Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2006, Page 15

Skessuhorn - 19.04.2006, Page 15
..fv'iini- 3 MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 2006 15 Verkaskipting nkis og sveitarfélaga Um árabil hefur verið skrafað og skrifað um flutning verkefna frá ríkisstjórn til sveitastjórna. Mikil breyting varð á verkefnum sveitar- félaga árið 1996 er rekstur grunn- skólanna færðist í þeirra forsjá en síðan hefur mikið verið rætt um frekari verkefnaflutning. Nú er meðal annars rætt um að flytja málefni fatlaðra, málefni aldraðra og félagsþjónustuna yfir til sveitar- félaga. Þetta yrði gert með sam- komulagi milli Samtaka sveitarfé- laga og ríkisstjórnarinnar og síðan ákarðað með lögum frá Alþingi. En hvaða ávinningur skyldi vera af slíkum tilfærslum? Hvað hefur til- dæmis áunnist við það að flytja rekstur grunnskóla til sveitarfé- laga? Augljóslega er valdið dreifð- ara hjá hjá mörgum sveitarstjórn- um en í einni ríkisstjórn en margt annað hefur áhrif á árangur af svona verkefnaflutningi en bara aukið lýðræði - sem auk þess má eflaust deila um hvort sé raunin. Getulaus sveitarfélög Mér hefur alltaf þótt undarlegt að menn skuli ræða flutning verk- efna til sveitarfélaga sem einangr- að fyrirbæri. Það gefur auga leið að þegar menn fjalla um flutning stórra málaflokka til sveitarfélaga svo sem félagsmál og málefni aldr- aðra hljóta menn að ætla sveitarfé- lögunum tekjustofna til að fjár- magna verkefnin. Það sem gerist hinsvegar þegar stærð sveitarfé- laga er ekki höfð með í umræðunni er að það verður óframkvæman- legt að finna leið til að fjármagna verkefnin hjá sveitarfélögunum með almennum tekjustofnum. Sveitarfélögin eru einfaldlega of ólík að stærð og gerð til þess að slíkt sé gerlegt. Því var jöfnunar- sjóði komið á fót þegar grunnskól- inn var færður í forsjá sveitarfé- laga. Sjóðurinn átti að skammta litlum sveitarfélögum tekjur til rekstar skólanna, jafna tekjum til þeirra eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Þessi sjóður hefur hins- vegar frá fyrstu stundu lotið flókn- um reglum sem sífellt verða flókn- ari og meiri að umfangi eins og greiðslurnar úr honum, svo nú skilja þessar reglur bara tveir menn að sögn en mennina tvo skilja hinsvegar næsta fáir! Það sem blasir við er að sveitarfélög sem upphaflega verða til sem land- fræðilegar einingar í bændasamfé- lagi sem byggði afkomu sína á sauðkind og útræði á litlum ára- bátum eru úreltar einingar! Fá- menni í sumum þeirra er meira en nokkru sinni þrátt fyrir fjölgun landsmanna og verkefnin sem færa á til þeirra er sumsstaðar ekki til að dreifa í sveitarfélaginu, varla að finnist barn á grunnskólaaldri. Þetta er í sjálfu sér álíka gáfuleg umræða og að velta vöngum yfir því hve margar merar eigi að leiða undir hvern hest án þess að gera greinarmun á gljáfextum graðhest- um og afgömlum geldklárum sem vart eru tækir í bjúgnagerð! Á að flytja verkefhi til sveitarfélaga? Nú er nokkuð rætt um flutning á forsjá með málefnum aldraðra til sveitarfélaga. Þetta er í sjálfu sér góðra gjalda vert þó óneitanlega beri umræðan nokkur merki þess að ffamundan eru kosningar til sveitarstjórna. Hinsvegar held ég að menn verði að draga lærdóm af flutningi grunnskólans á sínum tíma til sveitarfélaga frá ríki. Þar var málaflokkur sem um langt skeið hafði búið við ónógar fjár- veitingar, starfsfólk var illa launað og víða þörf fyrir aukið og endur- bætt húsnæði. Auk þess stóð til að fara í verulegar kerfisbreytingar með því skólinn skyldi einsetinn og námið í grunnskólunum skyldi opnað fyrir öllum nemendum - starf sérskólanna átti að færast inn í grunnskólana. Að mörgu leyti er svipuð staða uppi nú í rekstri dvalar- og hjúkr- unarheimila og var í rekstri grunn- skólanna fyrir tíu árum. Hluti starfsfólks er illa launað, húsnæði