Skessuhorn - 31.10.2006, Side 2
2
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER 2006
Ttl minnis
Skessuhorn minnir á Vöku-
daga sem veröa haldnir á
Akranesi 2. til 9. nóvember.
Þar verður óvenju mikið um
að vera á sviði menningar-
mála. Nefna má Rolling Sto-
nes tónleika, leiksýningu fyrir
börn í grunnskólanum, Jazz,
hagyrðingakvöld og margt fl.
Vectyrhorfivr
Á fimmtudaginn er spáð
sunnan 10-15 m/s og rign-
ingu. Hlýnar og hiti verður 6
til 12 stig síðdegis. Á föstudag
og laugardag verður suðvest-
anátt og vætusamt hér á Vest-
uriandi og hægt kólnandi veð-
ur. Á sunnudag er spáð hvassri
suðlægri átt og rigningu í
flestum landshlutum, en
mildu veðri. Á mánudag verð-
ur þurrt og bjart.
Spwrniruj viKimnar
í síðustu viku spurðum við að
því hvort fólk hefði hug á að
bregða sér á jólahlaðborð á
veitingahúsum hér á Vestur-
landi. Ríflega þriðjungur, eða
36,1% ætla að njóta frábærra
veitinga þessara aðila, 23,8%
vita það ekki enn, en 39,8%
ætla ekki.
„Ertu ánœgð/ur með
niðurstöðu prófkjörs
Samfylkingarinnar?"
Svaraðu án undanbragða á
www.skessuhorn.is
Vestlendiwjivr
viKivnnar
Guðbjörg Aðalbergsdóttir,
skólameistari í Fjölbrautaskóla
Snæfellsness og samstarfsfólk
hennar eru Vestlendíngar vik-
unnar fyrir að reka metnaðar-
fulla skólastefnu sem hefur
náð að efla og stækka skólann
enn frekar og nú síðast með
stækkun áhrifasvæðisins til
Patreksfjarðar.
Nátt-
fata-
dagar
25%
afsláttur
af völdum
náttfötum,
fimmtudag,
föstudag og
laugardag.
SSuðin
KIRKJUBRAUT 2 • AKRANESI
SÍMI431 1753 & 861 1599
Göngustígur verði ekld
aflientur íbúum til eigin nota
Skipulags- og byggingarnefnd
Akraness leggst gegn hugmyndum
og óskum íbúa við Dalbraut 21 og
Esjuvelli 24 á Akranesi um að mega
taka göngustíg á milli húsanna til
eigin nota. Eins og fram kom í frétt
á Skessuhomsvefhum á dögunum
óskuðu íbúarnir eftir þessu með
bréfi til bæjarráðs þar sem fram
kom að stígurinn hafi ekkert verið
notaður hingað til og því sé lítil
þörf fyrir hann á þessum stað. Auk
þess hafi umhirða stígsins af hálfu
bæjarins verið sérstaklega slæm í
sumar. Bæjarráð tók jákvætt í erindi
íbúanna en sendi málið til umsagn-
ar tækni- og umhverfissviðs.
I bókun skipulags- og byggingar-
nefndar segir að nefndin geti ekki
fallist á beiðni íbúanna þar sem
stígurinn sé hluti af stígakerfi bæj-
arins. „Nefndin telur ekki mark-
tækt að stígurinn sé „ekkert notað-
ur“ þar sem lítil starfsemi hefur
verið á Miðbæjarsvæðinu ffam til
þessa en breyting er að verða þar
á,“ segir í bókun nefndarinnar og er
þá væntanlega verið að vísa í þá
miklu uppbyggingu sem nú stendur
yfir á svæðinu. HJ
Eru of frægar hljómsveitír
á Landsmóti hestamanna?
Hestamannafélagið Fákur lagði
fram tillögu á 55. landsþingi
Landssambands hestamannafélaga í
Borgarnesi um liðna helgi þess efh-
is um að beina því til Landsmóts
ehf. að gera Landsmót hestamanna
ekki að einni stærstu útihátíð lands-
ins. I greinargerð með tillögunni
segir að kominn sé tími til að fara
yfir það hvort nauðsynlegt sé að
kaupa margar af stærstu hljómsveit-
um landsins til að spila á Lands-
móti. ,ÁIeð þessu er verið að laða
að fólk sem annars kæmi ekki á
mótið og kemur eingöngu þangað
til að skemmta sér,“ segir orðrétt í
greinargerðinni.
