Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2006, Síða 2

Skessuhorn - 26.07.2006, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. JULI 2006 iWtósUtiÖMf Arekstur viðYstu Garða Síðdegis á föstudag varð árekstur við bæinn Ystu Garða í Kolbeinsstaðahreppi þegar fólksbíl var ekið inn í hlið rúllu- vagns. Engin meiðsl urðu á fólki en fernt var í fólksbílnum. Tildrög slyssins voru þau að ökumaður fólksbílsins hafði ekki veitt eftirtekt stefnuljósum á dráttarvélinni sem fór fyri'- rúlluvagninum, en hún var að beygja útaf veginum. Okumað- ur fólksbílsins var að taka fram- úr öðrum faratækjum sem voru á eftir rúlluvagninum. ÞSK Til minnis Skessuhorn minnir á bæjarhá- tíðina Á góðri stund sem fer fram í Crundarfirði um helg- ina. Mögnuð dagskrá og margt skemmtilegt um að vera í fallegum bæ. Veðijrhorfijr Spáð er ríkjandi austanátt næstu daga með vætu í flest- um landshlutum. Hiti á bilinu 10-20 stig en fer kólnandi. Spiirniníj vikijnnar í síðustu viku var spurt á Skessuhorn.is: Hefur þú ferð- ast um Vesturland í sumar? Rúmlega 29% svarenda svör- uðu því að þeir hefðu oft ferð- ast um Vesturland í sumar, tæplega 29% sögðust hafa ferðast nokkrum sinnum um landshlutann, 15% sögðust hafa einu sinni ferðast um Vest- urland í sumar og rúmlega 27% svarenda hafa aldrei ferð- ast um Vesturland í sumar. í næstu viku spyrjum við: „Ætlar þú á útihátíð um Verslunarmanna- helgina?" Svaraðu án undanbragða á www.skessuhorn.is Vestlendin^tyr viNnnar Skessuhorn útnefnir að þessu sinni hinn 14 ára gamla Flosa Ólafsson, Vestlending vikunnar og óskar honum um leið til hamingju með heimsmeistara- titilinn í tölti. Fjörutíu ár frá vígslu Grundaríj arðarkirkj u Haldið verður upp á 40 pT * vyfy ' ■' ■ ■ ■ . ■ - ára vígsluafmæli Grundar- fjarðarkirkju sunnudaginn 30. júní nk. Hátíðarmessa verður í Grundarfjarðar- kirkju þann dag og mun biskup Islands, Herra Karl Sigurbjörnsson hefja vísitasíu sína í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi. Mun hann prédika af þessu tilefni og sóknarprestur Set- bergsprestakalls, sr. Elín- borg Sturludóttir, þjónar fyrir altari. Þá munu fyrr- verandi sóknarprestar að- stoða við guðsþjónustuna. Boðið verður til kaffisam- sætis að guðsþjónustunni lokinni. Einnig verður opnuð sýn- bók“ byggingarmeistara kirkjunnar, og dagbókarbrot ffá byggingartíma ing í tilefni vígsluafmælisins í Sögu- Guðbjarts Jónssonar. Þar verða til kirkjunnar. miðstöðinni sem byggir á „gesta- sýnis myndir er hann hélt til haga SO/Ljósm. Sverrir. Hagnaður SPM þrefaldast milli ára Hagnaður Sparisjóðs Mýrasýslu eftir skatta á fyrri hluta þessa árs nam tæplega 603 millj. kr. saman- borið við rúmlega 213 millj. kr. hagnað á sama tímabili í fyrra. I tril- kynningu ffá SPM kemur ffam að meginhluta gengishagnaðar á tíma- bilinu megi rekja til uppfærslu og innlausnar á eignarhlut sparisjóðsins í Exista ehf. Vaxtatekjur námu 1.651,6 millj. kr. fyrstu sex mánuði ársins 2006 en það er 113% hækkun ffá sama tíma- bili í fyrra. Vaxtagjöld hækkuðu um 179,3% ffá fyrri hluta ársins 2005 og námu 1.324,7 millj. kr. Hreinar rekstrartekjur voru 1.195,8 millj. kr. á móti 634,6 millj. kr. í fyrra. Hrein- ar rekstrartekjur hafa hækkað um 88,4% ffá fyrri hluta ársins 2005. Framlag í afskriftarreikning