Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2006, Qupperneq 6

Skessuhorn - 26.07.2006, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. JULI 2006 ^■ifiasunuo Fyrsti útflutningur eininga frá Loftorku í síðustu viku var gengið frá sölu og afhendingu á fyrstu forsteyptu húseiningunum frá Loftorku Borgarnesi ehf. á erlendan markað og fór fyrsta sendingin ffá verk- smiðju fyrirtækisins að Engjaási í Borgarnesi sl. miðvikudag. Að sögn Andrésar Konráðssonar, framkvæmdastjóra fer sending þessi til Færeyja og er meiri sala þangað í undirbúningi. I þessari fyrstu sendingu voru 400 mm þykkar forspenntar holplötur en þessi gerð platna er mest notuð í milliloft stærri bygginga. Steypa er vegna þyngdar sinnar ekki sérlega góð útflutningsvara vegna flutn- ingskostnaðar og kvaðst Andrés því vera hóflega bjartsýnn á fram- tíð útflutnings af þeim sökum, engu að síður væri þessi tilraun skemmtileg viðbót hjá fyrirtækinu. Framleiðsla hafin á Akureyri Fyrirtækið afhenti á dögunum fyrstu einingarnar frá nýrri verk- smiðju Loftorku á Akureyri. Kaupandinn var byggingafyrirtæk- ið Húsverk ehf. og fara einingarn- ar í nýbyggingu við Stekkjatún 11- 21 á Akureyri. Eins og fram hefur komið í fféttum Skessuhorns festi Loftorka Borgarnesi í vetur kaup á húsnæði á Akureyri sem áður hýsti starfsemi Slippstöðvarinnar. Framleiðslan þar er sem stendur eingöngu bundin við óeinangraða veggi. A næstu vikum hefst þar einnig framleiðsla á loftaplötum, kúluplötum og einangruðum sam- lokuveggjum. Andrés sagði í sam- tali við Skessuhorn að áætluð framleiðslugeta verksmiðjunnar á Akureyri yrði um 250 íbúðir á ári og þar muni starfa um 30-40 manns þegar ráðið hafi verið í all- ar stöður. Uppsetning nýju verk- smiðjunnar hefur gengið vel og samkvæmt áætlun. Verkefhastaða góð Næg verkefni eru ffamundan hjá Loftorku Borgarnesi ehf. næstu misserin og segir Andrés ekkert lát á pöntunum, „þrátt fyrir að pen- ingastofnanir reyni markvisst að tala niður fasteignamarkað hér á landi,“ bætir hann við. Hjá fyrirtækinu í Borgarnesi eru nú um 220 starfsmenn, 12-15 eru hjá deild þess á Kjalarnesi og verða innan skamms 40 á Akureyri, sam- anlagt um 275 manns. MM Stefiiir í lélegt laxveiðisumar Landssamband veiðifélaga birtir á hverjum fimmtudegi nýjar tölur um veiði í laxveiðiánum. Samkvæmt þeim var Norðurá sl. fimmtudag á toppnum með 1149 laxa og Þverá með 1014. I þriðja sæti er Blanda með 565 laxa, Elliðaárnar með 441 í fjórða sæti og Langá í fimmta með 435 laxa. Veiðin í öllum þessum ám er langt undir veiði síðasta árs ef borið er saman við tölur ffá 20. júlí 2005. Þannig hefur bæði í Norðurá og Þverá veiðst hátt í helmingi færri laxar í sumar en á sama tíma í fyrra, Norðurá hafði þá skilað 1998 löxum og Þverá/Kjarrá 1973 löxum. Veiði í fleiri laxveiðiám á Vesturlandi er þannig talsvert minni en hún var í fyrra. I Laxá í Leirársveit höfðu nú veiðst 152 laxar á móti 390 í fyrra, í Grímsá 302 á móti 470, Langá með 435 á móti 580 í fyrra, í Laxá í Döl- um höfðu komið 110 laxar á móti 300 í fyrra og í Straumfjarðará 114 á móti 200. Sú vestlenska veiðiá sem kemst næst því að skila jafn góðri veiði og í fyrra er Flókadalsá með 190 laxa á móti 219 í fyrra. Áhyggjur veiðimanna eru nokkrar þessa dagana þar sem lax virðist víða skila sér illa í ámar og ekki í sama mæli og veiðimenn vonuðu. Einnig er göngur bleikju lidar. ,Já, þetta er skrítið þessa dagana, laxinn kemur ekki eins og margir áttu von á, göngurnar eru krafflausar og ffemur litlar. Það er eitthvað mikið af gerast í hafinu og eitthvað hefur gerst í vet- ur sem veldur því að þetta virðist daufara en menn áttu von á,“ sagði Hilmar Hansson fyrrverandi for- maður Landssambands stangaveiði- félaga og veiðimaður í samtali við Skessuhom. MM/GB A góðri stund í Grundarfirði um næstu helgi „Gulir“ marsera hér um bœinn á hátíðinni ífyrra. Bæjarhátíð Grund- firðinga, A góðri stund, verður haldin helgina 28.