Skessuhorn


Skessuhorn - 14.06.2006, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 14.06.2006, Blaðsíða 23
 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2006 23 Fjórir í æfinga- hóp U17 Lúkas Kostic hefur valið fjóra leikmenn ÍA í æfingahóp lands- liðs karla undir sautján ára aldri í knattspyrnu. Það eru Trausti Sig- urbjörnsson, Aron Ýmir Péturs- son, Björn Bergmann Sigurðs- son og Ragnar Leósson. HJ Umf. íslendingur sigraði Sparisjóðs- hlaupið Þátttakendur í Sparisjóðs- hiaupinu. Sparisjóðshlaup UMSB fór fram sl. sunnudag. Þrjár sveitir hlupu. Sveit Umf. íslendings sigraði hlaupið og sveit Umf. Dagrenningar varð í öðru sæti. f þriðja sæti varð sveit starfsfólks Sparisjóðs Mýrasýslu. Að loknu hlaupi bauð Sparisjóðurinn upp á veitingar og allir þátttakendur fengu vandaðan vasareikni frá Sparisjóðnum að gjöf. GS Frá ballinu í OSali. Fleiri myndir má sjá á heimasiðunni; borgarbyggd.is/odal LokabaU Óðals í Borgamesi Starfsári félagsmiðstöðvarinn- ar Oðals í Borgarnesi lauk í lið- inni viku með diskóteki að kvöldi útskriftardags í grunnskólanum. Þar mættu nemendur 7. bekkjar og til og með nýútskrifuðum nemendum í 10. bekk. DJ Brynj- ar Már ffá útvarpsstöðinni FM 95,7 mætti með plöturnar sínar í Oðal og þar var rífandi stemning á síðasta diskóteki vetrarins allt til miðnættis. A ballinu var ný stjórn næsta starfsárs kynnt en í henni sitja Elfar Már Olafsson, Auður Þórðardóttir, Oli Þór Jónsson og Þórkatla Dagný Þór- arinsdóttir. MM Sjómannadagsmót GRun í Grundarfirði Sjómannadags- mót Guðmundar Runólfssona hf. i golfi fór fram í Grundarfirði sl. föstudag. Ríflega 40 manns tóku þátt í mótinu. Golfklúbburinn fékk við þetta tækifæri stórt tjald að gjöf frá Guð- mundi Runólfs- syni hf. MM Gunnlaugur Magnússon var meðal keppenda á mótinu en hann varð 86 ára á keppnisdaginn og er hann eldhress að vanda. Hér er Gunnlaugur ásamt Önnu Maríu og Helgu Ingibjörgu. Gæðingakeppni og úrtaka Skugga Gæðingakeppni Hestamanna- félagsins Skugga var haldið að Vindási við Borgarnes, sunnu- daginn 11. júní. Jafnframt mótinu var haldin úrtaka fyrir landsmótið sem haldið verður að Vindheima- melum um mánaðamótin. Heldur slök þátttaka var í mót- inu, engin börn tóku þátt, aðeins einn unglingur, tveir í ungmenna- flokki, þrír í A-flokki gæðinga og níu í B-flokki gæðinga. Hesta- mannafélagið Skuggi á rétt á að senda tvo keppendur í hverja grein landsmótsins. [ forkeppni urðu eftirfarandi efstir: A-flokkur gæðinga 1. Grettir Börkur Guðmundsson og Von frá Búðardal 7,98 2. Gunnar Halldórsson og Gyðja frá Engimýri 7,75 B-flokkur gæðinga 1. Jakob Sigurðsson og Nykur frá Hítarnesi 8,23 2. Karl B. Björnsson og Lýsingur frá Svignaskarði 8,21 3. Viggó Sigursteinsson og Hringur frá Skjólbrekku8,20 4. Jón Ólafsson og Svaðilfari frá Báreksstöðum 8,02 5. Grettir Börkur Guðmundsson og Bragi frá Búðardal 8,01 Bjarki Þór Gunnarsson og Hljómur frá Borgarnesi en þeir voru einu keppendur ungmenna- flokks. Með þeim á myndinni er Halldór Sigurðsson formaður Skugga. Ungmennaflokkur 1. Hans Sonne Lund og Mósart frá Eskiholti II 8,07 2. Rasmus Christjansen og Hala- stjarna frá Egilsstaðabæ 8,05 Unglingaflokkur 1. Bjarki