Skessuhorn - 31.10.2006, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2006
9
Tónlistaruppeldi er öllum hollt
Rætt við Svein Arnar Sæmundsson um
fjölbreytt tónlistar- og kórastarf á Akranesi
Blaðamaður Skessuhoms brá sér í
Vinaminni, safnaðarheimili Akra-
neskirkju, til að ná tali af organista
kirkjunnar, Sveini Amari Sæmunds-
syni. Boðið var inn í skrifstofu sem
bar þess merki hver hana sætd, píanó
og nótur prýddu borð og bekki.
Greinilegt er að organistinn er afar
virkur maður með mörg jám í sínum
tónlistareldi. Eins og Islendinga er
siður vildi blaðamaður fyrst vita um
ætt og uppruna organistans.
„Eg er fæddur og uppalinn á
Syðstu-Grund í Skagafirði. Foreldr-
ar mínir heita Sæmundur Sigur-
björnsson og Þorbjörg Eyhildur
Gísladóttir, hreinræktaðir Skagfirð-
ingar. Eg ólst upp við almenn sveita-
störf og hef víða komið við á vinnu-
markaðnum. Hef unnið við torf- og
grjóthleðslu, ekið vörubíl, unnið í
kjötvinnslu og síðar við tónhstar-
kennslu. Eg stundaði nám við Tón-
hstarskólann í Skagafirði og Tórdist-
arskólann á Akureyri. Var samhliða
því organisti í Skagafirði og á Akur-
eyri. Haustið 2002 kom ég á Akra-
nes og hóf hér störf sem organisti.
Nú nýverið lauk ég Kantorsprófi frá
Tónskóla Þjóðkirkjunnar og hef
stundað nám í orgelleik í „kúrsa-
formi“ í Kaupmannahöfn og stefni á
kórstjómarnám í Svíþjóð með svip-
uðu sniði. Eg er kvæntur
Þórgunni Stefánsdóttur og
eigum við fjóra syni.“
Tónlistarlífið
En hvemig er lífið í
kirkjukór, erslíkt einhœft, svo
sem alltaf verið að syngja
sömusálmana?
,Ahs ekki,“ svarar Sveinn
Arnar að bragði. „I
kirkjukór Akraneskirkju
em núna 42 söngmenn og
hefur heldur farið ijölgandi
í kómum. Það er afar upp-
byggandi að syngja og
söngur gefur manni mikið,
ekki bara röddinni heldur
ekki síður líkama og sál.
Þetta er fólk á öhum aldri og það
hefur myndast góður félagsskapur.
Eg reyni að hafa starfið þannig að
við séum ekki bara að spreyta okkur
á sálmum og kirkjutónlist, heldur
hinu veraldlega líka. Ekki það að
sálmalög séu eitthvað verri en önnur
lög. Þetta er afar ijölbreytt flóra.
Maður heyrir oft fólk tala um að það
sé ekki hrifið af þessum sálmum.
Mörg sálmalög era sérstaklega falleg
og gaman að syngja þau og m.a.
annars gaf Ellen Kristjánsdóttir út
geisladisk með sálmum og var það
metsöluplata. Og ekki sakar boð-
skapurinn. Og við spreytum okkur
líka á stærri kirkjutónlistarverkum. I
því sambandi má nefna að núna 5.
nóvember verður hátíðarguðþjón-
usta í kirkjunni sem allur kórinn tek-
ur þátt í og þar verður fluttur kafli úr
argentískri messu,“ segir Sveinn
Arnar.
Hann segir að mikið standi til í
vetur. „Við erum að fara í heimsókn
til Kanaríeyja í febrúar þar sem við
syngjum eina messu og höldum eina
tónleika. Þess á milh munum við
eiga rólegri daga þama á eyjunum.
Astæða þess að við emm að halda í
suðurátt, en ekki eitthvert annað, er
sú að þar starfar íslenskur prestur,
Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, sem ég
þekki persónulega. Hún veitir Is-
lendinum sem á svæðinu búa þjón-
ustu sína og ég held að hún sé kom-
in í hálfa stöðu þarna syðra en sinnti
þessu fyrr í sjálfboðavinnu.
En áður en þetta skellur á verður
nóg að gera við tónleika- og messu-
hald innanlands. Eg hef skipt kóm-
um niður í hópa sem skiptist á að
syngja við guðsþjónustur en einu
sinni í mánuði syngur allur kórinn.
Þetta hefur gefist afar vel og kórinn
er það vel mannaður að það er ekk-
ert vandamál að hafa þetta svona.“
Angelia í nýjan búning
Eitthvað fleira verður á döftnni hjá
ykkur í vetur?