vantar víða undir starfsemina og ljóst að á næstu árum verða gerðar auknar kröfur um gæði húsnæðis og umfang þjónustu sem þar er veitt. Ef færa á þennan málaflokk, fé- lagsþjónustuna eða málefni fatl- aðra, yfir til sveitarfélaga á næstu árum er alveg ljóst að vanda þarf til verka, tryggja að sveitarfélögin hafi burði til að leysa þau af hendi og móta sæmilega skýra framtíðar- sýn til verkefnanna sem menn hyggjast ráðast í áður en ýtt er úr vör. Ef þing og þjóð ætla hinsveg- ar að halda í núverandi hreppa- mörk er eðlilegt að stór verkefni á borð við þau sem áðan var getið verði áffam á könnu ríkisstjómar. Fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga Af því að minnst var á jöfunar- sjóð hér að ofan er rétt að geta þess einnig að sveitarfélög fjár- magna fjölmörg verkefni með þátttöku ríkissjóðs. Þannig greið- ir ríkissjóður hluta húsaieigubóta, hluta af kostnaði við refa og minn- kaeyðingu, hluta af bygginga- kostnaði ýmissa mannvirkja og svo mætti lengi telja. Því miður hafa þessi fjármálalegu samskipti oftar en ekki mótast af því að ríkið setur þak á fjárveitingar til ákveðinna verkefna einhliða og oft án vitund- ar sveitarstjórna. Þetta leiðir því oft til þess að greiðsluhlutfall sveitarstjóðs verður hærra en um samin skipting gerir ráð fýrir. I Borgarbyggð hefur til að mynda verið mikil uppbygging á leigu- húsnæði undanfarin ár og sveitar- félagið borið mun hærra hlutfall af húsaleigubótum en greiðsluskipt- ing ríkis og sveitarfélags gerir ráð fýrir. Annað dæmi um styrð sam- skipti þar sem reynt er að skipta opinberu fé milli stjórsýslustiga er glíma um hver á að greiða fýrir tónlistanám. Samningar um þetta smá mál (á mælikvarða ríkisfjár- laga) hafa staðið á þriðja ár og enn hafa menn ekki fundið viðundandi lausn. Þetta segir mér að varhuga- vert sé fyrir sveitarfélag sem nú þegar á fullt í fangi með að fjár- magna þann rekstur sem fyrir er að sækja aukin verkefni til ríkis- sjóðs. Líklegt er að rekstrarstaða sveitarfélagsins muni versna frem- ur en hitt. Hins vegar er ég sann- færður um að rekstur málaflokk- anna muni batna verði hann færð- ur til sveitarfélaganna frá því sem nú er meðan hann er á forsjá ríkis- ins. Stöndum vörð um Höfða Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 11. apríl sl. hvatti bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, Þórður Þ. Þórðarson, alla bæjarfulltrúa til að standa vörð um Dvalarheimilið Höfða. Tilefni þessara orða var skýrsla starfshóps um framtíðar- skipulag öldrunarmála á Akranesi t.d efling heimaþjónustu. Kynn- ingarfundur um þessa skýrslu var haldinn 3. apríl sl. og í henni er margt athyglisvert. En það er á fleiri vígstöðum sem standa þarf vörð um Höfða. Á fundi bæjarstjórnar þann 28. mars sl. voru samþykktir ýmsir samn- ingar milli Akraneskaupstaðar og sveitarfélaganna sunnan Skarðs- heiðar sem við Sjálfstæðismenn greidddum atkvæði á móti. Það er okkar skoðun að það sé réttara og eðlilegra að þessir samningar hefðu verið látnir bíða fram yfir komandi sveitarstj órnarkosningar, sérstaklega þar sem nýtt sveitarfé- lag verður til sem viðsemjandi Akraneskaupstaðar eftir þessar kosningar. Einnig er það okkar skoðun að Akranes og nýja sveitar- félagið eigi að sameinast sem fyrst. Tveir samningar eru enn óaf- greiddir. Annars vegar Skipulags- skrá Byggðasafnsins á Görðum og hins vegar Dvalarheimilisins Höfða. Meðal nýmæla í nýrri skipulagsskrá Höfða er að fækka á í stjórn úr 5 í 4 og formaður fari með tvöfalt atkvæði í stjórninni og að eignaraðilar geta afturkallað tilnefningu stjórnarmans á kjör- tímabilinu. Það getur þýtt það ef meirihluta á hverjum tíma líkar ekki afstaða fulltrúa minnihlutans þá er hægt að skipta honum út. Það er ljóst að með þessum til- teknu breytingum og ýmsum fleiri á skipulagsskránni ætlar