Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2006, Qupperneq 13

Skessuhorn - 26.07.2006, Qupperneq 13
SKESSUHÖEiKI MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2006 13 Nýir steindir gluggar á 10 ára vígsluafmæU Reyldioltskirkju Reykholtskirkja og Snorrastofa. Gamla kirkjan til hægri á myndinni. Ljósm. Mats Wibe Lund. Um næstu helgi verða 10 ár síðan kirkjan í Reykholti var vígð, en það var á Olafsmessu árið 1996. Af því tilefni verður Reykholtshátíð sér- staklega vegleg að þessu sinni og boðið verður upp á glæsilega tón- leikaveislu dagana 28. - 30. júlí. Þá verða einnig kynntir nýir steindir gluggar efrir Valgerði Bergsdóttur sem komið heíúr verið fyrir í kirkj- unni. Með því verður verðlaunatil- laga hennar frá samkeppni sem haldin var árið 1992 öll komin upp. A tíu ára vígsluafmælinu er ekki úr vegi að líta um öxl og rifja upp byggingarsögu kirkjunnar. Lengi hafði verið fyrirhugað að reisa nýja kirkju í Reykholti áður en ráðist var í verkefnið, enda gamla kirkjan orð- in léleg. A sama tíma voru á floti hugmyndir um byggingu bókhlöðu, enda á staðurinn merk bókasöfn ífá liðinni tíð, og um að koma upp að- stöðu fyrir gestkomandi fræði- menn. Þegar bygging kirkjunnar komst á dagskrá ákvað söfhuðurinn að beita sér fyrir því að allri þessari aðstöðu yrði komið upp samtímis. Því var lagt upp með byggingu kirkju og bókhlöðu og átti með því að styðja við héraðsskólann ásamt því sem minningu Snorra Sturlu- sonar og annarra merkismanna sem hafa setið í Reykholti yrði haldið á lofri. Ríkisstjórn, biskup og kirkjuráð lýstu fljótlega yfir stuðningi við yerkefnið og frá fyrstu tíð sýndu Norðmenn því áhuga að styðja byggingu Snorrastofu. Nokkur fyr- irheit voru því komin um fé þegar Herra Pétur Sigurgeirsson biskup tók fyrstu skóflustungrma að Reyk- holtskirkju - Snorrastofu árið 1988, en í byggingarsjóði voru hins vegar einungis 10 þúsund krónur. Fram- kvæmdir á staðnum fóru eftír efn- um og aðstæðum hverju sinni ffam til ársins 1995, en þá var búið að steypa upp bæði húsin og setja tmd- ir þök. Þá var gamla kirkjan orðin svo léleg að hún var varla embættis- fær og var því tekin ákvörðun um að taka fé að Iáni svo unnt væri að ljúka byggingu kirkjunnar. Hún var síðan vígð á Olafsmessu, þann 28. júlí, árið 1996 eins og áður segir. Auðgar mannlíf allt Efrir vígslu kirkjunnar skuldaði söfhuðurinn mikið en með hjálp Jöfnunarsjóðs sókna hefur tekist að standa skil á afborgunum. I kjölfar heimsóknar forseta Islands, Herra Olafs Ragnars Grímssonar, til Nor- egs árið 1997 spratt upp nýr áhugi þarlendra á að ljúka byggingu Snorrastofu. Árin 1999 og 2000 bár- ust fégjafir til stofunnar frá fylkjum og hreppum í V-Noregi og með mótframlagi íslenska ríkisins tókst að ljúka byggingu Snorrastofu árið 2000 og var hún vígð á Olafsmessu það ár, þann 29. júlí. Reykholt hefur alla tíð verið mikið menn- ingarsetur og kirkjan og Snorrastofa sinna því hlutverki með sóma, ekki síst effir að héraðsskólinn leið undir lok. Reykholts- hátíð hefur verið haldin síðan árið 1997 og hafa margir ógleymanlegir lista- menn komið þar ffam. Kirkan er enda annáluð fyrir góðan hljómbtnð, t.a.m var Evrópukórinn þar við æfingar í tíu daga árið 2000. Margir fræði- menn hafa einnig sótt í Snorrastofu, en þar er góður bókakostur ásamt því að fræði- mönnum stendur íbúð til boða, en þar er nú rannsóknastofa í miðaldafræðum. Reykholtskirkja og Snorrastofa hafa því auðgað mannlíf á þessum sögufræga stað til muna. Gluggamir mikið listaverk Árið 1992 var efnt til samkeppni um steinda glugga í kirkjunni og var Valgerður Bergsdóttir hlut- skörpust eins og áður var að vikið. Gluggarnir eru fjórir og er mótív þeirra annars vegar Jóhannesarguð- spjall og hins vegar Sólarljóð. Gluggarnir eru mjög sérstakir enda eru ekki eiginlegir litir í þeim, að- eins mismunandi gegnsætt gler blandað málmum. Gluggarnir breyta því litum effir því hvernig birtan fellur á þá og má því segja að það séu margir gluggar í hverjum. Þess má geta að þýska fyrirtækið sem ffamleiðir gluggana hefur ver- ið að störfum í 150 ár og m.a. séð um gluggana í hinni ffægu Kölnar- dómkirkju. Glermeistarinn þýski fullyrti að hann hefði hvergi séð aðra eins litasamsetningu og fékk leyfi til að birta mynd af gluggun- um í bók sem gefin verður út vegna afmælis fyrirtækisins. I júlí árið 2003 var stafhgluggunum tveimur komið fyrir og voru þeir gjöf ffú Margrétar Þ. Garðarsdóttur til minningar um eiginmann hennar Halldór H. Jónsson arkitekt, en sonur þeirra Garðar Halldórsson húsasmíðameistari ríkisins teiknaði Reykholtskirkju - Snorrastofu. Efht var til fjársöfhunar til að koma hin- um tveimur gluggunum upp og þrátt fyrir að þeir verði vígðir um helgina, vantar enn nokkuð fé upp á. Velunnurum kirkju og staðar er bent á að söfhunarbaukur liggur frammi í kirkjunni og einni er hægt að leggja irm á reikning 4248 í Sparisjóði Mýrarsýslu. -KOP Flligger Hörpuskln, Hörpusilki og Utitex fást nú hjá KB Búrekstrardeild BUREKSTRARDEILD csssssm Egilsholt 1-310 Borgarnes Afgreiðsla sími: 430-5505 Fax: 430-5501 Opið frá kl. 8-12 og 13-18 alla virka daga I

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.