,Já, við verðum með árlegt kaffi-
húsakvöld 10. nóvember. I ár fellur
það inn í Vökudaga sem em menn-
ingardagar hér á Akranesi. Þar verð-
ur hið vinsæla lag Angelia eftir
Theodór Einarsson sem Dumbó og
Steini fluttu á sínum tíma sett í nýj-
an búning og auðvitað rifjar Steini,
Sigursteinn Hákonarson, upp gamla
takta. Þetta er hluti af syrpu af lög-
um eftir Theodór Einarsson, sem ég
hef fengið Skarphéðin Hjartarson til
að útsetja fyrir okkur og undir leikur
Léttsveit kórsins.
Kaffihúsakvöldið hefur heppnast
vel undanfarin ár og kórfélagar hafa
látið hendur standa ffam úr ermum
við kökugerðina.“
Samkeppni um sáfimar
Ekki ertu einungis að stjóma
kirkjukómum?
„Nei, nei, ég er með yngri kóra,
Bamakór Akraneskirkju sem saman
stendur af nemendum í 1.-4. bekk í
grunnskóla. Þar er gífurlega góð
mæting og mikið gaman. Þetta em
svona 20-30 krakkar sem koma sam-
an og syngja af innlifun, því þetta er
í raun meiri leikur en alvara. En tón-
listarlegt uppeldi er mikilvægt að
mínu mati, og gott að sýna bömun-
um hversu gaman getur verið að
syngja í kór.
Stúlknakór er einnig starfandi við
Akraneskirkju og í honum em stelp-
ur ffá 5.-10 bekk. Þær hafa sumar
hverjar verið með ffá því í fyrsta
bekk, sem er gott. Við erum að æfa
jólahelgileik sem vonandi verður
fluttur á aðventuhátíðnni. Þar em
fjölbreytt lög m.a. blues-kennd.
Þetta em allt alvöm lög, sem þær em
að syngja, kannski ekki þekkt en afar
grípandi. Þessi kór syngur líka einu
sinni í mánuði, við fjölskylduguðs-
þjónustu. Samt er það svo í þessu
sem mörgu öðm að það em alltaf
sömu krakkamir sem em virkir alls-
staðar. Og í stúlknakómum verð ég
að hafa æfingamar á sunnudögum,
því það er eini dagurinn sem er laus.
Samkeppnin um sálimar er víða, ef
svo má segja, segir Sveinn Arnar og
brosir við. En ég má ekki gleyma
Kammerkórnum sem ég stofnaði
eiginlega fyrir sjálfan mig, því ég er
afar áhugasamur um alls konar kór-
tónlist og kemst ekki yfir nema
helminginn af því sem langar til að
gera. Þetta er lítdll kór 12-16 manna
sem kemur saman og æfir kórverk
sem henta kannski ekld stórum kór-
um. I honum em aðallega félagar úr
kirkjukórnum. Við verðum með
tónleika 2. desember í Saurbæ á
Hvalfjarðarströnd. Þar ædum við að
flytja Kantötu eftir J.S. Bach með
strengjasveit og einsöngvurum auk
fallegra aðventusálma.“
Jófin og tónleikar
Mörgum finnst jólalög og jólatónlist
ómissandi þáttur íjólahaldinu, hvemig
er staðið að því við Akraneskirkju?
„Eg er sammála þessu og því bjóð-
um við upp á fjölbreytta tónlist fyrir
jólin. Að þessu sinni verða jólatón-
leikamir seint á aðventunni því lög-
in í ár em mjög hátíðleg og rétt að
hafa þessa tónleika sem næst jólum.
Það er gott að komast í jólastemn-
ingu með því að hlusta á hátíðleg
jólalög, nokkram dögum áður en
hátíðin gengur í garð. Annars hafa
þessir tónleikar verið fjölbreyxtir hjá
okkur. I fyrra vorum við með jóla-
spyrpu af alls kyns jólalögum, árið
þar á undan lét ég gera fyrir okkur
jólasögu sem var leiklesin af leikara
og inn á milli stmgnir fjölbreyttir
jólasöngvar, en í ár er það sem sagt
mikill hátíðleiki sem ræður ríkjum.
Jólatónleikarnir hverju sinni era
ekki tengdir aðventukvöldinu, það
er sérstök stund sem fer í þetta, að-
ventukvöldið er síðan annað. Flestir
tónleikamir era hér í Vinaminni.
Hér er góður hljómburður og gott
að syngja," sagði þessi notalegi org-
anisti að lokum.
En nú era hlátrasköllinn orðin há-
værari ffammi í anddyrinu og mál
fyrir blaðamann að hypja sig, svo
organistinn komist á æfingu með
yngsta kómum.
