Skessuhorn - 17.05.2006, Qupperneq 1
VIKUBLAÐ ÁVESTURLANDI 20. tbl. 9. árg. 17. maí 2006 - Kr. 400 í lausasölu
Hjallastefiian
á Bifröst?
Viðræður hafa að undanförmi staðið yfir
milli Borgarbyggðar og Hjaliastefnunar
ehf. ásamt Viðskiptaháskólanum á Bifröst
um að Hjallastefhan taki yfir reksmr leik-
skólans Hraunborgar á Bifröst. Ef að
þessu verður mun Hjallastefnan taka við
rekstri leikskólans við upphaf næsta skóla-
árs. Inntak Hjallastefnunnar er jafhréttis-
uppeldi, jákvæðni, agi, skapandi hugsun,
félagsþjálfun og einstaklingsstyrking og
rekur fyrirtækið nú þegar leik- og grunn-
skóla í Garðabæ, tvo leikskóla í Hafnar-
firði og einn leikskóla á Akureyri.
Að sögn Asthildar Magnúsdóttur, for-
stöðumanns firæðslu- og menningarsviðs
Borgarbyggðar hafa þessar hugmyndir
fengið góð viðbrögð og telur hún að þarna
verði stigið fr amfaraskref í leikskólamálum
sveitarfélagsins. Innan tíðar mun Margrét
Pála Olafsdóttir ffamkvæmdastjóri Hjalla-
stefnunnar koma og kynna starf Hjalla-
stefnunar fyrir starfsfólki leikskólans og
foreldrum leikskólabama.
Asthildur segir húsnæði leikskólans á
Bifröst henta vel fyrir HjaUastefhuna, en
vegna mikillar fólksfjölgunar á Bifröst
stefnir í að stækka þurfi húsnæði skólans,
jafnvel fyrir næsta skólaár.
Ef að þessu samstarfi verður mun leik-
skólinn Hratmborg vera fimmti leikskól-
inn sem að Hjallastefan ehf. rekur. Páll S.
Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar
telur þessar hugmyndir góðar og ef gera
eigi breytingar á rekstri leikskólans sé rétti
tíminn til þess þar sem núverandi leik-
skólastjóri láti brátt af störfum.
A kosningafundum nú nýlega hafa
Framsóknarmenn í nýju sveitarfélagi mót-
mælt því sem þeir kalla ófagleg vinnu-
brögð við einkavæðingu leikskólans.
Sveinbjörn Eyjólfsson efeti maður á lista
Framsóknarflokksins sagði að gagnrýni
þeirra beindist eingöngu að vinnubrögð-
um. „Við höfum ekki vikið einu orði að
Hjallastefnu. Það er hins vegar mjög al-
varlegur hlumr að ganga í einkavæðingu
leikskólans án þess að ræða það og kynna
til hlýtar í samfélaginu öllu. Það á alveg
eftir að greina orsök og afleiðingar. Að
keyra svona breytingu í gegn á rúmri viku
eru forkastanleg vinnubrögð," sagði
Sveinbjörn. SO
ATLANTSOLIA
Dísel •Faxabraut 9.
Afóstudag ísíðustu viku gerðu nemendur úr námshópnum „ Útlagar og herskip“ í Grundaskóla á Akranesi ávænt strandhögg í Geirshólma íHvalfirði. Þráttfyrir mótbárur
hólmans með snarbrött klifí fiófram á atta vegu þá gekk landgangan greiðlega. A myndinni er hópurinn kominn á topp hólmans í einmuna veðurblíðu ogfógru umhverfi
Hvalfjarðar. Sjá nánar á bls. 10. Ljósm. EÞS.
