Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2006, Page 17

Skessuhorn - 11.04.2006, Page 17
^ousunu^. ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL 2006 17 Margir tónleikar í Reykholtskirkju í vor Það er óhætt að segja að það sé bjart yfir tónleikahaldi í Reykhoits- kirkjti nú sem fyrr. Kirkjan er efdr- sótt til tónleikahalds vegna góðs hljómburðar og hefur hróður hennar borist víða ekki bara hér heima heldur einnig erlendis. A dagskránni næstu vikumar eru margir tónleikar á vegum ýmissa kóra, Tónlistarfélags Borgarfjarðar og Is-Nord tónlistarhátíðarinnar. Þannig munu Lóuþrælar og Sand- lóur í Húnaþingi vestra, Selkórinn á Séltjamamesi, Freyjukórinn og Gospelsystur úr Reykjavík, kórar Reykholts- og Hvanneyrarkirkna syngja okkur inn í sumarið og á vegum Tónlistarfélags Borgar- fjarðar verða fluttir „Vínartónleik- ar“ af sveit valinkunnra tónlistar- manna. A Hvítasunnu verður Is- Nord hátíðin haldin í Reykholts- kirkju í fyrsta sinn og Reykholtshá- tíð verður að vanda haldin síðustu helgina í júií, dagana 28.-30. júh'. Þá mun kirkjan fagna 10 ára vígsluafmæli og stefht er að því að þá verði uppsetningu steindra glugga í hliðarstúkum lokið. Gluggarnir era hannnaðir af Val- gerði Bergsdóttur eins og stafn- gluggarnir. Von er á tveimur hljómsveitum erlendis frá sem munu halda tónleika í byrjun júlí og í byrjim ágúst og verið er að undirbúa orgeltónleikaröð fyrir sumarið. Nánari upplýsingar um tónleika og aðra viðburði í Reykholti er að finna á heimasíðu staðarins www.reykholt.is og A döfinni - hjá Skessuhorni. Það er von Snorra- stofu og Reykholtskirkju að sem flestir sjái sér fært og mæta á spennandi tónlistarviðburði og njóta þeirrar dagskrár sem framundan er. ('fréttatilkynning) Aukning í gistinóttuni á Vesturlandi Á Vesturlandi, Suðurnesjum og Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum hótela í febrúar vemlega frá árinu áður en þær fóm úr 3.300 í fyrra í 5.600 í sama mánuði í ár fyrir þessi þrjú landsvæði samanlagt. Þetta samsvarar um 68% aukningu milli ára samkvæmt nýjustu tölum Hag- stofu Islands en rétt er að geta þess að hér er einungis verið að ræða um hótel sem em opin allt árið. Norðurland er eina landssvæðið þar sem samdráttur átti stað en gistinóttum fækkaði þar um 6,4% í febrúarmánuði milli ára. Sam- kvæmt heimildum ffá Hagstofunni er um 10% aukning á gistinóttum hótela og gistiheimila á Vesturlandi ffá árinu 2004 til 2005 og gistirým- um á svæðinu hefur fjölgað um tæp 15% á sama tímabili. Mikill upp- gangur hefur verið í ferðaþjónustu á Vesturlandi og má því búast við að þessi fjölgun gistinátta og gisti- rýmis eigi eftir að vera enn meiri í framtíðinni. KOO Hluti kórkvennanna á námskeióinu. Gospelnámskeið og kóraheimsóknir Starfssemi Freyjukórsins er með miklum blóma þessa dagana. Efdr virmu við hljóðupptökur á kvik- myndatónlist í marsmánuði var skipt um gír og hafnar æfingar á gospeltónlist. Staðið vár fyrir gospelnámskeiði með Oskari Ein- arssyni og Hrörin Svansdóttur í Logalahdi 5- apríl síðastliðinn. Þar mættu um 50 konur sem skráðar era í Freyjukórinn ásamt konum úr fleiri kómm alla leið af Snæfells- nesi, til að læra gospelsöng. Óskar kenndi konunum söngtækni sem Gospel- og poppsöngvarar nota, en hún er gjörólík þeirri tækni sem venjulega er notuð í kórsöng. Sýnishorn af tónlist vetrarins verður í boði laugardaginn 22. apr- íl kl 17:00 í Logalandi en þá mun Freyjukórinn taka á móti Söngfé- lagi Þorlákshafhar - sem er bland- aður kór. Boðið verður uppá mjög fjölbreytta tónlist allt frá þekktum þjóðlögum og kvikmyndatónlist upp í gospellög. Freyjukórinn mun einnig taka á móti Gospelsystrum í vor og halda tónleika með