Og það eru fleiri sem hljómsveit-
ir laða að hestamannamótum ef
marka má greinargerðina frá Fáki
því í niðurlagi hennar segir orðrétt:
„Er það stimpilHnn sem við viljum
fá á Landsmót að það sé orðið að
útihátíð og að fíkniefnalögreglan
þurfi að vera á svæðinu?“ Eftir um-
ræður á landsþinginu var tillagan
felld. HJ
Menningarsjóður Vesturlands
undirbýr styrkveitingu
Menningaráð Vesturlands undir-
býr nú styrkveitingu fyrir næsta ár.
Ekki liggur fyrir hversu há upphæð
verður til úthlutunar fyrir árið
2007. Tilhögun styrkveitinga er á
þann veg að við úthlutun er greidd-
ur út helmingur af styrkupphæð og
síðan afgangur þegar verkefninu er
lokið. Á þann hátt er hægt að fylgj-
ast með því að styrkurinn fari í það
sem sótt var um. Meðal verkefha
sem hlutu styrk og þegar eru kom-
in til framkvæmda má nefna Mr.
Skallagrímsson, Ungir og gamlir -
tónlistardagskrá sem verður á Akra-
nesi í næstu viku, IsNord tónlistar-
hátíð og svo mætti lengur telja.
Mörg verkefnin eru áframhaldandi,
þ.e. sótt um þau í bútum og ef vel
er að þeim staðið eiga þau fulla
möguleika á áffamhaldandi styrk-
veitingu.
Að sögn Elísabetar Haraldsdótt-
ur, menningarfulltrúa Vesturlands
er stefnan að styðja ffekar við verk-
efni en beinlínis uppbyggingu.
„Það er t.d. ekki hægt að sækja um
styrk til að ráða starfsmann, en það
er hægt að sækja um styrk fyrir
verkefni sem starfsmaðurinn vinn-
ur. Við erum að vona að þessi sjóð-
ur verði atvinnuskapandi og geti
einnig stutt við ungt fólk sem vill
gera góða hluti í sinni heimasveit,“
sagði Elísabet.
BGK
MS í Búðardal verður
áfram í fuflum rekstri
Forstjóri MS segir að mjólkur-
stöð MS í Búðardal verði áffam ein
af meginstoðum í rekstri fyrirtækis-
ins og ekki sé fyrirhugað að draga
úr umsvifum þar. Eins og ffam hef-
ur komið í fjölmiðlum er í undir-
búningi stofhun stórs rekstrarfélags
sem sjá mun um ffamleiðslu, sölu
og dreifingu mjólkurvara á land-
stærstum hluta landsins. Markmið-
ið með þessum breytingum er að
auka hagræðingu í greininni. MS
rekur í dag mjólkurbú í Búðardal
sem tekur á móti mjólk ffá bændum
á norðanverðu Snæfellsnesi, Dala-
sýslu, V-Húnavatnssýslu og Barða-
strandarsýsltun.
Guðbrandur Sigurðsson forstjóri
MS segir í samtali við Skessuhorn
að rekstur fýrirtækisins í Búðardal
verði áffam ein af meginstoðunum í
rekstri fýrirtækisins og þar hafi ver-
ið öfhig framleiðsla eftir miklar
breytingar á undanförnum árum.
„Á næstu árum mun mjólkuriðnað-
urinn ganga í gegnum breytingar
og ekki útilokað að einhverjar
breytingar verði á skipulagi vinnsl-
unnar í Búðardal á næstu árum en
reksturinn verður öflugur og ein af
okkar styrkustu stoðum,“ segir
Guðbrandur.
HJ
Framkvæmdir við hluta
Ferjubakkavegar í útboð
Vegagerðin hefur auglýst eftir
tilboðum í endurbyggingu og
styrkingu 1,9 km kafla Ferjubakka-
vegar frá Krumshólum að Ferju-
bakka í Borgarfirði. Eins og komið
hefur fram í Skessuhorni hefur
lengi verið kvartað yfir ástandi veg-
arins. Gárungar telja að sumar hol-
ur í veginum séu meira en þrjátíu
ára gamlar og vilpa við Gufuár-
brúna sé jafnvel enn eldri.
