Skessuhorn


Skessuhorn - 28.06.2006, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 28.06.2006, Blaðsíða 13
„miim... MIÐVIKUDAGUR 28. JUNI 2006 13 Heimarœktunin á Hofsstöðum hefur einkmnst afgráum og gráslýóttum hestum, sem seinna verða svo alveg hvítir. Hér heldur Eyjólfur Gtslason ífimm þeirra á hlaðinu heima eftir aó hann komfrá auglýsingamyndatöku á Langjökli. Frá vinstri: Bliða, Om, Assa, Dokka og Biskup. lipur og liðugur, næmur og jákvæð- ur og með gott tölt, það eru mestu gæðingarnir og skemmtilegustu reiðhestarnir," útskýrir hún. Að- spurð hvort ræktunin á Hofsstöðum hafi verið skipulögð mörg ár ffam í tímann eða hvort að hún hafi verið spiluð af fingrum ffam, svarar Gísh því til að hún hafi verið spiluð svona effir hendinni. Ræktun Höskuldar gamla hafi verið góður grunnur að byggja á. ,Jú, ég fékk að segja mína skoðun og við ræddum alltaf okkar á milli og ræðum erm hvaða hestur hentar best hverri hryssu, þetta er samvinna hjá okkur,“ segir Fía um aðkomu hermar að ræktuninni. Hljóta að vera ofurkonur Frá því Eyjólfur sonur þeirra hjóna tók við búi á Hofsstöðum hefur Fía unnið á leikskólanum Hnoðrabóli í Reykholtsdal. „Eg var svona ljónheppin að komast að í leikskólanum. Eg hafði aldrei fyrr á ævinni unnið fyrir mánaðarkaupi svo það var svolítið skrýtið, en það er yndislegt að vera með börnin all- an daginn," segir Fía. Aðspurð hvort bömin lítd á hana sem ömmu þá verður hún hugsi en svarar; „það má vel vera en mér finnst þau bara vera mjög góðir vinir mínir og þyk- ir mér einstaklega vænt um þau. Það er yndislegt þegar þau koma og spjalla við mig þegar við hittumst á förnum vegi. En tíðin er öðruvísi en hún var. Eg var alltaf að vinna eitthvað hér heima og börnin voru alltaf með mér. Til dæmis við hey- skap þá var á sínum tíma bara til einn traktor og þá var Willisjepp- inn notaður fyrir múgavélina. Það gerði ég með allan skarann í bílnum afturí hjá mér. Eg hugsa stundum um það hvemig líf imgra einstæðra mæðra sé í borg, ég dáist að þessum konum og hvemig þær geta komið bömum sínum svona vel til manns eins og þær gera, það er aðdáunar- vert. Að búa við þessi skilyrði sem þær sem og annað fólk í borg gerir, rífa bömin upp til að fara með þau í leikskóla þar sem þau em í átta eða m'u tíma og fara svo með þau heim. Þær þurfa að vera ofurkonur til að geta gefið þeim alla ástina og hlýjtma á þessum stutta tíma sem þær hafa áður en bömin fara að sofa. Engin furða að þær hafi ekki mikla orku aflögu til að berjast fyr- ir rétti sínum á nokkum hátt,“ bæt- ir hún við. I reiðtúr fram efirir nóttu Eftir að börnin vora flogin úr hreiðrinu segir Fía að þau hjónin hafi hreinlega verið kæruleysið upp- málað. „Við fórum að stunda það meira að fara bara á hestbak á kvöld- in, jafnvel fram yfir allan guðlegan matam'ma og langt ffarn á nótt. Það er algjör draumur. Það em svo ffá- bærar reiðleiðir hér í kring,“ segir hún að lokum. Þau Fía og Gísli em yndisleg heim að sækja. Efrir marga kaffibolla og enn fleiri pönnukökur er loks ráð að halda heim. Kvatt er í bæjardyr- unum og loforð gefin um að sjást að viku liðinni á landsmóti hestamanna norður í Skagafirði. BG T^eruu/ui^, Rottur nútímans, kettimir „Brandur er týndur," „Sokka er týnd,“ „Gosi er týndur," „Gulur hvarf frá heimili sínu laugardaginn.." ..guð má vita hvað. Svona byrja hinar og þessar auglýsingar í Velvakanda, næstum dag- lega. Er þetta eitthvað furðulegt? Nei, það held ég nú bara ekki, því allir kettir ganga lausir og eru ffjálsir ferða sinna, nær allan