Skessuhorn - 14.06.2006, Blaðsíða 18
18
MIÐVIKUDAGUR 14. JUNI2006
ggmsjgiWfSEM
Hugleiðingar um ný tækifæri í samein-
uðu sveitarfélagi sunnan Skarðsheiðar
Nú þegar við erum orðin íbúar í nýju
sameinuðu sveitarfélagi er rétt að huga
að þeim möguleikum sem opnast við að
vera orðin hlutd af stærri heild. Einn af
þeim möguleikum er að nú gefst tæki-
færi til að stofna öflugri félög en við
höfum haft tækifæri til fram að þessu.
Þessi mál eru mér afar hugleikin, því að
mínu mati er það hluti af því að taka
ábyrgð á velferð sinni og samfélagsins
að taka þátt í félagsstarfi sem stuðlar að
bættu samfélagi. Sú sýn sem allflestir
vilja sjá í sínu nánasta umhverfi er ham-
ingjusamt og heilbrigt fólk, fallegt um-
hverfi, góðir vinir og fjölskylda sem
gleðja okkur með nærveru sinni og rétta
okkur hjálparhönd ef á þarf að halda.
Einn þáttur er styður það er að vera
þátttakandi í öflugu kvenfélagi. Kvenfé-
lag á að stuðla að samheldni og vináttu
meðal kvenna. Kvenfélag á að þjálfa
konur til virkrar þátttöku í félagsstörfun
og með því að stuðla að því að raddir
kvenna heyrist sem víðast í samfélaginu.
Kvenfélagskonur láta sig varða málefni
aldraðra og barna og geta lagt hönd á
plóg tdl að gera líf þeirra gleðiríkara.
Kvenfélagskonur láta sig einnig varða
okkar nánasta umhverfi, þær eiga og
geta bætt ásýnd sveitarfélagsins.
Draumur minn er að við konur í sam-
einuðu sveitarfélagi berum gæfu til að
stofha sameiginlegt og öflugt kvenfélag
sem lætur til sín taka í þessum málum.
Nú þegar eru starfandi þrjú kvenfélög í
sveitarfélaginu, það hefur kostd og galla
að rejrna að sameina þessi félög. Þar er
stærsti Þrándur í Götu að konur bera í
brjósti sterkar tilfinningar til síns gamla
félags og eiga erfitt með að sjá það
hverfa inn í önnur. Þetta er afar eðlilegt
enda hafa konur lagt af mörkum mikla
vinnu í sínu gamla félagi og átt þar
margar ánægjustundir. Eg er því þeirr-
ar skoðxmar að best sé að byrja með
hreint borð, ef svo má að orði komast og
stofna nýtt félag.
Annar vetvangur sem góður er m.a. til
að efla og þroska félagsvitund barna og
unglinga eru hin gömlu og góðu ung-
mennafélög. Eg er einnig þeirrar skoð-
unar að það væri gæfuspor fyrir samfé-
lagið ef stofnað yrði eitt öflugt ung-
mennafélag. Við sem höfum alist upp
hér á svæðinu og erum komin af barns-
aldri höfum flest starfað í ungmennafé-
lagi en fyrr á árum voru Þrestir, Haukur
og Vísir með nokkuð blómlegt starf. En
tímarnir breytast og á seinni árum hefur
fjarað undar starfsemi þessara félaga.
Eg tel því að ef og þegar til stofnunar
kemur sé mikilvægt að hlusta á raddir
ungmennanna og leitast við að rúma
sarfsemi sem þeim hugnast og er þeim
til þroska innan félagsins, öðruvísi verð-
ur þátttaka þeirra ekki virk.
Kæru sveitungar, vissulega er sumarið
ekki besti tíminn til að stofna ný félög
en ég er þeirrar skoðunar að það sé samt
sem áður góður tími fýrir starf undir-
búningshópa. Þeir hópar gætu auðveld-
lega lokið undirbúningsvinnu svo hægt
verði að ganga til stofnunar strax á kom-
andi hausti. Eg hvet þá er vilja koma að
þeirri undirbúningsvinnu að hafa sam-
band við mig.
Bestu kveðjur,
Petrína Ottesen
Opið bréf til stjómar
Hestamannafélagsins Snæfellings
Við félagar í Hesteigendafélaginu Geisla á
Hellissandi lýsum furðu okkar á vinnubrögð-
um stjórnar Snæfellings varðandi úthlutunar
styrkja til byggingar reiðhúsa og reiðskemma
á félagssvæði Snæfellings. Þann 10 april síð-
astliðinn barst stjórn Geisla bréf ffá Snæfell-
ingi. Bréfið var afhent af félögum í Hesteig-
endafélaginu Hring í Olafsvík.
