Skessuhorn


Skessuhorn - 17.05.2006, Síða 6

Skessuhorn - 17.05.2006, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 afiESSIfiiÖBRI / Landsnámssetur Islands tekið til starfa A flugi yfir Borgames sl. laugardag tók Theodór Þórðarson þessa mynd af Landnáms- setrinu og umhverfi þess í góðviðrinu. Landnámssetur íslands var opnað við hátíðlega athöfn í Borgamesi sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Forseti Islands, Olafur Ragnar Grímsson og menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vom meðal gesta og fengu þau það hlutverk að opna landnámssýning- una og sýninguna um sögu Egils Skallagrímssonar. Veislugestum bauðst svo að ganga um sýningamar með hljóðleiðsögn á i-Pod spilururn þar sem einn gestur fór inn á mínútu fresti. Það var ekki annað að sjá en fólk væri almennt ánægt með hvem- ig tekist hefur að skýra ffá landnámi og sögu landsins í myndum og texta. Þá var einleikur Benedikts Er- lingssonar, Mr. Skallagrímsson ffumsýndur en Benedikt rekur þar Mr. Skallagrímsson Sýnt í Landnámssetrinu í Borgamesi Höfundur: Benedikt Erlingsson í sam- vinnu við Snorra Sturluson Leikstjóri: Peter Enquist Leikari: Benedikt Erlingsson Þegar Benedikt Erlingsson, höf- undur Mr. Skallagrimsson og eini leikari sýningarinnar gekk inn á söguloftið í Landnámssetrinu og lagði ffá sér úlpu og húfu sem virt- ust lítið eiga skilt við Eglu vissu áhorfendur ekkert hvað hann var að fara að gera. Hans háttalag var líka á þann veg að hann vissi það ekki almennilega sjálfur. Annað kom á daginn því það fór ekki á milli mála að Benedikt vissi upp á hár hvað hann ætlaði að gera. Annarsvegar að segja sögu Egils á Borg og hinsvegar að skemmta á- horfendum og hvoratveggja tókst fullkomlega. Það er kannski ekki mikið mál að búa til skemmtiefni upp úr sagnaarfinum með því að afbaka sögurnar og snúa út úr þeim á skemmtilegan hátt. Þetta er hins- vegar ekki aðferðin sem Benedikt velur. Hann tekur alvöruna hráa, beint úr sögunni en kemur síðan með eigin fýndni og blandar þessu saman svo úr verður áhrifa- mikill kokkteill. A augnabliki (yfirleitt hárréttu augnabliki) hleypur hann úr fúl- ustu alvöru yfir í hreinan fíflagang og það ótrúlega er að þetta gengur fullkomlega upp. Sagan fær með öðrum orðum að njóta sín og kemst fullkomlega til skila en um leið engjast áhorfendur um í hlát- urskrampa í tvo tíma samfleytt. Sannarlega sérstök upplifun í leik- húsi. Sýningin Mr. Skallagrimsson er hlaðin smáatriðum bæði í texta og túlkun og því þurfa áhorfendur að halda athyglinni allan tímann. Þótt sýningarhúsnæðið sé lítið og sviðs- mynd nánast engin þá lifnar sagan við enda nýtir leikarinn og höf- undurinn allt til hlýtar, bæði eigin rödd og skrokk, húsnæðið, áhorf- endur og í raun allt umhverfið sem hann spilar á af stakri snilld. Það sem ég gæti helst fundið að þessari sýningu ef það væri skilyrði er að svolítið var um endurtekn- ingar en hinsvegar þola sumir brandarar það að vera sagðir oftar en einu sinni sama kvöldið. Fyrirffam átti ég kannski von á svipaðri sýningu og Ormstungu sem sló í gegn fyrir nokkmm áram og Benedikt samdi og flutti í sam- starfi við Halldóra Geirharðsdótt- ur. Vissulega mátti sjá skyldleika- merki með verkunum en það var ekki til baga. Sjálfur sagði Benedikt í viðtali í Morgunblaðinu fyrir skömmu að Mr. Skallagrimsson væri annað- hvort framför eða afturför frá Ormstungu. Mín skoðun er sú að þetta sé ffamför. Skallagrimsson er einstök og sérstök sýning eða öllu heldur upplifun sem enginn má láta ffam hjá sér fara. GE Egilssögu á mjög gamansaman hátt (sjá leikdóm hér að neðan). A meðan gestir gengu um húsið og spjölluðu saman þáðu þeir léttar veitingar sem afreiddar voru af mörgum færastu leikuram landsins en hópurinn var sérstaklega fenginn til þessa