Skessuhorn - 17.05.2006, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006
. r.-v%i n...
Mœtt í röSina.
Vorskólinn byrjaður
í Grundarfirði
Fyrsti vorskóladagur verðandi
nemenda í 1. bekk við Grunnskóla
Grundarfjarðar var sl. miðvikudag.
16 nemendur voru mættir í grunn-
skólann klukkan 13, spennt á svip
og uppfull af áhuga. Hjördís Vil-
hjálmsdóttir sérkennari, Ragnheið-
ur Þórarinsdóttir aðstoðarskóla-
stjóri og María Osk Olafsdóttir
sem kenna mun þeim næsta vetur
tóku á móti hópnum í andyri skól-
ans og eftir að þau höfðu raðað sér
fallega upp var gengið til skóla-
stofu. Vorskólinn stendur í 5 daga
og er hugsaður sem lokaliður í
tmdirbúningi fyrir skólabyrjun í
samstarfi leikskóla og grunnskóla
en fyrr í vetur höfðu börnin komið
í heimsókn til að kynnast starfinu á
nýjum vinnustað þ.e. í grunnskól-
anum.
GK
Verðlaunaljóðin;
Pabbi og Unglingur
í fimmta sinn hefúr ljóðasam-
keppnin, Ljóð unga fólksins verið
haldin í almenningsbókasöfnum
landsins. Að þessu sinni voru það
fimm almenningsbókasöfh á Vest-
urlandi sem sáu um keppnina.
Tuttugu og eitt bókasafh tóku þátt
og barst fjöldinn allur af ljóðum
eða 743 ljóð frá 550 skáldum.
Dómnefnd tók við 450 ljóðum eff-
ir að grisjun hafði farið fram en í
dómnefndinni sátu Iðunn Steins-
dóttir rithöfundur, Stefán Máni rit-
höfundur og Kristján Krisjánsson
rithöfundur og bókaútgefandi.
Tvær stúlkur af Akranesi lentu í
verðlatmasætum. Ina Sigrún Rún-
arsdóttir 12 ára lenti í fyrsta sæti
fyrir ljóðið Pabbi í flokki 9 - 12 ára
og Bylgja Osp Pedersen 13 ára
lenti í þriðja sæti fyrir ljóðið Ung-
lingur. Ina Sigrún er nemandi í
Grundaskóla og Bylgja Osp er
nemandi í Brekkubæjarskóla. SO
Hér eru ljóð ínu Sigrúnar og Bylgju Aspar:
Pabbi
Þú varst alltaf til staðar.
En svo fórstu.
Þú varst lengi, lengi í burtu.
En svo þegar þú komst
varstu illa farinn.
Eg man ég grét mildð.
En ég man samt alltaf glöðu
tilfinninguna ixm í mér.
Þú komst, þú komst
eftir langa bið.
Ina Sigrún Rúnarsdóttir
hlaut 1. verdlaun
tflokki 9-12 ára.
Ég bað alltaf fyrir
þér að hætta þessu rugh sem þú komst þér í.
Ég grét mig í svefh,
alla daga.
Ina Sigrún Rúnarsdóttir
7.GB, Grundaskóla Akranesi
Unglingur
Ég er ffek,
ég er stífmáluð á hverjum degi,
ég er freknufés,
ég er með bólur,
ég á vini, ég er leiðinleg við foreldra mína.
Ég er bara svona.
Ég er unglingur.
Bylgja Osp Pedersen, í gervi
Bylgja Ösp Pedersen Silvíu Nætur, hlaut 3. veri-
8.SS, Brekkubæjarskóla Akranesi laun íflokki 13-16 ára.
HB Grandi lang
kvótahæsta fyiirtældð
HB Grandi hf. hafði yfir að ráða
ríflega 45.424 þorskígildistonnum
af kvóta þann á vordögum sam-
kvæmt nýjum tölum frá Fiskistofu
sem hefur efdrlit með aflaheimilda-
stöðu stærstu handhafa aflaheim-
ilda og eignatengslum þeirra til að
ffamfylgja ákvæðum um hámarks-
aflahlutdeild einstakra aðila í lög-
um um stjórn fiskveiða. HB Grandi
er með 10,78% af heildarkvóta
landsmanna í þorskígildum talið.
Ber fyrirtækið höfuð og herðar yfir
önnur fyrirtæki því næst í röðinni
er Samherji hf. með 7,32% afla-
heimilda og í þriðja sæti er Þor-
björn-Fiskanes hf. með 4,44%.
Af öðrum fyrirtækjum má nefna
að í 20. sæti er Soffanías Cecilsson
hf. með 1,09% heildarkvótans,
Guðmtmdm Rtmólfsson hf. er í 23.
sæti með 0,9% og Hraðfrystihús
Hellissands hf. er í 25. sæti með
0,7% heildarkvótans. HJ
Enn óráðstafað
finunhundruð fennetrum
I nýja verslunarhúsinu sem nú
rís á Skagaverstúninu á Akranesi
verða fimm til tíu mismunandi
verslanir en ennþá á eftir að ráð-
stafa um fimmhundruð fermetrum
af þessu 5100 fermetra húsnæði.