Erindi þessa bréfs var á þá leið að félagar í
Geisla skyldu taka afstöðu til þriggja kosta
og svarið skyldi liggja fyrir ekki seinna en 17
april. Var brugðist skjótt við og haldinn
nokkuð fjölmennur fundur þar sem sam-
þykkt var að gera það að tillögu okkar að
þessum 40 milljónum sem til úthlutunar
voru skyldi skipt þannig að 10 milljónir færu
til félagsins í Stykkishólmi, 20 milljónir til
félagsins í Grundarfirði og 5 milljónir á
hvort félag í Snæfellsbæ; Hring og Geisla.
Ef ekki væri hægt að verða við þessu þá töld-
um við að næst besti kosturinn „sem boðið
var upp á í bréfinu" væri að reisa stóra reið-
höll fyrir Snæfelling í Grundarfirði.
Boðið var upp á báða þessa kosti í bréfi
Snæfellings, fyrir utan að talað var um 10
milljónir í Snæfellsbæ sem er félagssvæði
Geisla og Hrings. Rökin fyrir því að við vild-
um skipta þeirri upphæð er að þessi hesteig-
endafélög eru með aðstöðu á sitthvoru svæð-
inu og vegna fjarlægðar er ekki kostur að
samnýta aðstöðuna á daglegum grundvelli,
enda mun svona hús nýtast best á vetrum
þegar samgöngur eru erfiðar. Ekki brást
stjórn Snæfellings síður skjótt við þegar kom
að því að afgreiða umsókn okkar, því að okk-
ur barst bréf dagsett 20. april, undirskrifað af
einum stjórnarmanni Snæfellings, Sigrúnu
Bjarnadóttur.
Orðrétt var svarið á þessa leið: „Þar sem
umsókn Hesteigendafélagsins Geisla á Hell-
issandi um styrk til byggingar reiðhúss var ó-
fullnægjandi gat stjórn Snæfellings ekki tek-
ið hana til greina. Ur sama sveitarfélagi barst
einnig umsókn sem uppfyllti kröfur stjórnar
og taldi stjórn Snæfellings ekki ráðlegt að
sækja um styrk til byggingar á tveimur reið-
húsum í sama sveitarfélagi.“
Svo mörg voru þau orð. Nú viljum við
spyrja stjóm Snæfellings, hvað er ófullnægj-
andi í umsókn okkar og hvað uppfyllir kröfu
stjórnar? Við sækjum nákvæmlega um á þeim
forsendum sem þið gefið okkur, að velja eitt-
hvað af þessum þremur kostum. Einnig vilj-
um við spyrja hvernig kynntd Snæfellingur
þetta mál? Við fengum fýrst upplýsingar um
að við ættum kost á að sækja um þetta fé, 10.
april 2006, þegar við fáum bréfið ffá Snæfell-
ingi úr höndum Hrings í Olafsvík, sem
greinilega höfðu haft vitneskju um þetta í
langan tíma og höfðu meira að segja fengið
úthlutaða lóð undir reiðhús á félagssvæði
Hrings í Olafsvík. Einnig höfðu þeir fengið
loforð hjá Snæfellsbæ um styrk í formi nið-
urfellingar á aðstöðugjöldum fyrir væntan-
legt reiðhús, „allt saman fyrir 10. april“.
Því miður lítur þetta út fyrir að hafa verið
fýrirffam ákveðið af hálfu „einhverra".
Við félagar í Geisla skorum á stjórn Snæ-
fellings að sniðganga ekki eitt hesteigendafé-
lag af þeim fimm sem eru á svæðinu og end-
urskoða afstöðu sína þannig að hún verði til
hagsbóta fýrir alla félagsmenn, ekki bara fáa
útvalda.
Með von um greið og skýr svör. Fyrir
hönd Hesteigendafélagsins Geisla Hell-
issandi.
Reynir Axelsson
'J/íiMihe’HtUj Framhaldssaga fyrir böm - finnst mér lífið vera
að „Saga megi ekki gjalda sannleikans.“ Ef
sannleikurinn skemmir söguna verður hann
bara að gjöra svo vel að víkja sæti. En sjó-
menn eru nú ekki einir um þennan hugsun-
Jæja, nú er sumar-
ið loksins komið, þó
sumum þyki það
kannski í blautara og
hráslagalegra lagi
eins og er. Það hlýt-
ur að þorna ein-
hverntíman. I mansöng fýrir fjármannsrímu
af Sigurði ffá Brún yrkir Höskuldur ffá
Vatnshomi:
Þegar vorar vaknar þrá
vorsins börnum öllum hjá,
ferðalangar fara á stjá
fjöll og dali til að sjá.
Blœrínn andar blítt á kinn,
búinn langi veturinn,
fénaðurinn framgenginn,
fákarnir við túngarðinn.
Fuglar kveða fjörugt lag,
fcerist líf í bóndans hag,
lautir grænka og lækjardrag,
lömbin fæðast nótt og dag.
Vors í blænum vonirnar
verða stundum léttfleygar,
ungu daladísirnar
dreymir þá um ástirnar.
