Skessuhorn - 17.05.2006, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006
g£isiuii6iiæi
Bergþór ráð-
inn
fjármála-
stjóri
Loftorku
Bergþór Guðmundsson hefur
verið ráðinn fjármálastjóri
Loftorku Borgarnesi ehf. Berg-
þór er viðskiptafræðingur frá
City University í London og var
áður fjárreiðustjóri HB Granda
hf. og þar áður fjármálastjóri
Haraldar Böðvarssonar hf. ffá
árinu 1992. Hann segir nýja
starfið afar áhugavert enda hafi
uppbygging fyrirtækisins verið
hröð og mjög spennandi tímar
framundan. A undanförnum
árum hafa miklar breytingar átt
sér stað í sjávarútvegi, mikil um-
brot og margar sameiningar fyr-
irtækja átt sér stað ekki síst í
kringum það fyrirtæki sem hann
hefur starfað hjá. Bergþór er
búsettur á Akranesi en Borgfirð-
ingur að uppruna. Eiginkona
hans er Bryndís Rósa Jónsdóttir
og eiga þau þrjú börn.
HJ
Tit minnis
Við minnum á fyrsta heimaleik
Skagamanna í Landsbanka-
deildinni í sumar. Á komandi
laugardag munu KR-ingar
sækja Skagamenn heim. Leikur
liðanna hefst klukkan 16:00 á
Akranesvelli. Til stendur að
nýtt lukkudýr stuðnings-
mannafélagsins Skaga-
markanna mæti á völlinn.
Ve?Mrhorfitr
Fremur hæg norðaustlæg átt
verður frá fimmtudegi fram á
þriðjudag og víða dálitlir skúrir.
Fremur milt veður hér á Vestur-
landi og jafnvel glaðasólskin á
föstudag og laugardag.
Sptvrnintj viNnnar
í síðustu viku var spurt á
skessuhorn.is: Ætlar þú að nýta
kosningarétt þinn 27. maí?
Flestir ætla að nýta sér sinn at-
kvæðisrétt í komandi sveita-
stjórnarkosningum, en um
80% svöruðu spurningunni
játandi, um 9% ætla ekki að
nýta kosningarétt sinn, 7%
svarenda hafa ekki ákveðið það
og 4% svarenda hafa ekki
kosningarétt og geta því ekki
kosið.
í næstu viku spyrjum við:
„/ hvaða sœti
lendir ÍA í Lands-
bankadeildinni?"
Svaraðu án undanbragða
á www.skessuhorn.is
Vestlendirujtyr
viKftnnctr
Skessuhorn útnefnir að þessu
sinni sauðfjárbændur á Vestur-
landi, Vestlendinga vikunnar.
Þeir standa nú í óðaönn vaktir
daga og nætur á háannatíma
til sveita
Bæjaryfirvöld grípa í taumana
og útrýma slysahættu
Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa nú
tekið ákvörðun um að grípa í
taumana og girða af byggingar-
svæðið við Eyrarflöt. Fjölbýlishús í
byggingu hefur staðið þar óhreyft í
nokkurn tíma og hefur verið til
sölu. Ibúar í hverfinu hafa ítrekað
kvartað yfir slysahættu sem stafar
að svæðinu en að sögn lögreglunn-
ar á Akranesi hafa engin slys verið
tilkynnt að þeim sökum. Skúli
Lýðsson, byggingarfulltrúi á Akra-
nesi segir málið grafalvarlegt og því
hafi nú verið ákveðið að girða
svæðið af en iðnaðarmenn hafa nú
þegar tekið mál af svæðinu í þeim
tilgangi að girða. Erfitt hefur verið
að fá grindur til girðinga en þær
hafa verið pantaðar annarsstaðar ffá
og mtm bæjarfélagið framkvæma
verkið um leið og grindurnar fást. I
framhaldi af því verður reynt að
innheimta kostnað hjá byggingar-
stjóra vegna þessa en að sögn Skúla
hefur verið erfitt að ná tali af hon-
um þar sem hann virðist horfinn af
yfirborði jarðar. Aðili þessi mun
einnig eiga önnur uppsteypt hús og
grunna í sama hverfi sem einnig
hafa verið til sölu.
