Skessuhorn


Skessuhorn - 17.05.2006, Qupperneq 15

Skessuhorn - 17.05.2006, Qupperneq 15
SSESsuiÍöBH MIÐVIKUDAGUR 17. MAI 2006 15 f^eHtiinn— Affáti og flækjum Alltaf er eitt- hvað skemmti- legt í tilver- unni, þó stundum sé hún grátbros- leg og skrýtin. Margir halda eflaust að á vettvangi bæj- arstjómarinnar gerist fátt skondið en svo er ekld. Síðasti bæjarstjómar- fundur er í gott dæmi um það. Hjásetuflokkurinn fer á flækjustigið Sjálfetæðisflokkurinn sat hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlimar fyrir árið 2006 þegar tillaga um gamagerðar- framkvæmdir upp á um 150 milljón- ir króna var samþykkt. Hann hefur þó haft mikinn áhuga á malbika eina götu í bæmun nú á þessu ári og flutt um það tillögu. Þegar hefur verið ákveðið að gatan sú skuli malbikuð sumarið 2007 og því vom Sjálfstæð- ismenn beðnir að gera grein fyrir þeim niðurskurði sem þyrfti á móti til að flýta málinu. Og fjallið tók jóð- sótt og þá fæddist fill eða eigum við að segja að farin hafi verið ein lengsta Fjallabaksleið sem hugsast gætd til að finna peningana. Til þess að finna 25 milljónir til að malbika eina götu var tillaga Sjálf- stæðismanna þessi: Að flytja Tónlistarskólann í hið nýja húsnæði sem keypt var fyrir nokkmm dögum undir Bókasafhið! Að hætta við flutning Bókasafiisins, selja hluta eignarinnar aftur og nota hluta mismunarins til að malbika eina götu! Þetta er svo skemmtilega skondin tillaga að vert er að vekja sérstaka athygli á henni, en hún er í fundargerð bæjarstjórnar á Akra- nesvefnum. Er þetta stjórnsýslan sem Akumesingar þurfa að venjast ef Sjálfstæðisflokkurinn og bæjar- stjóraefhið komast að? Flækjustágið leyst Er þetta gert til gamans eða er fát- ið komið á félagana? Sjálfstæðis- flokkurinn gat komið með mjög ein- falda tillögu um fjármiignun þessar- ar einu götu sem þeir vildu malbika. Taka eitthvað út úr hinum stóra gamagerðarpakka meirihlutans eða leggja til lántöku. Svo einfalt gat það verið. En stundum fara menn á flækjustigið og festast þar. En í alvöru talað, á Tónlistarskól- inn ekki betra sldlið en svona fárán- lega uppástungu? Eftir því sem best verður séð hafa flestir flokkamir sem bjóða fram það á stefnuskrá sinrú að byggja nýjan tónlistarskóla. Slíkt húsnæði þarf að sérhanna og allur sá undirbúningur þarf að vinn- ast í samvinnu við sérfræðinga og starfsfólk skólans. Þetta þarf að vanda, bæði hvað varðar staðsetn- ingu, húsnæðisþörf, húsnæðisgerð og búnað. Slík vinna hefur ekld far- ið ffam. Þess vegna er tillaga Sjálf- stæðisflokksins og bæjarstjóraefhis- ins alveg ótæk. Nær væri að samein- ast um vel ígrundaða tillögu að und- irbúningi að uppbyggingu nýs tón- listarskóla sem ætlaður væri til langrar ffamtíðar. Samfylkingin vill ná samstöðu um þetta mál og að það sé leitt til lykta af metnaði og ffam- sýni. Það þarf ekki að vera flókið mál. Sveinn Kristinsson ~7*enninn~~fr Kjósum Borgatfjörð! Samhhða kosningum til sveitar- stjómar í hinu nýja sameinaða sveit- arfélagi Borgarbyggðar, Borgar- fjarðarsveitar, Hvítársíðu- og Kol- beinsstaðahrepps, verður gerð skoð- anakönnun um nafn á sveitarfélagið. Fjórar tillögur em bomar fram og hefur ein þar afgerandi sérstöðu í okkar huga. I sameiningarferli sveit- arfélaga undanfarin ár hafa ný sveit- arfélög verið misheppin með nafh- giffir. Sveitarfélög sem heita Árborg, Fjarðabyggð eða Bláskógabyggð hafa mjög óljósa skírskotun og fáir átta sig á hvar mörk þeirra liggja. Það sama gildir hins vegar ekki um sveitarfélagið Skagafjörð eða Olfús. Þau