þeim í Reykholstkirkju laugardaginn 13. maí. Þema þess dags verður gospel- og almenn trúartónlist. Fjölbreyti- leiki og nýjungar einkenna því kór- inn í ár! ES/ÁHB Auður Austurlands í Norska húsinu í Stykldshóhni Dagana 20. apríl (sum- ard. fysta) til 23. apríl verður sýning á hand- verki og listiðnaði í Norska húsinu í Stykkis- hólmi. Á sýningunni verða fjölbreyttir munir unnir úr hráefni sem tengist Austurlandi þ. e. hreindýraskinni, hrein- dýrshorni og beini, lerki og líparíti. Sýndir verða munir ffá tuttugu og sex aðilum. Sýnendur eru: Álfasteinn, Ásta Sigfus- dóttir, Dröfn Guð- mundsdóttir, Dýrfinna Torfadóttir, George Hollanders, Guðmtmdur Magnússon, Guðmundur Sigurðsson, Guðný Haf- steinsdóttir, Guðrún Steingrímsdóttir, Fjölnir Björn Hlynsson, Hólmffíður Ófeigsdótt- ir, Jómnn Dóra Sigurjónsdóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Lára Gunnarsdóttir, Listiðjan Eik, Ólav- ía Sigmarsdóttir, Páll Kristjánsson, Philippe Ricart, Reynir Sveinsson, Rita Freyja Bach, Signý Ormars- dóttir, Sigurður Már Helgason, Úlfar Sveinbjörnsson, Þórey S. Jónsdóttir, Þórhallur Ámason og Þórólfur Antonsson. Undirbúningur sýningarinnar fór ffam í samvinnu Handverks og hönnunar og Menningarráðs Aust- urlands með stuðningi Þróunarfé- lags Austurlands og Markaðsstofu Austurlands. Sýningin opnaði fyrst á Egilstöðum í nóvember 2005, í janúar 2006 á Höfh í Hornafirði og í Reykjavík í tengslum við Vetrar- hátíð í febrúar 2006. Sýningin verður opin í Norska húsinu frá kl. 14.00 til 18.00 dagana ög er að- gangur ókeypis. MM Samskip hf. eru ört vaxandi flutningafyrirtæki sem býður viðskiptavinum sínum upp á alhliða flutninga og tengda þjónustu hvert sem er og hvaðan sem er í heiminum. Samskip starfrækja skrif- stofur og dótturfélög beggja vegna Atlantshafsins og starfa þannig á alþjóðlegum flutningamarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa nú tæplega 1400 manns á 55 skrifstofum í 22 löndum. Markmið Samskipa er að „ vera í fararbroddi í I uppbyggingu og þróun I flutningastarfsemi og veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu þjónustu og ráðgjöf. Sumarafleysingar Um er að ræða starf víð akstur flutningabíla, losun og lestun bíla, þjónustu við viðskiptavini, heimsendingu á vörum og almenna vörumeðhöndlun. Við leitum að ábyrgðarfullum og dugmiklum starfsmönnum í sumarafleysingar í Borgarnesi. Vinnutíminn er að jafnaði frá kl. 7:00 til 17:00 og töluverð yfirvinna. Ráðningartímabil er maí til september. Hæfniskröfur: Umsækjendur skulu hafa reynslu af akstri, hafa góða hæfni til mannlegra samskipta og er gerð krafa um reglusemi og góða ástundun. Lyftararéttindi er skilyrði og er meirapróf æskilegt. Aukavinna Um er að ræða vinnu við lestun og losun flutningatækja á kvöldin. Við leitum að dugmiklum einstaklingum sem vantar aukavinnu. Vinnutíminn er að jafnaði frá kl.17:00 til 22:00 en er þó óreglulegur. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður, hafa frumkvæði og vera sveigjanlegur vegna óreglulegs vinnutíma. Umsækjandi skal hafa lyftararéttindi. Vinsamlegast sendið inn skriflegar umsóknirtil: Landflutninga-Samskipa í Borgarnesi, b.t. Júlíus Jónsson, Engjaási 2, 310 Borgarnesi. Rafrænar umsóknir sendist á juliusj@samskip.is Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð og engan fíkniefnaferil. Umsóknarfrestur er til 21. apríl nk. Júlíus Jónsson rekstrarstjóri veitir allar nánari upplýsingar um störfin í síma 458 8880 eða í síma 858 8880. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. rókumþaðineðm m m trukki Landflutningar • •••••••*•••* fg •••••••»•••••••• •*••• SAMSKIP

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.