Skessuhorn - 19.04.2006, Síða 11
..■.KWIIH1.LÍ
MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 2006
11
Nýi Baldur komiun til heimahafnar
í Stykkishóhni
Nýr Baldur siglir inn í höfnina í Hólminum í blíðskaparveHri. Ljósm. JTA
Baldur, nýtt skip Sæferða ehf.
kom til heimahafnar í Stykkishólmi
laugardaginn 15. apríl eftir um fimm
sólarhringa siglinu frá Hollandi.
Fjölmenni tók á móti skipinu í blíð-
skaparveðri enda hátíðarsmnd í
bænum.
Nýja skipið hét áður „Oost Vh-
eland" og var í ferjusiglingum um
frísnesku eyjamar í Hollandi. Skipið
sem er byggt 1974 var allt endumýj-
að árið 1994 og er stærra en gamh
Baldur eða um 20 metrum lengra og
3 m breiðara. Nýja ferjan styttir
leiðina milli Stykkishólms og
Brjánslækjar um tæpa klukkustund
en skipið leysir af hólmi smærra skip
með sama nafni sem selt var til
Finnlands og sigldi utan á dögunum.
Baldur fór í sínar fyrstu ferðir síð-
asthðinn mánudag. Blaðamaður brá
sér um borð efrir seinni ferðina og
tók Pétur Agústsson, skipstjóra á
Baldri og framkvæmdastjóra Sæ-
ferða tah og ffæddist lítillega tun
nýja skipið.
Veðjað á aukningu
Löng hefð er fyrir ferjusiglingum
við Breiðafjörð og hafa bátar og skip
með Baldurs nafriinu sirmt ferju-
flutningum um fjörðinn frá árinu
1924. Aherslur hafa í gegnum tíðina
breyst úr því að þjónusta eyjaskeggja
um nauðsynjar í að ferja bíla og fólk
yfir fjörðinn. „Sæferðir ehf. hafa um
fimm ára skeið sinnt rekstri Breiða-
fjarðarferjunnar en samkvæmt nýj-
um rekstrarsamningi fyrirtækisins
við Vegagerðina munu styrkir til
ferjunnar minnka næstu fimm ár og
loks leggjast af,“ segir Pémr. Hann
segir að í ljósi þessara breyttu for-
senda í rekstri ferjunnar hafi verið
ákveðið að ráðast í kaup á nýju skipi.
Pétur segir tvo kosti hafa verið í
stöðunni: ,Annarsvegar hefðum við
þurft að halda rekstri gamla skipsins
áffarn og draga saman seglin sam-
fara minnkandi ríkisstyrkjum. Gamh
Baldur var orðinn afar óhentugur á
þessari leið, hann hafi ekki annað
sumartraffikinm og ekki hafi verið
grundvöllur fyrir rekstri hans án rík-
isstyrkja. Hinsvegar var sá kostur
sem varð ofaná, þ.e. að festa kaup á
stærri ferju sem gæti annað aukinni
umferð að sumarlagi og staðið und-
ir sér í lok samningstímans við
Vegagerðina.“
Pétur hefur ákveðnar hugmyndir
um hlutverk og gagnsemi þessarar
ferjuleiðar og kveðst ekki telja ferju
vera tímaskekkju. Þvert á móti hafi
umferð yfir sumartíman verið að
aukast og Vestfirðingar séu mjög
áhugasamir um nýju ferjuna, viðtök-
umar hafi í raun verið ffábærar.
Góð samvinna
Til að anna páskaumferðinni fór
Baldur tvær ferðir á mánudag og
flutti í þeim um 300 manns og 90
bíla og hafa líklega aldrei verið flutt-
ir fleiri bílar yfir Breiðafjörð á einum
degi. Það fer vel um farþegana því
nýja skipið tók áður allt að 110
manns en nú flytur það mest um 300
manns í hverri ferð. Aðstaðan fyrir
farþegana er því öh hin besta.
Aðspurður segir Pétur að lengi
hafi staðið til að fá nýja ferju. „Þetta
er búin að vera 5 ára barátta við
ýmsa aðila,“ segir hann. Að lokum
bætir hann við að svona nokkuð væri
ekki hægt nema að hafa gott fólk í
kringum sig. Ahöfriin á Baldri og
starfsfólk Sæferða væm samheldin
og hefðu reynst ómetanleg í þessu
öllu saman. „Þetta byggist allt á
samvinnu. Eg væri ekki kominn
mjög langt ef ég væri einn að kúldr-
ast í þessu,“ sagði Pétur að lokum.
Eins og áður segir styttist sigl-
ingatíminn frá Stykkishólmi til
Brjánslækjar um hátt í eina klukku-
stund og verður nú rúmir 2 tímar en
auk þess tekur einhvem tíma að
koma við í Flatey. Brottfarir ffá
Stykkishólmi í sumar verða klukkan
9 og 16 og ffá Brjánslæk kl. 12:30 og
19:30.
