Skessuhorn


Skessuhorn - 17.05.2006, Side 23

Skessuhorn - 17.05.2006, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 17. MAI 2006 23 aaUMJIIUkj 3 Vonandi er fall fararheill fyrir Skagamenn ÍA tókst ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu sinni á undirbúnings- tímanum í fyrsta leik fslandsmóts- ins sem hófst á sunnudaginn. Af- drifaríkt einbeitingaleysi varð til þess að lærisveinum Sigurðar Jónssonar í Grindavík tókst að tryggja sér 3-2 sigur á síðustu mínútum leiksins. Það var fyrst og fremst slakur varnarleikur sem varð Skagaliðinu að falli. Arnar Gunnlaugsson kom liðinu yfir á 23. mínútu með góðum skalla eftir sendingu frá Guðjóni H. Sveinssyni. Framan af tókst vel að loka á einhæfan sóknarleik Grind- víkinga, sem samanstóð af löng- um sendingum inn á framherjana Jóhann Þórhallsson og Mounir Ahandour. Rétt fyrir lok fyrri hálf- leiks uppskáru Grindvíkingar hins vegar laun erfiðis síns, Ahandour komst inn í sendingu varnarmanns sem ætluð var Bjarka markverði og skoraði. í byrjun seinni hálfleiks var dæmd vítaspyrna á ÍA og Jóhann Þórhallsson skoraði úr henni og kom Grindavík í 2-1. Skagamenn voru mjög ósáttir við dóminn en þeir mega teljast heppnir að hafa ekki fengið á sig aðra vítaspyrnu skömmu síðar þegar Bjarki mark- vörður lenti í samstuði við einn Grindvíkinga. Ekkert var dæmt og á 76. mínútu jafnaði Ellert Jón Björnsson leikinn með skalla úr miðjum vítateig og aftur var það Guðjón H. Sveinsson sem átti fyr- irgjöfina. Allt stefndi í jafntefli sem hefði með sönnu getað talist sanngjörn úrslit. Grindvíkingar voru hins veg- ar á öðru máli og eftir slaka horn- spyrnu Skagamanna barst boltinn til Jóhanns Þórhallssonar sem var einn á auðum sjó og átti ekki í vandræðum með að koma boltan- um í netið og tryggja Grindvíking- / kröppum dansi. um 3-2 sigur. ÍA hefur verið spáð góðu gengi á Islandsmótinu, þjálfarar og leik- menn spáðu liðinu 2.-3. sæti ásamt erkifjendunum í KR. Það er Ijóst að ýmislegt þarf að bæta í leik liðsins til að sú spá gangi eftir og kannski eina huggun harmi gegn að KR-ingar töpuðu einnig í sínum fyrsta leik, steinlágu gegn FH 0-3. Það er þó Ijóst að margt býr í Skagaliðinu og með betri varnar- leik og yfirvegaðra spili er það til alls líklegt. Ekki má heldur gleyma því að Þórður Guðjónsson gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og munar um minna. Sóknarleikur liðsins var oft og tíðum góður, Arn- ar Gunnlaugsson hefur engu gleymt og sendingar Guðjóns glöddu oft augað. Ekki er hægt að kvarta yfir því að skora tvö mörk í fyrsta leik ís- landsmótsins. Hins vegar var allt of mikið um einstaklingsmistök í leiknum og má skrifa einhver mörk Grindavíkurliðsins á þau. Það er ekki ætlan Skesshorns að velta sér upp úr mistökum einstakra leikmanna, það er þjálfarans að skerpa á leik sinna manna. Skaga- menn verða bara að vona að fall sé fararheill og Óla Þórðar takist að blása mönnum sínum þann baráttuanda í brjóst sem hann er hvað þekktastur fyrir. KÓP/Ljósm SK Markalaust jafntefli í fyrsta leikVíkings GULLBRÚÐKAUP Þann 20. maí 