Skessuhorn


Skessuhorn - 28.06.2006, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 28.06.2006, Blaðsíða 1
Virka daga 10-19 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 jlVLjjUni/Illrnettö VIKUBLAÐ A VESTURLANDI 26. tbl. 9. árg. 28. júní 2006 - Kr. 400 í lausasölu Knattspymu- veisla á Vesturlandi Um liðna helgi voru tvö stór k n a t t - spyrnumót haldin á Vesturlandi fyrir yngri flokka. Skagamótið fór fram á Akranesi með þátttöku um 700- 800 drengja og í Borgamesi var Sparisjóðsmótið haldið þar sem um 500 drengir og stúlkur spil- uðu. Umfjöllun og myndir ffá mótunum em á bls. 18 í blaðinu í dag. Það vakti óskipta athygli drengjanna á Akranesi þegar Eiður Smári Guðjohnsen, ffækn- asti knattspyrnumaður Islands, mætti á Skagann þar sem hann fylgdi syni sínum á mótið, líkt og hundmðir annarra foreldra. Hafði hann í nógu að snúast með að gefa eiginhandaráritanir til aðdáenda sinna á meðan hann staldraði við. MM Undirbún- ingur menntaskóla gengur vel Stefnt er að því að uppsteypa húss fyrir starfsemi Menntaskóla Borgarfjarðar hefjist í lok ágúst. A stjórnarfundi skólans fyrir skömmu var m.a. farið yfir ýmsa þætti í hönnun hússins sem rísa mun þar sem tjaldsvæði Borg- nesinga hefúr verið. Gert er ráð fyrir að þegar skólinn hefur starfsemi haustið 2007 verði hægt að taka við um 200 nem- endum en skólahúsið verði hannað þannig að hægt verði að stækka það þannig að hægt verði í ffamtíðinni að taka við um 500 nemendum. Tíu umsóknir bár- ust um stöðu skólameistara skól- ans sem stefht er að taki til starfa haustið 2007. Sjá nánar grein Helgu Halldórsdóttur, stjómarfor- manns á bls. 15. Síðastliðinn laugardag gátu gestir og gangandi t Stykkishólmi kynnt se'r íslenska þjóóbúninga og handverk þeim tengt í Norska húsinu á svokölluðum Þ/óðbtíningadegi. Til sýnis var íslenskur skautbúningur sem Byggðasafni Snafellinga varfierður að gjöffyrir skemmstu sem og faldbúningur í eigu Ingibjargar Agústsdóttur en markmiðið með deginum var að auka skilning og viðhalda þekkingu almennings á því handverki semfelst í íslenska þjóðbúningnum. Þá var settur upp vefstóll og sátu konur við knippl og baldýringu. Okeypis var á safnið og var öllum konum sem klæddust íslenska þjóðbúningnum boðið t kaffiboð í stássstofunni hjáfrú Önnu Magdalenu í Norska húsinu. ---------+----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Ibúar á Hvanneyri verða þúsund efirir fimm ár Eins og greint var ffá í Skessu- homi í liðinni viku er aðsókn að námi við Landbúnaðarháskóla ís- lands á Hvanneyri að stóraukast. Umsóknir um námsvist næsta haust eru hátt á annað hundrað talsins og ljóst að nemendur á næsta skólaári verða um 300. Af þessum sökum er nú mjög mikil ásókn í húsnæði sem Nemendagarðarnir á Hvanneyri hafa til ráðstöfunar og er ljóst að ekki verður unnt að verða við öllum óskum umsækjenda um íbúðarhús- næði á staðnum. Vegna þessarar miklu ásóknar í nám við skólann hefur stjóm NGH ákveðið að fara út í ffekari framkvæmdir við ný- byggingar og verður stefht að rúm- lega tvöföldun á fjölda leigurýma á vegum félagsins á næstu tveimur áram, en í dag em þau 86 talsins. Til viðbótar því er stefnt að byggingu um 50 leigurýma árin 2009 og 2010. í lok árs 2010 er þannig áætlað að heildarleigurými NGH verði um 220 talsins. Varlega áætlað verður