiðslu. I greinargerð með
frumvarpinu segir að ár hvert
verði verulegt tjón á gróðri og
mannvirkjum af völdum sinubruna
og að hætta á óbætanlegum um-
hverfisspjöllum hafi oft vofað yfir
bruna af þessu tagi. Þá segir að
hætta á umhverfistjóni aukist ár
frá ári vegna stækkandi skógar-
reita. Einnig hafi hætta á skemmd-
um á mannvirkjum aukist mikið
vegna fjölgunar sumarhúsa og
mannvirkja sem tengd eru notkun
þeirra og útivist.
Þá kemur fram að menn hafi
nokkuð greint á um nytsemi þess
að brenna sinu. Rannsóknir á
áhrifum sinubruna á gróðurfar
hafi ekki verið miklar en þó séu til
rannsóknir sem gefa vísbendingar
um að einhver jákvæð áhrif verði
af sinubruna. Fækkun sauðfjár og
þar af leiðandi minna beitarálag á
högum hafi dregið úr þörf bænda
fyrir því að flýta grassprettu og
engin þörf sé fyrir sinubrennur á
löndum sem notuð eru til hrossa-
beitar. „Hagur bænda af sinu-
brennslu virðist ekki vera augljós
en hætta sú sem stafar af þeim eld-
um sem loga víðs vegar um sveitir
landsins á hverju vori er afar mikil
og vaxandi. Þess vegna er lagt til
að sinubrennur verði bannaðar,"
segir orðrétt í greinargerðinni.
HJ
Leiðangursmenn- og konur.
Vorferð félags sauðfjárbænda
Helga María og Hulda hampa hér verðlaununum jýrir leikinn „Hvað var œrin þung“.
Félag sauðfjárbænda í Snæfells-
og Hnappadalssýslu fór í sína fyrstu
árlegu skoðunarferð á laugardaginn
8. apríl sl. Farinn var hringur á
Snæfellsnesi og lagt af stað frá
Vegamótum á fótaferðatíma Kol-
hreppinga. Fyrsti viðkomustaður
var Hjarðarfell. Síðan var skoðuð
Múlavirkjun, Hraunháls og Bjarn-
arhöfn, en þar bauð áburðarsalan
YARA upp á léttar veitingar. Þar
var einnig farið í keppnina, „hvað
er ærin þung,“ og sigruðu þær
Helga María á Fossi og Hulda á
Mávahlíð hana með glæsibrag. Svo
var lagt af stað aftur og komið við í
fjárhúsunum á Berserkseyri og það-
an farið í súpu á Krákunni í Grund-
arfirði. Þá var hundahótel skoðað,
reiðhöll, hesthús og fé á Bergi hjá
Onnu Dóru ogjóni Bjarna en það-
an var haldið í Mávahlíð áður en
farið var fyrir jökul með leiðsögn
Ragnhildar á Álftarvatni. Síðasti
viðkomustaður var svo ferðaþjón-
ustubærinn Langaholt en þar tók
Þorkell bóndi á móti hópnum með
glæsilegu fiskihlaðborði. Farið var
með rútu frá Gunnari Hinrikssyni í
Stykkishólmi og Múlavirkjun var
svo rausnarleg að taka þátt í ferða-
kostnaði.
Það voru glaðir ferðafélagar sem
kvöddust að kvöldi á Vegamótum
eftir að hafa átt saman góðan dag.
ÞSK
Tíðniheimildir
fyrir háhraðaaðgangsnet
Póst- og fjarskiptastofnun hefur
auglýst eftir umsóknum frá fyrir-
tækjum um heimild þeim til handa
til að nota tíðnir fyrir háhraða að-
gangsnet. Samkvæmt markmiðum
fjarskiptaáætlunar samgönguráð-
herra 2005 til 2010, sem samþykkt
var á Alþingi í fyrra, er gert ráð
fyrir að allir landsmenn njóti há-
hraðatengingar. Stefnt er að því að
allir landsmenn sem þess óska hafi
fengið aðgang að háhraðatengingu
fyrir lok ársins 2007. Stjórn Fjar-
skiptasjóðs hefur unnið að undir-
búningi málsins undanfarið og
með þessu er stigið fyrsta skrefið í
því að hrinda af stað framkvæmda-
hlið Fjarskiptaáætlunarinnar.
