Skessuhorn - 28.06.2006, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 28. JUNI2006
SSESSUHöEKi
Færeyska
sólin komin
í Ólafsvík
Undirbúningur Færeyskra
daga sem hefjast í Olafsvík á
föstudaginn stendur nú sem hæst
og hefur gengið vel, að sögn
Lárusar Einarssonar sem sæti á í
undirbúningsnefnd. Dagskráin
verður með heíðbundnum hætti
og reynt að höfða til allra aldurs-
hópa. Hann segir allt tilbúið og
vonast sé til þess að gestir verði
ekki færri en fjögur þúsund tals-
ins. Flestir hafa þeir hins vegar
orðið um níu þúsund. Stór þáttur
í hátíðarhöldum sem þessum er
veðrið og Lárus segir langtíma-
spá góða. „1 dag þriðjudag er
glampandi sól í Olafsvík en sam-
kvæmt veðurspá átti að vera rign-
ing. Það hlýtur því að vera fær-
eyska sólin sem hingað er mætt
og hún verður örugglega hér
fram yfir helgi og gulltryggir
skemmtilega daga hér,“ sagði
Lárus er blaðamaður hafði sam-
band við hann í gær.
Samfelld dagskrá verður ffá
því um miðjan dag á föstudag og
til sunnudags. Nánar má ffæðast
, um hana á slóðinni:
www.snb.is/faereyskirdagar HJ
Til mtnnis
Skessuhorn minnir á Landsmót
hestamanna sem haldið er á
Vindheimamelum í Skagafirði
nú í vikunni og stendur fram á
sunnudag.
Veðfyrhorfivr
Það verður austlæg átt á
fimmtudag og föstudag og hiti
10 til 18 stig á landinu. Suð-
vestlæg átt frá laugardegi til
mánudags og skúrir vestan- og
sunnantil. Veðrið fer lítið eitt
kólnandi.
Spt/Vrnincj viKtfnnar
í síðustu viku var spurt á
Skessuhorn.is; „Telur þú að
áróður fyrir bættri umgengni
hafi áhrif?" Tæp 80% svarenda
telja áróður hafa jákvæð áhrif á
umgengni, 13% sögðu áróður
ekki hafa áhrif og 7% vissu ekki
hvort áróður hefði áhrif.
í næstu viku spyrjum við:
„Hver sér um
heimilisstörfin á
þínu heimili?"
Svaraðu án undanbragða
á www.skessuhorn.is
Vestlendiníjwr
viMnnar
Skessuhom útnefnir að þessu
sinni starfsmenn vinnuskól-
anna sem Vestlendinga vik-
unnar. Þeir hafa ekki átt marga
þurra daga til vinnu sinnar í
júnímánuði.
Afli minnkar en aflaverðmæti eykst
í marsmánuði var landað 14.359
tonnum af sjávarfangi að verðmæti
rúmar 412 milljónir króna í höfnum
á Vesturlandi. I sama mánuði í fyrra
var landað 17.538 tonnum að verð-
mæti rúmar 369 milljónir króna.
Samdráttur í magni er því rúm 18%
en aukningi í verðmæti rúm 11%.
Fyrstu þrjá mánuði ársins var landað
30.378 tonnum af sjávarfangi í höfn-
um á Vesturlandi en á sama tíma í
fyrra hafði verið landað 40.302
tonnum. Samdráttur í magni er því
rúm 24%. Aflaverðmætið á þessum
tíma jókst hins vegar um rúm 15%.
Það var rúmar 935 milljónir króna í
fyrra en var rúmar 1.078 milljónir
króna í ár.
Af einstökum
fisktegundum
má nefna að
loðnuafli dregst
saman á milli
ára úr 30.081
tonni í 10.978
tonn. I ár var
hins vegar
landað 10.893
tonnum af
kolmunna en
engu í fyrra. Þá
jókst aflaverðmæti þorsks verulega á
milli ára. I fyrra var landað 6.488
tonnum að verðmæti rúmar 626
milljónir króna en í ár var landað
6.735 tonnum að verðmæti rúmlega
733 milljónir króna. Meðalverðið á
hvert kílógramm hækkar því úr
rúmum 96 krónum í rúmar 108
krónur á milli ára.
