Skessuhorn


Skessuhorn - 14.06.2006, Qupperneq 6

Skessuhorn - 14.06.2006, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. JUNI2006 gSESSUHQBRI Viðamíkil skýrsla um skólahald Hvalí) arðarsveitar komin út Hagstæðast að semja við Akraneskaupstað um skólahald en bygging nýs skóla verður fýrsti kostur Talið er að hið nýja sveitarfélag sunnan Skarðsheiðar, sem flest bendir til að muni heita Hvalfjarð- arsveit, getd sparað allt að 1,5 millj- arð króna á tuttugu árum með því að semja við Akraneskaupstað um grunnskólakennslu í stað þess að sveitarfélagið sjálft byggi og reki skóla. Þetta kemur ffam í niður- stöðum nefndar um valkosti í skóla- málum sveitarfélagsins. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu leggur nefndin til að byggður verði upp grunnskóli í sveitarfélaginu þar sem samningur við Akraneskaupstað geti „hrein- lega ógnað sjálfstæði og tilvist hins nýja sveitarfélags," eins og segir í skýrslunni. Sumarið 2005 skipuðu sveitarfé- lögin fjögur sunnan Skarðsheiðar, sem nú hafa sameinast, nefnd um valkosti í skólamálum sem ætlað var það hlutverk að vinna stöðumat á ástandi húsnæðismála Heiðarskóla, sem sveitarfélögin reka nú í samein- ingu, og skila skýrslu um þær leiðir sem hægt er að fara í framtíðarskip- an skólamála í hinu nýja sveitarfé- lagi. Nefhdin gerði samning við fyrirtækið Stjórnsýsluráðgjöf um greiningu, útreikninga, skýrslu- og tillögugerð. Nefndin hélt tíu fundi og hefur nú skilað skýrslu um val- kosti. Fjölgun samhliða Krosslandsuppbyggingu Ein helsta forsenda fyrir skipu- lagningu skólastarfs er að meta íbúaþróun sveitarfélagsins og ekki síst hvar í sveitarfélaginu þeir komi til með að búa. Eins og ffam hefúr komið í fféttum er hafin gatoagerð í nýju hverfi í Krosslandi sem til- heyrir Innri-Akraneshreppi í dag. Helsti óvissuþátturinn í starfi nefndarinnar var sá að meta hversu fljótt það hverfi muni byggjast upp því þar með ræðst hvar meginhluti íbúa sveitarfélagsins mun búa. Gangi bjartsýnustu spár effir með uppbyggingu hverfisins gætu íbúar þar orðið ríflega 1.100 talsins og íbúar sveitarfélagsins í heild ríflega 1.600 talsins árið 2010. Þá verða um 70% íbúa sveitarfélagsins í Krosslandshverfi. I dag búa aðeins um 20% íbúa hins nýja sveitarfélags í Innri-Akraneshreppi. Dýrt að gera við Heiðarskóla Eins og áður sagði reka sveitarfé- lögin nú í sameiningu Heiðarskóla í Leirársveit. I skýrslu nefndarinnar kemur ffam að húsnæði skólans „sé óheppilegt til skólahalds þar sem stór hluti þess hafi verið byggður sem heimavist, en hafi síðar verið breytt í kennslurými. I húsnæðinu eru mörg lítil herbergi og mislæg gólf sem m.a. hefur það í för með sér að hagræðingu í skólastarfi og rekstri eru settar ákveðnar skorð- ur,“ segir orðrétt í skýrslunni og síðar segir að það sé því „mat nefndarinnar og ráðgjafa að viðhald og endurbygging núverandi skóla- byggingar Heiðarskóla sé kosmað- arsamara en að byggja nýja skóla- byggingu frá grunni. Forsendur nefhdar um valkosti í skólamálum ganga því út ffá því að bera saman kostnað við að byggja nýjan skóla að Leirá, í Melahverfi eða í Kross- landi, og að auki kanna hugsanleg- an kostnað við að semja við Akra- neskaupstað um skólahald grunn- skólanema." Samstarfssamningur hagstæðastur Eftir ítarlegan samanburð þess- ara kosta kemur ffam „að samning- ur við Akranes var alltaf hagstæðasti kosturinn, burtséð ffá mismunandi spám um íbúaþróun. Þetta er nið- urstaðan þrátt fyrir að reiknað væri með því að sameinað sveitarfélag greiddi mun hærri upphæð með hverjum nemenda en gengur og gerist í sambærilegum samningum og taki einnig þátt í fjárfestingar- kostnaði grunnskóla á Akranesi. Séu hinir valkostirnir þrír bornir saman, sem allir ganga út ffá ný- byggingu skólahúsnæðis, þá leiðir kostnaðargreiningin í ljós að mun- urinn er ekki mikill,“ segir orðrétt í skýrslunni. Nýbygging fyrsti kostur Nefndin segir að megináhersla íbúa, skólastjórnenda og sveitar- stjórnarfulltrúa sé að áfram verði rekinn „sveitaskóli“ í vernduðu um- hverfi sem hafi möguleika á að bjóða upp á sérstöðu með því að tengja kennsluna við náttúruna, umhverfið, atvinnulífið, íþróttir og menningu. Hafa verði í huga að grunnskólinn verði stærsti vinnu- staðurinn í nýju sveitarfélagi. Þess vegna vegi hvert starf þungt á stöð- um eins og Leirá og Melahverfi. Því leggur nefndin