Úti í brekkum broshýr snót
breiðir faðminn sumri mót,
hefir mjúka hönd og fót,
hún er að fara á stefnumót.
Þetta er að vísu ffekar ort með sveitaróm-
antíkina í huga en af því að nú er sjómanna-
dagurinn nýliðinn er ekki úr vegi að rifja hér
upp kafla úr rímu Stefáns ffá Móskógum af
nafna hans Péturssyni þar sem segir af affek-
um umrædds Stefáns við sjómennsku:
Fram í Kálfárkoti bjó,
kynstur sjálfur að sér dró.
Einatt hálfur sótti sjó,
seig og þjálfuð aflakló.
Köld voru svör hjá karlinum
en kapp og fjör íhreifingum.
Augun snör með afbrígðum
er otaði hjör að stórfiskum.
Brysti á Cræði í kólgukast
kjarngott fæði aldrei brast.
Oft í brœði andskotast,
ort voru kvæði og drukkið fast.
Útiiegum alvanur,
allavega þrautreyndur.
Sýndist þegar sjötugur
sjávarfegurð heillaður.
í öllum vanda þarfaþing,
þekkti fjandans útsynning.
Þegar landið lagði í kring
lenti í strandi hetjan slyng.
Mátti sverja meinsæri,
mannorð verja á skútunni,
stýra í hverju stórviðrí,
stráka berja úr kojunni.
Kompásstrikin kunni öll,
kort að strika og þekkti fjöll.
Aldrei hik né æðruköll
oft þó kvikan gerði spjöll.
Ef að löndum öðrum bar
eins og Möndull ráðkænn var,
oft í vöndu viðbragðssnar.
Whiskyblöndu saup hann þar.
Sjómannslífið hefur lengi verið fjölbreyti-
legt og stundum eitthvað ffásagnarvert inn á
milli þó vissulega hendi það stundum sjó-
menn eins og fleiri að heiðra þá gullnu reglu
arhátt. Fyrir allmörgum árum, þegar
skemmtiferðalög vora meiri viðburðir en nú
er og framkvæmd þeirra með nokkuð öðru
sniði, fór hópur af fólki í skemmtiferð og þar
á meðal prestur nokkur, hvort sem hann var
nú fararstjóri eða aðeins venjulegur þátttak-
andi. Gist var í svefnpokaplássi og eins og
góðum guðsþjóni sæmir aðstoðaði prestur
alla sem áttu í erfiðleikum, hvers eðlis sem
þeir nú voru og blés meðal annars í vindsæng
fýrir konu nokkra. Að morgni var svo kveð-
ið:
Guðfinna var í vanda,
sá vandi leystist skjótt.
Hún á heilögum anda
hvíldi í alla nótt.
Það er nú svo með þetta blessað líf að það
færir okkur sjaldnast eintóma hamingju né
heldur eintómar sorgir heldur blandar ein-
hvers konar hæfilega mixtúru úr öllu saman.
Eftír Bjama Gíslason er þessi ágæta vísa:
Kæla heitt og hita kalt
heimurinn er laginn,
þó það beri ekki allt
upp á sama daginn.
Lengi getur mannskepnan lifað á voninni
þó hún sé kannske ekki undirstöðufæða ein
og sér. Effir ein vonbrigði kvikna nýjar von-
ir og nýjar væntingar, kannski tíl þess eins að
skapa fleiri vonbrigði, nú eða hugsanlega að
rætast. Gísli Olafsson ffá Eiríksstöðum kvað:
Lifnar vonin Ijúf og mild,
lækkar mótgangsandinn.
Ertu sál mín eitthvað skyld
öldunum við sandinn.
Eftírfarandi vísa effir Guttorm J. Gutt-
ormsson ber nafnið vinarkveðja þó raun-
veralega sé hún líkari því að um ástarvísu sé
að ræða:
Vinsemd þín, nú veit ég það
var mér besta gjöfin.
Héðan skilur okkur að
ekkert nema gröfin.
Ekki veit ég hver orti þessa hugleiðingu
um lífið og tilverana:
Lífið er eins og Ijótur poki,
sem lafir á snúru í norðanroki
og fyllist af vindi svo fýkur tuskan
og fer einhvern djöfulinn út í buskann.
Steinbjörn Jónsson frá Háafelli virðist ekki
hafa farið á mis við vonbrigði lífsins ef marka
má eftírfarandi vísu:
Vonin mín hún fór á fjöll,
fennti og dó í giljum.
Gleðin, hún varð úti öll
í lifshríðarbyljum.
Það var hins vegar Bjarrú ffá Gröf sem
lýsti lífinu með þessum orðum:
Áfram tifar tímans kvörn,
tekst henni margt að gera.
Framhaldssaga fyrir börn
finnst mér lífið vera.
Látum það verða lokaorðin að sinni.
Með þökfyrir lesturinn,
Dagbjartur K Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S 435 1367 og 849 2115
dd@simnet.is