sólarhringinn, allan ársins hring. Þeir ráða ferðinni. Ekkert skrýtið þótt þeir hverfi. Sumir villast á þessu endalausa flakki og aðrir eru einfaldlega fangaðir af meindýraeyði. Er ég, 11 ára, flutti til Akraness með fjölskyldu minni, var hér mjög fjöl- skrúðugt dýrahald: Kýr, hestar, kindur, hænsni, hundar og kettir. Oll dýr frjáls og spókuðu um allan bæinn í fögnuði. Síðan er mikið vam runnið til sjávar og öll húsdýr komin undir lás og slá, nema kettir. Lengi vel gengu hundar lausir, en það kom að því að fólk fékk nóg af þeirri lausagöngu og böndum var komið á þá. Ekki gekk það andskotalaust fýrir sig, eins og menn muna, en nú eru allir löngu búnir að sætta sig við þessa frels- isskerðingu hundanna. En; enn ganga kettimir lausir og þeir eru miklu verri en hundamir, því þeir eiga svo létt með að vippa sér yfir allar hindranir og valsa um heilu hverfin, þótt húsakettir eigi að kallast. Já, málið er það, að kettir em fýrsta lífsmarldð sem ég sé á morgnana er ég gái til veðurs og líka það síðasta sem ég sé áður en ég halla mér að kvöldi dags. Hvað segir þetta okkur? Jú, alhr katta- eigendur em útivinnandi og kettir þeirra bjarga sér einfaldlega upp á eigin spýtur alla daga ársins... líka allar nætur, því nóttin er þeirra. Nú hef ég ekkert við það að athuga að fólk eigi dýr sér til yndis og ánægjuauka, en ég vil bara fá að vera í friði fýrir þeim. Ekki það að mér finnist þessi dýr ekki falleg, heldur það að ég vil hvorld hafa þau innandyra né í garðinum mínum. Málið er, að kettir em fagurkerar og þeir sækjast í fallegt umhverfi, sem minn garður virðist vera, efdr ásókn þeirra þangað að dæma. En þeir em, vægast sagt, ótrúlega margir sem eiga viðkomu þar, daglega. En vegna áráttu þeirra að skíta og míga um allt, ásamt því að fleygja sér í einn og einn runna eða fagurt blóma- beð, eða éta dísammna, klóra trén eða krafsa upp beðin, þá vil ég bara ekki sjá þá. Er löngu búin að loka fyrir það að bamabömin mín noti moldina héðan úr garðinum, í drullukökubakstur, einfald- lega vegna þess að hann er varðaður nýj- um kattarskít. Auk þess em kettimir þekktir ofnæmisvaldar og geta valdið dauða fólks sem er með kattarofnæmi og vegna mergðar þeirra, em þeir rétt eins og hvert annað rottugengi. Veit um eitt hús, hér í nágrenninu við mig, sem hýs- ir 16 ketti! Það em blátt áffarn sjálfsögð mann- réttindi, að fí frið fyrir þeim, og mér finnst að eigendur þeirra eigi að bera fúlla ábyrgð á þeim, innandyra eða í bandi á þeirra einkalóð. Nú hef ég heyrt að fanga megi ómerkta ketti og láta farga þeim. Það sldptir mig svo sem ekki einu einasta máh hvort kettír er merktir eða ekki, því þeir gera allir stykkin sín hvar sem þeim þóknast, ómerktír sem merkrir. Og hvað hef ég með merkta ketti að gera? Mundi aldrei ná þeim. Auk þess hef ég engan tíma tíl að sitja fyrir þeim, tíl að fanga þá, ril þess eins að lesa á merkingar á hálsi þeirra, með það fyrir augum að koma þeim heim til föðurhúsanna. Það færi bara allur minn vökutími í það verkefni. Til hvers þá að merkja þá? Þeir mæta hvort sem er aftur í „paradíso“, strax eftír háttatíma eða að morgni næsta dags. Hér með skora ég á alla nýja sveitar- stjómarmenn og -konur að banna lausa- göngu katta. Ekkert flóknara en það. Komum böndum á kettina rétt eins og hundana, um Ieið og við tökum okkur ærlega á í góðri umgengni við okkar nánasta umhverfi. Margrét Jónsdóttir, Melteigi 4, Akranesi, melteigur@simnet.is MODEL Sri/I/ío/r /6- /<S tlranesi si/ni: 4414343

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.