Skessuhorn - 14.06.2006, Page 2
2
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNI2006
Funda um hlut-
verk háskóla í
samfélaginu
I kvöld fer fram á Bifföst fund-
ur um hlutverk háskóla í þróun
samfélags. Það eru Rannsóknar-
miðstöð Viðskiptaháskólans á
Bifröst og Borgarbyggð sem
bjóða til kynningarfundarins. Þar
kynnir Kolfinna Jóhannesdóttir
viðskiptafræðingur og starfsmað-
ur Rannsóknamiðstöðvarinnar
niðurstöður rannsóknar sinnar á
svæðisbundnum áhrifum Við-
skiptaháskólans á Bifföst. Eins
og ffam hefur komið í Skessu-
homi hefur Kolfinna skrifað BS
lokaritgerð þar sem m.a. kemur
ffam að hlutdeild Viðskiptahá-
skólans í mannfjöldaaukningu í
Borgarbyggð ffá árinu 1997 sé
veruleg. Dregin var sú ályktun að
Viðskiptaháskólinn hafi með
starfsemi sinni fjölgað yngra
fólki og dregið úr kynjahalla á
svæðinu. Fjölgtm þekkingarfyrir-
tækja í Borgarbyggð virðist mega
rekja a.m.k. að nokkm leyti til
Bifrastar. Þá hefur Vðskiptahá-
skóhnn haft vemleg svæðisbund-
in áhrif til hækkunar á menntun-
arstigi. MM
Til mtnnis
Skessuhom minnir á 17. júní
hátíðarhöld. Þjóðhátíðardag-
inn ber að þessu sinni upp á
laugardag. Hátíðarhöld eru
mismikil milli sveitarfélaga á
Vesturlandi, en þó einhver
dagskrá víðast hvar.
Veðtyrhorfivr
Það verða suðlægar áttir
með vætu sunnan- og vestan-
lands og nokkuð mildu veðri
næstu daga.
Spivrntntj vikijnnar
í síðustu viku var spurt á
skessuhorn.is; Hvernig líst þér
á þær breytingar sem eru að
verða á ríkisstjórninni?
Tæplaga 29% svarenda lýst
mjög illa á þessar breytingar,
tæp 25% svöruðu að þeim lit-
ist mjög vel á þær, 18% líst
þokkalega á þær, tæplaga 18%
svöruðu því að þeim lítist frek-
ar illa á breytingarnar og um
10% töldu sig ekki hafa skoð-
un á spurningu vikunnar.
í næstu viku spyrjum við:
„Ætlar þú á
Landsmót hesta-
manna að Vind-
heimamelum í
Skagafirði?"
Svaraðu án undanbragða
á www.skessuhorn.is
Vestlendimji/Vr
viNnnar
S kess u -
horn útnefn-
ir að þessu
sinni Mar-
gréti Frið-
jónsdóttur
f r a m -
k v æ m d a -
stjóra Borgfirðingahátíðar Vest-
lending vikunnar, fyrir vel
heppnaða hátíð vítt og dreift
um Borgarfjörð um liðna helgi.
Uppsagnir sex
bæj arstarfsmanna valda urg
Nokkurrar óánægju gætir í Snæ-
fellsbæ þessa dagana vegna ákvörð-
unar Kristins Jónassonar, bæjar-
stjóra um að segja upp sex starfs-
mönnum sveitarfélagsins sem starfa
við íþróttamannvirki í Olafsvík.
Gunnar Om Gunnarsson, oddviti J
lista sem situr í minnihluta bæjar-
stjómar, segir uppsagnirnar ólög-
mætar og gengur svo langt að kalla
þær pólitískar ofsóknir. „Bæjar-
stjóranum ber skylda til að ræða
slíkar uppsagnir við bæjarstjórn
áður en gripið er til slíkra aðgerða.
Þetta umrædda fólk studdi J listann
í aðdraganda kosninga og mér seg-
ir svo hugur að það hafi átt þátt í
uppsögnunum núna korteri eftir
kosningar," sagði Gunnar Om í
samtali við Skessuhom.
Að sögn Kristins Jónassonar,
bæjarstjóra era uppsagnirnar til-
komnar vegna þess að endurskipu-
leggja eigi starfsemina og hann sé
fyrst og fremst að undirbúa það að
slíkar breytingar geti gengið efdr.
„Við stefnum á að endurráða í störf
samkvæmt nýju skipuriti í síðasta
lagi 20. júlí nk. og geta þá þeir aðil-
ar sem fengu uppsagnarbréf 31. maí
sl. sótt um á nýjan leik, eða tíman-
lega áður en uppsagnarfrestur
rennur út þann 1. september. Eg er
fyrst og fremst að gæta hagsmuna
bæjarfélagsins og gera okkur kleift
að haga starfseminni þannig að
hagræði verði sem mest og starfs-
kraftar sveitarfélagsins nýtist þar
sem þörf fýrir þá er mest hverju
sinni,“ sagði Kristinn í samtali við
Skessuhorn.