núverandi meirihluti bæjarstjórnar Akranes að herða tökin á rekstri Höfða, hver sem tilgangurinn er á bak við það. Góð sátt hefur verið um rekstur Höfða til þessa fýrir utan ráðningu á nýjum framkvæmda- stjóra. En nú ber svo við að meiri- hlutinn virðist ætla að setja nýjar áherslur í rekstur Höfða með breyttri skipulagsskrá og því ekki ólíklegt að spurt sé á að færa t.d störf frá Höfða til bæjarskrifstof- unnar. Það er því full ástæða til að standa öflugan vörð um Dvalar- heimilið Höfða. Þess má geta að Akraneskaupstaður hefur ekki greitt eina krónu til reksturs Höfða á þessu kjörtímabili. Gunnar Sigurðsson, Oddviti Sjálfstaðismanna í Bæj- arstjóm Akraness. Breytt viðhorf ríkis- stjómar Hver er þá lausnin? Hvernig á að haga verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga? I mínum huga er full þörf á endurskoðun verka- skiptingarinnar en sú endurskoð- un á að hafa það markmið að tryggja ákveðna þjónustu hins op- inbera. Um þá þjónustu þarf að vera sæmileg sátt og til hennar þarf að tryggja sveitarfélögum fjármagn. Það er vissulega á- nægjuefni að ríkissjóður sé rekin með tekjuafgangi en verra að það skuli gert á kostnað sveitarsjóða vítt og breytt um landið. Þessu þarf nauðsynlega að breyta þannig að sveitarfélögum sé tryggt fjár- magn til þess rekstrar sem þeim er ætlað að sinna. Það er hinsvegar ekki einkamál sveitarstjórnar- manna heldur málefni þings og ríkisstjórnar ekki síður. Þar á bæ mættu menn gjarnan átta sig á að bein tengsl eru milli verkefna, tekjustofna og stærðar sveitarfé- laga og erfitt getur reynst að breyta einum þessum þátta án þess að hinir fylgi með. Finnbogi Rögnvaldsson, formaður bæjarráðs Borgarbyggðar Tilkynning til forsvars- manna mannamóta á Vesturlandi Nú er vinnsla á Ferðablaðiðinu Vesturland 2006 á lokastigi hjá Skessuhorni ehf. Gert er ráð fyrir að blaðið fari í prentun um næstu mánaðamót. Meðal fastra liða í blaðinu er skrá yfir alla viðburði á Vesturlandi nk. sumar sem forskráðir hafa verið fyrir 21. apríl nk. Undirritaður vill hvetja alla þá sem eru í forsvari fyrir mannamótum; bæjar- og héraðs- hátíðum, tónleikum, íþrótta- viðburðum, gönguferðum, skemmtunum og hverju því sem á erindi til ferðafólks, að skrá þessa viðburði inn á vefinn, þannig að upplýsingar um þessa dagskrárliði birtist í Ferðablaðinu (öllum að kostnaðarlausu). Rétt leið til að skrá þessa viðburði er að fara inn á vefinn www.skessuhorn.is og fara þar undir “Á döfinni”. Athugið að umsjónarmenn viðburða bera einir ábyrgð á því að upplýsingar um viðkomandi mannamót séu skráðar, ekki útgefendur Ferðablaðsins. Ef einhverjar spurningar vakna, þá endilega snúið ykkur til skrifstofu Skessuhorns í síma 433-5500 (894-8998) eða sendið tölvupóst á skessuhorn@skessuhorn.is Allra síðasti dagur til að skrá þessa viðburði er föstudagurinn 21. apríl 2006. Magnús Magnússon, ritsjóri. Sýslumaður Snæfellinga Almennar sveitarstjórnarskosningar Almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 27. maí 2006. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin. í umdæmi sýslumanns Snæfellinga fer hún fram á eftirtöldum stöðum: skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2 í Stykkishólmi, virka daga kl. 10.00 til 15.30 skrifstofu sýslumanns, Hrannarstíg 2 í Grundarfirði, virka daga kl. 13.00 til 14.00 skrifstofu sýslumanns, Bankastræti 1A í Ólafsvík, virka daga kl. 10.00 til 15.00 skrifstofu hreppsstjóra, Þverá í Eyja- og Miklaholtshreppi, virka daga kl. 12.00 til 13.00 skrifstofu hreppsstjóra, Mýrdal II í Kolbeinsstaðahreppi, virka daga kl. 12.00 til 13.00 Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi kjörstjóra. Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað. Stykkishólmi, 6. apríl 2006. Sýslumaður Snæfellinga.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.