KÓÓ
Kjósendum á Vesturlandi íjölgar um 3 %
í sveitarstjórnarkosningunum
þann 27. maí ganga 10.378 íbúar á
Vesturlandi að kjörborðinu. Hef-
ur kjósendum fjölgað um 3% frá
síðustu kosningum. A sama tíma
hefur kjósendum á landinu öllu
fjölgað um 5,5%. Mun fleiri karl-
ar eru á kjörskrá eða 5.332 talsins
en konur eru 5.046.
Mest hefur kjósendum fjölgað í
Skilmannahreppi frá síðustu
kosningum eða um 29,7%. Fækk-
un kjósenda hefur mest orðið á
sama tíma í Saurbæjarhreppi þar
sem þeim hefur fækkað um
13,4%. I níu sveitarfélögum hefur
kjósendum fjölgað en í átta hefur
þeim fækkað á milli ára.
HJ
Grænfáninn á leið í Borgames
I þessari viku eru umhverfisdagar
í Grunnskólanum í Borgarnesi.
Þessir dagar eru tileinkaðir Græn-
fánaverkefninu sem skólinn hefur
tekið þátt í síðan 2001. Þemu skól-
ans innan Grænfánaverkefnisins
eru: Atthagar, rusl og orka. Við-
fangsefni nemenda þessa viku
tengjast þemunum á einn eða ann-
an hátt.
Næstkomandi föstudag mun um-
hverfisráðherra afhenda skólanum
Grænfánann við hátíðlega athöfn
sem hefst kl 10 við skólann. Við
sama tækifæri verður stofnaður
fólkvangur í Einkunnum. Allir sem
tök hafa á eru boðnir velkomnir í
skólann til að taka þátt í þessari at-
höfh, skoða affakstur umhverfis-
daganna ásamt verkefnum sem
unnin hafa verið í skólanum í vetur
og þiggja veitingar.
MM/Ljósm: PAF
Þevta gi'œnfánaverkefnisins eru: Atthagar, rusl og orka. He'r eru nemendur t umhverfts-
vikunni að undirbúa nk. föstudag.
Fólkvangur verður formlega stofnaður í Einkunnum áfóstudag. Hér vinna nemendur
við plöntun.
Hér má sjá fjölda kjósenda í hverju sveitarfélagi fyrir sig:
2006 2002 Breyting
Hvalfjarðarstrandarhreppur 107 105 1.9%
Skilmannahreppur 131 101 29.7%
Innri-Akraneshreppur 84 85 -1.2%
Leirár- og Melahreppur 81 87 -6.9%
Akranes 4,162 3,948 5.4%
Skorradalshreppur 47 44 6.8%
Borgaríjarðarsveit 500 471 6.2%
Hvítársíðuhreppur 47 49 -4.1%
Borgarbyggð 1,880 1,793 4.9%
Kolbeinsstaðahrepptu 74 76 -2.6%
Eyja- og Miklaholtshreppur 96 91 5.5%
Snæfellsbær 1,159 1,179 -1.7%
Grundarfjarðarbær 631 581 8.6%
Helgafellssveit 45 50 -10%
Stykkishólmur 799 839 -4.8%
Dalabyggð 477 507 -5.9%
Saurbæjarhreppur 58 67 -13.4%
Arsreikningur Akraneskaupstaðar
samþykktur samhljóða
Bæjarstjóm Akraness samþykkti í
síðustu viku ársreikning kaupstað-
arins fyrir árið 2005 með níu sam-
hljóða atkvæðum eftir síðari um-
ræðu um reikningana. Eins og ffam
hefur komið í fféttum Skessuhorns
var rekstur bæjarfélagsins og stofn-
ana þess jákvæður um 28 milljónir
króna á síðasta ári en það var ívið
betri afkoma en reiknað hafði verið
með.
Á fundinum í gær lögðu bæjar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ffam
bókun þar sem fram kemur að þeir
telji ágæta stöðu vera á fjármálum
bæjarfélagsins. „Við teljum þá
stöðu ekki vera að þakka meirihluta
bæjarstjórnar eða aðhaldi í rekstri.