útlána nam 93,9 millj. kr. á fyrri helming ársins 2006 en var 68,4 millj. kr. fyr- ir sama tímabil árið 2005. Rekstrar- gjöld Sparisjóðsins voru 390,4 millj. kr. á fyrri hluta ársins en voru 304,3 millj. kr. fyrir sama tímabil árið 2005. Rekstrarkostnaður sem hlut- fall af hreinum rekstrartekjum er 32,6% miðað við 48,0% fyrir fyrri hluta ársins 2005. Rekstrarkostnað- ur sem hlutfall af eignum er nú 1,2% en var 1,5% fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2005. Efhahagur og eigið fé samstæðunnar Heildareignir samstæðunnar eru 31.457,7 millj. kr. 30. júní 2006 miðað við 25.698,2 millj. kr. í lok árs 2005, hafa þær vaxið um 22,4% fyrstu sex mánuði ársins 2006. Ut- lán samstæðunnar hafa aukist um 22,3% á árinu og nema þau 25.617,2 millj. kr. 30. júní 2006. Innlán samstæðunnar hafa aukist um 19,7% fyrstu sexmánuði ársins og nema 13.556,0 millj. kr. 30. júní 2006. Eigið fé Sparisjóðs Mýra- sýslu var 2.696,1 millj. kr. 30. júní 2006 en var 2.094,7 millj. kr. í árs- lok 2005, aukningin er 28,7%. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar samkvæmt CAD-reglum er 11,2% þann 30. júní 2006 en var 11,0% 31. desember 2005. MM Þmgmönnum NV-kjördæmis fækkar um einn Nú þegar sveitarstjórnarkosning- ar eru að baki fer hugur stjórnmála- áhugamanna að beinast að alþingis- kosningtmum sem haldnar verða næsta vor. Nú þegar eru hafnar bollaleggingar víða um skipan mála við þær kosningar og í því sam- bandi má nefna þær breytingar sem í farvatninu eru á forystu Fram- sóknarflokksins. I haust má búast við að stofhanir stjórnmálaflokk- anna fari að ræða með hvaða hætti staðið verður að uppstillingu á framboðslistum flokkanna við kosningarnar. Því er ekki úr vegi að rifja upp eitt atriði sem afar lítrið hefur verið áberandi í hinni pólitísku umræðu. Þá staðreynd að við þingkosning- arnar á næsta ári fækkar þingmönn- um Norðvesturkjördæmis um einn. Þeir eru nú tíu að tölu en verða níu. Forsaga málsins er sú að við síðustu breytingar á kjördæmaskipan var sett ákvæði í 31. grein stjómar- skrárinnar um að ef kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti eru eftir alþingiskosningar helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru skal landskjörstjórn breyta fjölda þingsæta í kjördæmum í því skyni að draga úr þeim mun. Við síðustu alþingiskosningar vom kjósendur að baki hverju þing- sæti í Norðvesturkjördæmi 2.163 en í Suðvesturkjördæmi vom þeir 4.366. Því varð landskjörstjóm að beita þessu ákvæði og birti auglýs- ingu þar að lútandi 16. maí 2003. Haldi búsemþróun áfram með sama hætti í Norðvesturkjördæmi gæti áfram verið gripið til þessa á- kvæðis allt þar til þingmannafjöldi kjördæmisins verður kominn niður í sex þingmenn. Það er sá fjöldi sem þingmannatala hvers kjördæmis má vera samkvæmt stjórnarskrá. Því verða færri þingsæti að berjast um í Norðvesturkjördæmi á komandi mánuðum. HJ Hestaveisla um helgina Um næsm helgi, dagana 28.-30. júlí, verður sannkölluð hestaveisla á Vesturlandi en þá fara fram tvö stórmót á vestlenskan mælikvarða. Glitnismótið verður haldið að Æðarodda og Bikarmótið fer fram í Búðardal. Glimismót Dreyra sem áður hét Islandsbankamótið verður haldið að Æðarodda dagana 28.