Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2006, Side 13

Skessuhorn - 31.10.2006, Side 13
r ^Munu^i MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2006 13 Lærði á tölvu 87 ára gömul Mikil breyting er orðin á högum Elísabet- ar. Hún farin úr sinni víðfeðmu sveit þar sem fjallahringurinn blasti við eins og hann lagði sig. Flutt til Borgarness í þéttbýlið þar sem ekkert jarm heyrist í lambi, baul ffá kú og varla fuglasöngur. Hvernig líður henni við þessa breytingu? „Eg er afar sátt. Eg var áttræð þegar Jón bróðir minn lést og hef verið ein síðan. Það var því gott að koma hingað í Borgarnes og njóta hlýrrar umhyggju þeirra sem sinna mér. Eg fæ hér heim til mín fæði, þvæ ennþá þvott- inn minn, það er séð um þrifin, til mín kem- ur hjúkrunarkona öðru hverju og fylgist með heilsu minni og ég hef samneyti við fólkið hér í kringum mig. Eg er svosem ekki við hesta- heilsu, búin að hálfdeyja tvisvar, en mér líður vel. Eg lærði á tölvu 87 ára gömul. Þannig var að systir mín keypti sér tölvu en varð bráð- kvödd í sömu vikunni. Þessi tölva er mér kær og nota ég hana mikið. Svo get ég lagt kapal í tölvunni, ég geri það alltaf svona undir svefh- inn á kvöldin,“ segir Elísabet að lokum. Við þökkum þessari heiðurskonu fýrir móttök- urnar, hún sest aftur við tölvuna og leggur sinn kapal, 95 ára gömul. Elísabet í hlutverki Grasa - Guddu en Ján bróÖir leikur Sigurð í Dal. I SafnasvæðiðáAkranesi I Sími 431 5566 - Fax 431 5567 - Veffang: www.museum.is Netfang: museum@museum.is Laugardaginn 4. nóvember kl. 15:00 verður í tilefni Vökudaga, dagskrá í Garðakaffi sem kallast Skagaskáldin. Þar verða nokkur valinkunn skáld af Skaganum kynnt og lesið úr verkum þeirra. Vegna óviðráðanlegra orsaka fellur Hagyrðingakvöld sem halda átti í Garðakaffi sunnudaginn 5. nóvember niður. Á meðan að Vökudagar standa yfir verða systurnar Jóhanna og Margrét Leópoldsdætur með sýningu á verkum sínum í Garðakaffi. Sýningin er opin á sama tíma og söfnin frá kl. 13:00 til 17:00 alla daga. www.kjolur.is Til hamingju Akranes! Síðasdiðið miðvikudagskvöld hélt Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi tónleika í Borgarleikhús- inu í Reykjavík. Sveidn flutti verkið Húsið - Milli tveggja heima eftir stjórnanda sveitarinnar Ragnar Skúlason. Sveitina skipa stúlkur á aldrinum 11 - 19 ára úr strengjadeild skólans en einnig léku með sveitinni tónlistarmenn á píanó, bassa og trommur. Sýningin einkenndist af fiðluleik og söng en á milli laga brutu þær upp formið með eins kon- ar talkór, þar sem þær fóru með vel vaHn og spaugileg ljóðabrot. Húsfýllir var á tónleikunum og óhætt að segja að Þjóðlagasveitin hafi bætt nokkrum rósum í hnappa- gat sitt eftir ffammistöðu sína á mið- vikudaginn. Fyrsta lagið gaf tóninn um það sem koma skyldi því fjörug- ur taktur var sleginn þar sem fiðlur, píanó og slagverk fékk notið sín og salurinn tók fljótt undir með takt- föstu lófataki. Undir styrkri en glaðbeittri stjóm Ragnars spiluðu stúlkumar af ögun og prúðleik en fyrst og ffemst skynjaði áhorf- andinn gleði og kátínu sem streymdi ffam og smitaði vel út ffá sér. Hvergi var feilnóta sleg- in, hvorki í tónlistar- flutningnum né söngn- um og það í sambland við talkórinn á milli at- riða gerði tónleikana ógleymanlega og bráð- skemmtilega. Tónlistarskráin var vel valin og aðgengileg og líklegt má telja að sú fjöður tilheyri hatti Ragnars Skúla- sonar. Hontim og stúlkunum öllum, ásamt aðstandendum sýningarinnar, er óskað innilega til hamingju með ffábæra tónleika. Það hlýtur að telj- ast mikil lyffistöng fyrir bæjarfélag eins og Akranes að eiga svo fært fólk í sínum ranni og er öllum til sóma. Kolbrá Höskuldsdóttir. Ljósm. Carsten Kristinsson Græmii Nú í haust hófst annað námsár bænda sem taka þátt í Grænni skógum á Vesturlandi. Um er að ræða nám sem er sérsniðið að skóg- arbændum, skipulagt af Landbún- aðarháskóla Islands. Sams konar nám hefur farið fram eða er í gangi hjá hinum landshlutaverkefnunum í skógrækt. I haust eru tvö skyldu- námskeið búin en þau voru „fram- leiðsla og gróursetning skógar- plantna“ sem fram fór að Reykjum í Ölfusi 13.-14. október sl. og „skógarumhirða" sem fram fór á Hvanneyri, Daníelslundi og í Reykholti um liðna helgi. Eitt val- námskeið verður nú á haustönn en það er „tálgað í tré“ og fer það fram dagana 17.-18. nóvember. Þáttak- endur í Grænni skógum á Vestur- landi eru 33. skógar á Vesturlandi Þátttakendur í Grœnni skágum í námsferð í Ölfusi fyrir skömmu. Einn liður í þessu námi er náms- ferð til útlanda. Nú hefur verið ákveðið að fara í námsferð til Skotlands í águst á næsta ári. Þessi ferð er ætluð þátttakendum í Grænni skógum á Vesturlandi og starfsfólki Vesturlandsskóga. Skipulagning ferðarinnar er hafin og fararstjóri verður Arnlín Óla- dóttir, skógfræðingur á Bakka í Bjarnarfirði. MM Sími 525 8383 ATVINNA Fosshótel Reykholti auglýsir eftir húsverði í fullt starf. Upplýsingar veitir Baldvin eða Magnfríður í síma 435 1260 fO«HÚT€L Hárskerinn að Kirkjubraut 30 á Akranesi Qjörir kunnugt: Lokað verður frá 14. nóvember til &. desember. Síðbúið sumarleyfi. Jón Hjartarson Flligger Hörpuskin, Hörpusilki og Utitex fást nú hjá KB Búrekstrardeild BUREKSTRARDEILD SORGARNESI Egilsholt 1-310 Borgarnes Afgreiðsla sími: 430-5505 Fax: 430-5501 Opið frá kl. 8-12 og 13-18 alla virka daga I

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.