Skessuhorn


Skessuhorn - 17.05.2006, Side 10

Skessuhorn - 17.05.2006, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 17. MAI 2006 Myndarleg afinælisveisla Skátafélags Akraness Skátafélag Akranes hélt upp á 80 ára afrnæli félagsins í skátaskála sínu, Skátafelli í Skorradal sl. laug- ardag. Gestir fóru í gönguferð um svæðið og að henni lokinni var myndarlegri aímælisveislu slegið upp með tilheyrandi kræsingum. Kristján Sveinsson, forseti bæjar- stjórnar Akraness færði félaginu eina milljón króna að gjöf frá Akra- nesbæ en þess má geta að félaginu bárust fleiri smærri gjafir, meðal annars frá Bandalagi íslenskra skáta og peningagjöf ffá Guðna Eyjólfs- syni. Þá voru fimm eldri skátar gerðir að heiðursfélögum Skátafé- lags Akraness en þau hafa öll átt stóran þátt í hve skátafélagið hefur skipað stóran sess í bæjarlífi Skaga- manna og eru því vel að nafnbót- inni komin. KÓÓ Frá vinstri: Bragi Þórðason, Guðjón Bjamason, Málfríður Þórðardóttir, Sig- urður B. Sigurðsson og Páll Gíslason voru útnefnd sem heiðurfélagar Skátafé- lags Akraness. (Aðsend mynd) Gestir notuðu tiekifierið og sleiktu sólina sem skein sitt sktert í Skorradalnum á laugar- daginn var. Peningafölsunarmál á Akranesi upplýst Lögreglan á Akranesi hefur upp- lýst peningafölsunarmál það sem upp kom á dögunum. Eins og ffarn kom í fféttum Skessuhorns komu tveir falsaðir 500 króna seðlar fram inn á borð gjaldkera KB banka á Akranesi. Þrír seðlar til viðbótar komu fram nokkru seinna. \fið rannsókn málsins kom í ljós að seðlamir höfðu verið notaðir til greiðslu í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla á Akranesi. Grunur beindist að ákveðnum unglingi en áður en lögreglan hafði af honum tal gaf hann sig ffam og viðurkenndi verknaðinn. Játaði hann að hafa falsað átta seðla. Er málið því upplýst. Samkvæmt upp- lýsingum ffá lögreglunni á Akra- nesi munu hafa runnið tvær grímur á drengirm þegar hann las fréttir fjölmiðla af málinu. Mun hann þá fýrst hafa gert sér grein fýrir hversu alvarlegum augum verknaður sem þessi litinn en samkvæmt lögum getur verknaður sem þessi varðað fangelsi allt að 12 árum. Tíundi bekkur í óvissuferð með OK Nemendur tíunda bekkjar Klepp- jámsreykjaskóla ásamt nemendum ffá Hvítárbakka héldu í óvissuferð að loknum samræmdum prófum í síðustu viku. Ovissuferðir af þessu tagi em nú á dögum algengar og ágæt tilbreyting efrir stífan undir- búning og prófföku. Farið var með hópinn ffá Kleppjámsreykjum sem leið lá á Akranes þar sem varðskipið Oðinn beið hans. Siglt var ffá Akra- nesi vestur á Amarstapa þar sem ferðalangar vora fluttir í land með léttabátum. Frá Amarstapa var farið á Gufuskála þar sem leiðbeinendur Slysavarnafélagsins Landsbjargar biðu hópsins og fóra með hann í rústagöngu og kassaklifur. Gist var á Gufuskálum um nóttina. Þaðan var næsta dag farið í hellaskoðtmarferð imdir leiðsögn Þórs Magnússonar, staðarhaldara á Gufuskálum. A heimleiðinni var komið við á Djúpa- lónssandi og í Rauðfeldsgjá. Að því loknu var hverjum og einum ekið til síns heima eftír mjög vel heppnaða ferð. Björgunarsveitin OK vill koma á ffamfæri þakklæti til Landhelgis- gæslunnar, leiðbeinenda Lands- bjargar og staðarhaldara á Gufu- skálum fyrir rausnarskap, góðar móttökur og velvilja í garð sveitar- innar. SO Hópurinn ferðhúinn við bíla OK-manna. Ferðalangar fluttir að landi úr varðskip- inu Óðni. Hópurinn í hellaskoðun. Hólmverjar hinir nýju Föstudaginn 12. maí sl. gerðu nemendur úr námshópnum „Ut- lagar og herskip" í Grundaskóla óvænt strandhögg í Geirshólma í Hvalfirði. Þrátt fyrir mótbárur hólmans með snarbrött klif í sjó ffam á alla vegu þá gekk landgang- an furðu greiðlega. Þegar til kast- anna kom var fátt um varnir enda meira en þúsund og fimmtíu ár síðan Hörður Grímkelsson og hin- ir vígreifu meðreiðarsveinar hans vora „höggnir gervallir" í Þyrils- nesi. Effir stóð þá Helga Haralds- dóttir jarls af Gautlöndum með syni sína þá Björn og Grímkel sem að einni nóttu liðinni skyldu einnig drepnir. Sund hennar með drengina úr hólmanum yfir að ósi Bláskeggsár verður lengi í minnum haft og vafalaust ein mesta hetju- dáð sem sögur fara af hér á landi. Það var enda ekki laust við að hinir ungu fullhugar sem nú flat- möguðu sólbakaðir á grasi grónum hólmanum og skimuðu um víðátt- una þarna í kring fýndu til skyld- leika síns við þessa göftugu for- móður okkar allra. Kannski dreymdi suma þeirra um að vinna sín frægðarverk einhverntíma. Alltént stakk einn garpurinn sér fýrirvaralaust til sunds en varð frá að hverfa eftir fáeina tugi metra. Straumþunginn í innanverðum firðinum er mikill og sjórinn ís- kaldur á þessum árstíma. Kannski verður gerð önnur tilraun síðar við betri skilyrði og hver veit nema það takist þá. Skipstjóri í þessari velheppnuðu ferð var Valentínus Olason og Smári Guðnason var lóðs. Fá þeir bestu þakkir fýrir farsælan flutn- ing, sem og núverandi ábúandi Geirshólma hún Asrún Jóhannes- dóttir sem veitti góðfúslega leyfið til landtökunnar. Texti og myndir: LJ ér EÞS Leó Jóhannesson leiðbeinir ungmennunum við landgönguna í Geirshóima. Landtaka í Geirshólma, en það var lóðsinn semflutti Hólmverja á svæðið. Geirshóimi

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.