-30. júlí. Keppni hefst síðla dags á fösmdag og stendur mótið fram á sunnudag. Glimismótið er stigamót sem telur til stiga á heimslistann. Keppt verð- ur í öllum hefðbundnum greinum og verða veitt peningaverðlaun fyr- ir fyrsta sæti í 100 m. fljúgandi skeiði. Auk þess verður keppt í meistaraflokki ef næg þátttaka næst. Hið árlega Bikarmót Vesmrlands verður haldið á nýjum reiðvelli í Búðardal laugardaginn 29. júlí. Keppt verður í tölti, fjórgangi, fimmgangi og gæðingaskeiði í opn- um flokki, ungmennaflokki, ung- lingaflokki og barnaflokki. Aðildar- félög Bikarmótsins eru Dreyri, Faxi, Glaður, Skuggi og Snæfell- ingur og má hvert félag senda fjóra keppendur í hvern flokk. Hesta- mannafélagið Glaður mun vígja nýjan reiðvöll við hátíðlega athöfn klukkan 15:00 á laugardeginum og munu góðir gestir heiðra félagið með nærvem sinni af því tilefhi. SO Umhverfis- verðlaun AKRANES: Umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar hefur ákveðið að veita umhverfisverðlaun til fyrirtækja og einstaklinga. Aðtu en verðlaun verða ákveðin verður leitað tíl almennings sem gefinn verður kostur á að koma tilnefh- ingum sínum á framfæri við nefiidina. -hj Ekkert bíla- þvottaplan BORGARNES: Það skýmr ffernur skökJm við að í Borgar- nesi, þar sem mikið af ferðafólki á leið um, skuli ekki vera þvottaplan þar sem fólk getur skolað af bílum sínum án þess að greiða sérstaklega fyrir það. Aður en gamla bensínstöðin sem hýsti Esso var rifin ásamt smurstöð- inni og öllu sem því tilheyrði, þá var hægt að renna sér þar inn á planið og skola ferðaryldð af bíl- um. I dag er það svo að á staðn- um er einungis þvottaaðstaða við Shellstöðina á yfirbyggðu þvottastæði en þar þarf að borga fyrir notkun. Nokkuð margir les- endur Skessuhorns hafa óskað eftir því að blaðið vekti máls á því að á staðnum vantar almennt þvottaplan. Sömu aðilar skora á bensínstöðvarnar, bæjaryfirvöld eða aðra ffamtakssama aðila að bæta sem fyrst úr þessu ástandi. -mm * IA tekur á móti Randers FC AKRANES: ÍA leikur sinn síðari leik í 1. umferð forkeppni í UEFA bikarnum á fimmmdag. IA tekur þá á móti Randers frá Danmörku á Akranesvelli og hefst leikurinn klukkan 18:00. Skagamenn töpuðu fyrri leiknum sem fór ff am fyrr í mánuðinum í Danmörku en þeim leik lauk eitt-núll Randers í vil. Knatt- spymuáhugafólk er hvatt til að mæta á völlinn og styðja við bak- ið á sínum en sama dag leikur Valur einnig á móti Bröndby frá Danmörku á Laugardalsvelli í sömu keppni. -so Brotist inn í Eðalfisk BORGARNES: Brotist var inn í húsnæði Eðalfisks við Sólbakka í Borgamesi aðfaranótt fösmdags. Þaðan var stolið fartölvu fyrir- tækisins með ýmsum mikilvæg- um upplýsingum. Þjófarmr bram upp glugga í hurð og komust þannig inn. Málið er í rannsókn lögreglu. -mm Ellý hætt í Hvíta húsinu AKRANES: Á síðasta fundi bæj- arráðs Akraneskaupstaðar var tekin fyrir uppsögn forstöðu- manns Hvíta hússins. Elínborg Halldórsdóttir, sem gegnt hefur starfinu ffá opnun hússins vorið 2002, hefur nú sagt starfi sínu lausu. Athygli vekur að hún gerir það ffá og með ritunardegi upp- sagnarbréfsins þann 12. júlí, en ekld er gert ráð fyrir hefðbtmdn- um þriggja mánaða uppsagnar- fresti. Bæjarráð þakkaði Elín- borgu vel tmnin störf og óskaði henni velfamaðar á nýjum vett- vangi. -kóp

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.