Skessuhorn - 17.05.2006, Side 7
3KjjSSIlBífMBM
MIÐVIKUDAGUR 17. MAI 2006
7
A meðfylgjandi myndfrá undirskrifdnni em þau Marteinn Njálsson odduiti Leirár- og
Melahrepps, SigurSur Svenir Jónsson oddviti Skilmannahrepps, GuSmundur Páll jfóns-
son bœjarsljóri Akraneskaupstaðar, Asa Helgadóttir oddviti Innri-Akraneshrepps og
Hallfreður Vilhjálmsson oddviti Hvalfjarðarstrandarhrepps.
Samstarfssamningur milli
sveitarfélaga undirritaður
Á síðasta föstudag var samstarfs-
samningur milli Akraneskaupstaðar
og hreppanna fjögurra sunnan
Skarðsheiðar undirritaður í Safna-
skálanum á Görðum. Við undirrit-
unina voru mætt þau er samstarfs-
hópinn skipuðu, oddvitar og fleiri
sem að stjórnun sveitarfélaganna
koma. Helstu atriði samningsins
snúa að brunavörnum og eldvarn-
areftirliti, málefhum á sviði félags-
og íþróttamála, félagsstarfi aldr-
aðra, bókasafnsþjónusm, samning-
ur um meðferð og eyðingu sorps,
samkomulag um reksmr tónlistar-
skóla og skipulagsskrár fyrir Dval-
arheimilið Höfða og Byggðasafrúð
á Görðum. SO
Vélverk undir áætluð-
um verktakakostnaði
Vélaverk ehf. átti lægsta tilboð í
snjómoksmr á Mýrum og í Norð-
urárdal en tilboð í verkið voru opn-
uð hjá Vegagerðinni á dögunum.
Moksmrsleiðirnar eru Snæfellsnes-
vegur frá Vesturlandsvegi að Hey-
dalsvegi, rúmlega 38 kílómetra
leið, og tæplega 36 kílómetra leið
um Hringveg 1 ffá Borgarnesi að
Vestfjarðavegi.
Verktími er ffá 1. október 2006
til 30. apríl 2009. Áætlaður verk-
takakosmaður er rúmar 5,3 millj-
ónir króna. Vélverk ehf. í Borgar-
nesi, bauð tæpar 4,5 milljónir
króna eða um 85% af áætluðum
kosmaði. Jóhann Á. Guðlaugsson í
Búðardal bauð rúmar 6,9 milljónir
króna, Akraverk ehf. á Seltjarnar-
nesi bauð tæpar 6,6 milljónir
króna, Vegamenn ehf. í Raykjavík
buðu tæpar 6,6 milljónir króna,
Græðir sf. á Flateyri bauð tæpar 6,5
milljónir króna og Borgarverk ehf.
í Borgarnesi bauð rúmar 5,4 millj-
ónir króna í verkið. SO
Frambjóöendur Sjalfstæöisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi
Kolbeinsstaðarhrepps, Hvítársíðu, Borgarfjarðarsveitar og Borgarbyggðar.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
Verið velkomin á
kosningaskrifstofu okkar að
Borgarbraut 57, Borgarnesi
s. 437 1460
alltaf heitt á könnunni
Opnunartími kosningaskrifstofu:
Laugardaga og sunnudaga: kl. 14.00-18.00
Virka daga: kl. 14.00-22.00
Vinnum saman - stöndum saman
Styrkveiting Skilmannahrepps
kemur ekki á óvart
Hallffeður Vilhjálmsson, oddviti
Hvalfjarðarstrandarhrepps telur afar
dapurlegt að umræða síðustu daga
skuli snúast um styrkveitingu Skil-
mannahrepps í stað þess að menn
einbeiti sér að ffamtíð sameinaðs
sveitarfélags sunnan Skarðsheiðar.
„Að mínu mati skiptir framtíðin
meira máli en fortíðin og því er þessi
umræða ekki boðleg samfélaginu,“
sagði Hallfreður í samtali við blaða-
mann en hann skipar fyrsta sæti
sam-Einingarlista nýs sveitarfélags.
„Þessi styrkveiting á í sjálfú sér
ekki að koma á óvart þar sem vitað
var að Búsetusjóði Skilmannahrepps
jtrði haldið utan við sameiningar-
ferlið. Aðferð og tímasetning styrks-
ins er aftur á móti annað mál og eru
skiptar skoðanir hvað það varðar."