Hlýjar móttökur á
Brjánslæk
Það vom hlýjar móttökur sem
áhöfri Baldurs fékk þegar skipið
lagðist að bryggju á Bránslæk í sinni
fyrstu ferð þangað á mánudaginn.
Fjöldi fólks var mættur niður við
höfii til að taka á mótinu skipinu.
Margir vom búnir að bóka far með
þessari fyrstu ferð nýja skipsins og
vora þau Pétur og Svanborg Sig-
geirsdóttir, eiginkona hans og mark-
aðsstjóri Sæferða hæstánægð með
móttökurnar sem skipið og áhöfri
fékk. Bæjarstjóri Vesturbyggðar,
Guðmundur Guðlaugsson færði á-
höfriinni dýrindis tertu í tilefrii dags-
ins. Einnig færði Oddi hf. á Patreks-
firði skipinu mynd að gjöf. JTA/GA
A Brjánslcek beiS hópurfólks eftir skipinu á mánudag. Ljósm: GA
Sigfúsarhátíð á sumardaginn fyrsta
Á morgun, sumardaginn fyrsta,
verður þess minnst á Reykhólum að
í ár em liðin tíu ár ffá andláti Sig-
fusar Halldórssonar tónskálds.
Þann dag verður haldin svokölluð
Sigfúsarhátíð. Tónlistardagskrá
verður í íþróttahúsinu á Reykhól-
um og þar ber hæst söngur Alfta-
gerðisbræðra sem syngja munu
nokkur lög eftir tónskáldið. I upp-
hafi dagskrárinnar mun Gunnlaug-
ur Sigfusson flytja ávarp og segja
ffá föður sínum.
Eins og fram hefur komið í
Skessuhorni dvaldi Sigfús nokkuð á
Reykhólum og samdi þar meðal
annars eitt þekktasta lag okkar
„Litlu fluguna“.
Fyrr um daginn verður haldinn
að venju á Reykhólum svokallaður
„Barmahlíðardagur“. Þar er um að
ræða handavinnusýningu, hluta-
velm og kaffisölu á hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Barmahlíð á Reyk-
Reykhólar.
hólum. Geta íbúar kynnt sér starf-
semi heimilisins um leið og þeir
njóta þess sem heimilismenn bera á
borð fyrir þá.
Þetta er í fjórða sinn sem Reyk-
hólahreppur stendur fyrir menn-
ingardagskrá á sumardaginn fyrsta.
Barmahlíðardagurinn á sér hins
vegar lengri sögu.
HJ
------------------------1
Akraneskaupstaður
Bæjarstjórn Akraness
Útvarpað er frá bæjarstjórnarfundum á FM 95,0
1011. fundur bæjarstjórnar Akraness verður
haldinn í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18, 3.
hæð, þriðjudaginn 25. apríl 2006 og hefst hann
kl. 17:00.
Bæjarmálafundir stjórnmálaflokkanna verða sem hér segir:
Akraneslistinn - Samfylkingin
í Hvíta húsinu, Skólabraut 9,
mánudaginn 24. apríl 2006 kl. 18:00.
Framsóknarflokkurinn
í Framsóknarhúsinu, Sunnubraut 21,
mánudaginn 24. apríl 2006 kl. 20:00.
Sjálfstæðisflokkurinn
að Kirkjubraut 3,
mánudaginn 24. apríl 2006 kl. 20:00.
Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir
til að mæta og kynna sér bæjarmálin.
Bæjarstjóri.
FÉLAG IÐN- OG TÆKNIGREINA
Minnum á aðalfund FIT
laugardaginn 22. maí kl:10:00
í Akóges-salnum Sóltúni 3.
Félagið veitir ferðastyrk til þeirra félagsmanna
sem búa í meira en 40 km. fjarlægð frá
fundarstað.
| Óskum félagmönnum og fjölskyldum þeirra
I gleðilegs sumars
Stjórn Félags iðn- og tæknigreina
Verkalýðsfélag Akraness
- AÐALFUNDUR -
Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness verður haldinn
miðvikudaginn 26. apríl kl. 20:00 að Kirkjubraut 40, 3. hæð.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu.
3. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs.
4. Kosningar sem þurfa að fara fram á aðalfundi samkvæmt
28. grein laga félagsins.
5. Ákvörðun félagsgjalda.
6. Önnur mál.
Á aðalfundi verða ekki afgreiddar með atkvæðagreiðslu aðrar
tillögur og ályktanir en þær sem borist hafa til skrifstofu
félagsins 5 dögum fyrir aðalfund eins og 28. grein laga
; félagsins kveður á um. Ársreikningur félagsins mun liggja
I frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. Komi tillögur
• eða ályktanir fram þá munu þær liggja frammi á skrifstofu
| félagsins og verða einnig kynntar á heimasíðu félagsins.
Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta.
Kaffiveitingar
Verkalýðsfélag Akraness • Sunnubraut 13 • sími 430-9900