Skessuhorn - 28.06.2006, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2006
aEgBSaHWQBW
Vismlega fóngulegur bópur áferð. Hér er áð við heimreiðina að Giljum íyndœlis veðri á Jónsmesm.
Hálft hundrað kvenna í Eldreið
Áratuga hefð er fyrir því að kven-
félagskonur úr Reykholtsdal söðli
klára sína og fari í svokallaða
Eldreið. Nafn sitt dregur ferð þessi
af eldríðarmessu skv. eldgömlu
tímatah en hana ber upp á 23. júní
og er ferðin farin sem næst þeim
degi. Messa þessi er til minningar
um Eldríði abbadís sem stofhaði
klaustur í Ely á Englandi á 7. öld.
Líklegt verður að teljast að kvenfé-
lagskonur hafi á sínum tíma einnig
valið tímasetninguna með hhðsjón
af því að þokkalega ratbjart er ff am
á nótt, en munnmælasögur segja að
einhvemtíman hafi eitthvað dregist
að síðustu konur skiluðu sér alla
leið heim að ferð lokinni. Stundum
hafa eiginmenn riðið til móts við
1 konur sína þegar þær eru væntan-
legar úr ferðalagi þessu og hafa gár-
ungarnir kallað það ferðalag Osku-
reið.
Að þessu sinni var mæting með
besta móti í Eldreiðina og var farið
sl. laugardag ffá Húsafelli í blíð-
skapar veðri þar sem alls um 50
konur vora mættar, ekki einungis
úr Reykholtsdal heldur mörgum
nágrannasveitum. Riðið var af stað
ffá Húsafelli rnn hádegisbil eins og
leið liggur niður gömlu Húsafehs-
leiðina þar sem vegurinn fer marg-
sinnis yfir Reykjadalsá, áð hjá Gilj-
um og snætt nesti. Þaðan lá leiðin
áffam niður Hálsasveit og Reyk-
holtsdalinn að sunnanverðu og í fé-
lagsheimihð Logaland þar sem vel-
gjörðir biðu kvennanna. Jafhstór og
föngulegur hópur kvenna ku sjald-
an hafa sést saman kominn ríðandi
í sveitinni hin síðari ár. MM
Hér er ferðanefrdin saman komin en hana
skipuðu að þessu sinni Ragnheiður í Skrúð,
Bára í Sólbyrgi og Sigríður á Kópareykjum.
Skrafað og skeggrætt.
Ýmist voru konumar með þijá eðafierri til reiðar.
Ljósm: HG
Frítt í sttætó á
Irskum dögum
Nú eru hinir árlegu Irsku dagar á
Akranesi framundan, en þeir verða
sem fyrr aðra helgina í júlí. Undir-
búningur vegna þeirra er nú í há-
marki að sögn Tómasar Guðmunds-
sonar, markaðs- og atvinnufulltrúa.
Hann segir að dagskráin verði mjög
fjölbreytt í ár og rík áhersla verði
lögð á að allir finni eitthvað við sitt
hæfi. „Þarna verða fastir liðir eins og
venjulega, eins og götugrillið, úti-
markaðir, kvöldvaka og keppnin um
rauðhærðasta Islendinginn að
ógleymdu Lopapeysuballinu á
bryggjunni svo eitthvað sé nefnt.
Það vill líka svo skemmtilega til að á
föstudeginum 7. júlí tekur IA á móti
Grindavík í Landsbankadeildinni og
verður ýmislegt gert til að byggja
upp stemningu í bænum fyrir leik-
inn,“ sagði Tómas.
I ár verður þó sú breyting á að
Skagamótið, sem nú er nýafstaðið,
verður ekki haldið þessa sömu helgi
eins og venjan er, en mótið hefur
sett sterkan svip á hátíðarhöldin í
bænum á Irskum dögum undanfarin
ár.