Þór Gunnarsson á Hljóm frá Borgarnesi 7,77 í úrslitum A-flokks gæðinga sigraði Gyðja og í B-flokki sigraði Lýsingur. Þá sigraði Halastjarna í ung- mennaflokki. Hestamannafélagið Skuggi mun aðeins senda 5 keppendur á landsmót. SO Ðaráttusigur í Keflavík Skagaliðið vann sinn fyrsta leik sl. fimmtudag þegar liðið fór til Keflavíkur. Ferðin reyndist til fjár því liðið sótti sigur gegn Keflvík- ingum og um leið sín fyrstu stig. Baráttugleði og sigurvilji skópu 1-0 sigur Skagamanna sem verma þó enn botnsæti deildar- innar með þrjú stig. Það er þó Ijóst að ef liðið býður upp á meira af því sem var á boðstól- um í Keflavík eru því allir vegir færir. Skagaliðið hefur á köflum í sumar sýnt fínan fótbolta, en inn á milli hefur einbeitingarleysi skotið upp kollinum og stundum er eins og liðið hafi ekki haft trú á því sem það er að gera. Allt ann- að var uppi á teningnum í Kefla- vík þar sem liðið mætti í leikinn með fulla trú á eigin getu. Bar- áttuviljinn einkenndi leik liðsins og uppskeran var eftir því. Ólafur Þórðarsson gerði fjöl- margar breytingar á liðinu og þær skiluðu sínu. Ellert Jón Björnsson skoraði mark Skaga- manna á 22. mínútu og kom það eftir sókn þar sem allir leikmenn liðsins gáfu sitt í leikinn. Eftir góða sókn upp vinstri vænginn átti Guðjón H. Sveinsson send- ingu fyrir markið og Arnar Gunn- laugsson nikkaði boltanum áfram fyrir markið. Þar kom Ellert Jón og setti boltann í netið. Það sem eftir lifði leiks einkenndist af baráttu og áttu Skagamenn sig- urinn fullkomlega skilinn. Það er meira en að segja það að sækja þrjú stig í Keflavík. Lið- ið lék gegn FH-ingum í síðustu umferð og máttu íslandsmeistar- arnir hafa sig alla við til að landa sigri. Það munu ekki öll lið feta í fótspor Skagamanna og er sig- urinn enn sætari fyrir vikið. Það er Ijóst að í Skagaliðinu býr mikill styrkur og geta. Liðið þarf aðeins að hafa trú á því sem það er að gera og þá á það eftir að sigla upp töfluna. Oft hefur vantað upp á baráttuna í sumar en þegar hún er fyrir hendi er hálfur sigur unninn. Nú verður liðið að halda áfram á þessari braut og sýna sínar bestu hliðar á Skaganum á fimmtudaginn, en þá mætir liðið Breiðablik. Nýlið- arnir gerðu jafntefli við FH í síð- asta leik og ÍA verður því að bjóða upp á sinn besta leik til að hafa sigur. Með baráttuvilja og sjálfstrausti er það hins vegar vel gerlegt. Verðlaunahafar á Sjómannadagsmóti GRun í Grundarfirði, sem fjallað er um hér til hliðar, í nýja tjaldinu. LANDMÆLINGAR ÍSLANDS ...vísa þér veginn Ferðakort 1:250 000 Nýtt göngu- og reiðleiða- kort af Suðvesturlandi. Sérkort Suðvesturland 1:75 000 Þrjú vönduð landshlutakort með mikilvægum upplýsingum fyrir ferðamenn. Kortin fást einnig þrjú saman í öskju ásamt nafnaskrá. Vegaatlas 1:200000 Ný og glæsileg kortabók I afar hand- hægu broti. Vegaatlasinn er 82 bls. og inniheldur m.a. nýjustu upp- lýsingar um vegi landsins, gagnleg þemakort og Itar- lega nafnaskrá. Þessi bók er ómissandi í bílinn. Ný útgáfa 2006 Gott ferðakort er lykill að vel heppnaðri ferð. Gerðu kröfur . . um vandað og nákvæmt ferðakort með nýjustu upplýsingum. WWW.lmi.IS

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.