-30. júlí. Á hátíðinni má finna ýmsar uppákomur sem hefð er komin fyrir og einnig verður bryddað upp á nýj- ungum. Grundar- fjarðarbæ verður skipt niður í fjögur hverfi og verða skreyt- ingarlitimir hverfanna gulur, rauð- ur, grænn og blár. Dagskrá hátíðar- innar er vegleg og fjölbreytt, há- landaleikar verða haldnir, brenna verður á Grundarkampi á laugar- dagskvöld, bryggjuball, dorgveiði- keppni fyrir yngri kynslóðina verður á sunnudag, golfmót, útvarp Grandarfjörður verður starffækt um helgina, sölubásar verða á hafn- arsvæðinu, ljósmynda- og mynd- listasýningar verða víðsvegar um bæinn og haldið verður upp á 40 ára vígsluaffnæli Grundarfjarðarkirkju svo eitthvað sé nefnt. Nánari upp- lýsingar um bæjarhátíðina Á góðri stund má finna á vef Grandarfjarð- ar; www.grandarfjordur.is SO Er blaðamann bar að garði í Fjöruhúsinu var jjöldi fólks íjjörunni á Hellnum og hópur fólks sat og naut veitinga á pallinum við Fjöruhúsið. Eigendur Fjöruhússins með nýjungar í rekstri Eigendur Fjöruhússins á Helln- um hafa fest kaup á farþegabát af gerðinni Artic blue og hefur bátur- inn hlotið nafhið Tanja. Báturinn er harðbotna og er hann fluttur inn frá Noregi. Tanja er 2,7 metra breiður, 8,7 metra langur og er vél- in af gerðinni Cummings og era geymd þar ein 350 hestöfl. Gang- hraði bátsins er um 50 sjómílur á klst. og er í honum rými fyrir 7 far- þega. Að sögn Kristjáns Gunn- laugssonar sem er eigandi Fjöru- hússins og bátsins ásamt eiginkonu sinni Sigríði Einarsdóttur, verður báturinn notaður til útsýnisferða í kringum Arnarstapa og Hellna sem boðið verður upp á innan skamms. Eins og allir ættu að vita er fuglalíf á þessum slóðum fjölbreytt og blómlegt og svo stendur jökullinn alltaf fyrir sínu í mikilfengleik sín- um. SO PISTILL GISLA Molakaffi Strax í frumbernsku lærði ég að meta þann eðla drykk sem bruggaður er úr kaffi- baunum brenndum og möl- uðum. Eg fylgdist andaktug- ur með ömmu minni hella uppá með gamla laginu. Hún hellti vel af „Gulum Braga“ í háaldraða kaffisíu sem hún kom íyrir á emeleraðri kaffi- könnu. Síðan var nýsoðnu vatni hellt yfir samkvæmt ævafornri hefð. Hún hellti sjóðandi vatninu í hringi, fyrst réttsælis og síðan rang- sælis og gerði síðan hlé á hár- réttu augnabliki. Síðan tók sama rútínan við aftur þangað til gamla kannan var orðin fleytifull. Síðustu bununni var hinsvegar hellt beint nið- ur í miðja kaffisíuna með tuttugu til þrjátíu sentimetra fallhæð til að setja punktinn yfir iið. A meðan þessar fram- kvæmdir stóðu yfir fyllti ljúf kaffiangan eldhúsið og lífið var yndislegt. Síðan þetta var hef ég margan kaffisopann sopið en engan sem jafnast á við kaffið hennar ömmu. Eg get svosem ekki ætlast til þess en engu að síður hlýt ég að harma það al- gjöra metnaðarleysi sem ríkir við uppahellingar í dag. Eg ólst upp við það að kaffi var ekki talin munaðarvara heldur nauðsyn. Kaffibaun- irnar voru hluti af rekstrar- kostnaði sveitabýla út útgerð- arstöðva. Enginn gat æltast til þess að bændur og búalið gengju að verkum sínum áður en búið var að sötra úr minnst einum bolla af lútsterku kaffi. Ég er líka smeykur um að illa hafi heyjast þar sem kaffi- baunin var spöruð yfir slátt- inn. Því miður er svo kornið í dag að það er síst hægt að ganga að því vísu að fá brúk- legt kaffi. Það má konan mín eiga, blessunin, að hún hellir upp á ágætis kaffi ef vel er far- ið að henni. Þessvegna er ég yfirleytt ljúfur sem lamb heimafyTÍr. Gæði kaffis hafa nefnilega umtalsverð áhrif á geðslag frá degi til dags. Það hefi ég margreynt. Gleggsta dæmið er það á á stofnunum, hvaða nafni sem þær nefhast er kaffið á mörkunum að vera hæft til manneldis. Það skýrir það að ólund er viðurkenndur afgreiðslumáti hjá hinu opin- bera. Að sjálfsögðu er það yfir- gengileg frekja að fjargviðrast yfir vondu kaffi sem maður þarf ekki að greiða fyrir. Hinsvegar er hægt að fá vont kaffi fyrir stórfé á hinum ýmsumstu veitingastöðum um allt land ef þess er óskað og jafnvel þótt þess sé ekki óskað. Þess má geta að þegar þetta er ritað er ég nýbúinn að þræla ofan í mig tveimur bollum af kaffi sem var það þunnt að ég varð að láta eins og það væri te. Það segir allt sem segja þarf. Gísli Einarsson, með mjólk og sykri

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.