til að sem fyrsta kost að byggð verði ný skólabygg- ing í Melahverfi, sem jafnframt verði nýtt sem stjórnsýsluhús, leik- skóli, íþróttahús og geti jafnvel hýst aðra þjónusm innan sveitarfélags- ins. Annar kostur verði nýbygging við Leirá við hlið núverandi Heið- arskóla. Þá leggur nefiidin áherslu á að ákvörðun um nýbyggingar og staðsemingu verði tekin sem allra fyrst meðal annars til þess að vænt- anlegir íbúar í Krosslandi verði upplýstir um ffamtíðarskipan skóla- mála í hinu nýja sveitarfélagi og gangi áform um uppbyggingu þar eftir „verði að endurmeta aðgengi skólabarna þaðan reglulega og finna sérlausnir eftir því sem þurfa þykir og fjárhagur sveitarfélagsins leyfir. Þannig kemur til greina að semja við Akraneskaupstað um skólavist barna í Krosslandi eða reka sérstaka deild fyrir þessi börn í heimabyggð, t.d. í tengslum við leikskóla sem líklegt er að rísi í Krosslandi með vaxandi byggð.“ Ekki er því lagt til að byggður verði skóli í þessu hverfi sem hýsa mun um 1.100 íbúa gangi áætlanir effir. Börnum þaðan yrði því ekið í gegnum Akranes, framhjá tveimur grunnskólum, til þess að komast í þann skóla sem reistur verður ef ekki verður samið við Akraneskaup- stað um skólavist barnanna. I skýrslunni kemur fram að kostnaður við hvern nemanda á Akranesi hafi árið 2004 verið um 608 þúsund krónur. A sama tíma var kostnaðurinn rúmlega ein millj- ón krónur í Heiðarskóla. Nefndin telur því rétt þrátt fyrir skýran vilja íbúa að „benda sveitarstjómarfull- trúum á að skv. kostnaðargreiningu í þessari skýrslu þá virðist í öllum tilfellum vera hagkvæmast að semja við Akranes um skólavist nemenda. Munar þar allt að 1,5 milljarði króna á 20 ára tímabili ef um fulla uppbyggingu verður að ræða í Krosslandi. Hins vegar kom það skýrt fram hjá íbúum, stjórnendum skólans og sveitarstjórnarfulltrúum sem rætt var við að ekki kæmi til greina að semja við Akranes um skólahald - slíkt myndi hreinlega ógna sjálfstæði og tilvist hins nýja sveitarfélags,“ segir að lokum í skýrslunni. HJ Framtíð Heiðarskóla er enn meS öllu óljós. PISTILL GISLA Ráðhermfjöld Eg geri mér fnlla grein fyrir að ég er ekki ómissandi og sjálfsagt getur þjóðfélagið og þessvegna heimurinn allur „fúnkera“ án mín, allavega nokkurn veginn. Samt er það þannig að þegar ég bregð mér ffá, þó ekki sé nema andartak, þá virðist oftar en ekki allt fara í tóma vitleysu. I september árið 2001 þá fór ég, líkt og oft áður og síð- ar, í göngur á þar til gerðum afrétti. Rétt á meðan ég smal- aði til réttar voru tveir turnar sprengdir í loft upp í Banda- ríkjunum. I vor brá ég mér í fáeina daga til Frakklands og það var eins og við manninn mælt að Mýrarnar nánast fuðruðu upp á meðan ég var í burtu. I síðustu viku dvaldi ég í Bandaríkjahreppi í sakleysi mínu og viti menn, Fram- sóknarflokkurinn sprakk nán- ast í loft upp. Það er alþekkt vandamál að oft eru margir kallaðir en fáir útvaldir og stundum jafnvel útkallaðir eða úthrópaðir alla- vega. Þó Framsóknarflokkur- inn sé kannski ekki stærsti flokkur í heimi þá er hann samt nógu stór til þess að ekki komast allir þangað sem þeir hugsanlega vilja, allavega ekki allir í einu. Kosturinn er samt sá að ef menn bíða nógu lengi þá kemur þeirra tími á endan- um. Allavega er svo komið að það eru ekki margir skrásettir framsóknarmenn, samkvæmt nýnjustu talningu, sem ekki hafa orðið ráðherrar. Allavega í smástund. Ég tel það engar ýkjur þótt ég segi, sem satt er, að ég er glöggur maður og greindur svo af ber, í minni sveit í það minnsta. Engu að síður á ég fullt í fangi með að henda reiður á því á hverjum tíma hver er ráðherra og hver ekki. Samt eru ekki allir ráðherrrar, sem er vissulega galli, því að ekki verða allir það sem þeir vilja og það gildir ekkert um Framsóknarmenn fremur en annara flokka menn. Hversu oft sem skipt er um ráðherra þá eru alltaf einhverjir sem ekki verða ráðherrar þótt þeir teldu það sjálfsagt sjálfir ráð- legt. Það væri hinsvegar auðvelt að leysa það mál. Samkvæmt mínum útreikningum dygði kjörtímabilið til þess að hver þingmaður gæti verið ráð- herra í 278 daga og gengt hverju ráðherraembætti í 23 daga. Það þarf ekki að fjölga ráðherraskiptum til neinna muna til að þetta verði að veruleika; Gt'sli Einarsson, einn afþeimfáu sem aldrei hefur orðið ráðherra.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.