Skessuhorn - 28.06.2006, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2006
...Kllllh,,.
Atvinnutekjur í landbúnaði lækka enn
Á árinu 2005 voru meðalatvinnu-
tekjur í aðalstarfi á Vesturlandi
rúmar 2,7 milljónir króna og höfðu
þá hækkað um 9,35% frá árinu
2004. A sama tíma voru meðalat-
vinnutekjur á landinu öllu rúmar
2,9 milljónir króna og höfðu þá
hækkað um 8,17% á milli ára.
Af einstökum starfsgreinum á
Vesturlandi má nefha að meðal at-
vinnutekjur voru langlægstar í
landbúnaði á síðasta ári eða aðeins
684 þúsund krónur og höfðu þá
lækkað ffá árinu á undan úr 811
þúsund krónum eða um tæp 16%.
Hæstar eru meðal atvinnutekjurnar
í fiskveiðum eða rúmar 3,8 milljón-
ir króna. Eru meðal atvinnutekjur í
landbúnaði því aðeins tæplega 18%
af tekjum í fiskveiðum. Næstlægst-
ar voru atvinnutekjurnar í hótel- og
veitingahúsarekstri eða tæplega 1,6
milljónir króna.
HJ
Brunarvamaráætlun samþykkt
fyrir Borgarbyggð
I lok síðasta kjörtímabils sam-
þykkti bæjarstjórn Borgarbyggðar
brunavarnaráætlun fyrir slökkvilið
Borgarbyggðar. Markmið áætlun-
arinnar er að tryggja að slökkvilið
sé þannig mannað, skipulagt, út-
búið tækjum, menntað og þjálfað
að það ráði við þau verkefni sem
því erum falin. Björn Karlsson
brunamálastjóri heimsótti ráðhús
Borgarbyggðar sl. fimmtudag og
staðfesti nýja brunarvarnaáætlun.
Því liggja fyrir í dag staðfestar
burnavarnaráætlanir fyrir bæði
slökkviliðin í Borgarbyggð.
MM/ljósm. IJ
Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri, Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri og Bjöm Karlsson
b-unamálastjóri staðfesta áætlunina.
Sjóstangveiðimót á Akranesi
Aðalmót Sjóskip, sem er hluti af
Islandsmeistarkeppninni í sjóstang-
veiði, fór fram á Akranesi um síð-
ustu helgi. Keppendur voru 42 tals-
ins og róið var á miðin á 11 bátum.
Afli var ágæmr og veður með ein-
dæmum gott. A mótinu veiddust 13
tegundir, sem er í meira lagi, þar á
meðal var 1,67 kílóa skötuselur sem
Rögnvaldur Heimisson f SjóAk
dróg og 9 gramma síli sem Arnþór
Sigurðsson í SjóVe veiddi. Afla-
hæsta kona mótsins var Anna Jó-
hannesdóttir í SjóAk með rúm 363
kíló og hjá körlunum Sævar Guð-
jónsson í SjóSigl aflahæstur en
hann veiddi rétt rúmlega 540 kíló.
Aflahæsti heimamaðurinn var
Hjalti Kristófersson í SjóSkip og
veiddi hann rúmlega 205 kíló og
veiddi Hjalti einnig 3. stærsta fisk-
inn í mótinu og var það þorskur.
Aflahæsti skipstjórinn var Jóhannes
Eyleifsson á Leifa AK 2. A Leifa var
fjögurra manna áhöfn og veiddust
430,495 kíló að meðaltali á stöng
eða samtals tæplega 1.722 kíló.
SO
Ungir firamsóknamienn vilja huga
meira að umhverfismálum
Stjórn FUF í Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslu hélt fund sl. sunnudag
og samþykkti þá ályktun þar sem
m.a. er hörmuð sú ákvörðun að
leyfa stækkun iðnaðarhverfisins við
Engjaás f átt að þeim söguffæga
stað, Borg á Mýrum. Fundurinn
lýsti yfir áhyggjum af stöðu um-
hverfismála í Borgarbyggð í upp-
hafi nýs kjörtímabils. I ályktuninni
segir m.a.: „Sú ákvörðun sveitar-
stjórnar að heimila stækkun iðnað-
arhverfis að Engjaási í átt að Borg á
Mýrum er hörmuð. Það er gleði-
legt að sjá þann vöxt í atvinnulífi
þjóðarinnar sem orðið hefur eftir
að Framsóknarflokkurinn settist í
ríkisstjórn 1995. Grundvallar for-
senda öflugs velferðarkerfis er öfl-
ugt atvinnulíf. Engu að síður má
ekki ganga of nærri umhverfinu og
merkum stöðum í uppbyggingu at-
vinnulífsins. Fá sveitarfélög geta
státað af jafh merkum sögustöðum
og Borgarbyggð. Það er því synd að
svo merkum stað skuli sýnd lítils-
virðing sem þessi. Það væri miður
ef loka þyrfti fyrir aðgengi
ferðamana að staðnum vegna þessa.
