Skessuhorn - 14.06.2006, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 14.JÚNÍ 2006
§KESSSÍii©i2IRI
Bændamarkaður BV á
Einn af liðum Borgfirðingahátíðar var bænda-
markaður á Hvanneyri sem haldinn var á sunnu-
daginn. Þrátt fyrir ausandi rigningu var góð
mæting fólks og var mikið um að vera. Búvéla-
safhið var opið og einnig Ullarselið, fjósið á
staðnum var opið gestum, hryssa og ær voru til
sýnis utandyra ásamt afkvæmum sínum auk
kálfa. Teymt var undir börnum á hrossum Guð-
rúnar Fjeldsted á Olvaldsstöðiun og leikir og
þrautir voru í boði bæði fyrir böm og fullorðna.
A bændamarkaðnum var hinn ýmsi varningur til
sölu eins og plöntur, sauða- og geitaostar, anda-
egg, grænmeti, hákarl og harðfiskur, sælgæti
ásamt hinu ýmsa heimabakaða góðmeti. I einum
sölubásanna var í boði að þæfa sér fi'gúra úr ull.
Sjá mátti að ostamir vöktu mikla athygli og mik-
ið var að gera í þeim sölubásum. Kleinur Jak-
obínu Jónsdóttur á Hvanneyri seldust upp á
skammri stundu enda fyrrum Islandsmeistari í
kleinubakstri á ferðinni.
Til stendur hjá Búnaðarsamtökum Vesmr-
lands að halda markaði sem þennan tvisvar til
viðbótar nú í sumar, dagana 8. júlí og 12. ágúst
einnig á Hvanneyri.
SO
Þessar ungu dömur tóku sig vel út á hestbaki í regnfótum sínum og að sjálfsögðu með
hjálma á höfði.
Hvanneyri
Allir aldurshópar áttu erindi á Hvanneyri til ai leika sér í rigningunni, meðal
annars í skeifhakasti.
B'ömin létu rigninguna ekki á sigfá og drukku sinn ávaxtasafa við horð utandyra enda ■ Xahnanstungu sat einbeitt við rokkinn á Kvenfélagskonur úr Lundarreykjardal bökuðu pönnukökur í markaðstjaldinu
khedd eftir veðri. Ullarselinu og sýndi tóvinnu. °& sMu Pér eins °& Þær eru bestar; nýbakaðar og vel sykraðar.
:sti vei
„Það hefur rignt mikið hérna í Borgarfirð-
inum síðustu daga og Þverá er eins og stór-
fljót yfir að líta. En fyrsti laxinn er kominn á
land og hann veiddist í Múlakvörn á ljósbláa
Snældu,“ sagði Jón Ólafsson við Þverá
seinnipartinn sl. mánudag, þegar fyrsti lax-
inn var kominn á land.
Það var yngsti veiðimaðurinn á svæðinu
sem veiddi fyrsta laxinn úr ánni á þessu
sumri, 9 pund lax á Snældu. Veiðimaðurinn
er 12 ára. „Þetta var gaman, það tók um
fimmtán mínútur að landa laxinum í Múla-
kvörninni,“ sagði veiðimaðurinn ungi Láras
Gunnarsson í samtali við Skessuhorn rétt
eftir að hann landaði fiskinum og sagðist
Lárus reyndar hafa veitt lax áður þegar
blaðamaður Skessuhoms ræddi við hinn
unga kappa á bökkum Þverár. Lárus er son-
ur Gunnar Gíslasonar sem hefur veitt marga
laxa í gegnum árin og faðir hans var Gísli
heitinn Ólafsson, oft kenndur við Trygg-
ingamiðstöðina.
Við Kirkjustreng var veiðimaðurinn Sig-
þór Ólafsson að kasta flugunni en hann
sagðist ekki hafa orðið var enn sem komið
væri en hann var ekki á því að gefast upp fyrr
en á færið kæmi fiskur. Hvasst var og kalt við
Þverá á mánudaginn og það snjóaði til fjalla.
„Það er best að vera uppi í veiðihúsinu, eins
og sakir standa, frekar en við veiðar,“ sagði
Gunnar Gíslason, faðir Lárusar, og það var
voru orð að sönnu - ekkert sumarveður.