mikilvæga hlutverks. Húsin tvö; Búðarklettur og Pakk- húsið við Brákarstmd í Borgamesi, hafa verið tengd saman á afar glæsi- legan hátt með nýrri tengibyggingu og greinilegt að ekkert hefur verið til sparað til að mynda rétta stemn- ingu í setrinu. Iðnaðarmenn og aðr- ir sem að ffamkvæmdinni hafa unn- ið lögðu síðustu dagana nótt við dag að ljúka sem mestu af ffamkvæmd- inni fyrir opnun setursins sem fyrir löngu var ákveðin þennan dag. Hjónin Kjartan Ragnarsson og Sig- ríður Margrét Guðmimdsdóttir, for- svarsmenn Landnáms Islands ehf. eru afar ánægð með útkomuna og þakklát þeim aðilum sem hafa stutt þau á leiðarenda í þessu verkefni. Oumdeilanlega er opnun Land- námsseturs Islands einn af stærri viðburðunum í ferðaþjónustu á Vesturlandi á þessu ári og kærkomin nýjtmg í menningartengdri ferða- þjónustu f Borgarfirði. KOO Leikkonumar Sigrún Edda Bjömsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir og Margrét Akadóttir voru glaðar í bragði og ámegðar með Landnámssetrið. Atli og Ingvar leikarar voru duglegir á dœlunni. Gömlu húsin hafa verið tengd saman á mjög ghesilegan hátt. PISTILL GISLA Mígandi hamingja Ég veit ekki hvort það er í lögum, hvort það eru óskráðar reglur eða þegj- andi samkomulag um að pistlahöfundar hafi allt á hornum sér þar sem þeir setja fram sín hjartans mál hvort sem er í ræðu eða riti. Ég veit heldur ekki hvort það er yfirlýst stefna að leita til þunglyndissjúklinga með pistlasmíðar en hver sem ástæðan er þá hef ég í mín- um pistlum í Skessuhorni síðustu átta árin reynt að feta í fótspor mér meiri manna á þessu sviði. Ég hef líka haft það fyrir stefhu allt frá fæðingu að skera mig ekki úr á nokkurn hátt held- ur falla í fjöldann hvernig sem það kann að hafa tekist. I öllu falli hef ég gert mitt besta til að kreysta fram einhverja geðvonsku, helst vikulega til að standa mina plikt. Nú er hinsvegar svo kom- ið að ég get ekki hamið gleðilætin. Það er komið vor og farfuglar, furðu- hressir þrátt fyrir fuglaflensufaraldur, mættir á sviðnar Mýrarnar. Senni- lega eru þeir svona brattir vegna þess að þeir lesa ekki blöð og hlusta ekki á fréttir og vita þessvegna ekki að þeir eiga að vera sloj. Gróðurinn vex líka hraðar en auga á festi í blessaðri blíðunni og bæjirnir allt í kring. Hér á Vesturlandi er ennfremur rífandi upp- gangur og önnur landssvæði koma mér hreinlega ekki við. Sem dæmi má nefna af skipulögðu handahófi að í Snæfellsbæ á að fara tappa jöklinum á flöskur og leifa alheiminum að bergja á. Er það vissulega hið besta mál þótt snæfellingar séu vissu- lega þekktari fyrir með- höndlun annara drykkja en blávatns. Dalamenn eru á ný komnir með fullgild réttindi til að kála kindum. James Bond er Snæfelling- ur, það eitt og sér er mikið framfaraspor. Egill Skalla- grímsson er hinsvegar Borgfirðingur og verður aldrei annað. Honum hefur loks verið sýndur viðeigandi sómi í glæsilegu Landnáms- setri. A Skaganum er verið að byggja íbúðir sem duga til að hýsa hálft landið og Skagamenn eru við það að verða Islandsmeistarar í knattspyrnu þótt einhverjir kunni að halda öðru fram. Við þetta má bæta að það er búið að slá garðinn minn. Ég gerði það að vísu ekki sjálfur heldur önnur kyn- slóð sláttumanna. Ég veit hinsvegar ekki til þess að garðurinn sé sérlega sleginn yfir því. I raun er fátt til að koma mér úr jafnvægi þessa daga annað en fréttir af hreppsnefndarkosningum í Reykjavík sem dunið hafa á mér á halftima fresti síðustu tvö árin eða svo. Kosningar sem koma mér í raun ekkert við. Þegar ég er búinn að setja niður kartöflurnar sem bíða á garðsbakkanum og kosn- ingar í Reykjavíkurhreppi eru afstaðnar þá hef ég trú á að ég verði fullkomlega hamingjusamur. Gísli Einarsson í gleðivímu

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.