2006 eiga þau Reynir Guðbjartsson og Helga Björg Sigurðardóttir Kjarlaksvöllum í Dalasýslu gullbrúðkaup. Reynir og Helga Björg verða heima þennan dag og verður heitt á könnunni. N Viðskiptavinir Fjöliðjunnar athugið Fjöliðjan Akranesi og í Borgarnesi verður lokuð föstudaginn 19. maí Forstöðumaður Ársstaða heilsugæslulæknis í Búðardal Heilsugæslustöðina í Búðardal vantar heilsugæslulækni í afleysingar í 1 ár frá og með 1. september 2006. Stöðin er H2-stöð og við hana starfa 2 læknar. Stöðin þjónar Dalasýslu og Austur- Barðastrandasýslu og er vel búin. Starfið er mjög fjölbreytt og gefandi. Sérfræðiréttindi í heimilislækningum eru æskileg. I Nánari upplýsingar hjá Þórði Ingólfssyni yfirlækni I í síma 434-1113 eða 893-1125 og hjá Pétri Jónssyni framkvæmdarstjóra í síma 824-5202. Heilsugæslustöðin Búðardal Víkingar í Ólafsvík hafa fengið til sín fimm nýja leikmenn fyrir kom- andi keppnistímabil í fótboltanum, en einn þeirra.Vilhjálmur Vilhjálms- son hefur spilað með liðinu áður. Aðrir nýir leikmenn eru Bosníu- mennirnir Adiz Sjerotanovic sem er 24 ára gamall og Dalibor Nedic sem á 6 landsleiki fyrir Bosníu og Herzegóvínu að baki og er hann 32 ára gamall. Landi hans er hinn 31 árs vítaskytta Kevin Fothering- ham en hann hefur aðeins klúðrað einu af tuttugu vítum sínum fyrir skosk lið og Þór Steinar Ólafs sem er Ólafsvíkurættaður og kemur úr Breiðabliki. Annar leikmaður, Matej Grobovsek sem er tuttugu og þriggja ára gamall er einnig á leiðinni en hann kemur til landsins í dag. Hann var fyrirliði síns liðs í heimalandi sínu Slóveníu. En Víkingur spilaði fyrsta leik sinn í fyrstu deildinni á íslands- mótinu gegn sterku liði Fram. Leikurinn var rólegur framan af og átti Víkingur eitt færi í um miðjum fyrri hálfleik þegar Þór Steinar Ólafs skaut úr markteig en Gunnar Sigurðsson markvörður Framara blakaði boltanum yfir. í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum en Vík- ingsmenn voru þó helst til beittari í sínum sóknaraðgerðum. Fyrri hluta seinni hálfleiks voru Framarar ferskari og reyndu hvað þeir gátu að komast í gegnum varnarmúr Víkinga sem hélt. Þeirra fyrsta færi kom á 50. mínútu þeg- ar Andri Fannar Ottósson átti gott skot í stöng sem Ragnar Mar Sig- rúnarson kom í burtu. Víkingar áttu síðan stórsókn á 70. mínútu þegar Tryggvi Hafsteinsson slapp inn fyr- ir eftir frábæra sendingu frá Vil- hjálmi Vilhjálmssyni en Gunnar Sigurðsson sá við honum og varði. Framarar lágu eftir þetta í sókn en varnarmenn Víkinga spiluðu gífur- lega vel og komust sterkir sóknar- menn Safamýrarliðsins aldrei í gegn. Niðurstaða 0-0 [ skemmti- legum baráttuleik. Mikið af áhorfendum mættu frá Víkingum eða um 300 manns. „Sjóræningjarnir", nýtt stuðnings- mannafélag Víkings hélt uppi stuðinu og söng og hrópaði allan leikinn. Næsti leikur Víkinga veröur svo á móti Þrótti Reykjavík og verður hann spilaður í Ólafsvík á laugardag klukkan 14. Ágúst Jóhannesson dtriftargjafir í mildu úrmcdi Stíidenta&tjcmian ag StúdentavÓAÍn 'Ðámiir og fkrraavmhandáúr

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.