Skessuhorn


Skessuhorn - 28.06.2006, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 28.06.2006, Blaðsíða 15
SZBSSgiHQBlKl MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2006 15 Menntaskóli Borgarfjarðar S t j ó r n Menntaskóla Borgarfjarðar vill hér í stuttu máli greina frá stöðu mála varðandi Menntaskólann. A þeim vikum sem liðnar eru ffá því menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, staðfesti stofaun skólans þann 4. maí sl. hef- ur stjóm Menntaskóla Borgarfjarðar unnið að ýmsum undirbúningsmál- um er varða starfsemi hans. Eg vil fyrir hönd stjómarinnar byrja á því að þakka öllum þeim aðilum sem mættu á stofhfundinn og eins þeim sem komu að undirbúningi og dag- skrá stofnfundarins þann 4. maí s.l. og gerðu þann dag virkilega efrir- minnilegan. Skólameistari - hönnun hússins Auglýst var eftír skólameistara í byrjun júní og bámst 10 góðar um- sóknir. Vonir standa til að ráðið verði í starfið nú í byrjun júlí. Samið hefur verið við arkitekta hjá arki- tektastofunni Kurt og Pí um að vinna áffam að teikningum hússins en þeir unnu forvinnu fyrir kynn- ingu verkefrúsins. Gert er ráð fyrir húsnæði sem getur tekið við 200 nemendum. Nokkrar breytíngar mimu verða á húsnæðinu ffá því fyrstu hugmyndir vom kynntar sl. haust og eins hafa menn velt miírið fyrir sér staðsetningu hússins á lóð- inni. Nauðsynlegt er að húsið falli vel að því svæði sem það stendur á og verði hluti af bæjarmyndinni auk þess sem stækkunarmöguleikar skól- ans séu góðir. Stefnt er að því að teikningar að húsinu hggi fyrir í ágúst og framkvæmdir hefjist þá í kjölfarið. Hluthafafundur 11. júlí Eins og kunnugt er er skólinn einkahlutafélag og hafa nú þegar hátt á annað himdrað einstaklingar og fjölmörg fyrirtæki og stofiianir skráð sig sem hluthafa í skólanum. Hluthafafúndur verður haldinn þann 11. júlí n.k. og verður dagskrá, tímasetning og staðsetning auglýst sérstaklega í næsta blaði. A þeim fundi verða kynntar teikningar af húsinu og næsm skref varðandi byggingu þess. Þá verður vonandi hægt að kynna til sögunnar skóla- meistara hins nýja skóla. Fram að 11. júh' verður hægt að skrá sig sem hluthafa í Menntaskólanum. Eyðu- blöð liggja frammi í Sparisjóði Mýrasýslu við Digranesgötu í Borg- amesi og á skrifstofu sveitarfélagsins að Borgarbraut 14 í Borgamesi og á skrifstofu þess í Reykholti. Þá mtmu upplýsingar um skólann verða settar á vef Borgarbyggðar á næstu dögum og þar verður hægt að nálgast eyðu- blaðið í tölvutæku formi. Einnig er hægt að hafa samband við formann stjómar vegna skráningar á hlutafé á netfang: heh@emax.is Undirbúningur að ffamkvæmd- um við skólann og að öðrum verk- eftíum er að honum snúa gengur því vel að okkar mati. Anægjulegt er að finna þann mikla samhug og sam- heldni hjá íbúum sem einkennir þetta verkefni. Vonumst við til að sjá sem flesta á hluthafafúndinum þarm 11. júlí. Helga Halldórsdóttir. Formaður stjóniar Menntaskóla Borgaifjarðar Unglingavinnan átti þurran dag Þeir voru hressir, unglingamir sem voru að slá og raka saman við Innnesveg á Akra- nesijjrir síðustu helgi. Ungmennin voru hæstánægð með aðfá loksins purran dag en mikið hefur rignt á Akranesi síðan þau hófu störfí vinnuskólanum. A myndinni má sjá Samúel Þorsteinsson flokksstjóra lengst til vinstri ásamt nokkrum krökkum í hans vinnuflokki ogþótti þeim litið mál að stilla sér uppfyrir myndatöku. SO Grundarfjarðarbœr Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi: “Iðnaðar- og athafnasvæðið vestan Kvernár” í Grundarfirði Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingartillögu að deiliskipulagi “iðnaðar- og athafnasvæðisins vestan Kvernár” í Grundarfirði. Deiliskipulagsbreytingin tekur til austasta hluta gildandi deiliskipulags. Skipulagssvæðið stækkar lítillega og nær nú mest 4,5 m lengra til suðurs í suð-austurhomi svæðisins. í gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið er hluti lóðanna skilgreindur sem svokallaðar metralóðir sem samanstanda af 5 m breiðum metrabilum. í tillögu þessari em úthlutaðar metralóðir skilgreindar sem afmarkaðar lóðir í samræmi við skilmála metralóða. Ártún 1 og 2 em endalóðir sem em stækkaðar með metrabilum. Ártún 3 og Hjallatún 2 em afmarkaðar lóðir úr metrabilum. Ártún 4 og 6 em óbreyttar. Ártún 5 er endalóð sem er stækkuð með metrabilum. Lóðin er einnig stækkuð um 91,5 fm til suðurs, þ.e. lóðarmörkin færast 3 - 4,5m til suðurs. Mörk skipulagsins færast einnig sem þessu nemur. Nýtingarhlutfall lóðanna helst óbreytt nema á Ártúni 5. Aðrir skilmálar haldast óbreyttir og er vísað til greinargerðar gildandi skipulags. Uppdráttur ásamt greinargerð með frekari upplýsingum, liggur frammi á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, á skrifstofutíma, frá og með 3. júlí n.k. til og með 31. júlí 2006. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera skriflegar og berast á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, eigi síðar en 14. ágúst 2006. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna innan tilskilins frests, teljast vera samþykkir henni. Grundarfirði, júní 2006 Jökull Helgason Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar g Skrifstofuhúsnæði f Borgarnesi og á Hvanneyri Skrífstofuhúsnæði í Verslunarmiðstöðinni Hyrnutorgi Tit leigu er 170m2 skrífstofuhúsnæði á 2 hæð í Hyrnutorgi Borgarbraut 58-60 Borgarnesi. Um er að ræða aðstöðu fyrír 6-8 starfsmenn auk fundarstofu og geymslu. Skrífstofuhúsnæði á Hvanneyrarbraut 3 Til ieigu tvö skrífstofuherbergi með sameigintegrí fundar-og kaffiaðstöðu. Nánari upplýsingar gefur Guðsteinn í síma 660-8240 eða póstfang gein@kb.is Borgarland ehf. Málverkasýning í Skessubrunni 17 júní -16 júlí Bjarni Þór - "Hestar í íslensku landslagi" Sumaropnun: Miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga opnar kl. 17:00 Þá daga er tilboð: 2 fyrir 1 á smjörsteiktri gæða Klausturs Bleikju. Einnig er hægt að velja af matseðli. Laugardaga og sunnudaga er opið frá kl. 14:00. Frá kl. 14:00 er boðið upp á kaffi, kakó og meðiæti. Einnig er hægt að velja af matseðli. Upplýsingar og pantanir: 861 3976 og 433 8956 - skessubrunnur@simnet.is Verið velkomin Flligger Hörpuskin, Hörpusilki og Utitex fást nú hjá KB Búrekstrardeild BUREKSTRARDEILD MimAMHtSt Egilsholt 1-310 Borgarnes Afgreíðsla sími: 430-5505 Fax: 430-5501 Opið frá kl. 8-12 og 13-18 alla virka daga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.