Löngum hefur Borgames verið
talið eitt af fallegri bæjarstæðum á
landinu. Ljóst er að þeirri ímynd
verðvu- teflt í hætm ef verður af
flumingi þjóðvegar 1 út í Borgar-
fjörð meðfram Borgarnesi. Niður-
bromir klettar og uppfylltar víkur
og vogar era hugmyndir frá 20. öld
sem ekkert erindi eiga inn á 21.
öldina þar sem meiri virðing er
borin fyrir umhverfinu. Ungir
Framsóknarmenn leggja áherslu á
að tryggja öryggi vegfarenda hvar
sem er í sveitarfélaginu. Víða er
potmr brotinn í viðhaldi gatna og
vega sem bæta þarf úr.
Skorað er á sveitastjórn að hefja
nú þegar vinnu við mótun þess
hvernig fylgja eigi eftir staðardag-
skrá 21 í sveitarfélaginu. Staðardag-
skrá 21 á ekki að vera plagg sem
liggur óhreiff ofan í skúffu en dreg-
ið upp á tyllidögum.“
MM
Meðlimir bjómsveitarinnar Narodna Musika erufimm mei Hauk Gröndal ífarar-
broddi.
sveit á tónleikaferðalagi
um Borgarfjörð
Á laugardaginn næstkomandi
verða óvenjulegir tónleikar að
Fossatúni í Borgarfirði en þá stíg-
ur á stokk fjölþjóðleg þjóðlaga-
sveit, Narodna Musika, sem spilar
eldfjöruga búlgarska, gríska og
tyrkneska þjóðlagatónlist. Með-
limir sveitarinnar, sem eru frá Is-
landi, Danmörku, Tyrklandi og
Búlgaríu, eru allir vel þekktir í sín-
um heimalöndum og gefst gesmm
tækifæri til að kynna sér heimstón-
list og upplifa afraksmr samstarfs
tónlistarmanna frá ólíkum menn-
ingarheimum. Tónleikarnir, sem
verða haldnir í veitingahúsinu
Tímanum og vatninu hefjast
klukkan 22 og er miðaverð 1.200
kr.
Hátt í sex hundruð manns
mættu til að hlýða á útgáfutón-
leika plötunnar Islensk ástarlög á
sunnudaginn var, en tónleikahald
fór fram utandyra í einstöku um-
hverfi á bökkum Grímsár við
Fossatún. A tónleikunum komu
fram fjórar af fimm söngkonum
plötunnar, þær Ragnheiður Grön-
dal, Hildur Vala, Sigríður Eyþórs-
dóttir og Ellen Kristjánsdóttir en
Andrea Gylfadóttir var upptekin
við sýningar á Litlu hryllingsbúð-
inni. Með þeim var hljómsveit
skipuð nokkrum færustu hljóð-
færaleikurum landsins undir stjórn
Jóns Olafssonar.
Tónleikarnir marka upphaf tón-
leikaraðar íslenskra ástarlaga sem
haldnir verða árlega að Fossatúni
um Jónsmessuna. Tónleikarnir,
sem voru sendir út beint á Rás 2,
voru haldnir með stuðningi Orku-
veitu Reykjavíkur og Menningar-
ráðs Vesturlands. KOO
Spumingakeppni héraða
haldin á Hóhnavík
Sauðfjársetur á Ströndum stendur og höfundur spurninga er Arnar S.
