Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2006, Page 6

Skessuhorn - 31.10.2006, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2006 Guðbjartur Hannesson leiðir lista Samfylkingarinnar Þegar búið var að telja 150 atkvœöi af tæplega 1700 vorufyrstu tölur lesnar upp í lok kvöldfréttatíma RUV. Þá var Guðljartur efstu?; Anna Kristín önnur og Vestfirðmgamir Helga Vala og Sigurður íþriðja ogjjórða sæti. Þessi mynd er tekinn íþann mund sem fyrstu tölur voru kynntar. Síðar um kvöldið átti röðunin eftir að breytast talsvert. Anna Kristín varð að gefa eftir annað sœtiðfyrir séra Karli og Helga Vala seig niður listann. Guðbjartur Hannesson, skóla- stjóri á Akranesi varð í efsta sæti prófkjörs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem fram fór um síðustu helgi. Kosið var á sextán stöðum í kjördæminu og lauk kjör- fundi á hádegi á sunnudag. Alls tóku 1.668 manns þátt í prófkjörinu og segir Eggert Herbertsson formaður kjörstjómar það vel viðunandi þátt- töku en flokksbundnir em um 1.300 í kjördæminu. Þeir sem ekki em flokksbundnir gátu tekið þátt í próf- kjörinu með því að undirrita stuðn- ingsyfirlýsingu við flokkinn. I próf- kjörinu var kosið um skipan fjögurra efstu sæta framboðslistans en ellefu manns gáfu kost á sér. Talning atkvæða hófst síðdegis á sunnudag í Brekkubæjarskóla á Akranesi. Guðbjartur hlaut eins og áður sagði flest atkvæði í fyrsta sæt- ið eða 477 talsins. Tekur hann því við hlutverki Jóhanns Arsælssonar, alþingismanns að leiða listann í kjör- dæminu, en Jóhann gef eins og kunnugt er ekki kost á sér til endur- kjörs. I öðra sæti varð séra Karl V Matthíasson, fv. alþingismaður með 552 atkvæði í l.-2.sæti, í þriðja sæti Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþing- ismaður með 582 atkvæði í 1.-3. sæti. I fjórða sæti varð síðan Sigurð- ur Pétursson með 790 atkvæði í 1,- 4. sæti. Auðir seðlar og ógildir vora 69 talsins. Kjörstjórn gefur ekki upp nánari upplýsingar um niðurstöðu prófkjörsins. Afar hamingjusamur Guðbjartur Hannesson segist afar hamingjusamur og þakklátur með þann stuðning sem hann fékk í próf- kjörinu og segist hlakka til að takast á við þetta nýja hlutverk. „Þetta var afar breiður hópur sem tók þátt í prófkjörinu og ég er mjög sáttur við niðurstöðuna því það er sterk sveit sem skipar fjögur efstu sætin. Sem kunnugt er hefur Guðbjartur starfað í aldarfjórðung sem skólastjóri Grundaskóla og segist halda áfram sínum störfum þar til vors. Sveinn ósár Sveinn Kristinsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi segist þakklátur því góða fólki sem studdi hann í prófkjörinu. Hann sóttist ein- ungis efrir fyrsta sæti listans. Sveinn segist hafa teflt djarft því hann hefði einn ffambjóðenda einungis sóst eft- ir efsta sætinu. Því hefði að sjálf- sögðu getað brugðið til beggja vona. „Guðbjartur og Karl unnu glæsileg- an sigur í prófkjörinu og ég óska þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn og sætti mig að sjálf- sögðu við dóm kjósenda," segir Sveinn. Hann segist halda áfram sínum störfum sem fulltrúi Samfylk- ingarinnar í bæjarstjórn Akraness. „Eg kem algjörlega ósár frá þessu prófkjöri og mun ganga glaður og einbeittur til þeirra starfa sem bíða mín í lífinu," sagði Sveinn að lokum. Þriðja sætið baráttusætið Séra Karl V Matthíasson segist afar þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem honum hlotnaðist. ,JVIér er efst í huga þakklæti fyrir þann mikla stuðning og vináttu sem mér mættu hvarvetna í kjördæminu í prófkjörsbaráttunni. Eg þakka líka mótffambjóðendum drengilega bar- áttu. Framkvæmd prófkjörsins tókst mjög vel og þetta var breiður og vel skipaður hópur sem keppti tun sætin á framboðslistanum," segir séra Karl. Hann segist hlakka til barátt- unnar sem framundan er og telur efstu sæti listans vel skipuð og bar- áttan á næstu mánuðum mtrni snúast um að tryggja kjör Onnu Kristínar Gunnarsdóttur, sem lenti í þriðja sæti, á þing. „Það eru mörg mál sem taka þarf á í okkar þjóðfélagi. Hér þarf að tryggja ffamfarir öllum ril handa sem í landinu búa. Það hefur margt breyst til verri vegar hjá ríkis- stjórnum liðinna ára og það verður Samfylkingarinnar að bæta þar úr,“ segir séra Karl að lokum. HJ/ljósni. MM Guðbjartur Hannesson að kjósa. Sextán vilja á D-lista í Norðvesturkj ördæmi Sextán manns hafa gefið kjör- nefnd Sjálfstæðisflokksins í Nor- vesturkjördæmi til kynna áhuga sinn á að taka sæti á framboðslista flokksins fyrir næstu Alþingis- kosningar. Sem kunnugt er ákvað kjördæmisráð flokksins að fela kjörnefnd að leggja tillögu að framboðslista fyrir kjördæmisráð. Ásbjörn Óttarsson, formaður