HJ
Slökkvibúnaður á Bifröst
hugsanlega fluttur í gám
Byggðaráð Borgarbyggðar sam-
þykkti á sínum fyrsta fundi að vísa
til gerðar næstu fjárhagsáætlunar
óskum Viðskiptaháskólans á Bif-
röst um bætta aðstöðu slökkviliðs á
staðnum. Núverandi búnaður
slökkviliðsins verður hugsanlega
fluttur til bráðabirgða í gám á
svæðinu.
Það var Stefán Kalmansson
framkvæmdastjóri Viðskiptahá-
skólans sem sendi Slökkviliði
Borgarbyggðar bréf þar sem sagði
að málefni brunavarna á Bifröst
hafi undanfarna mánuði verið mik-
ið til umræðu. „Nauðsynlegt er að
hið fyrsta verði gerðar ráðstafanir
til að bæta aðstöðu slökkvil'ðs á
Bifröst, sem feli meðal annars í sér
að slökkvibifreið verði með fasta
viðveru á Bifröst og að komið verði
upp húsi fyrir þá starfsemi á staðn-
um,“ segir orðrétt í bréfi Stefáns
og ítrekar hann óskir um að af slíku
geti orðið sem allra fyrst.
Stefán vísar til samnings milli
Brunavarna Borgarness og ná-
grennis og skólans á Bifröst frá ár-
inu 2000. Sá samningur skuldbatt
skólann til að útvega húsnæði fyrir
búnað slökkviliðs sem síðan hefúr
verið til húsa í svokallaðri Kyndi-
stöð á Bifröst. Það húsnæði þurfi
skólinn nú undir starfsemi sína.
Hann telur einnig að bæta þurfi
allan búnað slökkviliðsins ásamt
því að koma upp nýju húsnæði.
Tilkynnir hann í bréfinu að í sam-
ráði við slökkviliðsstjórann í Borg-
arbyggð verði slökkvibúnaðinum á
Bifröst komið fyrir til bráðabirgða
í gámi á svæðinu.
Páll Brynjarsson sveitarstjóri
Borgarbyggðar segir málefni
brunavarna á Bifröst í skoðun hjá
sveitarstjórn en engar fjárveitingar
séu á fjárhagsáætlun ársins til fram-
kvæmda. Því hafi málinu verið vís-
að til gerðar fjárhagsáætlunar
næsta árs.
_______________________ ___________HJ_
Senn opnar Gilið í Olafisvík
Stefht er að þvt að opna veitingahúsið Giliðfyrir ktmandi helgi.
„Allt er á fullu og í gærkvöldi um
klukkan ellefu voru 12 iðnaðarmenn
að störfum svo að við getum opnað
á föstudaginn þegar Færeyskir dagar
hefjast," sagði Arni Aðalsteinsson í
samtali við Skessuhom sl. þriðju-
dagsmorgun. Ami, ásamt eiginkonu
sinni Matthildi Kristmundsdóttur,
er að byggja veitingahúsið Gilið í
miðbæ Olafsvíkur. I fyrsta áfanga
verður salurinn niðri, salemin og
hluti eldhússins opnaður og verið er
að leggja lokahönd á þá hluta húss-
ins. Gera þau hjón ráð fyrir að fjög-
ur til fimm störf verði við veitinga-
húsið þegar allt verður tilbúið og
komið í gagnið. Salurinn á neðri
hæðinni mtm taka um 50 manns í
sæti og á efri hæðinni verður aðstaða
til fundahalda og til að horfa á kapp-
leiki í sjónvarpi. Af efri hæðinni
verður útgengt á svalir þar sem
höfnin blasir við og miðbæjarsvæð-
ið. Eins og áður hefur komið fram er
stefht að því að opna staðinn fyrir
næstu helgi en þá em Færeyskir
dagar haldnir í Ölafsvík og er unnið
svotil allan sólarhringinn við bygg-
inguna til að það náist í tæka tíð. SO
Skimað yfir skýin
Þaðforist í vöxt aðfólk tekur sig saman í misstórum hópum og gengur áfjöll sér til ánœgju og heilsubótar. Hásumar er kjörinn tími
til slikrar iðju enda birta og skyggni með besta móti. A blaðsíðu 10 í Skessuhomi í dag eru frásagnir affjórum slíkum gönguferðum
þar sem vestlensku fjöllin Klakkur, Eiríksjökull, Brekkufjall ogAkrajjall voru viðfangsefni göngufólksins. Þessa mynd tók Þorgerður
Gunnarsdóttir úr Borgamesi á toppi Eiríksjökuls mn liðna helgi og sýnir hluta ferðalanganna kasta mœðinni.