Heldur er fyrst og ffemst að þakka
auknum tekjum, vegna hækkandi
launa í samfélaginu, hækkunar á
fasteignamati á Akranesi, hagstæð-
um ytri skilyrðum svo sem gengis-
hagnaði og lækkun vaxta og aukn-
um umsvifum á Grundartanga-
svæðinu.“
Guðmundur Páll Jónsson bæjar-
stjóri óskaði eftir því að fært yrði til
bókar upphaf ræðu bæjarritara þeg-
ar hann fylgdi reikningum bæjarins
úr hlaði við fyrri umræðu. Þar kem-
ur ffam ánægja með að leggja ffam
ársreikning „sem ber með sér jafh-
góða niðurstöðu og raun ber vimi,
en ársreikningurinn ber með sér í
heild sinni jákvæðari niðurstöður
en a.m.k. undirritaður hafði gert
sér vonir um, sérstaklega ef tekið er
mið af þeim háu lífeyrisskuldbind-
ingum sem nú eru færðar í árs-
reikninginn.“ Um ástæður góðrar
niðurstöðu sagði bæjarritari:
„Hækkandi tekjur, tiltölulega
stöðugt verðlag og hagstæð þróun
gengis, en ekki síst aðhaldbæjaryfir-
valda og forstöðumanna stofhana
varðandi rekstrargjöld."
HJ
Notaðar spraut-
ur við róluvöll
BORGARNES: Notaðar fíkni-
efnasprautur fundust í nágrenni
við Bjössaróló í Borgarnesi um
helgina og var þeim komið til
lögreglu. Talsvert er um að fólk
komi með ýmis fíkniefnaneyslu-
tól á lögreglustöðina eftir að
hafa fundið þau, en sjalgæft er
að komið sé með sprautur og
nálar enda þá um að ræða tæki
til neyslu á mun sterkari fíkni-
efiium en í flestum tilfellum.
Ekki þarf að taka ffam hversu
hættuleg slík tól eru á leiksvæði
barna og því er um vítavert
kærluleysi og algjöran sóðaskap
að ræða. -so
Ráðið í stöður
AKRANES: Snjólfur Eiríksson
hefur verið ráðinn í stöðu garð-
yrkjustjóra Akraneskaupstaðar
og Kristján S. Gunnarsson í
stöðu umsjónarmanns fast-
eigna. Tvær umsóknir bárust í
stöðu garðyrkjustjóra og fimm
umsóknir bárust í stöðu um-
sjónarmanns fasteigna og upp-
fylltu þær allar kröfur sem
gerðar voru til starfsins. Þor-
valdur Vestmann, sviðsstjóri
tækni- og umhverfissviðs lagði
til að Snjólfur og Kristján yrðu
ráðnir til starfanna og voru
þessar ráðningar samþykktar á
bæjarráðsfundi. -so
Aðgengi fadaðra
að stofiiunum
GRUNDARFJÖRÐUR: Bæj-
arstjórn Grundarfjarðar hefur
samþykkt samhljóða tillögu um
úttekt á ferlimálum fatlaðra í
bæjarfélaginu. Það var J-hstinn
sem lagði tillöguna ffam. I henni
felst að umsjónarmanni fasteigna
verði fahð að taka út aðgengi fatl-
aðra að stofiiunum bæjarins og
að úrbótum verði hraðað, sé
þeirra þörf. -hj
Leiðrétting
BORGARFJÖRÐUR: Ekki var
rétt farið með nafii sem til greina
kemur á nýju sameinuðu sveita-
félagi þegar Borgarbyggð, Borg-
arfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur
og Kolbeinsstaðahreppm- sam-
einast við komandi sveitastjóm-
arkosningar. Nafiúð sem ekki var
rétt með farið er Egilsbyggð en
það nafh kemur ekld til greina
sem nafh nýja sveitafélagsins
heldur er það Mýrabyggð sem að
til greina kemur ásamt Borgar-
byggð, Brákarbyggð og Sveitafé-
lagið Borgarfjörður. Beðist er
velvirðingar á þessu. -so
Oskráður
með dóp
VESTURLAND: Héraðs-
dómur Vesturlands hefur dæmt
mann tO greiðslu 60 þúsund
króna sektar fyrir að hafa í jan-
úar á þessu ári ekið bifreið sinni
án skráningarnúmera að ffaman
og að hafa í vörslum sínum eitt
gramm af tóbaksblönduðu
kannabisefiii, en lögreglan fann
efhið við leit í bifreiðinni. Mað-
urinn hefur fimm sinnum sætt
sektum vegna fíkniefnabrota á
árunum 1999-2004. Þá var
hann á árinu 2005 dæmdur í
fangelsi vegna fíkniefnabrota
en fullnustu refsingarinnar var
ffestað í tvö ár.
-hj