Skessuhorn


Skessuhorn - 14.06.2006, Síða 1

Skessuhorn - 14.06.2006, Síða 1
Virka daga 10-19 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 nettö alltaf gott - alltaf ódýrt VIKUBLAÐ A VESTURLANDI 24. tbl. 9. árg. 14. júní 2006 - Kr. 400 í lausasölu Bátur niður Laxfoss Betur fór en á horfðist við Laxfoss í Norðurá í Borgarfirði sl. mánudag, þeg- ar bátur með þremur mönntun innan- borðs fór niður fossinn. Ain var í foráttu vexti eftir miklar rigningar síðustu daga og voru mennimir, sem vom við veiðar, að róa yfir ána og ætluðu að veiða af Eyr- inni. Bátsverjar vora allir í björgunar- vestum og gátu af eigin rammleik komið sér í land, en þetta leit ekki vel út við fyrstu sýn þeirra sem á horfðu, en aðrir veiðimenn fylgdnst með fossasiglingunni þar sem þeir stóðu nokkra neðar í ánni við Skerið. GB Nýrmeiri- hluti í Dala- byffffð J CJCJ Sveitarstjórnarmenn H-lista Dala- byggðar og N-lista nýrra tíma hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps. H-listi fékk tvo fulltrúa kjörna og N-fisti þrjá fúlltrúa og er því hinn nýi meirihluti skipaður fimm fulltrúum. í minnihluta verður V-listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs með tvo fulltrúa. Samkvæmt samkomulagi flokkanna verður Gunnólfur Lárasson oddviti N- lista ráðinn sveitarstjóri en treglega gekk að mynda meirihluta vegna þeirrar kröfú. Oddviti sveitarstjórnar mun koma frá N- lista en formaður byggðaráðs verður af H-lista. Samkomulag er um að endur- skoða samstarf lístanna eftir tvö ár. Ný sveitarstjórn mun taka við völdum á fimmtudag. HJ ATLANTSOLIA Dísel •Faxabraut 9. Brúin yfir Hvítá í Borgarfirði, skammt frá Fefjukoti er sérlega fallegt mannvirki sem setur mikinn svip á umhverfi sitt. Brúin erfyrrum aðalsamgönguleiðin frá Reykjavík til Vesturlands, Vestfiarða og Norðurlands og lá um brúna í rúmlega fimmtíu ár. Nú til dags er umferð um hana hverfandi lítil í samanburði viðfyrri tíma. Brúin hefur nokkrum sinnum verið endurgerð en hún var upphaflega byggð á þriðja áratug liðinnar aldar. Þessa fallegu mynd afbrúnni tók Bjöm H Sveinsson, Ijósmyndari Skessuhoms í miðnæturkyrrð og þokuslæðingi um liðna helgi. Myndin erþess eðlis að hún hejði rétt eins getað verið tekinfyrir 70 árum síðan. Glæfraakstur með gröfti stoftiaði fjölda vegfarenda í stórhættu Glæfraakstur bfistjóra flutn- ingabíls skapaði mikla slysa- hættu við Hvalfjarðargöngin á miðvikudagskvöld í síðustu viku er grafa á flutningabflnum skall á stálbita í opi ganganna. Glussi sprautaðist yfir bfla og akbraut og varð að loka göngunum um hríð svo unnt væri að fjarlægja stálbitann, flutningabflinn og gröfuna. Flutningabfllinn var á leið úr Kópavogi upp í Borgarfjörð og gröfuarmurinn skagaði heila 4,95 metra upp í loftið en lög mæla fyrir um 4,2 metra há- markshæð farms. I ríflega 100 metra fjarlægð frá munnum ganganna eru hæðarslár yfir ak- brautum sem bflstjórar geta miðað hæð farms við áður en kemur að sjálfum gönguninn. Myndir úr öryggiskerfi Hval- fjarðarganga sýna að bflstjórinn hægði ekki einu sinni á sér við öryggisslárnar heldur ók hik- laust á þær og áffarn þar til graf- an skall á stálbitanum sem er þvert yfir gangaopið í rúmlega 4,2 metra hæð. Höggið var svo mikið að stálbitinn kengbogn- aði en hékk samt uppi. Glussa- slöngur í gröfuarminum fóra í simdur og glussi sprautaðist á bfla sem næstir komu og yfir sjálfar akbrautirnar. Við það urðu brautirnar hálar og slysa- hætta jókst þar með enn frekar. Flutningabfllinn sat fastur og loka varð göngunum um hríð svo unnt væri að taka stálbitann niður og fjarlægja síðan bæði bfl og gröfu. A vef Spalar segir að atburða- rásin, eins og hún birtist á myndbandi úr öryggismynda- vélum, sé hrollvekjandi. Þá seg- ir að við blasi að ef stjórnendur flutningabfla virða ekki landslög um hæð farms - allir sem einn - sé spumingin ekki hvort, heldur hvenær, verður alvarlegt slys í Hvalfjarðargöngum af þessum ástæðum. „Ef flutningabfllinn hefði haldið áfram för sinni í gær- kvöldi, eftir áreksturinn við ör- yggisbitann, hefði grafan næst lent á blásarasamstæðunum í lofd ganganna og stórskemmt þær eða slitdð niður í versta falli. Stálbitunum í gangamunnunum er einmitt ætlað að verja blásar- ana og annan tækni- og öryggis- búnað í loftinu og ekki að ástæðulausu að þeir vora settir upp, eins og dæmin sanna,“ seg- ir orðrétt á vef Spalar. Spölur hefúr af gefnu tilefni vakið athygli lögreglu og stjóm- valda á alvöra málsins enda ætl- ast félagið til þess að lög um há- markshæð farms séu virt í Hval- fjarðargöngum engu síður en lög um hámarkshraða. Viðurlög við brotum á lögum og reglum um hæð farms virðast þar að auki vera vægari en gerist og gengur erlendis.“ segir að lok- um á vef Spalar. HJ Nafnið Hval- fjarðarsveit líklega valið Hallfreður Vilhjálmsson, odd- viti E-listans, sem hlaut hreinan meirihluta í sveitarstjórn nýs sveitarfélags sunnan Skarðsheið- ar segir nafnið Hvalfjarðarsveit verði að öllum líldndum valið á hið nýja sveitarfélag. Samhliða sveitarstjórnarkosningunum á dögunum fór fram skoðanakönn- un um nafn á hið nýja sveitarfé- lag sem varð til við sameiningu Hvalfjarðarstrandarhrepps, Skil- mannahrepps, Innri-Akranes- hrepps og Leirár- og Mela- hrepps. Hlaut nafnið Hvalfjarð- arsveit yfirgnæfandi meirihluta atkvæða eða um 64%. Hallfreður segir meirihlutann ekki hafa tek- ið formlega ákvörðtm í málinu en afar lfldegt sé að hreppsnefnd komist að sömu niðurstöðu. HJ

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.