Gert er ráð fyrir að málið verði
rætt á bæjarstjórnarfundi nk.
fimmtudag. Samkvæmt heimildum
Skessuhorns er ástæða uppsagn-
arma fyrst og ffemst sú að viðkom-
andi starfsmenn vildu ekki una því
að vera færðir til milli vinnustaða í
Olafsvík og á Hellissandi enda telja
þeir það brot á ráðningarsamningi
sem þeir starfi eftir og þýddi til-
færsla meiriháttar breytingar á um-
samdri vinnutilhögun.
Helga Hafsteinsdóttir er formað-
ur STS, Starfsmannafélags Dala og
Snæfellsnessýslu, en félagið gætir
hagsmtma opinberra starfsmanna á
félagssvæðinu og telur 280 félags-
menn. Heiga sagðist í samtali við
Skessuhom sem minnst vilja tjá sig
um málið á þessu stigi, enda við-
kvæmt fyrir þá sem í hlut eiga.
Sagðist hún hafa fundað með við-
komandi félagsmönnum sínum og
hefur hún einnig óskað eftir fundi
með bæjarstjóra Snæfellsbæjar og
yfirmanni íþróttamannvirkja og
gerði hún ráð fýrir að sá fundur
yrði síðar í þessari viku. „Eg vonast
að sjálfsögðu til að þetta mál leysist
fljótt og örugglega þannig að allir
getir vel við unað,“ sagði Helga.
MM
Rangar fréttir um
sumarlokanir á SHA
í fréttum Ríkisútvarpsins síðast-
liðinn föstudag og í Morgunblað-
inu á laugardag kom fram að vænta
mætti lokana á fæðingarþjónustu
Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar-
innar á Akranesi (SHA). Heimild
þessara frétta var bókun Ljós-
mæðrafélags Islands sem send var
fjölmiðlum. Á heimasíðu SHA
kemur ffarn að fréttirnar séu rangar
og ekki verði um sumarlokanir að
ræða. Fram kemur að haft hafi ver-
ið þrívegis samband við fféttastofu
útvarps þennan sama dag og óskað
leiðréttingar á fréttinni. Stjórn
Ljósmæðrafélagsins var einnig ritað
erindi með ósk um að bókun þessi
væri leiðrétt og jafnframt óskað eft-
ir skýringum á villandi staðhæfing-
um og að upplýst yrði hvaðan
heimildir þessa efnis hefðu borist.
Svar ffá formanni félagsins, Guð-
laugu Einarsdóttur, barst stofhun-
inni þegar á föstudagskvöld og þar
segir m.a: „Undirrituð biðst vel-
virðingar á því að fæðingardeild
SHA hafi ranglega verið nefnd í
ályktun Ljósmæðrafélags Islands
þar sem stjórn félagsins lýsti á-
hyggjum sínum yfir lokunum með-
göngu- og fæðingardeilda um land-
ið. Misskilningur á upplýsingum
sem fengnar voru ffá starfsmanni á
LSH um að fæðingardeild SHA
væri lokuð olli því að undirrituð
mistúlkaði sem um sumarlokanir
væri. Undirrituð tekur á sig ábyrgð
á þessum misskilningi og hefur
þegar leiðrétt ályktunina.“
Itrekað er á heimasíðu SHA að
gert sé ráð fýrir óbreyttri starfsemi
á SHA í sumar og ekki verði um
sumarlokanir að ræða á kvenna-
deild né öðrum legudeildum
sjúkrahússins fremur en undanfarin
ár.
HJ
Höfrungur bíður heimferðar
Blaðamaður Skessuhorns sem
leið áttd um höfhina í Klakksvík í
Færeyjum um síðustu helgi rakst á
kunnuglegt skip sem lá þar í höfn-
inni. Var það strandferðaskipið
Barsskor sem lokið hefur hlutverki
sínu í Færeyjum. Sldpið var smíðað
á Akranesi árið 1929 og er 17,75
metrar að lengd og 4,24 metrar að
breidd. Við sjósetningu var því gef-
ið nafnið Höfrungur og var í eigu
Haraldar Böðvarssonar. Höfrungur
var seldur til Færeyja árið 1946. Þar
var skipið notað til flutninga á pósti
og farþegum til og ffá Klakksvík.
Eins og fram kom í fréttum
Skessuhoms í vor hefur verið tekin
ákvörðun um að selja skipið til
Akraness fyrir eina færeyska krónu.
Lögþingið þarf þó að leggja blessun
sína við söluna. Eins og á myndinni
má sjá lítur skipið vel út og ekki
verður séð að ffásögn kollega okkar
á blaðinu Sósíalnum á ástandi
skipsins eigi rétt á sér. Þar sagði á
sínum tíma að „hann er illa farin og
má pumpast hvonn dag fýri ikki
fara til botns". Ekki liggur fýrir
hvenær getur orðið af heimferð
þessa merka skips til Akraness.