Guðmundur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Smáragarðs, vildi
ekki tjá sig um hvaða verslanir
myndi opna í húsinu, en staðfesti
þó að þar muni opna verslanir sem
ekki hafa verið til staðar á Akranesi
áður. Að sögn Guðmundar verður
það tilkynnt snemma í haust hvaða
aðilar þetta eru. „Við höfum
einnig fengið fyrirspurnir frá fyrir-
tækjum á Akranesi sem óskað hafa
eftir plássi en þær fyrirspurnir hafa
verið færri heldur en búist var við.
Ég geri samt ráð fyrir að þarna
verði einhver fyrirtæki sem stund-
að hafa rekstur á Akranesi,“ segir
hann. Þá er ljóst að í húsnæðinu
verður að finna eina stærstu mat-
vöruverslun á landinu því Kaupás
hefur fengið um 1700 fermetra til
þeirra nota. Nokkrar kenningar
hafa verið uppi meðal Skagamanna
um hvaða matvöruverslun hér sé
að ræða en nú er bara að bíða og
sjá hvort einhver þeirra standist.
HJ
Gígjan - Landssamband
íslenskra kvennakóra
Þátttakendur á aialfundi Gtgjunnar. Ljósm: Aialhjórg, Kvennakór Akureyrar.
Gígjan -Landssamband ís-
lenskra kvennakóra hélt árlegan
aðalfund sinn í húsnæði Domus
Vox fyrir skömmu. Alls eiga 19
kvennakórar aðild að Gígjunni eða
um 800 konur um allt land. Mark-
mið Gígjunnar er að efla starfsemi
kvennakóra, efla samstarf þeirra á
milli, safha og miðla upplýsingum
um starfssemi kóranna og efla er-
lend samskipti. Gígjan heldur úti
heimasíðunni www.gigjan.is þar
sem birtar eru upplýsingar um að-
ilakóra þess og starfsemi þeirra á-
samt öðrum gagnlegum upplýs-
ingum um söngstarfið. Þar má
m.a. upplýsingar um það hvernig
megi hafa samband við fulltrúa
viðkomandi kóra, varðandi tón-
listauppákomur og annað. Lands-
mót kvennakóra er haldið þriðja
hvert ár en þess á að milli boðið
uppá fræðslufyrirlestra og nám-
skeið.
Fjöldi kvennakóra fara erlendis í
tónleikaferðir eins og kvikmynd
Léttsveitar Reykjavíkur er dæmi
um. Kvennakórar landsins eru að
jafnaði tilbúnir til að láta ljós sitt
skína fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Kórarnir efla menningarlífið um
allt land með söng sínum og hafa á
sínum takteinum vel menntaða
stjórnendur og hljóðfæraleikara.
Kórarnir hafa margir gefið út
geisladiska með sinni tónlist og má
finna upplýsinga um þá á heima-
síðu Gígjunnar.
(jréttatilkynning)
Opnuðu alþjóðlega
ráðgjafaskriístofu í Borgamesi
Þeir Jón Vigfús Bjarnason, nemi í
lögfræðideild Viðskiptaháskólans á
Bifröst og Davíð Klemenzson,
nemi í viðskiptadeild skólans opn-
uðu nýlega alþjóðlega ráðgjafa-
skrifstofu undir nafninu WSI net-
lausnir. Þeir tóku þá ákvörðun að
hafa starfsstöðvar fyrirtækisins
bæði í Reykjavík og í Borgarnesi en
aðalstöðvar WSI eru í Kanada.
Jón Vigfús segir það hafa verið
einfalda ákvörðun að staðsetja fyr-
irtækið m.a. í Borgarnesi. „Vestur-
landið hefur verið að vaxa hratt,
sérstaklega eftir að göngin komu.
Hluti eigenda fyrirtækisins hefur
verið við nám á Bifröst og búa í
Borgamesi. Akvörðunin var ein-
föld; Borgarnes er miðsvæðis, það-
an er stutt að fara um allt Vestur-
landið og bærinn er nálægt höfuð-
borgarsvæðinu. Borgarnes er því
kjörinn vettvangur þar sem okkar
þjónusta auðveldar fyrirtækjum á
Vesturlandi að kynna sínar vömr og
þjónustu fyrir umheiminum.
Landamæri og hvar fyrirtæki era
staðsett er ekki lengur sá þröskuld-
ur sem hann var fyrir tíma Inter-
netsins,“ segir Jón Vigfús og bætir
því við að þeir hafi hug á því að
setja upp starfsstöðvar enn víðar
hér á landi.
SÓK