Hönnun tvöföldunar
Hvalfj arðarganga í startholunum
Lega nýs munna að norðanverðu meðal kosta sem kanna þarf
Undirbúningur að hönnun
tvöföldunar jarðganga undir
Hvalfjörð er nú í undirbúningi
hjá Vegagerðinni. Meðal þess
sem taka þarf afstöðu til við tvö-
földun ganganna er hvar þau eiga
að liggja. Þó líklegast verði að
telja að þau verði samsíða núver-
andi göngum verður sá möguleiki
kannaður að munni nýju gang-
anna að norðanverður liggi aust-
ar en núverandi ganga. I dag aka
flestir vegfarendur um göngin því
lengri leið en þyrfti ef munninn
að norðanverðu lægi betur við
núverandi þjóðleið vestur og
norður í land.
Eins og fram hefur komið í
fréttum Skessuhorns hefur um-
ferð um Hvalfjarðargöng aukist
mun hraðar en búist var við og
fyrir nokkru hófust umræður um
hvort ekki væri tímabært að huga
að tvöföldun þeirra. Sú umræða
hefur aukist í kjölfar umræðna
um fyrirhugaðar framkvæmdir
við Sundabraut.
Meðal þeirra atriða sem huga
þarf að við hönnun ganga er lega
þeirra meðal annars hvar munn-
um er komið fyrir. Þegar ganga-
munninn að norðanverðu var
ákveðinn í upphafi var horff til
þess að þar var besta landrýmið
og einnig voru á þeim tíma uppi
hugmyndir um að ffamtíðarlega
þjóðvegarins vestur og norður í
land lægi norðan við Akraljall og
um veg yfir Grunnafjörð. Fram-
kvæmdir við þann veg hafa hins-
vegar aldrei komist á fram-
kvæmdastig. Því hafa vaknað
spurningar hvort ekki sé rétt við
tvöföldun ganganna að munninn
við norðanverðan fjörðinn verði
mun austan en núverandi munni í
ljósi þess að stærstur hluti um-
ferðarinnar í dag fer vesmr og
norður í land en ekki á Akranes. I
raun er því lega ganganna í dag
að lengja leið flestra, eða um 75%
vegfarenda, með tilheyrandi
kostnaði.
Hreinn Haraldsson fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs Vega-
gerðarinnar segir að hönnun tvö-
földunar Hvalfjarðarganga sé
ekki hafin en unnið sé við að fara
yfir forsendur framkvæmdarinn-
ar. Að þeirri vinnu lokinni geti
hönnun þeirra hafist. Hreinn
segir að með tvöföldun ganganna
sé verið að bregðast við þeirri
miklu umferð sem nú fari um
svæðið en ekki síður megi með
tvöföldun auka mjög öryggið.
Með auknu öryggi sé átt við að
hægt verði að hleypa umferð á
milli ganga og eðli málsins sam-
kvæmt sé líklegast að þau verði
samsíða alla leið. Það sé þó ekki
ákveðið og meðal þeirra þátta
sem skoða þurfi sé sú staðreynd
að stærstur hluti umferðarinnar
fari vestur og norður í land. Nú-
verandi lega ganganna lengi því
leið þeirra.
Því vaknar sú spurning hvort
með tvöföldun núverandi ganga
með sömu legu aukist ekki þrýst-
ingur á vegagerð um Grunna-
fjörð. Jón Rögnvaldsson, vega-
málastjóri segir að á sínum tíma
hafi vegagerð um Grunnafjörð
verið í umræðunni. Ekki hafi
komið til þeirrar vegagerðar og
ekki hafi verið unnið að því máli
um langt skeið. Hann benti á að
vegagerð um fjörðinn hefði á sín-
um tíma mætt andstöðu vegna
umhverfisáhrifa og kröfur í þeim
efnum hefðu aukist á seinni árum.
HJ
SPARISJÓÐUR MÝRASÝSLU - HORNSTEINN í HÉRAÐI
Digranesgötu 2 • 310 Borganes • Síðumúla 27 »108 Reykjavík • Sími 430 7500 • Fax 430 7501 • spm@spm.is • www.spm.is