Skessuhorn - 19.04.2006, Síða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 2006
SKESSUHÖRK]
'e/uunn^^
Skipulagsklúður og
iimhveifmnál
Agætu Akurnesingar ég get ekki
orða bundist lengur vegna þess
ástands sem orðið er á bænum
okkar og næsta nágrenni sem er
orðið það slæmt að það er erfitt að
ákveða hvar á að byrja í upptaln-
ingunni á því sem hefur farið úr-
skeiðis og er bæjarfélagi af þessari
stærð hreinlega til skammar svo
ekki sé sterkara að orði kveðið.
Kannski er best að byrja aðeins
fyrir utan bæinn okkar og þar er
fyrst að nefna ástand veganna sem
liggja að og frá bænum bæði inn
að göngum og eins vegurinn upp
að Lambhaga. Hvar annarstaðar á
landinu haldið þið lesendur góðir
að fólk láti bjóða sér svona vegi
sem eru stórhættulegir vegna þess
að þeir eru allir í hólum og dæld-
um og er orðnir svo slæmir að þeir
virka orðið eins og stökkbretti. Af
hverju eiga Skagamenn og aðrir
vegfarendur að láta bjóða sér
svona vegi og afhverju eru bæjar-
yfirvöld ekki búinn að fá vega-
gerðina til þess að laga þessa vegi?
Þetta er til skammar.
Þegar komið er inn í bæjarfélag-
ið er manns fyrsta hugsun að eitt-
hvað stórslys hafi orðið í skipu-
lagsmálum bæði hvað varðar legu
aðalvegar inn í bæinn með tilliti til
framtíðar skipulags og einnig með
tilliti til þess sem fyrir augu ber og
gefur fólki sem heimsækir bæinn
fyrstu tilfinningu fyrir því hvernig
bæ er verið að heimsækja. Sem
dæmi má nefna lifrarbræðslu þar
sem gríðarlegur draslaraskapur er
látinn viðgangast af bæjaryfirvöld-
um svo ekki sé minnst á það hverj-
um datt í hug að setja fiskvinnslu-
fyrirtæki niður við Smiðjuvelli og
Kalmansvelli þar sem verið er að
byggja upp verslun og þjónustu og
á sama tíma þenjast fiskvinnslu
fyrirtækin út í hverfinu.
Það er ekki hægt að segja annað
en að Kalmansvellir og Smiðju-
vellir eru sóðalegustu og verst
skipulögðu götur bæjarins og taki
það til sín hver sem á. Þarna er
vöxtur matvöruverslunar áætlaður
hvað mestur næstu misserin. Þetta
er til skammar fyrir bæinn.
Akranes var einu sinni umtalað-
ur bær fyrir að hafa allar götur
steyptar en í dag er Akranes um-
talaður bær fyrir að hafa nánast
allar götur ónýtar og ef að keyrt er
um bæinn á þessum ónýtu götum
og litið í kringum sig með auga
aðkomumannsins þá eru um allan
bæ illa við haldin hús og líka ófrá-
gengin svæði sem ekkert hefur
verið gert við í áratugi og má þar
nefna malarplan á gatnamótum
Suðurgötu og Skagabrautar, svæði
við Ægisbraut og Vallholt, svæði
við Akursbraut og svo mætti lengi
telja.
Ekki hef ég enn hitt þann
Skagamann sem er sáttur við stað-
setningu nýja fótboltahússins við
Jaðarsbakka og breytir þá engu
hvort menn eru með eða á móti
byggingunni sem slíkri. Það er
umhugsunarefni hvort hreinlega
hefði þurft að kjósa um svona.
Þetta er arfaslæmt mál.
Mín skoðun er sú að þessi
klúbbur sem kallað hefur sig „Bæj-
arstjórn" undanfarna áratugi hafi
gjörsamlega brugðist íbúum bæj-
arins með framkvæmdaleysi á allt
of mörgum þáttum í starfsemi
bæjarins og er það mín skoðun að
reka þurfi bæjarfélagið eins og
stórfyrirtæki með hæfa menn sem
stýra fyrirtækinu en ekki póli-
tíkusa sem jafnvel ekkert vit hafa á
rekstri fyrirtækja. En það skal tek-
ið ffam að þetta er mín skoðun og
þarf ekki að endurspegla skoðanir
meirihluta bæjarbúa, en hver veit?