Með auglýsingunni er verið að
fá fram hvaða þjónustu fjarskipta-
og netþjónustufyrirtækin eru til-
búin að veita í þeim byggðum sem
ekki njóta háhraðatengingar í dag
og er hér fyrst og ffemst um að
ræða byggðir sem ekki hafa til
þessa notið ADSL háhraðateng-
ingar. Skulu umsækjendur því til-
greina í hvaða sveitarfélagi eða
hluta þess ætlunin er að veita um-
rædda þjónustu. Gera má ráð fyrir
að fámennustu byggðir falli utan
áhugasviðs umræddra fyrirtækja. I
þeim tilvikum gerir fjarskiptaáætl-
un ráð fyrir því að Fjarskiptasjóður
komi til skjalanna og sinni upp-
byggingu háhraðatengingar á
þeim svæðum.
MM
'cnmnn^.
Framsóknmfólk ketur verkin tala á Akranesi
Það hefur verið ákaflega skemmti-
legt verkefni að sitja í meirhluta bæj-
arstjómar á Akranesi á því kjörtíma-
bih sem nú er að ljúka. Þar hafa
verkin verið látin tala eins og bæjar-
búar hafa eflaust tekið eftir og hafa
síðustu fjögur ár verið eitt mesta
uppgangs- og framfaratímabil á
Akranesi fyrr og síðar. I upphafi
kjörtímabilsins settum við fram-
sóknarmenn markið hátt og gáfum
meðal annars efdrfarandi loforð:
a. Að endurskoða Aðalskipulag
Akraneskaupstaðar og móta skýra
sýn í uppbyggingu byggðar og at-
vinnulífs á Akranesi þar sem leiðar-
ljósið er fjölskylduvænt og rólegt
vunhverfi. Þetta höfðum við forystu
um, nú liggur fyrir nýtt Aðalskipulag
til ársins 2017.
b. Að hafa fiumkvæði að lækkun
gjalds í Hvalfjarðargöng. Þetta höfð-
um við forystu um, gjaldið var lækk-
að verulega !
c. Að hafa ffumkvæði að endur-
skipulagningu almenningssam-
gangna innanbæjar og milli Akra-
ness og Höfuðborgarsvæðisins.
Þetta höfðum við forystu tun, nú
ferðast vikulega á annað þúsund
manns með strætó á milli Akraness
og Reykjavíkur !
d. Að hafa ffumkvæði í að efla
samstarf Akraneshafnar og Grund-
artangahafhar með möguleikum á
hafnarsamlagi við Faxaflóa. Þetta
höfðum við forystu um, fyrirtækið
Faxaflóahafiúr sf. var stofinað með
þátttöku Akumesinga !
e. Að gerðir yrðu upphitaðir
gervigrasvellir við grvmnskóla bæjar-
ins - Þetta höfðum við forystu um
með stuðningi Knattspyrnusam-
bands Islands !
f. Að auka fjárffamlög til íþrótta
og æskulýðsfélaga og að vinna að
stefhumótun í samstarfi við IA um
áframhaldandi uppbyggingu íþrótta-
mála. Þetta höfðum við forystu um,
styrkir til íþróttafélaga hafa aukist
verulega og í byggingu er fjölnota
íþróttahús !
g. Að vinna nýja fjölskyldustefnu
fyrir Akranes til að skapa heildstæða
umgjörð utan um fjölskylduna. Þetta
höfðum við forystu um, stefnan var
samþykkt á eittþúsundasta fundi
bæjarstjómar og verður dreift fljót-
lega í öll hús á Akranesi!
h. Að efla heimaþjónustu fyrir
aldraða. Þetta höfðum við forystu
um !
Framangreind verkefhi em aðeins
brot að því sem ffamsóknarflokkur-
inn á Akranesi hefur í góðri sam-
vinnu við samstarfsflokkinn í meir-
hluta bæjarstjómar komið í fram-
kvæmd, öllum bæjarbúum til gagns.
Við höfiun áffam verk að vinna á
Akranesi og skortir okkur hvorki
kjark né reynslu til þess.
Magnús Guðmundsson
bæjarfulltrúi, skipar 2. sati dfram-
boðslista Framsóknarflokksins til bæj-
arstjómarkosninga á Akranesi 2006.