HJ
Sparisjóður Mýrasýslu brátt með öll
bankaviðsldpti á Siglufirði
Glitnir og Sparisjóður Siglu-
fjarðar, sem er að fullu í eigu Spari-
sjóðs Mýrasýslu, hafa náð sam-
komulagi um að Sparisjóður Siglu-
fjarðar kaupi og taki yfir rekstur
útibús Glitnis á Siglufirði. „Mark-
mið kaupanna er að tryggja við-
skiptavinum á Siglufirði áframhald-
andi þjónustu í heimabæ en ljóst er
að ekki er rekstrarlegur grundvöll-
ur fyrir tvær fjármálastofnanir í
bænum. Sparisjóður Siglufjarðar
yfirtekur samninga við starfsmenn
útibúsins fýrir utan tvo starfsmenn
sem láta af störfum fýrir aldurs sak-
ir,“ segir m.a. í tilkynningu ffá
Sparisjóðnum. Stefnt að því að
Sparisjóðurinn taki við rekstri úti-
búsins þann 26. júní n.k. Viðskipta-
vinum útibús Glitnis á Siglufirði
verður sent bréf þar sem greint
verður nánar ffá flutningi viðskipta
þeirra til Sparisjóðsins.
MM
Starfbæjarstjóra
auglýst
GRUNDARFJÖRÐUR: Nú
hefur starf bæjarstjóra í Grund-
arfirði verið auglýst laust til um-
sóknar. Sem kunnugt er náði
hsti Sjálfstæðisflokksins hrein-
um meirihluta í bæjarstjóm og í
kosningabaráttunni kom fram
að flokkurinn myndi auglýsa
starfið laust næði flokkurinn
hreinum meirihluta. Núverandi
bæjarstjóri, Björg Agústsdóttár,
ákvað fýrir nokkra að gefa ekki
kost á sér til starfans. Hún mun
hins vegar gegna áffam starfi
bæjarstjóra þar til nýr hefur ver-
ið ráðinn. -hj
Stofhfundur
lífeyrissjóðs
VESTURLAND: Næstkom-
andi mánudag fer ffam á Akra-
nesi stofnfundur sameinaðs líf-
eyrissjóðs Suðurlands og Vest-
urlands. Þar verður nýtt nafn og
merki sjóðsins kynnt, nýjar sam-
þykktir kynntar og kynning á
stofnefnahagsreikningi. Þá fer
fram kosning stjórnar og vara-
manna. Að sögn Gylfa Jónas-
sonar, ffamkvæmdastjóra sjóðs-
ins verður starfsemin á Akranesi
áffam með svipuðu sniði og ver-
ið hefur þrátt fýrir sameining-
una við Sunnlendinga. -mm
Maður reyndist
krummi
AKRANES: Síðastliðinn
sunnudag var lögreglunni á
Akranesi tilkynnt um að líklega
væri maður kominn hátt upp í
Sementsverksmiðjuskorstein-
inn. Lögreglumenn fóra á vett-
vang en sáu engan mann. Hins-
vegar komu þeir auga á hrafn of-
arlega í skorsteininum. Líldegt
er að tilkynnanda hafi missést en
lögreglumennirnir töldu
kramma fullfæran um að koma
sér niður úr skorsteininum, ef
honum sýndist svo og yfirgáfu
því vettvang. -so
Auglýst eftir
sveitarstjóra
SUNNAN HEIÐAR: Á
næstu dögum verður staða sveit-
arstjóra í nýju sveitarfélagi
sunnan Skarðsheiðar auglýst
laus til umsóknar. Sveitarfélagið
varð til við sameiningu Hval-
fjarðarstrandarhrepps, Skil-
mannahrepps, Innri-Akranes-
hrepps og Leirár- og Mela-
hrepps. I þeim sveitarfélögum
var ekki starfandi sveitarstjóri.
Hallfreður Vilhjálmsson oddviti
E-Iistans, sem hlaut hreinan
meirihluta, segir það hafa verið
stefhu listans að auglýsa starfið
laust og við það verði að sjálf-
sögðu staðið. -hj
Bæjarstjómar-
skipti í gær
AKRANES: Fyrsti fundur
nýkjörinnar bæjarstjórnar Akra-
neskaupstaðar var haldinn í bæj-
arþingsalnum í gær. Á dagskrá
var m.a. kosning í nefndir,
stjórnir og ráð Akraneskaup-
staðar skv. samþykkt tun stjóm
og fundarsköp Akraneskaup-
staðar svo og ráðning í starf bæj-
arstjóra. Þar tók Gísh S Einars-
son við bæjarstjórastarfinu af
Guðmundi Páli J ónssyni. -mm