fyrir spurningakeppni milli fjögurra
héraða fimmtudaginn 29. júní í Fé-
lagsheimilinu á Hólmavík. Keppnin
hefst kl. 20:00 stundvíslega. Hún er
sú fyrsta sinnar tegundar á Strönd-
um, en undanfarin ár hafa heima-
menn keppt sín á milli við góðar
rmdirtektir líkt og Vestlendingar
hafa gert, t.d. Borgfirðingar, Dala-
menn og Snæfellingar. Keppnin
markar einnig upphaf bæjarhátíðar-
innar Hamingjudaga á Hólmavík
ásamt fleiri atburðum á fimmtudeg-
Liðin sem taka þátt eru: Stranda-
menn sem ætla sér væntanlega stóra
hluti á heimavelh, Dalabúar sem
mæta með ffækið lið vaskra manna,
Húnvetningar renna með gáfumar
norður á Strandir og Borgfirðingar
úr UMSB mæta með ungmennafé-
lags- og barátmanda í brjósti. Spyrill
Jónsson frá Steinadal á Ströndum,
en hann hefur getið sér gott orð fyr-
ir slíkt hlutverk í fyrri keppnum á
Ströndum. Arnar lofar léttri,
skemmtilegri og áhorfendavænni
keppni sem mun þó einnig reyna ör-
lítið á þrautreynda huga keppend-
anna.
Dregið verður í viðureignir á
staðnum og sigurlið keppninnar fær
vegleg verðlaun. Líklegt er að
tapliðin fái að taka eitthvað með sér
heim líka. Aðgangseyrir að spurn-
ingakeppninni er aðeins kr. 1.500
fyrir sextán ára og yngri og er kaffi
og kökudiskur þar innifalinn.
Spurningakeppni héraðanna
verður haldin í Félagsheimilinu á
Hólmavík fimmtudaginn 29. júní kl.
20:00. Aðgangseyrir er kr. 1.500 fyr-
ir 16 ára og eldri, kaffi og kökudisk-
ur er innifalið í aðgangseyri. MM
Þjóðgarðurinn
Snæfellsjökull fimm ára
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er
fimm ára í dag, þann 28. júní.
Haldið verður upp á afmælið í
grunnskólanum á Hellissandi og
hefst hátíðin kl. 14. Þar mun m.a.
umhverfisráðherra Jónína Bjart-
marz flytja ávarp og saga þjóð-
garðsins verða rakin í máli og
myndum. Háptmktur afmælisins er
að verðlaun verða afhent í sam-
keppni um hönnun á þjóð-
garðsmiðstöð sem rísa mun á Hell-
issandi. Alls bárust 17 tillögur í
keppnina og verða þær til sýnis í
skólanum fram á laugardag. Allir
eru velkomnir í afmælisveisluna
sem lýkur með afmæliskaffi og
gönguferð að svæðinu þar sem
þjóðgarðsmiðstöðin verður reist.
MM
\%stri grænir birta reikninga sína
Vinstri h reyfingm-grænt fram-
boð hefur birt bráðabirgðauppgjör
vegna kosningabaráttu flokksins
fyrir bæjarstjórnarkosninganna á
Akranesi í vor. Samkvæmt uppgjör-
inu var heildarkostnaður við kosn-
ingarnar rúmar 1,1 milljón króna
og tekjurnar tæpar 793 þúsund
krónur. Af einstökum tekjuliðum
má nefna að frá höfuðstöðvum
flokksins á landsvísu bárust 300
þúsund krónur, Akraneskaupstaður
styrkti hvert framboð um 200 þús-
und krónur, auglýsingatekjur voru
237 þúsund krónur, framlög ein-
staklinga voru rúmlega 31 þúsund
krónur og aðrar tekjur voru rúmar
24 þúsund krónur.
Af einstökum gjaldaliðum má
nefna húsaleigu að íjárhæð rúmar
31 þúsund krónur, skrifstofukostn-
aður var rúmlega 41 þúsund krón-
ur, kosningastjóri framboðsins fékk
greiddar 250 þúsund krónur,
myndatökur kostuðu rúmlega 60
þúsund krónur, hönnunarkostnað-
ur var tæpar 63 þúsund krónur,
prentunarkostnaður var rúmar 484
þúsund krónur, póstkostnaður var
tæpar 50 þúsund krónur, auglýs-
ingakostnaður var rúmar 81 þúsund
krónur og ýmis útgjöld vora rúmar
41 þúsund krónur.
Eins og áður sagði vantar því
rúmar 309 þúsund krónur til þess
að endar nái saman hjá framboðinu.
Eins og kunnugt er hlaut framboð-
ið einn mann kjörinn í bæjarstjórn
Akraness.
Skessuhorni er ekki kunnugt um
að önnur framboð hafi birt reikn-
inga sína. HJ