Skessuhorn - 28.06.2006, Blaðsíða 7
g£ESSlííiOMI
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2006
7
Irskir
dagar
á Akranesi
7. - 9. júlí 2006
Irskir dagar verða haldnir hátíðlegir á Akranesi dagana 7. - 9. júlí n.k..
Þessi magnaða hátíð er ein stærsta fjölskylduhátíð sem haldin er á íslandi
og laðar til sín þúsundir gesta í heimsókn á Skagann á hverju ári. Ibúar
bæjarins leggja mikinn metnað í hátíðina og skreyta bæinn hátt og lágt
með fánum, blöðrum og veifum í írsku fánalitunum - að sjálfsögðu!
Brottfluttir Skagamenn flykkjast á fornar slóðir til að taka þátt í gleðinni -
en auðvitað eru allir boðnir velkomnir á írska daga! Ekki missa af þessari
frábæru helgi á Akranesi! Verið velkomin á írska daga 2006!
Fimmtudagur 6. júlí
Kl. 20:30 Menningarvaka á Jaðarsbökkum
Grillveisla Húsasmiðjunnarfrá kl. 16:00-18:00. Kíktu á svæðið og fáðu þér eina
með öllu!
Föstudagur 7. júlí
Dagskrá á Akratorgi frá kl. 14:00-16:30.
Boðið verður upp á andlitsmálun og aðrar skreytingar til að byggja upp
stemningu fyrir leik ÍA og Grindavíkur sem fram fer um kvöldið.
Atriði úr hinu frábæra leikriti Benedikt búálfur og trúðar skemmta börnum.
Knattþrautir frá OgVodafone.
Skrúðganga fer frá Akratorgi og upp á Jaðarsbakka þar sem boðið verður upp
á stuð og skemmtun þangað til leikurinn hefst.
Grill, blöðrur, fánar og margt fleira.
Markaðsstemming á útimarkaði á Jaðarsbökkum frá kl. 14:00 - 18:00.
Götugrillin vinsælu um allan bæ um kvöldið.
Kvöldvaka á Þyrlupalli kl. 22:30.
Fjöldasöngur og varðeldur ef veður leyfir. Hljómsveitin Rósin okkar heldur uppi
írskri stemningu.
Ertu með rautt hár?
Mundu þá að skrá Joig í keppnina
um rauðhærðasta Islendinginn!
Glæsileg verðlaun í boði!
vertu meo a markaðnum!
Tryggðu þér borð og leyfðu
sölumanninum í þér að njóta sín!
Laugardagur 8. júlí
Opna Guinness mótið hefst á Garðavelli.
Risatívolí frá Sprell allan daginn.
Sandkastalakeppni á Langasandi.
Markaðsstemmingin í algleymingi frá kl. 11:00 - 18:00.
Dorgveiðikeppni á hafnarsvæðinu hefst kl. 10:30.
Knattþrautir og Go Kart Formúlu 1 bílar frá OgVodafone!
Bylgjan með beina útsendingu frá Akranesi.
Kengúran 2006 - keppni í trampolínstökki.
Hin árvissa keppni um Rauðhærðasta tslendinginn.
Kassaklifur og aparóla.
Smábílaklúbbur Akraness sýna listir sínar!
Strandblak, sirkuskúnstir, eldgleypar o.fl.
Sundlaugin opin í boði OgVodafone! Sundþrautir og regnkápusund
OgVodafone frá kl. 13:00-14:00!
Símabíllinn verður á staðnum - Blöðrur, Hackey Sack leikur, sumarleikur
Símans og margt fleira.
Götuleikhús Skagaleikflokksins setur svip á bæjarlífið á meðan á hátíðinni
stendur.
18:00 - 22:00 Hin írskættaða Pauline McCarthy verður á Safnasvæðinu að
Görðum, syngur, eldar írskan mat og margt fleira! Með henni í för verða írskir
tónlistarmenn. Hinn einstaki tónlistarmaður Dean Ferrell verður með sýningu,
n.k. tónlistargjörning í Garðakaffi.
Kirkjuhvoll kl. 15:00 - opnun listsýningar á verkum eftir nýútskrifaða nema frá
Listaháskóla íslands. Jóhanna Leópoldsdóttir ásamt frænkum og vinkonum
opnar sýningu á heimili sínu að Bakkatúni 20.
Lopapeysan 2006 - Magnaðasta stuðball ársins - Paparnir og Todmobile!
Taktu helgina frí
ag kíktu ð Skagannl
■ www.irskirdagar.is I I I