Hallfreður telur það ekki hlutverk
oddvita að ganga í hús og veita styrki
en bendir jafnframt á að þessi vafa-
sama og umdeilda ákvörðun hafi
verið tekin og tdlheyri því fortíðinni.
Aðspurður hvort íbúar HvaHjarðar-
strandarhrepps eigi von á styrkjum
sagði hann ekki gert ráð fyrir slíkum
styrkjum í fjárhagsáætlun hreppsins.
„Við höfum þess í stað einbeitt okk-
ur að lögbundnum verkefhum"
sagði Hallffeður að lokum.
KÓÓ
Tnnri - Akraneshreppur ædar
einnig að styrkja sína íbúa
Innri - Akraneshreppur hefur nú
ákveðið að leggja þrjár milljónir
króna til endurbóta á kirkju
hreppsins sem er friðuð en hún
liggur undir miklum skemmdum.
Þá hefur meirihluti hreppsnefhdar
einnig samþykkt fimm milljóna
króna styrkveitingu sem rennur til
íbúa hreppsins í formi málningar
en gert er ráð fyrir að þeir verði
veittir með sömu skilyrðum um
lögheimili líkt og Skilmannahrepp-
ur gerði nú á dögunum.
Að sögn Ásu Helgadóttur, odd-
vita Innri - Akraneshrepps hefur
þessi umræða um styrkveitingu átt
sér stað ffá því í fyrra en þann 8.
maí sl. voru upphæðir styrkjanna
ákveðnar. „Styrkir á þessu formi
voru veittir í hreppnum fyrir
nokkrum árum sem hlutfall af
greiðslu fasteignagjalda og því er
þetta engin nýjung. Það sem verra
er að tímasetningin er svo viðkvæm
og þar af leiðandi er hægt að túlka
þessa styrki á rangan hátt,“ segir
Ása. Sjálf hefur hún ekki viljað
blanda sér í umræðuna um styrk-
veitingu Skilmannahrepps og á
hvaða forsendum hún er veitt en
bendir jafnframt á að þetta sé
spurning um aðferðafræði frekar en
annað. Styrkirnir verða veittir inn-
an skamms ef engar athugasemdir
berast ffá hinum sveitarfélögunum.
KÓÓ
Fyrstu burtfarartónleikar frá
Tónlistarskóla Stykkishólms
Þeir Jósep Blöndal (læknir og pí-
anóleikari) og Lárus Ástmar Hann-
esson (kennari og söngvari) halda
sameiginlega burtfarartónleika frá
Tónlistarskóla Stykkishólms í
kvöld, fimmtudag. Þeir félagar
verða fyrstu nemendur Tónlistar-
skólans sem ljúka námi á formlegan
hátt með burtfarartónleikum og ef
að líkum lætur útskrifast þeir í kjöl-
farið. Efnisskrá tónleikanna er fjöl-
breytt. Jósep og Lárus spila nokkur
lög saman en njóta einnig fulltingis
kennara sinna, þeirra Hólmffíðar
Friðjónsdótmr og Hólmgeirs Þór-
steinssonar.
Það má segja að nemendurnir
ráðist ekki á garðinn þar sem hann
er lægstur enda verða þeir í beinni
samkeppni um áhorfendur við okk-
ar ástkæru Silvíu Nótt sem stígur á
stokk um svipað leiti í Grikklandi.
Tónleikahaldarar í Stykkishólmi
eru engu að síður bjartsýnir á að
aðsókn verði góð og benda á að öll
samkeppni sé til góðs. Tónleikarn-
ir eru í Stykkishólmskirkju og hefj-
ast kl. 20. Aðgangur er ókeypis.
JTA
V '■
sveinbjorne.bioq.is
Kosningaskrifstofa okkar er í
Félagsbæ, Borgarnesi.
Kosningaskrifstofan verður opin:
Mánudaga til föstudaga kl. 16:00 - 22:00.
Laugargdaga og sunnudaga kl. 13:00 - 19:00.
Síminn á skrifstofunni er 437-1633
Kosningastjóri er Valdimar Sigurjónsson
Sími 820-5205, netfang: valdimars@bifrost.is
Allir velkomnir
Eldri borgarar, harmonikkukvöld í Félagsbæ
mánudagskvöldið 22. maí, klukkan 20:00
Byggjum betra samfélag