Dagskrá Irskra daga hefur ekki
enn tekið á sig endanlega mynd þar
sem einhverjir listamenn eiga eftir
að staðfesta þátttöku sína en allt út-
lit er fyrir mikið fjör og enn meira
gaman. Að öllum líkindum verður
frítt í strætó milli Reykjavíkur og
Akraness og er það von Tómasar að
sem flestir notfæri sér það og láti sjá
sig á þessari frábæru skemmtun á
Skaganum. Nánari upplýsingar um
írsku dagana er að finna á
irskirdagar.is KOO
l/lUlAÍte’tMð
Maður hallast, máttur dvín - moldin kallar allt til sín
Fardagar eru nú
fyrir nokkru um garð
gengnir en þá fluttu
menn búferlum áður
fyrr og virðist, þegar
skoðuð eru gömul
skjöl, off með ólík-
indum hvað sumt
fólk flutti oft. Sjálf-
sagt hefur margt ráð-
ið þessum sið en allur almenningur var þá
sárafátækur og jarðarafgjöld há en þeir sem
töldust búandi menn höfðu þó ýmis réttindi
ffam yfir hina. Svo hefur það líka lengi viljað
loða við okkur að grasið virðist grænna
hinumegin við lækinn. Líklega hefur það ver-
ið um eða efrir miðja síðustu öld sem maður
nokkur bjó í Skagafirði um hríð en virðist þó
eklri hafa skarað neitt verulega ff am úr öðrum
sýslungum sínum sem búhöldur ef marka má
vísu Guðmundar Stefánssonar frá Hrafiihóli,
orta þegar innræddur góðbóndi lét af búskap:
Baslari hér bjó um stund,
best sú minning flaggar.
Aldrei voru upp á hund
eftirtekju baggar.
Ekki mun nýi bóndinn hafa verið til muna
umsvifameiri og þegar sást hvert stefndi með
hann var kveðið:
Þar á virðist munur mjór
hvort meira er happ en skaðinn.
Baslari í burtu fór,
baslari kom í staðinn.
Nú fór svo sá hinn fyrr brottfiutti kom aft-
ur í sveitina og hóf búskap að nýju og var þá
kveðið enn:
Eru að gerast undur stór,
upplífgaður kraftur,
baslari sem burtu fór
í búskap kemur aftur.
Vafalaust hafa menn alla tíð haft áhuga á að
kynnast nýjum nágrönnum og verið svolítið
forvitnir um þeirra hagi hafi þeir ekki þekkt til
þeirra áður. Fyrir margt löngu eins og þeir
segja sem mtma engin ártöl, urðu ábúenda-
skipti á bæ einum í Borgarfirði. Guðlaugur
Jóhannesson kom til hinna nýju ábúenda og
var síðar spurður hvernig nýja ffúin liti út.
Svarið var á þessa leið:
Hún er ílaginu hvergi mjóst,
hvergi lofið endar.
En þau læri! En þau brjóst!
En það klof og lendar!
Aldrei þótti það verra að koma sér vel við
ráðamenn í sveitinni en ekki er mér ljóst
hvemig Kjartani Sveinssyni hefur tekist það
ef miðað er við lýsingu hans á oddvitanum:
Áfram sótast oddvitinn
öllum rótarlegri,
þó ögn sé Ijótur andskotinn
er hann hóti fegri.
Ollu hlýlegri blær er yfir eftirfarandi vísu
sem er úr lengra kvæði sem Sveinn Hannes-
son flutti í stórafmæli bónda nokkurs í Húna-
vatnssýslu:
Ættarsvip afAgli ber hann,
orðaleikni Grettis sterka.
Spaki Njáll íanda er hann,
Olafur Pá til rausnarverka.
