Skessuhorn - 17.05.2006, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 17. MAI 2006
11
s
Uthlutað úr Húsvemdunarsjóði
Borgarbyggðar
Stjórn Húsverndunarsjóðs
Borgarbyggðar hefur úthlut-
að styrkjum í annað sinn og
fór afhending þeirra ffam í
Sparisjóði Mýrasýslu fyrir
skömmu. Að þessu sinni
hlutu tveir aðilar styrki, þ.e.
Bjarni Steinarsson vegna
endurbóta á gamla íbúðar-
húsinu í Straumfirði og
Hollvinasamtök Englend-
ingavíkur vegna endurbóta á
gömlu verslunarhúsunum
Englendingavík. MM
A myndinni eru Finnbogi Rögnvaldsson f.h. Hollvinasamtaka Englendingavíkur og Bjami Stein-
í arsson styrkþegar ásamt stjóm Húsavemdunarsjóðs, en í henni sitja Guihmmdur Eiríksson,
Sigríður Björk Jónsdóttir, Bjami Helgason, formathir ogjenný Lind Egilsdóttir.
Verslun Tölvuþjónustunnar
í höndum nýrra aðila
A myndinni eru þeir Ólafur Sigurðsson, Eggert Herbertsson, Bjarki Jóhannesson og
Einar Jónsson.
Tölvuþjónustan Securstore
(TÞS) hefur selt verslunarrekstur
sinn til e-bit ehf, nýs fyrirtækis í
eigu Bjarka Jóhannessonar, Eggerts
Herbertssonar og TÞS. Verslunin
sem nú ber heitið Tölvuþjónustan -
Verslun verður áfram í húsnæði
TÞS við Esjubraut á Akranesi og
rekin með svipuðu sniði og verið
hefur. Sölu- og markaðsstarf verður
þó eflt og lögð verður áhersla á
mikið úrval af tæknivörum, gott
verð og hátt þjónustustig, að sögn
nýju eigendanna. Verslunin er með
tækni- og rekstrarvörur ffá öllum
helstu tæknibirgjum landsins, s.s
Nýherja, EJS, Opnum kerfum,
Svartækni, Hátækni og Apple.
Þannig geta viðskiptavinir komið í
verslun og fengið ráðgjöf um bestu
kaupin ffá öllum þessum aðilum.
Verslunin mun áfram vera með sölu
á vörum og þjónustu ffá Og Voda-
fone og 365 ljósavakamiðum. Egg-
ert Herbertsson ffamkvæmdastjóri
e-bit ehf mim hafa yfirumsjón með
verslunarrekstrinum en Ólafur Sig-
urðsson verslunarstjóri og Einar
Jónsson mtmu áfram sjá um dagleg-
an rekstur.
Eggert hefur búið hér Akranesi
ffá 2002 ásamt fjölskyldu sinni og
ffam til þessa sótt vinnu sína til
Reykjavíkur. Hann segir ánægjulegt
að vera farinn að starfa í heima-
byggð. „Eg er sannfærður um að
reynsla okkar og menntun nýtist
vel í því sem við erum að gera hér,
en við höfum báðir sinnt ábyrgðar-
stöðum í tæknifyrirtækjum eins og
Nýherja og Og Vodafone og báðir
lokið meistaragráðu í viðskipta-
ffæðum.“ Þó svo að verslunin sé
mikilvægur hluti af rekstrinum seg-
ir Eggert að talsverður hluti af
þeirra tíma fari í að sinna sölu- og
markaðsmálum fyrir Tölvuþjónust-
una Securstore, þar sem langstærsta
verkefnið sé að sýna bæði íslensk-
um og breskum fyrirtækjum ffam á
ágæti afritunarþjónustunnar sem
rekin hefur verið hjá fyrirtækinu
undanfarin 2 ár.
MM
Fjórlembdur gemlingur
Sá fáheyrði atburður átti sér stað
í Nýræktinni í Stykkishólmi nú fyr-
ir skemmstu að gemlingurinn Sjöfh
eignaðist fjögur lömb. Að sögn eig-
anda Sjafnar, Amars Geirs Ævars-
sonar heilsast lömbtmum vel og allt
er eðlilegt miðað við aðstæður.
Amar segir viðvem búmanna hafa
aukist mikið við þessa óvæntu frjó-
semi enda þurfi þau hjónakorn
Arnar og Guðún Svana að gefa
lömbunum úr pela. Þar njóta þau
dyggrar aðstoðar Kristins Pálssonar
sem er meðeigandi þeirra í fjárhús-
inu.
Arnar segir ána Sjöfn ekki vera
komna úr sinni ræktun því hún sé
komin frá Gísla á Vegamótum.
Lömbin era öll gimbrar sem að
öllu jöfhu myndi kæta hvern bónda,
Amar Geir og Kristinn Már og gimbramar jjórar.
en Arnar Geir gefur lítáð fyrir það
því þetta sé hobbýbúgarður hjá
þeim og þau sjái ekkert sérstakt
hagræði í þessari ffjósemi. Arnar
segir lömbin hafa fengið mikla at-
hygli og margir frístundabændur
hafi falast eftir að fá lömbin í haust.
JTA
r n
60 oro ofmœli
Fösfudoginn 19. maí nk. verður
sexfugur Gunnar Sigurðsson
bæjarfullfrúi, framlwæmasfjóri
Olís ó Vesfurlandi og f.v.
formaður K.F.I.A. Espigrund 3
Akranesi. Hann og eiginkona
hans Sigríður Guðmundsdóffir,
faka ó mófi gesfum í sal
íþróttamiðstöðvarinnar að
Jaðarsbökkum ó afmælisdaginn
kl. 18:00-20:00
Óskum eftir starfsmanni í
minniháttar viðhald og þríf, í og
við Hyrnutorg í Borgarnesi.
Nánarí upplýsingar gefur Sigríður
í síma 660-5057 eða á netfanginu
sigleif@vis.is.
Mjólkurbflstjórí
Sumarafleysing
MS Reykjavík, óskar eftir að
ráða bílstjóra í
sumarafleysingar við söfnun
og flutning mjólkur frá
mjólkurframleiðendum á Vesturlandi til Reykjavíkur.
REYKJAVÍK
nnr
AVÍK ffll
Æskileg búseta er í Borgarnesi eða nágrenni.
Nánari upplýsingar veitir Páll Svavarsson að
Bitruhálsi 1 - Reykjavík eða í síma 569-2200.
Hægt er að senda umsóknir á netfangið
starfsmannasvid@ms.is
Vinstri græn -
VINSTRIHREYFINGIN
grænt framboð
hreinar línur
Kjósum Rún
og Sigurð Mikael
í bæjarstjórn
á Akranesi