Hinn ungi og bráðefnilegi veiðimaður; Lárus Gunn-
arsson, meðfyrsta laxinn úr Þverá í Borgarfirði á
þessu sumri.
Norðurá hefur gefið um 30 laxa og mikið
af smálaxi hefur sést í ánni, tveir smálaxar
hafa veiðst í Straumunum.
Öll bitastæðustu laxveiðileyfin
uppseld
Laxveiðin er að komast á fúllt þessa dag-
ana, hver veiðiáin af annarri opnar fyrir
spenntum veiðimönnum. Norðurá opnaði 1.
júm og þar hafa nú veiðst um 20 laxar og er
12 ptmd sá stærsti. Þverá í Borgarfirði opn-
aði sl. mánudag, Laxá í Leirársveit opnar 18.
júní, Grímsá 20. júní og Langá sama dag.
Fluguveiðiskólirm byrjar í Langá 18. júní og
gætu fyrstu laxamir komið á land hjá „skóla-
bömunum hans Ingva Hrafhs."
Vel hefur gengið að selja veiðileyfi í lax-
veiðiárnar á Vesturlandi eins og raunar víða
um land, uppselt er í margar ár og aðeins
hægt að komast í silung eða í ódýra laxveiði.
„Eg reyndi að fá veiðileyfi í Norðurá en það
gekk ekki, hún er næstum uppseld," sagði
veiðimaður sem reyndi í fleiri veiðiám á
svæðinu en án árangurs. „Það er fyrir löngu
uppselt hjá okkur í Langá,“ sagði Ingvi
Hrafn Jónsson, er við spurðumst fyrir um
laus veiðileyfi. Sömu sögu er að segja um
Laxá í Leirársveit, Grímsá, Flókadalsá, Hít-
ará, Alftá, Haffjarðará og Straumfjarðará,
svo fáar einar séu nefiidar til sögunnar.
Veiðileyfi eru því vandfundinn á góðum og
þar af leiðandi dýrum tímabilum í ánum.
Slegist um veiðistað
Arnarvatnsheiði að sunnanverðu opnar að
Sigþór Olafsson ogjón Ólafsson leggja á ráðin við
Þverá, jýrsta daginn sem mátti veiða í ánni.
Veiðihom Skessuhoms er í hoði:
[•teJ
Vjmet
ÁREIÐANLEIKI - ÞJÓNUSTA - ÁRANGUR
www.limtrevirnet.is
vanda nú á fimmtudag, 15. júní. Búast má
við nokkurri umferð á Heiðina fyrstu helg-
ina. I tilefhi þess að Heiðin er nú að opna
birtum við hér að lokum stutta ffásögn úr
veiðinni, reyndar Húnvetningamegin, frá
því sl. haust:
Tveir veiðimenn vora við veiðar í Stóra -
Amarvatni en úr vatninu fellur falleg veiðiá.
Höfðu þeir fundið stað sem bókstaflega gaf
fallegan silung í hverju einasta kasti. Bar þá
að tvo aðra veiðimenn sem vildu ná þessu
góða svæði og færðu þeir sig nær veiði-
mönnunum við ána og reyndu að stjaka
þeim aðeins til með ágengni. Fyrst reyndu
þeir kurteysislega að ýta þeim sem fyrir voru
frá staðnum, en allt komið fyrir ekki. Gest-
irnir gerðust þá áleitnari og upphófst rymma
og stefndi í handalögmál. Þeir sem fyrir voru
hreifðu sig ekki og héldu áffarn að mokveiða
silung. Kom þá á staðinn veiðivörður einn
og vildi auðvitað stilla til ffiðar, áður en illa
færi. Varð það niðurstaðan og dómur veiði-
varðarins að þeir sem voru fyrir ættu rétt á
að vera áffam, enda verður réttur þeirra að
teljast sterkari en gestanna. Og mokveiðin
hélt áfram lengi, lengi en gestirnir sátu
spottakom ffá, sjóðillir. Þegar mokveiðinni
loks lauk undir kvöld var veiðimönnunum
ekki boðin aðstoð við að bera aflann í veiði-
kofann, en slíkur var hann að fara þurftu þeir
tvær ferðir.