Ketill Már Bjömsson
Háteigi 16, Akranesi
Kjartan í Kirkjuhvoli
Næstkomandi laugardag, 22.
apríl, hefst í Listasetrinu Kirkju-
hvoli á Akranesi málverkasýning
Kjartans Guðjónssonar. Þar sýnir
hann um 25 olíuverk sem unnin
eru á þessu ári og því síðasta.
Kjartan er fæddur 21. apríl 1921
og er þetta því nokkurs konar af-
mælissýning. Auk þess er minnst að
rúm 60 ár eru liðin ffá því hann
sýndi verk sín fyrst á Islandi, þá ný-
komin úr listaskóla í Bandaríkjun-
um. Kjartan nam myndlist í
Chicago í tvö ár en sneri aftur heim
og fór að kenna við Myndlistar- og
handíðaskóla Islands og kenndi þar
í mörg ár. Þar kynntist hann öðr-
um listamönnum sem höfðu numið
erlendis og kynnst stefnum á borð
við abstrakt-list. Þar á meðal voru
Nína Tryggvadóttir, Þorvaldur
Skúlason, Snorri Arinbjarnar og
fleiri, sem síðar mynduðu kjarnann
í Septemhópnum og um haustdð
1945 héldu þau sýningu í Lista-
mannaskálanum sem áttá eftir að
hafa effirmál, svo ekki sé fastar að
orði kveðið. Kjartan bjó um skeið í
Flórens og París og málaði. Hann
hefur haldið margar einkasýningar
og tekið þátt í samsýningum auk
þess að myndskreyta bækur. Sýn-
ingu Kjartans í Kirkjuhvoli lýkur 7.
maí. Listasetrið er opið alla daga
nema mánudaga ffá kl. 15-18.
MM
T^en/iúui—
Sterkara samfélag - allir með!
Nú styttist í sveitastjórnarkosn-
ingar sem fram fara þann 27. maí
næstkomandi og þá gefst bæjarbú-
um á Akranesi tækifæri til þess að
sýna gildismat sitt í verki. A Akra-
nesi hefur Samfylkingin verið í
meirihluta síðustu tvö kjörtímabil
og lagt traustan grunn að sterku
samfélagi þar sem áhersla er lögð á
samábyrgð, sjálfræði og samvinnu.
Síðustu misserin hefur orðið gríð-
arleg endurnýjun í Samfylkingunni,
það sést vel á framboðslistanum
sem telff er fram að þessu sinni þar
sem ungt fólk með sterkar hugsjón-
ir og einbeittan vilja til góðra verka
skipar veigamikinn sess. Astæðan
fyrir þessari miklu endurnýjun er
einföld, Samfylkingin hefur sýnt
það og sannað síðastliðin átta ár að
hún er besti kosturinn þegar að því
kemur að kjósa afl til forystu í bæn-
um okkar. I Samfylkingunni lifir á-
setningurinn um lífsgæði öllum til
handa og hver sá sem kynnir sér
málflutninginn og fólkið sem fyrir
honum stendur finnur að ekki er
um innistæðulaust hjal að ræða
heldur raunverulegan vilja til þess
að hrinda hugsjóninni um jöfnuð
og velferð í framkvæmd. Allir sem
deila þessum hugsjónum eru vel-
komnir í Samfylkinguna og ein-
dregið hvattir til þess að taka þátt í
að móta skýra stefnu til árangurs í
ffamtíðinni. Þetta höfum við, sem
erum ný á hinum pólitíska vett-
vangi fundið. A okkur er hlustað,
virðing borin fyrir skoðunum okkar
og okkur treyst fyrir ábyrgðarmikl-
um verkefnum. Vlð viljum nota
þetta tækifæri til þess að hvetja alla
þá sem hafa áhuga á bæjarmálum til
þess að taka þátt í starfinu
framundan með okkur.