BGK
Sveinn Amar Sœmundsson.
menningarhátíð á Akranesi
2.-9. Hóvamber 2006
2. nóvember:
3. nóvember:
4. nóvember:
■ SB
Sýning á verkum Eiríks Smith, listmálara
Staður: Listasetrið Kirkjuhvoll kl. 17:00 - 19:00.
Vilhjáimskvöld á Mörkinni - tónlist eftir Vilhjáim Vilhjálmsson
Staður: Mörkin, kl. 22:00.
Súputónleikar í Tónlistarskólanum
Staður: Tónlistarskólinn við Þjóðbraut, kl. 12:15 -13:00.
Rolling Stones tónleikar. Herradeild PÓ
Staður: Bíóhöllin kl. 21:00. Aðgangur kr. 2.000.
"Fólk í fimm heimsálfum” • Ijósmyndir Friðþjófs Helgasonar, bæjarlistamanns
Staður: Húsnæði Skagaleikflokksins Vesturgötu 119. Opið frá kl. 13:00 -18:00 á
Vökudögum.
Skagaskáldin
Staður: Safnaskálinn að Görðum, kl. 15:00 -17:00.
“Bach fyrir börnin” • orgelkynning fyrir börn
Friðrik Vignir tónlistarkennari annast kynningu á notkun orgels.
Staður: Akraneskirkja kl. 11:00.
Sýningar á Höfða
Málverkasýning Sveins Guðbjarnasonar.
Sýning á Ijósmyndum Helga Danielssonar.
Sýning á skipslíkönum Sveins Sturlaugssonar.
Höfðabasar - handverk og ýmsir munir til sölu.
Staður: Dvalarheimilið Höfði kl. 14:00-17:00.
5. nóvember:
Leiklist fyrir unglinga, leiklistarverkefni fyrir 13-17 ára
Staður: Húsnæði Skagaleikflokksins Vesturgötu 119, kl. 13:00 -16:00.
Hátiðarmessa í Akraneskirkju
Staður: Akraneskirkja kl. 14:00.
Leiklist fyrir unglinga, leiklistarverkefni fyrir 13 -17 ára
Staður: Húsnæði Skagaleikflokksins Vesturgötu 119, kl. 13:00 -16:00.
Flugeldasýning í boði Orkuveitu Reykjavíkur
Staður: íþróttasvæðið á Jaðarsbökkum. kl. 20:00.
Hagyrðingakvöld
Staður: Safnaskálinn að Görðum kl. 20:30 - 22:30.
Ljósmynd: Frsðþjölur Hekjason
6. nóvemben Skátastarf á Akranesi í 80 ár, 1926-2006
Staður: Bókasafn Akraness, kl. 17:00.
Upplestur úr bók um skátastarf á Akranesi
Staður: Bókasafn Akraness kl. 17:00.
7. nóvember.
8. nóvember:
9. nóvember.
10. nóvemben
13, nóvember:
Jasstríó Reynis Sigurðssonar og fl.
Staður: Tónlistarskólinn kl. 20:30. Aðgangur kr. 1.000.
Leiksýning fyrir börn. ''Sigga og skessan í fjallinu" i boði Sparisjóðsins Akranesi
Staður: Grundaskóli kl. 11:00.
Brekkubæjarskóli kl. 14:00.
Ungir - gamlir, rokkið lifir. Rokktónleikar
Staður: Bíóhöllin kl. 20:00. Aðgangurkr. 1.000.
Farandleikhús Landsbankans, “Brot úr sögu banka”
Leikdagskrá í léttum dúr þar sem rakin er saga Landsbankans, árin 1886-2006,
í tónum og tali. Veitingar verða í boði og Sproti verður á staðnum.
Staður: Landsbankinn við Suðurgötu kl. 15:30.
Tónleikar i Tónlistarskólanum - blásaradeildin
Staður: Tónlistarskólinn við Þjóðbraut. kl. 18:15.
Hljómsveit Juri Fedurov. Frönsk "varieté” skemmtitónlist
Staður: Tónlistarskólinn við Þjóðbraut kl. 20:30.
Aðgangur kr. 1.500, skólafólk og eldri borgarar kr. 1.000.
Landmælingar íslands - opið hús, sýning skólaverkefna
Staður: Stillholt 16-18, kl. 14:00 - 18:00.
“Gegn fordómum”
Glóðaraflshópurinn býður bæjarbúum að þrykkja handarfar á dúk
gegn hverskyns fordómum.
Staður: Um allan bæ frá kl. 08:00 - 19:00.
Kaffihúsakvöld Kirkjukórs Akraness
Staður: Vinaminni kl. 20:00. Aðgangurkr. 1.500.
Norræn bókasafnavika 13. -18. nóvember
Staður: Bókasafn Akraness, kl. 18:00.
Sjá nánar:
Akraneskaitpsíaður