kjör- nefndar segir að næsti fundur nefndarinnar verði haldinn 11. nóvember og fyrir þann tíma sé æskilegt að áhugasamir frambjóð- endur setji sig í samband við nefndina. Eins og áður hefur kom- ið fram í fréttum gefa allir þrír þingmenn flokksins í kjördæminu kost á sér. Þeir sem þegar hafa gefið kost á sér eru Adolf H. Berndsen Skaga- strönd, Asdís Guðmundsdóttir Sauðárkróki, Bergþór Olason Akranesi, Birna Lárusdóttir Isa- firði, Borgar Þór Einarsson Akra- nesi, Einar Kristinn Guðfinnsson Bolungarvík, Einar Oddur Krist- jánsson Flateyri, Eygló Kristjáns- dóttir Reykhólum, Herdís Þórðar- dóttir Akranesi, Hjörtur Arnason Borgarnesi, Jakob Falur Garðars- son Reykjavík, Óðinn Gestsson Suðureyri, Sturla Böðvarsson Stykkishólmi, Sunna Gestsdóttir Blönduósi, Orvar Már Marteins- son Olafsvík og Þórvör Embla Guðmundsdóttir Borgarfirði. HJ Framsóknarmönnum í Norðvesturkj ördæmi fjölgar um íjórðung FRAMSÓKNARFLOKKURINN talsins. Sigurður sagði þessa fjölg- Framsóknarmönnum í Norðvesturkjördæmi hefur fjölgað um fjórðung ffá því að kjördæmisþing flokksins ákvað að efna til póstkosn- ingar um skipan framboðs- lista flokksins í kjördæminu. Kjörseðlar verða sendir út í vikunni og þeim ber að koma til baka til kjörnefhdar fyrir 17. nóvember en þami dag fer talning atkvæða fram á Borðeyri. Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokksins segir í samtali við Skessuhorn að þegar kjördæmisráð tók ákvörðun um póstkosningu í september hafi flokksmenn í kjördæminu verið um 2.000 talsins. Kjörskrá við póst- kosninguna var hins vegar miðuð við 20. október og þá hafði flokks- mönnum fjölgað um rúmlega 500 og eru þeir því í dag tæplega 2.600 un ekki einsdæmi í flokknum. Slíkt hefði gerst áður í aðdraganda próf- kjörs og póstkosninga. Hann sagði flokksmönnum hafa fjölgað víðast hvar í kjördæminu en mest væri þó fjölgunin í félögum á Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Eins og fram hefur komið í frétt- um sækjast átta manns effir sæti á framboðslista flokksins í kjördæm- inu þar af sækjast tveir efrir fyrsta sæti listans; þeir Kristinn H. Gtrnn- arsson og Magnús Stefánsson. HJ PISTILL GISLA Okuhraði Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ég er að kasta grjóti úr glerhúsi með því að ræða um hraðakstur en þegar heitt er inni er líka allt í lagi að opna glugga. Fyrir fáum tímum kynnti samgönguáðherra breyting- ar á reglugerðum varðandi umferðarlagabrot. Breyt- ingarnar felast í því m.a. að sektargreiðslur vegna hraðaksturs eru hækkaðar langt umfram verðbólgu. Fyrir hönd ríkissjóðs hlýt ég að gleðjast því mér hefur sýnst að víða brjótist metn- aður lögreglumanna helst fram í því að góma ökufanta á meðan aðrir fantar fá þá kannski meira svigrúm til að sinna sínum hugðarefn- um. Því miður íyrir mig vegna þess að umferðar- lagabrot eru einu lögbrotin sem ég hef lagt stund á til þessa. Þætti sumum kannski ekki mikið og þótt það komi málinu ekki við þá er ég ekki viss um að ítrekaður hraðakstur dugi til að ég sé gjaldgengur í prófkjör sjálf- stæðismanna á Suðurlandi. Ælta ég þó ekki að fegra mína hegðun á þessu sviði enda hef ég sjálfsagt hlotið makleg málagjöld fýrir það. Fyrir tveimur dögum síð- an var ég farþegi í bíl sem ók á eftir lögreglubíl á svæði þar sem hámarkshraðinn var 30 km á klukkustund. Gróft áætlað hefur lög- reglubíllinn ekki verið und- ir 60 km hraða en þó voru forgangsljós ekki notuð né viðeigandi væl. Okumaður lögreglubifreiðarinnar beygði síðan skyndilega út af veiginum, án þess að gefa stefnuljós, og stöðvaði síðan næsta bíl á eftir þeim sem ég dvaldist í, væntanlega fýrir of hraðan akstur. Kalt mat er það að lögbrot lög- regluþjónsins hafi síst verið vægara en þess sem tekinn var. Það var hinsvegar ekki mitt vandamál í þetta skipti, aldrei þessu vant. Tek ég þó fram að ég hef heilt á litið átt býsna góð samskipti við umferðarlög- regluna vítt og breytt um landið. Full mikil samskipti reyndar fýrir minn smekk en góð og á stundum nokk- uð skemmtileg. Fyrir það ber að sjálfsögðu að þakka. Flinu er ekki að leyna að stundum leynast leifar af hroka í lögreglubúningum en það er eitthvað sem á að vera hægt að ná úr í næstu efnalaug. Ég ætla ekki að draga úr nauðsyn þess að ökumenn flýti sér hóflega. Fíámarks- hraði hefur hinsvegar verið nánast óbreyttur frá því land byggðist en bifreiðar sem framleiddar í dag ættu að vera gerðar fýrir eilítið meiri hraða en hestvagnar gærdagsins. Vegirnir hafa hinsvegar ekki þróast með sama hraða og þar eru að mínu mati brýnustu verk- efnin. Gísli Einarsson, lögfræðtngun

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.