Að sögn Magnúsar V Jóhanns-
sonar svæðisstjóra norðvestursvæð-
is Vegagerðarinnar er ekki líklegt
að íbúar við veginn hoppi hæð sína
af gleði við þessar fréttir þar sem
lítið ffamkvæmdafé er til ráðstöf-
unar. I útboðið er reiknað með um
10 milljónum króna í lagfæringu
við Gufuá, sem kemur þá úr ný-
framkvæmdasjóði og líklega fást
aðar tíu milljónir úr viðhaldssjóði
til að laga veginn á öðrum stöðum.
Utboðsfrestur rennur út þann
31. október og verkinu skal lokið
fýrir 1. júní 2007.
BKG
Færsla þjóðvegar
BORGARNES: Vegagerðin
hefur samþykkt beiðni sveitar-
stjórnar Borgarbyggðar um að
færsla þjóðvegar nr. 1 um Borg-
ames verði sett inn á 12 ára
vegaáætlun, sem nú er í endur-
skoðun. Að sögn Magnúsar V.
Jóhannssonar svæðisstjóra norð-
vestursvæðis Vegagerðarinnar
hefur fram að þessu ekki verið
vilji innan sveitarstjórnar Borg-
arbyggðar á þessari breytingu á
vegstæðinu og því hefur verkið
ekki fýrr komist á vegaáætlun.
-bgk
Bamiahlíð
fær gjöf
REYKHÓLAR: Verkalýðsfélag
Vestfirðinga hélt fýrir nokkra
stjórnarfund á Reykhólum. Af
því tilefni ákvað stjómin að færa
Hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Barmahlíð gjöf. I samráði við
hjúkrunarforstjóra heimilisins
ákvað stjóm sjúkrasjóðs verka-
lýðsfélagsins að kaupa göngu-
bretti af fullkomnustu gerð og
færa heimilinu. -hj
Styrkir efiúlega
tónflstamema
HVALFJARÐARSVEIT:
Sveitarstjórn Hvalþarðarsveitar
hefur ákveðið að styrkja tvo tón-
listarnemendur úr sveitarfélag-
inu til farar á svonefnt ma-
sterklassnámskeið í þver-
flautuleik sem haldið verður í
-í£.-
Zakopane í Póllandi dagana 14.-
21. nóvember. Námskeiðið er
margþætt og auk þess gefst
nemendum tækifæri til þess að
leika saman á kammertónleikum
sem verða í lok námskeiðsins.
Styrkur sveitarfélagsins nemur
um helmingi af kostnaði nem-
endanna eða rúmlega þrjátíu
þúsund krónur. Nemarnir þær
Ásdís Björg Björgvinsdóttir og
Sigríður Hjördís Indriðadóttir
stunda nám við Tónlistarskól-
ann á Akranesi og er kennari
þeirra Patrycja Szalkowicz. -hj
Róleg vika
hjá lögreglu
BORGARFJ. - AKRANES:
Nokkur umferðaróhöpp vom í
liðinni viku í umdæmi Borgar-
nesslögreglu. Bílvelta var á
Borgarfjarðarbraut við
Kleppjársnreyki. I því tilviki var
fólkið flutt á heilsugæslustöðina
í Borgarnesi en meiðsl reyndust
minniháttar. Þá lenti fólksbfll á
lyftara á Vesturlandsvegi. Oku-
maður bílsins var fluttur á
heilsugæslustöðina til skoðunar.
Bíllinn er ónýtur og lyftarinn
skemmdist nokkuð.Eitt fíkni-
efnamál kom upp á borð lög-
reglunnar. Þá reyndust 45
manns aka yfir löglegum hraða
en enginn þeirra var þó sviptur
ökuréttindunum en munu eiga
von á sektum.
Á Akranesi vora margir teknir
fýrir að vera ekki með ökubeltin
spennt, en sérstakt átak er hjá
lögreglunni þar þessa dagana.
Einnig hefur bensínfóturinn
verið helst til of þungur og má
fólk búast við kæmm vegna þess.
Einnig rakst bílaflutningabíll í
hæðarslá Hvalfjarðarganganna
með þeim afleiðingum að bíll-
inn sem var á pallinum skemmd-
ist.
-kh