Bónda þótti lofið gott svo sem fleirum, tók
upp 100 krónu seðil sem var stórfé á þeim
tíma og bað menn rétta skáldinu og bætti svo
við: „Það besta við þetta kvæði er að það er
ekkert oflof í því.“
A samkomu sem haldin var á Stóru Okrum
í Blönduhlíð voru þeir staddir, Gísh Stefáns-
son í Mikley og Pétur nokkur Jónsson sem þá
var nýkominn ffá Ameríku og fysti marga að
ffæðast af honum um þá heimsálfu. Þá kvað
Gísli:
Hérna úti í eyjunum
er ég hulinn gleymsku,
meðan Pétur meyjunum
miðlar Vesturheimsku.
Allt er í heiminum hverfúlt og það hefur
Bjama ffá Gröf greinilega verið fullljóst þeg-
ar hann kvað:
Eikur falla, eyðist vín
ung vill spjallast meyjan fín.
Maður hallast, máttur dvín
moldin kallar allt til sín.
Guðmundur Gunnarsson á Tindum var
maður vel hagmæltur og fljótur að kasta ffam
stökum. Einhverntíman var hann að skemmta
sér með nokkrum kunningjum sínum og
fæddust vísur „óðar en menn máttu eyrum
beita." Nú sá einn viðstaddra ástæðu til að
hafa orð á að leirborinn gjörðist nú kveðskap-
ur Guðmundar en ekki stóð á svarinu:
Vísan er í gamni gerð,
gáðu að því maður.
Hún er líka lítilsverð
og leirínn óharðnaður.
Margir Islendingar hafa ánægju af laxveiði
og annarri útiveru enda tilvalin afslöppun ffá
amstri hversdagsins. I veiðitúr við Gljúfúrá
orti Matthías Johannessen:
Og þarna var glaðst og gantast
og gengið á svig við það
sem öllum er efst íhuga;
Þetta eilífa basl og strit.
Og gott er að geta losnað
við gáfur og fjármálavit.
Sumir halda því ffam að veiðisagan sé
stærsti hluti veiðiferðarinnar (Og jafnvel
stærsti hlutinn af laxinum). Einhver setti sam-
an eftirfarandi stef:
Við Straumana stendur maður
með stöng í höndum tveim.
Víða flýgur valurinn
um vorbjartan geim.
- Sumir kaupa laxinn
á leiðinni heim.
Fleiri þurfa að kaupa fisk en laxveiðimenn.
Upp úr 1960 var Jón heitinn Rafnsson, verka-
lýðsleiðtogi staddur í Tékkóslóvakíu vegna
skrifa sinna um stjómmálaástandið þar í landi.
Þar var og staddur Ægir Olafsson sem seldi
Tékkum fisk ffá Sölumiðstöð hraðffystihús-
anna. I orðastað hans kvað Jón:
Ástandið hér er ei til hags,
andlegur dvínar þroski.
Ástin er köld íanda Marx,
Engels og Zapotoski.
Stenst ekki neitt í stormi dags,
Stalín er verri en Trotsky.
Sölumiðstöðin sendi strax
sjöhundruð tonn afþorski.
Rétt þegar ég var að rita þessar línur heyrði
ég í útvarpinu fféttir vestan úr Reykhóla-
hreppi og varð það til þess að upp rifjaðist fyr-
ir mér erindi sem gamall vinur minn og skóla-
bróðir sem nú er látinn orti einhvemtíman
þegar honum sinnaðist við sveitunga sína:
Að áfellast guðanna gjörðir,
- hvort getur það talist rétt?
Þó heimskan í mannanna hausum
hæfi ekki bœndanna stétt.
Hvers eigum við aumir að gjalda?
Það alls ekki skil ég né veit.
Þú Guð -sem að gafst okkur vitið!
Hví gleymdirðu Reykhólasveit?
En það er svosem ekkd eins og fjölmiðlam-
ir segi alltaf allan sannleikann og ekkert nema
sannleikann þó menn reyni vafalaust allir að
vanda sig. Einhvemtíma var ort:
Þetta fjölmiðlafólk er svo smart
að því finnst víst andskoti hart
að mega ekki Ijúga
þegar menn vilja trúa.
Maður - - nú er það svart!
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur K. Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S435 1367 og 849 2715
dd@simnet.is