Alvarleg líkams-
árás í heimahúsi
AKRANES: Síðastliðið
fimmtudagskvöld barst lögregl-
unni á Akranesi tilkynning um
alvarlega líkamsárás í heimahúsi.
Er lögregla kom á vettvang var
árásarmaðurinn á bak og burt.
Var þeim sem ráðist var á komið
á sjúkrahús og reyndist hann al-
varlega slasaður, lærbrotinn og
mikið marinn í andliti og á lík-
ama. Þurfti hann að gangast
undir skurðaðgerð vegna
meiðslanna. Arásarmaðurinn
var handtekinn síðar um nóttina
og viðurkenndi hann við yfir-
heyrslur að iiafa ráðist á mann-
inn með höggum og spörkum
tilefnislítið eða -laust. -so
Rafimagn orsak-
ar sinubruna
B ORGARFJ ÖRÐUR: Um
tugur slökkviliðs- og lögreglu-
manna börðust við sinueld sem
kviknaði við Fossatún í Borgar-
firði síðdegis á sunnudag. Gestir
á útitónleikum urðu vitni að því
þegar blossi hljóp úr rafmagns-
staur sem stendur vestur undir
landamerkjunum að Þingnesi.
Blossinn kveikti eld í sinu sem
breiddist hratt út. Rúma klukku-
stund tók að ráða niðurlögum
eldsins og brann tæplega hektari
lands. -mm
Lág laun kvenna
VESTURLAND: Meðalat-
vinnutekjur kvenna á Vestur-
landi voru á árinu 2005 rúmar
1,9 milljónir króna. Tekjur
karla á Vesturlandi voru á sama
tíma rúmar 3,3 milljónir króna.
Tekjur kvenna eru því einungis
rúmlega 58% af tekjum karla.
Eru konur á Vesturlandi því
verr settar en á landinu öllu því
þar var hlutfallið tæplega 64%.
A undanförnum árum hefur
hlufall launa kvenna á Vestur-
landi af launum karla þó farið
hækkandi því árið 1998 var
hlutfall launa kvenna aðeins
tæp 52%. -hj
Missti stjóm á
bifhjóli
AKRANES: Síðasdiðinn laugar-
dag var lögreglunni á Akranesi
tilkynnt um umferðarslys þar
sem bifhjól og bifreið áttu hlut að
máli. Ökumaður bifhjólsins var
fluttur á slysadeild en hann hafði
meiðst á fæti. Þama virðist sem
bifreið hafi verið ekið í veg fyrir
bifhjólið með þeim afleiðingum
að ökumaður þess missti stjóm á
því og féll í götuna. Ökutældn
lentu þó aldrei saman. -so
Mælt með ráðn-
ingu Ambjargar
AKRANES: Skólanefnd Akra-
ness hefur mælt með því við
bæjarráð Akraness að Ambjörg
Stefánsdóttir verði ráðin skóla-
stjóri Brekkubæjarskóla á Akra-
nesi frá 1. ágúst. Eins og fram
hefur komið í Skessuhorni bár-
ust þrjár umsóknir um stöðuna.
Nefndin taldi einn umsækjenda
ekki uppfylla þær kröfur sem
settar eru. Hina tvo mat nefnd-
ina hæfa og mælti með ráðn-
ingu Arnbjargar. Hún er hefúr
að undanförnu gegnt stöðu að-
stoðarskólastjóra Brekkubæjar-
skóla. -hj