nöfh hafa árhtmdmða gamla sögu og allir vita hvar þau em og fyrir hvað þau standa. I ffamfarasókn næstu ára em markaðsmál og ímynd mikilvægir þættir í starfsemi sveitarfélaga sem vilja laða að sér nýja íbúa. Þar skiptir nafh máli. Nöfhin Brákar- byggð, Borgarbyggð eða Mýra- byggð em til þess fallin að valda erf- iðleikum og fæla fólk ffá. Þau em óskýr og óaðlaðandi. Borgarfjörður hins vegar hefur góða og sterka ímynd sem byggja má ffekari mark- aðssókn á og er til þess fallið að laða til okkar nýtt og kraftmikið fólk. Borgarfjörður hefur þar að auki landffæðilega skírskotun sem á með góðu móti að geta náð yfir allt hið nýja sveitarfélag. Við skulum ekki fórna þeirri ímynd sem auðvelt verðtn að styrkja. Kjósum Sveitarfé- lagið Borgarfjörð sem nýtt nafn á okkar sameinaða sveitarfélag! Agúst Sigurðsson, rektor Lbhl Hvanneyri Runólfur Agústsson, rektor Viðskiptahdskólans á Bifröst T^etitiinn-,, 2. kafli - Tilkynning um breytt heimilisfang Eitt af þeim mikilvægu verkefnum sem sveitarfélög þurfa að sinna er markaðs- seming, enda samkeppni við önnur sveitar- félög rnn íbúa, fjármagn og verkefhi hörð og fyrir- séð að hún muni vaxa áfram. Þegar nýtt sveitarfélag lítur dagsins ljós verður þessi vinna enn mikilvægari. Upplýsingamiðlun inn á við Það markaðsátak sem bíður okkar felst annars vegar í því að kynna nýtt sveitarfélag með nýja stjómsýslu fyr- ir nýbúum þess, rúmlega 3.600 tals- ins. Breytingarnar fyrir mörg okkar eru gríðarlega miklar og því afar áríðandi að vel takist til við að koma þeim upplýsingum til skila. Kynna þarf nýja stjómsýslu sem og breyt- ingar á þjónustu við íbúa auk þess sem kynna þarf ólík svæði og sér- stöðu þeirra innan sveitarfélagsins fyrir íbúum annarra svæða þess. Stríður straumur upplýsinga til íbúa er nauðsynlegur þáttur í uppbygg- ingu íbúalýðræðis á svæðinu og for- senda þátttöku. Markaðssetning út á við Verkefhi okkar í markaðsmálum felst hinsvegar í jákvæðri og mark- vissri kynningu á nýju sveitarfélagi á landsvísu enda höfum við fulla ástæðu til að vera ánægð með bú- setukost okkar. Öflugt starf í markaðsmálum og fagleg notkun á fjölmiðlum mun nýtast okkur sem verkfæri í sam- keppni við önnur svæði og í baráttu okkar fyrir hagsmunum okkar á landsvísu. Markaðs- og kynningarfiilltrúi Borgarlistinn vill gera þá breyt- ingu á tillögum sameiningarnefhdar að hálft starf upplýsingafulltrúa verði gert að fullu starfi markaðs- og kynningarfulltrúa. Verkefnin eru ærin bæði inn á við og út á við. Ráða þarf í starfið á faglegum forsendum og gæta þarf þess að öll kynningar- mál séu uppbyggjandi og verði til að auka samstöðu okkar inn á við og hróður okkar út á við. Þór Þorsteinsson Hóf. skipar 4. sati Borgarlistans. FILigger Hörpuskin, Hörpusilki og Utitex fást nú hjá KB Búrekstrardeild Atvinna í Borgarnesi Starfsfólk óskast í ræstingar. Kvöld-, nætur- og helgarvinna. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veittar í síma: 892-8454 og á netfanginu bontaekni@simnet.is BORGABBYGGÐ Auglýsing um kjörskrá Kjörskrá Borgarbyggðar vegna sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps sem fram eiga að fara 27. maí n.k. liggur frammi á bæjarskrifstofunni að Borgarbraut 14 á opnunartíma skrifstofunnar, frá og með i miðvikudeginum 17. maí til og með föstudeginum ^ 26. maí. Bæjarritari. BUREKSTRARDEILD gBEHBEBBBBI Egilsholt 1-310 Borgarnes Afgreiðsla sími: 430-5505 Fax: 430-5501 Opið frá kl. 8-12 og 13-18 alla virka daga I

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.