Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2006, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 11.04.2006, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL 2006 SKiSSIIHOEI; Urslitakeppnin færir Skallagríms- mönnum tekjur en líka gjöld Glæsilegur árangur Skalla- grímsmanna í körfuknattleik hefur ekki farið framhjá neinum undan- farið. Þessa dagana stendur yfir úrslitarimman sjálf um íslands- meistaratitilinn og áður höfðu Skallarnir slegið út Grindvíkinga og Keflvíkinga í undanúrslitum á eftirminnilegan hátt. Rekstur íþróttafélaga verður trúlega seint dans á rósum og því hljóta nokkrir spennandi viðbót- arleikir að bæta fjárhaginn. Ólaf- ur Helgason, formaður körfuknattleiksdeildar Skalla- gríms segir að úrslitakeppnin færi deildinni að sjálfsögðu auknar tekjur. En hún færi deildinni líka aukinn kostnað. Með liðinu leika þrír erlendir leikmenn og því bæt- ast við launagreiðslur til þeirra fyrir það tímabil sem úrslita- keppnin stendur. Ólafur segist samt vonast til þess að úrslita- keppnin létti fjárhagslegan róður félagsins. „Fyrst af öllu fögnum við þeim jákvæðu áhrifum sem þessi frábæri árangur hefur á samfélagið hér og allt það góða starf sem hér er unnið. Þessi ár- angur er okkur hvatning á öllum sviðum,“ segir Ólafur. HJ Körfuboltasystur úr Borgarnesi íslandsmeistarar Systurnar Guðrún Ósk og Sigrún Sjöfn með Yngva Gunnlaugsson, aðstoðar- þjálfara Hauka á milli sín eftir sigurinn á föstudaginn var. En Yngvi á einnig sín- ar rætur hér á Vesturlandi og þjálfaði stúlkurnar einnig ásamt Tomasi Holton. Það eru fleiri en Skallagríms- menn sem gera Keflvíkingum grikk þessa dagana. Síðastliðinn föstudag vann úrvalsdeild kvenna í Haukum íslandsmeist- aratitilinn eftir 3:0 sigur í úrslita- viðureigninni gegn Keflavík. Haukaliðið er ungt að árum og hefur verið að standa sig geysivel að undanförnu. ( úrvalsdeildinni spila m.a. systurnar Guðrún Ósk og Sigrún Sjöfn Ámundadætur úr Borgarnesi en þær eru einnig í kvennalandsliðinu. Systurnar hafa spilað með Haukum í nokk- ur ár en þær hófu að sjálfsögðu feril sinn hjá Skallagrími, enda fæddar og aldar upp í Borgar- nesi. Þær hafa æft körfubolta frá tæplega 10 ára aldri en fyrsti þjálfari þeirra var Tomas Holton. MM Þrír Skagamenn valdir til æfinga hjá U-21 Andri Júlíusson, Helgi Pétur Magnússon og Jón Vilhelm Áka- son leikmenn ÍA í knattspyrnu hafa allir verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingu vegna lands- liðs leikmanna undir 21 árs aldri. Jón Vilhelm hefur ekki verið val- inn áður í þennan hóp en Andri og Helgi hafa verið valdir áður. HJ Skallagrímur tapaði fyrsta leik einvígisins við Njarðvík Leikmenn Skallagríms töpuðu fyrsta leik sínum í rimmunni við Njarðvík um fslandsmeistaratitil- inn í körfuknattleik. Leikurinn fór fram í Njarðvík á laugardaginn. Þegar leikurinn fór fram voru að- eins liðnir tæpir tveir sólarhringar frá því að erfiðri viðureign Skalla- gríms gegn Keflavík lauk. Njarð- víkingar höfðu hins vegar hvílst