fjárfestingarkostnaður vegna nýs húsnæðis á staðnum á annan millj- arð króna næstu 2-3 ár. Stór hluti nemenda við náms- brautir Lbhí er ungt fjölskyldufólk sem í mörgum tilfellum á ung böm. Því er ljóst að fyrirsjáanleg aukning nemenda á staðnum mun kalla á hraða uppbyggingu og ný úrræði sveitarfélagsins Borgarbyggðar í dagvistunarmálum ungra bama sem og barna á grunnskólaaldri á Hvanneyri. Undanfarið ár hafa íbúar á Hvanneyri verið 300-400 talsins og hefur fjölgað jafnt og þétt. Agúst Sigurðsson, rektor Lbhí segist reikna með að árið 2011 verði nem- endur skólans orðnir um 500 talsins og þar af langstærstur hluti þeirra í staðnámi. „Þessi fjöldi nemenda þýðir að innan 5 ára sjáum við að Hvanneyrarstaður verður orðinn eitt þúsund manna þorp og því er ljóst að þessu fylgir bæði gjörbreyt- ing á nýtingu núverandi húsnæðis á staðnum sem og vemlegar nýffam- kvæmdir. Þegar er byrjað að breyta eldra heimavistar- og skólahúsnæði til að þjóna auknum nemendafjölda og breyttum kröfum skólahalds. Við þurfum að hraða vemlega allri upp- byggingu á staðnum enda er ljóst að mikil eftirspum er eftir námi við nýjar námsbrautir. Auk þess höfum við verið að efla okkur á sviði nýrra verkefna og rannsóknarstarf er einnig veigamikill þáttur í starfi Lbhl,“ segir Agúst Sigurðsson. Eins og fram hefur komið í ffétt- um Skessuhoms á liðnum vikum era miklar ákvarðanir sem bíða sveitar- stjórnarmanna í Borgarbyggð m.a. vegna óska ffá Bifföst um uppbygg- ingu skólamannvirkja og annarrar þjónustu þar vegna fyrirhugaðs vaxt- ar Viðskiptaháskólans. Miðað við þessar nýjustu áætlanir um upp- byggingu tengda Landbúnaðarhá- skóla íslands á Hvanneyri og auk- inni þörf þar fyrir dagvistunar- og skólahúsnæði, er ljóst að sveitar- stjórnarmanna í hinu sameinaða sveitarfélagi Borgarbyggð bíður erfitt úrlausnarefni til að mæta vax- andi kröfum beggja háskólaþorp- arma í héraðinu um þjónustu. MM Margir á faraldsfæti Svo virðist sem landsmenn hafi rækilega verið farnir að þrá gott veður á Vesmrlandi því umferð var mikil alla helgina á þjóðveg- unum. A föstudag og sunnudag mynduðust langar biðraðir í gjaldskýli Hvalfjarðarganganna og gekk umferð hægt. Mikið var um viðburði á svæð- inu um helgina sem toguðu til sín gesti og lék veðrið við menn og málleysingja á öllum þessum samkomum. Fjöldi fólk safhaðist t.d. saman á knattspymumótum í Borgarnesi og á Akranesi, í Húsafelli og Fossatúni í Borgar- firði og víðar á ferðamannastöð- um á Vesturlandi. Samkomur þessar gengu þó stórslysalaust fyrir sig. Umferðin var ekki með öllu óhappalaus og nokkrar bílveltur urðu í umdæmi Borgarneslög- reglu. Lítil sem engin meiðsl urðu á fólki en bílar era mikið skemmdir. T.d. valt hjólhýsi skammt frá afleggjaranum að Urriðaá á Mýram og tók með sér bílinn sem valt. Við Laxá í Leir- ársveit valt nýleg jeppabifreið sem varð fyrir vöraflutningabíl sem hjólbarði hafði sprungið á. Okumaður var einn í bílnum sem valt en slapp án meiðsla, bíllinn er hinsvegar ónýtur. Yfirvöld hvetja landsmenn til að sýna varúð og tillitssemi í um- ferðinni á komandi dögum enda búist við að margir verði á far- aldsfæti, t.d. á Landsmót hesta- manna í Skagafirði, Færeyska daga í Ólafsvík og á fleiri við- burði. MM ATLANTSOLIA Dísel »Faxabraut 9.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.