I Samfylkingunni ríkir einhugur
um markmið sem gerir það að
verkum að það er samstilltur hópur
sem nú vinnur ötullega að því að fá
endurnýjað umboð bæjarbúa til
þess að halda áfram því góða starfi
sem unnið hefur verið síðastliðin
átta ár, enda er mikið í húfi. Af bar-
áttumálum okkar má nefha aukin
tækifæri íbúa á Akranesi til þess að
hafa áhrif á stefnumótun og ákvarð-
anatöku í mikilvægum málum enda
hlýtur velferð okkar allra, sjálfs-
virðing og sjálfræði að grundvallast
á virkri þátttöku í mótun samfé-
lagsins. Hver og einn á að hafa val-
frelsi til þess að haga lífi sínu í sam-
ræmi við eigið gildismat og tdlfinn-
ingu fyrir tilverunni, svo ffarnar-
lega sem það gengur ekki á rétt
annarra til þess sama, og þessu vali
ber að sýna virðingu og skilning.
Oll eigum við rétt á því að okkur
líði vel í bænum okkar, að við get-
um unað sátt við hlutskipti okkar
og haft raunveruleg tækifæri og
fjárhagslegt svigrúm til að ffam-
fylgja vali okkar. Þessi dýrmæta
hugsjón grundvallast á því að við
tökum öll höndum saman um að
byggja sterkara samfélag - allir
með!
Hrönn Ríkharðsdóttir,
skipar 2. sæti á lista
Samjylkingarinnar og óháðra.
Anna Lára Steindal, skipar 3. sæti.
Sigrún Osk Krisljándsóttir,
skipar 4. sæti.
Hrafnkell A. Proppe',
skipar 5. sæti.
Ingibjörg Valdimarsdóttir,
skipar 7. sæti.
Valgarður jónsson, skipar 8. sæti.
Guðmundur Valsson, skipar 9. sæti.
Framrúður brotnar
Ifimm vikur fékk þessi bifreiS með sprungið dekk að standa óáreitt við rætur Hafnarfalls. Einhverjum gœti þótt það langur tími án
þess að hann væri skemmdur en þó kom að því að einhvejir óhugulsamir einstaklingar skildu mark sitt eftir á honum. Um páskana
voru báðar framrúður btlsins brotnar en þráttfyrir það var ekki að sjá aðrar skemmdir á bílnum. Engu virðist hafa verið stolið enda
engu í bílnum að stela svo tilgangur skemmdarverksins virðist vera óljós. Ljósm. BG
Tveir Skagamenn kepptu á
Islandsmóti í fitness
Tvö ungmenni frá Akranesi
kepptu um páskana á Islandsmót-
inu í fitness sem ffam fór á Akur-
eyri. Olöf Sigríður Magnúsdóttir
keppti í módelfitness, sem er ný
grein og einnig í fitness. I módelfit-
ness er leitað eftir íþróttalegum
vexti en ekki eins miklum skurði
eins og í vaxtarrækt. I fitness
keppni kvenna þurfa þær að hlaupa
í gegnum hraðabraut, sem inni-
heldur meðal annars bíladrátt,
dekkjahlaup, axlalyftur, niðurtog,
klifurvegg og kaðal sem þarf að
kliffa upp.
Gunnar Smári Jónbjömsson tók
þátt í fimess. Þar byrjar keppnin í
samanburði svo dómarar getir
skoðað keppendur ffá toppi til táar
og síðan er farið í ýmsar þrautir og
mótið endað á lokasamanburði.
Gunnar Smári varð í þriðja sæti í
sínum flokki.
Að sögn Gunnars og Olafar er
undirbúningur gríðarlegur fyrir
svona mót og krefst mikils aga. Þau
byrjuðu bæði að undirbúa mótið í
byrjun janúar með lyftingaræfing-
um, brennslu og ströngu mataræði.
Síðusm vikur fyrir mótið æfðu þau
tvisvar á dag í þreksalnum á Jaðars-
bökkum og borðuðu 6-7 máltíðir
á dag sem innihéldu einungis fisk,
kjúklingabringur, haframjöl eða
grænmeti. Síðusm dagana fyrir
mótdð minnkuðu þau síðan vams-
neyslu til að fá betri skurð í
vöðvana. Þau sögðust bæði mjög
stolt af árangrinum og vildu koma
þökkum til Akraneskaupstaðar sem
stóð vel við bakið á þeim svo og til
fjölskyldu þeirra og vina sem einnig
smddu þau dyggilega. HJ