í nokkra daga eftir að viðureign þeirra við KR lauk. Valur Ingimundarson þjálfari Skallagríms virðist því hafa tekið þá ákvörðun að hvíla nokkra af lykilmönnum liðsins og fengu því yngri leikmenn liðsins dýrmætt tækifæri til þess að láta Ijós sitt skína. Skallagrímur hafði yfir eftir fyrsta leikhlutann, 23:19, en Njarðvíkingar náðu forustunni í öðrum leikhluta og í hálfleik var staðan 43:32 fyrir heimamenn. Eftir þriðja leikhluta var staðan 65:52 fyrir Njarðvík og leiknum lauk með sigri Njarðvíkur sem skoraði 84 stig gegn 70 stigum Skallagríms. Næsti leikur var fyrirhugaður í gærkvöldi, eða eftir að Skessu- horn fór í prentun, og fór hann fram í Borgarnesi. Þriðji leikurinn í viðureign liðanna verður laugar- daginn 15. apríl klukkan 16:00 í Njarðvík, fjórði leikurinn verður í Borgarnesi mánudaginn 17. apríl (annar í páskum) klukkan 20 og fimmti leikurinn og örugglega sá síðasti, ef jafnt verður með liðun- um fyrir hann, verður 20. apríl (sumardagurinn fyrsti), klukkan 19:15 í Njarðvík. Þessi árangur Skallagríms er sá besti sem liðið hefur náð frá upp- hafi. í raun er sama hvernig fer í þessari úrslitaviðureign, full ástæða er til að óska Borgnesing- um til hamingju með frábært lið, magnaða liðsheild, stjórnun og ekki síst áhorfendur sem hvatt hafa sína menn til dáða og fjöl- mennt á leiki liðsins. Til hamingju Skallagrímur! HJ/MM/ ijósm: vf.is Úrslit í vetrarleikum Faxa 2006 Þau sigruðu unglingaflokkinn, en þar var keppnin hvað hörðust. Fra vmstri Sig- urborg Hanna, Flosi og HeiðarArni. Eins og greint var frá í síðasta tölublaði fór lokakeppni Vetrar- leika hestamannafélagsins Faxa fram á Miðfossum 2. apríl sl. Nú hafa stig úr öllum þremur mótun- um verið tekin saman, en þau urðu eftirfarandi: Pollaflokkur Konráð Axel Gylfson, 8,8 stig Gyða Helgadóttir, 1,5 stig Barnaflokkur Úrsula Hanna Karlsdóttir, 11,7 stig Þórdís Fjeidsted, 11,6 stig Sigrún Rós Helgadóttir, 11,4 stig Unglingaflokkur Sigurborg Hanna Sigurðard. 16,9 stig Flosi Ólafsson, 15,7 stig Heiðar Árni Baldursson, 15,0 stig Kvennaflokkur Heiða Dís Fjeldsted, 19,0 stig Elísabet Fjeldsted, 15,8 stig Anna Cecilia Inghammer, 15,8 stig Karlaflokkur Haukur Bjarnason, 18,0 stig Oddur Björn Jóhannsson, 16,5 stig Baldur Björnsson, 16,2 stig Sjóbirtingsveiðin er treg Það hefur heldur hlýnað í veðri fyrir veiðimenn sem hafa verið að renna fyrir sjóbirting hér á Vestur- landi að undanförnu. Veiðimenn sem voru á bökkum Grímsár ( Borgarfirði um helgina veiddu lít- ið. Fáir fiskar höfðu komið á land vegna kulda. í Hítará hefur reitst upp bleikja og veiðimaður sem við heyrðum í við ána í vikunni sagði að það bjargaði öllu hvað væri gott skjól við veiðihúsið. Á milli 30 og 40 bleikjur eru komnar á land. Lítið hefur gengið í Andakílsá enda fáir við veiðar ennþá. Sil- ungur sást við brúna fyrir fáum dögum en fékkst ekki til að taka agn veiðimanna. GB Guðmund Stefánsson með nokkrar bleikjur við Breiðuna í Hítará.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.