Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2006, Page 1

Skessuhorn - 26.07.2006, Page 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 30. tbl. 9. árg. 26. júlí 2006 - Kr. 400 í lausasölu Virka daga 10-19 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 nettö alltaf gott - alltaf ódýrt Stórlúða á línuna Magnús Emanúelsson rær á Gunnari afa SH ffá Ólafsvík. í síðustu viku fékk hann sérstakan happadrátt þegar á færið kom 105 kílóa lúða. Ljósm. af vef snb.is Þær stöllur Kristín, Gígja og Auóur eru ungar blómarósir í Reykholtsdal. Halda þ<er þessa dagana hlutaveltu á ýmsum stöóum þar sem feióamenn koma, eins og á Kleppjárnsreykjum, Reykholti og við Deildartunguhver. Upphaflega stóð til að safnafyrir Rauða krossinn, eins og svo margir gera, en eftir að bruni kom upp á bœnum Hrísum í Flókadal um helgina og öll rafmagnstæki á bænum eyðilögðust, ákváðu þœr stöllur að söfnunarféðfieri í að kaupa eitthvað nýtt rafmagnstœki fyrir ábúanda, brauðrist eða dýrara Ueki, allt eftirþví hvemig söfh- unin gengi. Sýnir þettafallegt hjartalag þessara ungu stúlkna. MM/Ljósm: BHS. Ibúðarhúsið í Hrísum skemmdist Eldur kom upp í íbúðarhúsinu í Hrísum í Flókadal undir morg- un á sunnudag. Abúandi á jörð- inni, kona á fimmtugsaldri var ein í húsinu og komst hún út af sjálfsdáðum. Vaknaði hún við sprengíngar í rafmagnstöflu hússins og þykir fullvíst að eld- urinn hafi komið upp í töflunni. Slökkvilið Borgarfjarðardala var kallað út og þurftí að rjúfa þak til að komast að eldinum en slökkvistarf gekk greiðlega. Húsið er mikið skemmt, einkum í risi, vegna elds en einnig af sóti, reyk og vatni Þá eru öll raf- magnstæki ónýt. Hús og innbú var tryggt. MM Ráðherra boðar aðgerðir í forvamamálum Frá unglingasamkomu á tjaldstœðunum á Akranesi á Irskum dögumfyrr í mánuðinum. M a g n ú s Stefánsson fé- lagsmálaráð- herra hefur komið af stað umfangsmik- illi vinnu vegna for- varnamála. Magnús Stefánsson, Annars vegar félagsmála?-áðherra. á að draga upp heildarmynd af því forvarna- starfi sem þegar er unnið í landinu og hins vegar á að móta heildstæða forvamastefnu, líkt og kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjómar- innar frá 2003. Magnús lagði minn- isblað þessa efiiis fyrir ríkisstjórnar- fund í liðinni viku. Auk félagsmála- ráðuneytisins munu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, mennta- málaráðuneyti og dómsmálaráðu- neytið leggja til fulltrúa í stýrihóp sem tmdirbúa mun málið. Magnús segir í samtali við Skessu- hom að ekkert liggi fyrir um hvort forvamastarfið, eins og það er nú, yrði stokkað upp og því breytt með einhverjum hættí. Fyrst og ffernst vill hann fá heildarmynd af því starfi sem unnið væri. „Það eru mjög margir í forvamastarfi og við þurfum að átta okkur á umfanginu. En ég er sannfærður um hægt sé að nýta kraft- ana markvissara," segir Magnús. Eins og greint hef- ur verið frá m.a. í Skessuhorni hafa fréttir af mikilli drykkju ungmenna á bæjarhátíðum vakið fólk og þ.m.t. ráða- menn til umhugsun- ar. Magnús þekkir til þessara hátíða: „Eg hef orðið vimi að drykkjuskap ung- menna á bæjarhátíðum, bæði nú í sumar og áður. Það er allt of mikið um að böm og unglingar undir átján ára flykkist saman til drykkju." Verslxmarmannahelgin fer í hönd og telur Magnús vert að hafa áhyggjur enda geti margt gerst á úti- hátíðum, bæði gott og svo annað miður gott. Þess vegna setti hann af stað samstarf ýmissa aðila sem koma að forvamamálum í því augnamiði að vekja foreldra og aðra til um- hugsunar. Aðspurður telur Magnús stríðið gegn unglingadrykkju ekki tapað. „Eg vona að minnsta kosti ekki. En það er erfitt og þannig hefúr það verið og þamúg verður það. Þetta er barátta sem þarf að heyja alla daga. og þetta hefst ekki með átaki heldur markvissu starfi.“ MM Sigur Rós með magnaða tónleika Hljómsveitin Sigur Rós lék fyrir heimamenn og aðra í félagsheimil- inu Klifi í Ólafsvík í fyrrakvöld og vom tónleikarnir þeir fyrstu í tón- leikaferðalagi þeirra um landið. Fjöldi fólks lét þetta tækifæri ekki framhjá sér fara og troðfyllti fé- lagsheimilið. Það var ekki annað að sjá en að aðdáendur hljómsveit- arinnar, sem em á öllum aldri og af ólíku þjóðerni, gengju út í sælu- vímu eftir hreint út sagt rafmagn- aða tónleika. Tónleikarnir em eins og áður sagði þeir fyrstu af sjö en ferðalagi þeirra um landið lýkur með tónleikum á Miklatúni í Reykjavík nk. sunnudag. KÓÓ niiiiini iiiiiii iiii iiii ATLANTSOLIA Dísel *Faxabraut 9.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.